Hæð og þyngd
Við fæðingu var ég 50 cm og vó 3440 grömm. Höfuðummálið var 35 cm.
5 daga vó ég 3195 grömm.
10 daga vó ég 3400 grömm.
2 vikna vó ég 3485 grömm og höfuðummálið var 36,5 cm.
4 vikna vó ég 3990 grömm.
6 vikna var ég 54 cm og vó 4390 grömm. Höfuðummálið var 38 cm.
9 vikna vó ég 5020 grömm og höfuðummálið var 39,5 cm.
3ja mánaða var ég 59,5 cm og vó 5835 grömm. Höfuðummálið var 42 cm.
4 mánaða var ég 63 cm og vó 7245 grömm. Höfuðummálið var 43 cm.
5 mánaða var ég 66,5 cm og vó 7920 grömm. Höfuðummálið var 44 cm.
6 mánaða var ég 67 cm og vó 8830 grömm. Höfuðummálið var 45 cm.
Helstu viðburðir fyrstu árin
Fyrsta brosið kom þegar ég var um 4 vikna.
Fékk suð (mam) og tók það strax þann 4. desember þá 5 daga.
Fyrsta hjalið kom svo um 4 vikna.
Byrjaði að hlæja þann 26. febrúar þá rúmlega 12 vikna.
Byrjaði að snúa sér á magann (til hægri) þann 13. apríl þá 4 mánaða og 2ja vikna.
Byrjuð að narta í tásurnar sínar þan 10. apríl þá rúmlega 4 mánaða og 1 vikna.
Sat með stuðningi fyrst rúmlega 4 mánaða gömul.
Stóð fyrst með stuðningi rúmlega 4 mánaða gömul.
Sat án hjálpar (í stutta stund) þann 16. maí þá tæplega 6 mánaða gömul.
Byrjaði að klappa 2. maí þá rétt rúmlega 5 mánaða gömul. Hætti því svo og byrjaði aftur seinna og hætti aftur og byrjaði aftur rúmlega 8 mánaða.
Byrjaði að draga sig áfram á gólfinu 9. júlí þá rúmlega 7 mánaða.
Fyrsta tönnin kom í ljós föstudaginn 24. júní, þá rétt tæplega 7 mánaða.
Fór að sýna hvað hún væri stór, eftir miklar æfingabúðir hjá ömmu Guðnýju úti á Ítalíu, í byrjun ágúst eftir að við komum heim frá Ítalíu.
Byrjaði að skríða mánudaginn 8. ágúst en gerði það svo ekki aftur fyrr en....?
Stóð upp í fyrsta skipti í húsinu góða (Tenuta Almabrada) á Ítalíu í byrjun ágúst, þá rétt rúmlega 8 mánaða. Og er algjörlega óstöðvandi í því.
Matarræði
Ég var á brjósti frá fæðingu til og með 5 ára afmælisdegi stóru systur þann 18. janúar 2016.
Fékk nan mjólk í sprautu frá þriðja degi eða 1. desember. Fékk svo fljótlega pela og breyttum yfir í HIPP þurrmjólk.
Ég var strax mjög dugleg að taka brjóstið en fékk gulu og þurfti því að fá ábót, í fyrstu með sprautu meðfram brjóstinu en síðan í pela.
Tennur
Fyrsta tönnin kom í ljós 24. júní - vinstri framtönn niðri.
Önnur tönnin kom 27. júní - hægri framtönn niðri.
Þriðja tönnin kom 6. ágúst - vinstri framtönn uppi.