Janúar 2011
Þóra Guðrún og mamma á safni að skoða gömul húsgögn.
Þóra Guðrún: Hver á heima þarna?
Mamma: Þessi húsgögn voru notuð í gamla daga, fólkið í gamla daga notaði þau og átti heima þarna.
Þóra Guðrún: já, afi!!
"Mamma.... ég er líka bóla!" sagði Þóra Guðrún stolt þegar að hún kom heim af leikskólanum og viti menn..... hún hafði rétt fyrir sér.
Einar: Herdís María viltu koma niður... þú mátt ekki vera upp á þessu! (sagt strangri röddu)
Herdís María: Ég fer bara og sæki jakkann minn og fer burtu!! (já maður er orðinn rebel 3ja ára á þessum bæ)
Herdís María: " Mér langar svo í Músasmiðjuna" (lesist: "Mig langar svo í Húsasmiðjuna")
************************************************************************************************************************
Desember 2010
Herdís María: "Ég get alveg opnað þessa pakka (og bendir á gjafirnar undir tréinu)... það er sko alveg skítlétt!!!
Mamma var farin að undrast óvenju þæga Þóru Guðrúnu inn í herbergi. Ákvað að athuga málið og viti menn, daman komst í jóladagatalið og át það upp til agna...... :/
************************************************************************************************************************
Nóvember 2010
***********************************************************************************************************************
Júní 2010
Fjölskyldan í sundi
Herdís María segir við pabba sinn með skítaglott á vör : Þú ert ekki pabbi minn!
Pabbi: Nú, er ég ekki pabbi þinn? Hver er þá pabbi þinn?
Herdís María: Þessi! (og bendir á rosalegt hönk í pottinum, tanaðan og vöðvaðan ;)
______________________________________________________________________________________
Maí 2010
Pabbi: Herdís María komdu að borða
Herdís María: Nei ég borðaði í gær! (alveg nóg sko)
_______________________________________________________________________________________
Apríl 2010
Herdís María: „Paaabbi, það er fluga í herberginu mínu!“
Pabbi: „Nú? Er fluga í herberginu þínu?“
Herdís María: „Já! Og hún er að hoppa!“
Herdís María: „Pabbi taktu hana, hún er ógeðsleg!“
Pabbi: „Viltu ekki bara taka hana sjálf?“
Herdís María: „Nei, þú ÁTT að taka ógeðslegu fluguna!“ (prinsessan á bauninni hehe)
---------------------------------------------------------------------------------
Herdís María að tala við sjálfa sig og koppinn sinn
Herdís María: "Ég ætla ekki að kúka í buxurnar, ég ætla að kúka í koppinn. Nei ég ætla ekki að kúka í buxurnar, NEI TAKK!
_____________________________________________________________________________________________
Desember 2009
Nóvember 2009
Uppáhalds vísa Herdísar Maríu þessa dagana er "Siggi var úti" Hún vill syngja hana daginn út og daginn inn og þegar við teiknum með henni þá eigum við að teikna tófuna á grjóti og Sigga grátandi. Herdís María er skíthrædd við tófuna.
Amma keypti nýja LOÐhúfu í Danmörku. Herdís María vildi alls ekki setja húfuna á höfuðið. Allir reyndu hvað þeir gátu en Herdís María sagði hátt og snjallt : " Ekki tófuna á grjóti á hausinn á Herdísi Maríu"
og ekki orð um það meir!!!
__________________________________________________________________________________________
September 2009
Á afmælisdegi Herdísar Maríu þann 14. september 2009. (Þá hafði verið 2falt afmæli daginn áður og afmælissöngurinn mikið sunginn)
Mamma syngur: "Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag"
Herdís María (mjög pirruð): "Mamma, ekki!"
__
Elías Torfi var í mat og var með soldið slæman hósta
Mamma: "Æ Elías minn, þú ert með slæman hósta"
Elías: "Já"
Herdís María: "Æ greyið kallinn....."
__
Mamma sótti Herdísi Maríu á leikskólann
Herdís María: Hvar er pabbi?
Mamma: Hann er í vinnunni
Mamma: Veistu hvað? Mamma var líka í vinnunni í dag!
Herdís María hlæjandi: Neeeeiiiiii ... mamma er heima....
(stúlkan greinilega vön því að mamman sé heima og pabbinn sé í vinnunni!)
____________________________________________________________________________________________
Júlí 2009
Herdís María vildi fara í pilsi á sumarhátíð KB og þetta samtal átti sér stað þegar að pabbi var að klæða hana.
Pabbi: Vááá... ætlarðu í svona flottan kjól??
Herdís María: NEI, ÞETTA ER PILS! (Mjög hneyksluð á þessari heimsku föður síns)
__
Pabbi: Nú kem ég og borða mömmu.....
Herdís María: NEI! og hleypur og ver mömmu sína
Pabbi: Þá kem ég og borða Herdísi Maríu....
Herdís María: NEI! og leitar skjóls hjá mömmu
Pabbi: Hvað á ég þá að borða?
Herdís María: Þetta! og bendir á Þóru Guðrúnu
__
Herdís María að horfa á Barbapabba á netinu
Mamma: (spyr pabba) Er þetta hollenska?
Herdís María: Nei, þetta er Barbapabbi!!
______________________________________________________________________________________
Júní 2009:
Mamma: Hver á táslurnar hennar Herdísar Maríu?
Herdís María: Pabbi
Mamma: Nú, á mamma ekki táslurnar?
Herdís María: Nei pabbi (frekar pirruð)
Mamma: En hver á puttana hennar Herdísar Maríu?
Herdís María: Pabbi
Mamma: Nú á mamma ekki neitt?
Herdís María: Nei
Mamma: en hver á Þóru Guðrúnu?
Herdís Maríu: Pabbi! (alveg hneyksluð á þessari vankunnáttu móðurinnar)
Mamma: En hver á mömmu?
Herdís María: PABBI!! (Greinilegt að pabbi á bara ALLT í heiminum)
Mamma: "Nei nei grýla tekur ekkert bangsann, mamma og HM passa bangsann"
Herdís María: "og pabbi passar mömmu og Herdísi Maríu og afi passar pabba"
Mamma: "Já elskan, góða nótt"