Salvar Gauti Freyr :)
 

First Years

Fæðingin

Ég fæddist þann 1. desember 2009 klukkan 15:11.
Fæðingin fór fram á Fæðingardeildinni í Keflavík og yndislega Ingibjörg Finndís tók á móti mér.
Viðstödd fæðinguna voru amma, langa og Bjalla, besta hjálparteymi í heimi.
Hárlitur minn var eiginlega gylltur og augun voru dökkblá
Þegar ég fæddist var ég 4040 grömm eða 16 merkur og 52 cm að lengd.
Fyrstu hríðir komu löngu áður en mamma fór að finna fyrir þeim.. og tók fæðingin um 3-4 ? klst.
Mamma var sett af stað og gisti nóttina áður uppi á deild. Þetta gekk allt saman eins og í lygasögu og mamma hefði verið til í að gera þetta allt saman aftur nokkrum dögum seinna ;)
við gistum svo fyrstu nóttina á fæðingardeildinni og fórum svo heim til ömmu í notalegheitin og vorum þar fram yfir áramót.
Amma var búin að búa svo notalega um okkur í gamla herberginu hennar mömmu og þetta var dásamlegur fyrsti mánuður.

1. jólin

Fyrstu jólin voru yndisleg. Og þetta voru fyrstu jólin í 6 ár sem mamma var ekki að vinna.
Við vorum auðvitað heima hjá ömmu og afa á jólunum og þar voru auðvita Dagbjört og Fannar Helgi líka og í extra bónus voru langamma og langafi líka hjá okkur :)
Á aðfangadag klæddist ég pínuponsulitlum jólasveinabúning sem Ginna frænka og co gáfu mér í sængurgjöf, og ég var alveg megaháttar sætur í honum!
Ég fékk heilan hól af jólagjöfum :D
mamma er nú alltaf ánægð með allt sem hún fær að gjöf, en með í jólapakkanum frá ömmu var voðalega fallegt tuskudýr, við nánari skoðun kom í ljós að tuskudýrið var Lamazze-margfætla....
mamma gat ekki komið við hana, en þar sem að spiladósin í hausnum á henni virkaði ekki þá var það ágætisafsökun fyrir að skila og fá gírafa í staðinn, fékk hann nafnið Gaffi og er í miklu uppáhaldi :)

Fyrsta afmælið mitt :)

Fyrsta afmælið mitt var þann 1. desember árið 2010.
Veislan var haldin í Drekagilinu á Akureyri.
Kakan mín var ljósblá með nafninu mínu á og með kerti.
Ég bauð stuðningsfjölskyldunum okkar mömmu í afmælið.
Í afmælinu hegðaði ég mér vel eins og alltaf og sat mest hjá kökunum :D
Aðal afmælisgjöfin var gönguvagninn frá mömmu, bækurnar og dótið, þetta voru allt frábærar afmælisgjafir!
Ég klæddist bleikköflóttri skyrtu og var með hanakamb í veislunni.
Seinni afmælisveislan var svo haldin 8. janúar heima í Grindavík og þá var ég líka skírður.

Skírnin

Skírnin fór fram þann 8. janúar heima í Grindavík hjá ömmu.
Séra Elínborg skírði mig og við það tilefni fékk ég nafnið Salvar Gauti Freyr, sem ég hafði reyndar fengið tæpu ári áður :) .
Skírnarvottar voru Langa og Langi og svo afi Addi og Harpa mín
Veislan var haldin heima hjá ömmu og afa og lukkaðist bara virkilega vel. Húsið var útúrtroðfullt af gestum og það var yndislegt að hitta allt fólkið okkar áður en við brunuðum aftur norður á Akureyri
Langa mínum fannst alveg ómögulegt að bæði langafabörnin hans voru óskírð, og þar sem mamma hafði enga sérstaka skoðun og var alveg sama þá leyfði hún Langa að ráða, og þess vegna er ég nú skírður :)
Upphaflega átti þetta bara að vera afmælisveisla. Svo varð þetta bara alveg meiriháttar skemmtilegt og ég var voða sætur í skírnarkjólnum orðinn svona stór. Amma hélt á mér undir skírn :)