Hjá okkur getur þú sett upp vefsíðu um nýjasta einstaklinginn í fjölskyldunni. Foreldrar sjá um að setja inn myndir, myndbönd og skrifa dagbókarfærslur af börnum sínum á meðan aðrir fjölskyldumeðlimir bíða spenntir eftir nýju efni af litla krílinu.
Amman og afinn skrifa svo sniðugar athugasemdir við myndir og fjölskyldan í heild hefur gaman af síðunni. Oftar en ekki er efni af Nino síðu barnsins aðal umræðuefni í fjölskylduboðum.