Velkomin á heimasíðuna okkar!
Við heitum Ólöf María, Arnar Guðni og Agnes Klara og búum í Garðabæ með mömmu og pabba. Hér getið þið fylgst með okkur systkinunum og gaman væri ef þið mynduð kvitta í gestabókina.
Ólöf María fæddist á Landspítalanum kl. 14:04 þann 1. apríl 2004. Hún lét bíða eftir sér í tvær heilar vikur og kom ekki í heiminn fyrr en mamma var sett af stað. Hún var 52 cm og slétt 4000 grömm við fæðingu, með mikið svart hár og dökkbrún augu. Ólöf María var skírð í Garðakirkju þann 22. maí 2004.
Arnar Guðni kom í heiminn á Landspítalanum kl. 20:10 þann 19. júní 2006, tveimur dögum eftir settan dag. Fæðingin gekk hratt og vel fyrir sig. Hann var 51 cm og 3870 grömm með svart hár og dökkbrún augu, alveg eins og systir sín. Arnar Guðni var skírður í Garðakirkju þann 19. ágúst 2006.
Við eignuðumst litla systur kl. 09:47 þann 17. júní 2011 og við stóru systkinin erum að rifna úr stolti og finnst hún algjör engill. Hún var 53 cm og 3590 grömm þegar hún fæddist, með svart hár og dökkbrún augu, kemur á óvart Hún var skírð þann 27. ágúst 2011 heima hjá okkur í Melhæðinni og fékk nafnið Agnes Klara.