Erum stödd í Grindavíkinni góðu núna, búin að vera í mánuð í sælunni og ætlum að vera fram yfir páska :)
Það stóð nú reyndar ekki til að dvölin yrði svona löng en við fórum viku fyrir áætlun því ég ákvað að skella mér með Víðihlíðarskvísum í menningarferð til Vestmannaeyja yfir nótt og var það í fyrsta skipti sem Salvar var í pössun svona lengi, í fyrsta skipti sem við erum aðskilin í meira en 5-6 tíma í rauninni. En það gekk bara svona líka vel og þó hann hafi vaknað einu sinni yfir nóttina þá bara tók amman hann uppí og hann lúrði á milli hennar og Dagbjartar frænku, ekki málið!
Svo er hann búinn að vera á miklu flakki síðan en á meðan ég var í tveggja vikna verknámi í Keflavík eru hinir og þessir búnir að passa hann. Rakel Eva frænka reddaði okkur alveg fyrri vikuna og svo voru það Dagbjört, mamma, amma, Karen Lind og Guddan sem redduðu seinni vikunni, og auðvitað afi Addi líka. Og þetta hefur sumsé bara gengið megaháttar vel.
Það er að koma fram svolítið skap í mínum manni og hann getur reiðst ef eitthvað er sem honum ekki líkar en hann er líka fljótur að gleyma og er venjulega mjög kátur, sértaklega hérna heima með krökkunum. Svo er hann líka farinn að sýna svolítinn glannaskap eins og hann var nú alltaf sallarólegur þessi elska, klifrar núna upp á alla stóla og borð og spígsporar rígmontinn við brúnina J Stakk sér einmitt fram úr sófanum um daginn og fékk stóra kúlu á ennið, fyrsta meiddið og hann vissi ekkert hvernig hann átti að bregðast við, grét svolítð og varð svo reiður við sófann þegar það hætti ekki að vera vont strax.
Alltaf bætist aðeins í orðaforðann þó sumt sé kanski ekki alveg skiljanlegt..
Amma er vissulega uppáhaldsorðið og hann getur röflað það fram og til baka allan daginn, mikill ömmukall :)
Helsti listinn er: mamma, amma, afi, ammi (nammi), abba/dabba/dabö (Dagbjört), sjö (sjáðu), nei, hessi (þessi/þetta), haahessi (hvað er þetta), O-ú (ó-ó), oh ho (hoho), jósi (ljósið), datt, ha, heijuu (heyrðu –þegar hann er að skamma mömmu sína), æja (jæja) og hann er mjög kurteis og notar óspart orðið takk/zagg, og hæ! Obbódi er svo nýtt og við höfum ekki komist að því ennþá hvort það þýðir óbbósí, hobbiti, eða eitthvað allt annað.
Svo hefur hann sagt bók, bíj (bíll) og kisa, bara einu sinni og neitar að segja það aftur. Og svo hermir hann eftir og kann að segja Hapa (Harpa), Ewa (Ella), Anna (Fannar), Emma (Telma),
Man ekki fleiri orð í augnablikinu en þetta er svona það helsta.
Nú eftir páska förum við svo bara að bruna norður og klára skólann, ganga frá íbúðinni og við getum ekki beðið eftir að vera svo bara alkomin fyrir sumarið heim í Grindavíkina en ég klára líklega prófin 13. maí. Stefnan er svo að vinna í Víðihlíðinni í sumar og Salvar ætlar að vera hjá Gauju dagmömmu :)
Pjakkurinn minn orðinn eins árs í dag og ég búin að vera mamma í heilt ár.... þetta er náttúrulega alveg hreint merkilegt!
Í tilefni af afmælinu ætla ég að taka hana Hörpu vinkonu mér til fyrirmyndar og setja hérna inn smálitla færslu, enda er það búið að standa til í marga marga mánuði :)
byrjaðábyrjun..
óléttan: ..var dásamleg :) Eftir fjögurra mánaða ógleði tók bara við skemmtileg bið. Ég var svo frísk og gat unnið og verið í ræktinni þar til á 38. viku og fannst ótrúlega gaman að vera með kúlu sem mátti bara standa út í loftið :) Ég hefði alveg getað hugsað mér að vera ólétt í nokkra mánuði í viðbót, en fékk svo gallstasa á 3. trímester sem var ekkert megaháttar sniðugt, og þar sem þetta kríli var kúrukall frá byrjun þá var erfitt að fylgjast með fósturhreyfingum, minn bara að kúra og kósa sig :) Þá vildi ég auðvitað bara fara að fá krílið mitt öruggt í fangið og þó ég hafi ekki verið svo trúgjörn á kerlingabækur þá ákvað ég nú samt að taka málin í mínar hendur, fór í punktanudd, sjóðmallandi pott, drakk heila oreganóplöntu með engifer (og get ekki þefað af oregano síðan), en ekkert gerðist.. fyrr en viku seinna að ég var sett af stað.
fæðingin: .. var dásamlegust :) Við vorum með frábæra og skemmtilega ljósu og yndislegar hjálparljósur: ömmu, mömmu og Bjöllu. Það var svolítið skrítið að mæta kvöldinu áður, og ég ætlaði aldrei að geta sofnað fyrir spenningi, því nú átti allt að fara að gerast í fyrramálið.. svo bara gekk þetta allt saman eins og í sögu og litli súkkulaðimolinn minn var mættur kl. 15:11, 4040gr. og 52cm. 10 puttar og 10 táslur. Fullkominn :)
En þetta er auðvitað yndislegast í heimi :D
Salvar Gauti Freyr er yndislegastur í geimi :)
Hann var voða vær og góður alveg frá byrjun, fékk smá mallakveisu frá 6 til 8 vikna og var þá að vaka svolítið á milli 2 og 5 á nóttunni, en við kúrðum þá bara fram að hádegi í staðinn.. það var svo notalegt :)
Salvar var að verða 7 mánaða þegar hann byrjaði að segja "mamma" og svo hefur aðeins bætst í orðaforðann síðan, núna kann hann að segja: mamma, amma, datt, HA, neineineinei, sjö (sjáðu) og HAziddi (hvað er þetta)
svo kann hann að vinka og vera stór og klappa og benda á nebbann og hitt og þetta, og arkar út um allt, annað hvort með kerruna sína á undan sér eða eitthvað húsgagn sem hann grípur á leiðinni :) hugsa að hann fari nú ekki að labba sjálfur alveg strax en það liggur nú líka ekkert á því.
Hann fengi nú kanski ekki verðlaun fyrir að vera duglegastur að borða matinn sinn en hann hefur alltaf viljað brjóstið frekar. Annars finnst mér hann svona frekar að koma til með það, vill þá helst fá að borða sjálfur sem getur orðið ansi skrautlegt....
Honum líður voða vel í vatni, svo við söknum baðkarsins stóra heima í Lautinni, en fórum svolítið í sund í sumar og fram á haust í blíðunni sem var langt fram í september hérna á eyrinni. Skemmtilegast af öllu er að lesa bækur, annað hvort bara til að fletta fram og aftur eða skoða myndirnar, og svo er að príla upp á sófabakið og skoða bílana út um gluggann :)
Við erum búin að vera á ferð og flugi alveg frá því að svínaflensan hvarf og guttinn var orðinn þriggja mánaða. Erum búin að fara tvisvar í bústaðinn hjá Einsa frænda, einu sinni í bústað með Lufsunum og einu sinni með Prakkarafélagi Suðurnesja, og aldrei verið neitt mál að hafa hann með. Og hann kom alltaf með mér í píanótíma til hennar Guðbjargar sem var frábært.
Svo fórum við til Kaliforniu í 3 vikur í júní að hitta kínverjana og enduðum ferðina í Seattle með ömmu Birnu sem var meiriháttar skemmtilegt, og Einsi frændi flaug svo með okkur heim. Við fórum svo í útilegu á Akranesi, Fiskidaginn mikla á Dalvík, út í Hrísey og svo út í Grímsey og enduðum svo í Drekagilinu á Akureyri.
Þar erum við sumsé stödd núna og getum ekki beðið eftir að koma heim í Grindavíkina í jólafrí!
Það var voða erfitt að setja hann til dagmömmunnar þegar við fluttum hingað og ég var alls ekki tilbúin til þess, fannst hann ennþá svo voða lítill. Aðlöguninn gekk líka svolítið hægt fyrst. Ég var mjög fegin að þurfa ekki að hafa hann lengi en hann á tíma frá 8-13, þannig að hann mætir á milli 8 og 10 (erum ekkert að flýta okkur ef ég þarf ekki að mæta snemma í skólann) og fer svo að sofa kl. 11 og þangað til ég sæki hann og þá eigum við allan daginn saman.
Þá er voða gott að eiga svona skemmtilegt fólk hérna á eyrinni sem hægt er að kíkja til :)
jáh! Og í dag héldum við sumsé litla afmælisveislu og buðum þessum stuðningsfjölskyldum okkar, svo verður haldið betur uppá daginn einhverntíman þegar við erum komin aftur heim í Grindavíkina :)
bottomline er auðvitað bara að það er svo æðislegt að vera mamma :D