Los Rodríguez
 

Guestbook

Jórunn Sjöfn

takk fyrir HLÝJAR afmæliskveðjur í dag. Vildi óska að ég gæti hoppað inní þessar girnilegu sólarmyndir hjá ykkur. Gaman að sjá hvað þú nýtur þín vel á Spáni litli frændi í þinni fyrstu ferð sem eiga nú ekki eftir að verða svo fáar í framtíðinni. Knús og kossar og kveðjur handa öllum Jórunn xxxx

Posted February 9, 2008 at 22:30.

Amma Lilja og afi Guðlaugur.

Elsku Daníel Snær, Halla Sif og Jesús. Við þökkum fyrir þessar nýjustu myndir frá Spáni. Þær koma eins og hlýr andvari hingað í kuldann, endalausa snjókomuna og stormana. Það kemur varla sá dagur að að ekki sé stormviðvörun. Í gærkvöldi var dýpsta lægðin til þessa hér í heimsókn. Allt fór úr skorðum á landinu. Foktjón, snjófljóð og margvíslegur skaði um allt land og samgöngur á landi, í lofti og á legi lamaðar og stopp. Fólk hér í Reykjavík var hvatt til þess að vera heima, draga fyrir glugga áveðurs og halda sig fjarri þeim. Nú er enn ein stormviðvörunin í kvöld. Mesta frost hér í Reykjavík síðan þið fóruð var einn daginn 15°. Engin furða að myndirnar ykkar kveiki kærkomin eld í brjóstum okkar.
Sérstaklega gleður það okkur líka að sjá ykkur í faðmi fjölskyldunnar á Spáni. Að sjá Daníe Snæ með afa og ömmu á heimilinu sem honum finnst greinilega mjög spennandi og skemmtilegt. Einnig myndirnar með afa í göngutúr o.fl.úr umhverfinu í borginni að ógleymdum heimsóknum ættingja og vina. Samnefnarinn af þessu öllu er svo litli ljósgeislinn og engillinn okkar sem alla heillar.
Við óskum ykkur áframhaldandi yndislegrar dvalar og sendum ykkur fjölskyldunni og ástvinum á Spáni hlýjar kveðjur.

Posted February 9, 2008 at 16:43.

Bára

Hæ elsku fjölskylda! Gaman að sjá myndir af ykkur frá Spáni! Voðalega eruði öflug að setja inn myndir strax:) hihi. Þið virðist vera að skemmta ykkur vel! Ég er ekkert abbó eða neitt... Hafið það áfram gott... :*

Posted February 9, 2008 at 10:34.

Sigurrós

Mikið líst mér vel á þetta hjá ykkur, bara strax komnar myndir úr Spánarferðinni! Og þið ekki einu sinni komin heim! :) Gaman að fá að fylgjast með ykkur úti í góða veðrinu.
Bestu kveðjur úr óveðurslandinu ;)

Posted February 8, 2008 at 23:32.

Amma Lilja og afi Guðlaugur.

Sæll elsku litli sæti vinur. Þú ert tíu mánaða í dag. Til hamingju með það. Aðeins tveir mánuðir í ársafmæliið. Stutt kveðja í þetta sinn. Þú ert líka að koma í kvöldmat til okkar eftir þrjá tíma og þá færð þú kossinn og knúsið í tilefni dagsins. Hlökkum til. Amma og afi.

Posted January 27, 2008 at 15:53.

Sonja frænka

Oh, það var svo gaman að knúsast með þig um daginn Daníel Snær:) Þú ert nú meiri krúttsprengjan og það er alveg greinilegt að þú þekkir þitt fólk þó það líði stundum langt á milli;)

Bið að heilsa mömmu og pabba,
RISAknús frá Sonju frænku

Posted January 25, 2008 at 15:08.

Theó

Vá hann er ÆÐI að venju! Toppar ALLT í snjóþotunni hahaha ... dúllí dú! Nú verður að fara að skipuleggja barnahitting!

Posted January 21, 2008 at 10:44.

Elín

q...guapo me lo quiero comer.....knús og kossar frá madrid

Posted January 16, 2008 at 15:07.

Bára

Hvernig er hæææægt að vera svona sætur??? Þetta er svakalegt!

Posted January 14, 2008 at 01:06.

Bára

Hæ elsku fjölskylda! Svakalega áttu fyndinn pabba, Daníel:) hihi. Nýjasta videoið af hláturskasti er æði!!

Vonandi hafið þið það gott, elskur:)

Posted January 10, 2008 at 20:37.

Ásta Kristín

Gleðileg jól elsku fjölkskylda og takk fyrir fallega jólakortið :)
Þetta eru ekkert smá fallegar jólamyndir.. það mætti bara halda að þið væruð "professional" ljósmyndarar :) Hafið það sem allra best á nýja árinu og hlakka til að fylgjast með þér stækka og dafna.
Kv. Ásta

Posted January 7, 2008 at 13:33.

Nína Rakel

Hæ elsku vinur. Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Takk fyrir það gamla og ég hlakka til að halda áfram að hittast á þessu ári.
Þín vinkona Nína Rakel

Posted January 4, 2008 at 13:51.

Stefanía Stefánsdottir

Halló fjölskylda! Óska ykkur gleðilegs árs og friðar á nýju árinu.
Og til hamingju með níu mánaða afmælið Daníel Snær, þú ert svo myndarlegur og sætur strákur.

Kveðja
Stefanía frænka

Posted January 1, 2008 at 20:51.

Jórunn

Bara trúi ekki að þú sért orðin 9 mánaða. Það er ekkert smá enda orðin svo duglegur að gera allt sjálfur og reyna að bjarga þér. Knús knús frá mér

Posted December 27, 2007 at 22:56.

Amma Lilja og afi Guðlaugur.

Komdu sæll elsku sæti vinur.
Bestu árnaðaróskir frá ömmu og afa á Fjölnisveginum í tilefni þess að þú ert níu mánaða í dag. Heimsóknirnar á heimasíðuna þína eru nú orðnar yfir 4700 eða nálægt 18 að meðaltali á dag. Það verður að kallast góður árangur.
Það er ávallt gaman að lesa allar þessar hlýju kveðjur frá frænd- og vinagarði. Þú sendir líka þessu góða fólki skír skilaboð um framfarir þínar og þroska í skrautlegu myndaalbúminu þínu.
Við hlökkum til að fá þig í pössun í dag á meðan mamma og pabbi þjóna kaffiþyrstum Kringluförum.

Posted December 27, 2007 at 10:36.

Sigurrós og Ragna Björk

Frábærar jólamyndir! Gaman að sjá kappann í jólafötunum sínum og svaka töffari með bindið :)

Posted December 26, 2007 at 00:13.

ABUELOS, TIOS Y PRIMOS

DANIEL SE PUSO PORFIN DE PIEEES!!!!!
=)

ya hemos visto que te han traido mucho regalos y estas muy guapo trajeao!


muchos besos de todos

FELIZ NAVIDAD Y PROSPERO AÑO NUEVO!
ZORIONAK ETA URTE BERRI ON!
MERRY XMAS!

jeje


____________________*

Posted December 25, 2007 at 20:33.

Sigurrós, Jói og Ragna Björk

Gleðileg jól, kæru vinir!
Hafið það sem allra best yfir hátíðirnar!

Posted December 24, 2007 at 11:34.

Stefanía Stefánsdottir

Halló litli frændi og foreldrar. Ég fór nú bara að skellihlæja með þér á videoinu. Sé að þú ert alltaf að stækka og þroskast og byrjaður að standa upp, þá getur þú farið að taka til fyrir m & p
Óska ykkur gleðilegra jóla.

Kveðja Stefanía frænka

Posted December 23, 2007 at 19:57.

Posted December 10, 2007 at 10:45.

ABUELOS, TIOS Y PRIMOS

Hola Danieeel!
nos ha encatado verte reir de esa manera en el video
y en las fotos estas para comerte un cacho
jajaja!

sigue así de guapo..

=)


un beso de todos
PARA TODOS!


____________*

Posted December 9, 2007 at 21:04.

Xavi

Saludos! Pero qué le dais a este nene para que cada día esté tan guapo y espavilado? Tendré que venir con la libreta de apuntes a tomar unas cuantas notas!

Besos y abrazos,

Los Rodriguez y Cia

Posted December 9, 2007 at 15:21.

Milena e Iván Daníel

Hola Daníel, que bonito y grande que ya estás. Pareces un modelo con todos esos poses en las fotos. Las fotos son la única manera de verte pues tu mami núnca nós llama para que nos veamos. A ver sí te vemos antes de que nosotros nos vallamos de vacaciones. Besitos.

Posted December 9, 2007 at 14:56.

Mikael Jósef, Raúl og Helga

Hæ aftur Daníel Snær!
Við hittum þig áðan í smá stund á kaffihúsinu þeirra foreldra þinna en það var bara allt of stuttur skammtur svo við kíktum hingað til að fá að sjá þig aftur! Þú ert orðinn svo stór og flottur strákur, brosmildur og rjóður í kinnum:) Það sást alveg á honum pabba þínum hvað hann er ánægður og stoltur af þessum fallega strák sem þú ert.
Kærar kveðjur til þín og mömmu þinnar og pabba,
við sjáumst vonandi fljótlega aftur,
Helga, raúl og mikki jobbi.

Posted December 1, 2007 at 20:42.

Bára Kolbrún

Hæ elsku Daníel, Halla og Jesus! Til hamingju með átta mánuðina:):) hihi... Það er alltaf jafn gaman að kíkja við og sjá myndir af litlu krúsinni honum Daníel Snæ.

Knús og kram til ykkar allra... :*

Posted November 29, 2007 at 17:29.

ABUELOS, TIOS Y PRIMOS

Daniel cada día más guapooo!!
Felicidades en tu octavo mes
Eres muyyy valiente que no has llorado al ponerte la vacuna =)

un beso preciosooo!!

de parte de tu familia de Bilbao


_______________

Posted November 28, 2007 at 19:29.

Jórunn Sjöfn

til lukku með mánuðina 8 litli uppáhalds frændi. Kossar & knús

Posted November 27, 2007 at 16:30.

Amma Lilja og afi Guðlaugur.

Sæll elsku fallegi gleðigjafinn okkar. Örfá orð frá ömmu og afa á Fjölnisvegi. Til hamingju með átta mánaða lífshlaupið þitt. Gangi þér vel í sundinu í dag. Við höfum frétt af framförum þínum í lauginni, að þú hoppar hvergi hræddur út í vatnið, ert einn og óstuddur smáaugnablik í kafi og brosir svo af öllu saman.
Hlökkum til að sjá þig sem fyrst. Faðmlög. kossar og knús frá okkur.

Posted November 27, 2007 at 14:59.

Lena

Hæ litli sæti kall!
Til hamingju með átta mánuðina hihihi:)

Posted November 27, 2007 at 09:54.

Ásta Kristín

Hæ hæ fallega fjölskylda og takk fyrir kveðjurnar :O) Mikið var nú orðið tímabært að kíkja á þig elsku Daníel Snær krúsídúllus :) Gaman að sjá hvað þú stækkar og dafnar vel. Mikið væri svo gaman að sjá þig í eigin persónu við tækifæri.
Ofsa góðar kveðjur og mikið var nú gaman að hitta á þig Halla.
Kv. Ásta

Posted November 21, 2007 at 15:35.

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13