Ernir og Rúrik Pétur
 

Fyrstu árin RPB

Fæðingin

Ég fæddist þann 2. júlí 2014 klukkan 10:52.
Fæðingin fór fram á Sjúkrahúsinu á Akureyri og Valur Helgason og Gunnar Kristjánsson tóku á móti mér.
Viðstödd fæðinguna voru pabbi, Inda ljósmóðir, Oddur svæfingalæknir og fleiri gott fólk á skurðstöfunni á Sjúkrahúsinu á Akureyri.
Hárlitur minn var dökkbrúnn og augun voru dökkgrá
Þegar ég fæddist var ég 3480 grömm eða 14 merkur og 52 cm að lengd.
Pabbi keyrði mömmu á spítalann.
Eftir að ég fæddist fór ég á fæðingardeildina á Sjúkrahúsinu á Akureyri og svaf þar fyrstu nóttina.
Sama dag og ég fæddist þá snjóaði í Ljósavatnsskarði og var þrumuveður á Akureyri. Veðurguðirnir tóku á móti mér með stæl. .

Helstu viðburðir fyrstu árin

Fyrsta brosið kom þegar Rúrik Pétur var sex daga gamall við kitl í mallann. Við bíðum spennt eftir hlátri og alvöru brosum :)
Fyrsti göngutúrinn var föstudaginn 11. júlí. Rúrik Pétur var í peysu og með létta húfu enda 18 stiga hiti og mjög ljúft veður.
3 vikna fór Rúrik Pètur á sýningu hjá Sirkusi Íslands og tíu daga ùt ađ borđa í Hofi!
5 vikna fór hann í fyrsta ferðalagið sitt, keyrði til Reykjavíkur og alla leið í Fljótshlíð í sumarbústaðinn hans Afa Hilmars. Við sama tækifæri fór hann í brúðkaup í fyrsta sinn hjá vinum okkar þeim Heiðbrá og Jóhanni, þar var hann algjörlega tl fyrirmyndar :)
6 vikna brosir hann til okkar og tekur mjög vel eftir. Hann er duglegur ađ lyfta höfđinu. Sefur út í vagni í 2-4 klst eftir hádegiđ og vel á nóttunni, annars frekar óreglulegar svefnvenjur ennþá  :)
10 vikna er Rúrik Pétur farinn að halda þokklega höfði þó það sé nú ansi valt. Hann er líka alveg stífur í fótunum og sérlega athugull. Hann er síbrosansi kátur strákur. Svefnvenjurnar eru að komast sirka í fastar skorður, en hann sefur best í vagninum. 
3. mánaða þekkir Rúrik Pétur hendur og fætur, hann grípur í hluti og stingur þeim í munninn. Hendurnar eru samt bestar á bragðið ;) Hann heldur höfði vel, og lyftir sér hátt upp þegar hann liggur á maganum. Hann er nú kominn með fastann nætursvefn frá 21 - 06 og eru foreldrarnir bara frekar ánægðir með það ;) Hann er 50% á brjósti á móti pelagjöf hjá pabba sínum. 
14 vikna byrjaði Rúrik Pétur í ungbarnasundi með Tinnu Sigurrós vinkonu sinni og líkaði það bara vel :)
20. október þegar Rúrik Pétur er tæplega 16 vikna veltir hann sér af baki og yfir á maga. 
2. nóvember, 4, mánaða. Byrjaði Rúrik að fá að borða. Fyrst fékk hann graut, svo sveskjumauk og gulrætur. Fljótlega fór hann að smakka flesta ávexti og grænmeti. 
22. desember komu fyrstu tvær tennurnar í ljós í neðri gómi :)
1. janúar 2015, rétt tæplega 6 mánaða situr Rúrik Pétur alveg sjálfur. 
Hann elskar Gulur, rauður, grænn og blár og flesta tónlist. Honum þykir píanótónlist mjög róandi og notar mamman hvert tækifæri til þess að svæfa hann með píanóspili. 
12. janúar fékk Rúrik Pétur í fyrsta skipti kjöt og daginn eftir smakkaði hann í fyrsta skipti fisk, þegar hann fékk að narta í harðfisk. Það fannst honum alveg frábært :)
19. mars byrjaði Rúrik Pétur að skríða og lærði sama daga að setjast sjálfur upp. Mikið frelsi sem það er fyrir lítinn mann :)
21. mars fór hann í fyrsta skipti á Róló og elskaði að róla!
19. mars datt Ernir á nebbann, svo fékk hann streptókokkasýkingu í sárið, Hann var því næstum því 2 vikur að jafna sig á slysinu og fékk sinn fyrsta pensillínskammt sem honum þótt ekki góður. 
30. mars stóð hann á fætur sjálfur með því að hífa sig upp í fyrsta skipti. 
8. apríl stóð hann á fætur í rúminu sínu og vakti okkur, gífurlega hress kl 6:30, stoltur af afrekinu :)

Hæð og þyngd

Við fæðingu var ég 52 cm og vó 3480 grömm, höfuðmál 37 cm
Tveggja vikna var ég 3700 grömm, höfuðmál 37,4 cm
4 vikna var èg 4530 grömm, höfuðmál 39 cm.
7 vikna var èg 5010 grömm og 60 cm, höfuðmál 41
9 vikna var ég 5540 grömm og 61,3 cm, höfuðmál 41,5
3. mánaða var ég 6240 grömm og 64,5 cm. Höfuðmál 42,6. 
5. mánaða var ég 7100 grömm og 69,5 cm. Höfuðmál 45,3. 
7. mánaða var ég 8355 grömm og 71,5 cm. Höfuðmál 47. 
8,5 mánaða var ég 8670 grömm og 72,8 cm. Höfuðmál 47,8.

Skírnin

Skírnin fór fram þann 28.9.2014 heima hjá ömmu Maju og afa Hilmar í Seiðakvísl.
Séra Pjetur Maack skírði mig. 
Skírnarvottar voru vinir okkar Aldís María og Bjarni Pétur. 
Á skírnardaginn var alveg ágætis veður, gekk reyndar á með rosalegum skúrum!
Veislan var haldin heima hjá ömmu Maju og afa Hilmari
Hugmyndir voru um skíra mig voru margar, mamma og pabbi voru samt ekki lengi að ákveða sig ;)
Rúrik Pétur fékk margt fallegt í skírnargjöf, hnífapör, Barnabiblíu, skrautmuni og bólusetningar í þróunarlöndunum.
Í athöfninni spilaði Sunna Karen á píanó og gestirnir sungu skírnarsálminn.