Helgi er að semja nýjar "fara að sofa" reglur eftir að EA fer aftur í sitt herbergið, eftir 3 vikur í mö og pa herbergi eftir fótbrot. Eysteini Ara líst ekkert vel á reglurnar og lætur pabba sinn heyra það: " Pabbi- þessar reglur eru hreinasta bulll"! Einn búinn að hlusta milljón sinnum á Mikka Ref :)
Ég segi EA rosa tröllasögu um hestinn hans afa sem týndist....þá kemur önnur tilvísun í Hálsaskóg; "Það var nú ljótt að heyra" ! og spyr hver segir svoleiðis og þá svarar minn, alveg með þetta á hreinu: Bansapabbi, þegar Marteinn segir honum að Mikki hafi reynt að borða ömmu mús ! !
Jan 2011:
Að lesa bók með pabba sínum. Helgi spyr; hvað gera prestar ? Eysteinn Ari svarar: Þeir hella vatni yfir fólk !
Eysteinn Ari gargar aleinn að horfa á fótbolta í sjónvarpinu - Strákar - Þið eruð að klúðra þessu !!! (HM í handbolta nýbúið og minn maður lærði eitthvað af pabba sínum þar !)
Mamma, af hverju á gamla fólkið enga peninga ???? Hvaða rugl er þetta mamma !!! (humm....gæti komið frá pabba hans frasinn um ruglið !!)
Feb 2011:
Þegar ég verð stór og verð súperman þá má ég fá kaffi og kók ! og líka sælgæti !
Er mjög upptekin af því þessa dagana að hann verði að borða hollt til að verða stór og bara fullorðnir megi fá kók ofl...svo fer þetta stundum allt í rugl og hann segir að sælgæti sé gott að til að verða stór og stundum fussar hann og segist ekki vilja fá svona hollustu! af því að þá verði hann Ekki stór og sterkur...Allt í kross sem sagt :)
Maí 2011
Mamma, ég var svo hræddur þegar ég var í bumbunni þinni. Það voru engin önnur börn ! Það var svo mikið myrkur í bumbunni mamma ! (voða leiður og talar mikið um hvernig var í bumbunni ! )
"dísus kræst pabbi, hvaða rugl er þetta ! " - einn af mörgum frösum sem hann apar beint upp frá pabba sínum. Helgi verður oft vandræðanlegu þegar hann heyrir Í SJÁLFUM SÉR í gegnum barnið :)