Það þýðir að hann má ekki borða neitt sem inniheldur mjólkurprótein.
Vegna fæðuofnæmisins þá má Ragnar Úlfur ekki fá aðra þekkta ofnæmisvalda fyrr nema að takmörkuðu leiti.
13. janúar 2010 OKKUR TIL MIKILLAR GLEÐI þá er Ragnar Úlfur ekki lengur með eggja ofnæmi. Hann má því fara að smakka mat (í litlu mæli til að byrja með) sem inniheldur egg. Hann er því miður enn með töluvert mjólkur ofnæmi og má alls ekki fá neitt sem inniheldur mjólkurprótein. Hann er farin að drekka soja mjólk (provamel kalkbætta) og líkar hún mjög vel. Við notum líka olivio viðbit á brauð fyrir hann (þetta er þykjustu smjör). Hann má nú fara að smakka fisk, en bara lítið til að byrja með samkvæmt ofnæmislækninum. Hann hefur smakkað mat sem inniheldur tómata og ekki orðið meint af, þannig að matseðillinn verður smátt og smátt fjölbreyttarri. Hann fer aftur í ofnæmispróf næsta haust.
Flest prótín í fæðu geta valdið ofnæmi. Reyndin er hins vegar sú að tiltölulega fáar fæðutegundir valda stærstum hluta bráðaofnæmis. Í flestum þessum fæðutegundum eru það fleiri en eitt prótín sem geta valdið ofnæmi. Hér á landi eru þetta sömu fæðutegundir og annarsstaðar í heiminum:
Mikilvægt er að lesa innihaldslýsingar allra matvæla og treysta ekki þeim matvælum sem ekki eru merkt á fullnægjandi hátt.
Matreiðsluáhöld sem notuð hafa verið í fæðu sem veldur ofnæmi hjá einstaklingi má ekki nota við meðhöndlun fæðu sem elduð er sérstaklega fyrir hann (Fæðuofnæmi. 1999:14. Sigurveig Þ. Sigurðardóttir, barnalæknir og sérfræðingur í ofnæmis- og ónæmissjúkdómum).
Ofnæmisvaldurinn er í eggjahvítunni. Það er hinsvegar aldrei hægt að treysta á að eggjarauðan sé ómenguð. Það hafa skapast hættuleg tilvik þar sem eggjarauðan var notuð í mat sjúklings með eggjaofnæmi.
Egg:
Albumin, binder, coagulant, emulsifier, globuline, lecitin, livetin, lyzozym, ovamucoid, ovovithellin, vitellin.
Egg finnast í:
Brauði, kökum, pasta, spaghetti, majónesi, ís, sósum og unnum kjötvörum, (Gríms fiskibollum).
Mjög lítið magn af mjólurprótínum getur valdið ofnæmiseinkennum hjá næmum einstaklingum. Jafnvel minnsta mjólkurmengun annarra matvöru eða innandað mjólkurduft getur valdið alvarlegum einkennum.
Öllum mjólkurvörum, brauði (flest í lagi), kexi, kökum, bökum, unninni matvöru, sælgæti, súkkulaði, mörgum tegundum af morgunkorni, smjörlíki (flest í lagi) og ostum.
Butter, carmel flavor, casein, caseinate, cheese, cream, curds, lactalbumin, milk, „high protein flavor“, lactose, „natural flavoring“, rennet casein, solids, sour cream, whey, yogurt.
Í einstaka tilfellum er mjólk notuð til að mýkja mat og er þá e.t.v. merkt sem „emulsifier“ eða „protein“. „vegatarian cheese“ þýðir aðeins að ostahleypir sem notaður var við framleiðsluna sé af jurtatoga (enginn mjólkurlaus ostur er til). Til er þurrmjólk sem búið er að meðhöndla þannig að prótínin eru niðurbrotin (Nutramigen) og er þessi mjólk yfirleitt alveg örugg (Fæðuofnæmi. 1999:14-15. Sigurveig Þ. Sigurðardóttir, barnalæknir og sérfræðingur í ofnæmis- og ónæmissjúkdómum).
Butter, carmel flavor, casein, caseinate, chees, cottage cheese, cream, curds, lactalbumin, milk, high protein flavor, lactose, natural flavoring, rennet casein, Shortening,solids, sour cream, skimmed milk, whey, yogurt og í einstaka tilfellum er mjólk notuð til að mýkja mat go er þá e.t.v. merkt sem emulsifier eða protein.
Animalsk fedtstof, animalsk protein, margarine, bagermargarine, inddampet mælk, kalcium kaseinat, kalium kaseinat, natrium kaseinat, lactalbumin, mælkebestanddele, mælkepulver/mælketorstof, ost, risbagemel, skummetmælkspulver, södmælkspulver, törmælk, valle, vallepulver/valleprotein (Ofnæmissíða Júlíans http://barnaland.is/barn/15361/vefbok/ ).
Þennan lista er að finna á heimasíðu astma- og ofnæmisfélagsins www.ao.is og á Ofnæmissíðu Júlíans http://barnaland.is/barn/15361/vefbok/ þar er einnig að finna uppskriftir sem eru eggja og/eða mjólkurlausar.
Annað:
100 gr smjör/smjörlíki
100 gr sykur
75 gr kókósmjöl
1 tsk lyftiduft
150 gr hveiti
70 gr súkkulaðibitar
70 gr haframjöl
180°c í ca 10 mín.
Spesíur
100 gr smjörlíki
500 gr hveiti
150 gr flórsykur
Hnoðað saman í lengjur, sett í ísskáp, skorið í litlar kökur og bakað við 200° þar til ljósbrúnar. Gott að dýfa í súkkulaði til helminga þegar þær kólna.
Súkkulaðikúlur:
3 dl hveiti
1 dl sykur
1 tsk lyftiduft
2 msk kakó
100 gr smjörlíki
vanilludropar
Hnoðað, rúllað í lengjur, mótaðar kúlur og bakað við 200°í 12 - 15 mín.
Muffins:
150 gr smjörlíki
1 dl sykur
- hræra vel saman og bæta svo út í:
1 dl eplamauk/1 þroskaður banani
3,5 - 4 dl hveiti
2 tsk lyftiduft
(má setja kakó í 1/2 af deiginu til tilbreytingar)
-hella í muffinsform, baka við 180°í u.þ.b. 15 mínútur.
Möndlukaka með glassúr:
100 gr smjörlíki
1 dl sykur
-Hræra saman þar til ljóst og létt
1/2 dl olía
3 dl hveiti
1,5 tsk. lyftiduft
1 dl ávaxtasafi
1 tsk möndludropar
-Öllu hrært saman í stuttan tíma. Sett í kringlótt form og bakað í miðjum ofni á 180° í ca. 30 mín.
Glassúr: Flórsykur, smá volgt vatn og vanilludropar. Skreytt að vild.
75 gr smjörlíki
1 dl sykur
1 msk vanillusykur
3 dl haframjöl
175 gr brætt súkkulaði (eða kakó)
2 msk vatn
- Öllu hnoðað saman, búnar til kúlur, velt upp úr kókosmjöli, kælt. (Ekki bakað).
175 gr hveiti
175 gr haframjöl
150 gr sykur
160 gr smjörlíki
1 tsk natron (matarsódi)
-sulta
Deigið hnoðað saman, rúmur helmingur settur í kringlótt form, sulta yfir og loks afgangurinn af deiginu. Bakað við 180° þar til passleg bökunarlykt og litur er á kökunni.
60 gr smjörlíki/olía
130 gr púðursykur
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
85 gr hveiti
200 gr brytjaðar döðlur
Kakan bökuð við 180°c í 25-30 mín.
Bræðið saman:
200 gr súkkulaði
20 gr smjörlíki
Vöfflur án eggja.
2 dl hveiti eða heilhveiti
1 msk sykur
1 tsk lyftiduft
2 tsk vanillusykur
1/2 tsk kardemomma (ef vill)
1 1/2 - 2 dl mjólk eða vatn.
1 msk brætt smjörlíki eða matarolía.
* bræðið smjörið við vægann hita.
* blandið þurrefnum saman.
* hrærið 1 1/2 dl af mjólk eða vatni saman við ásamt bræddu smjörlíki eða matarolíu.
* látið deigið bíða um stund og bætið mjólk/vatn í ef vill. Degið á að vera fremur þykkt.
* Bakið degið, berið fita á járnið ef þörf krefur.
Þetta er lítil uppskrift og ég 2 falda hana alltaf
Ég baka þetta oft í hádeginu um helgar og borða með smjöri og ost. Þá 2 falda ég uppskriftina og set 2 dl af hveiti og 2 dl af t,d múslí, haframjöl, eða einhverskonar grófu korni og þá verður þetta hollara og rosalega gott.
125 gr smjörlíki
100 gr hveiti
1/2 dl kartöflumjöl
50 gr sykur.
Hnoðað. Geymt í kæli í sólarhring.
Flatt út og stungnar út kökur með gati í miðjunni eða notoð hakkavélina á hrærivélinni (eins og vanilluhringir) penslið með olíu og dreifið kanilsykri yfir.
Bakað neðst í ofni við 200 gráður í ca 8 mín
Piparkökur
200g sykur
200g síróp
6 msk vatn
500g hveiti
1 tsk kanill
1 tsk negull
1 tsk engifer
2 tsk matarsóti
100g smjörlíki
Hafið smjörlíkið við stofuhita ásamt öðru hráefni, setjið í hrærivélarskálina og vinnið rólega saman. Þegar deigið er vel blandað skal stöðva vélina strax, annars verður deigið klesst. Setjið deigið í plastpoka og geymið yfir nótt. Rúllið út deigið og setjið ávallt hveiti undir. Stingið út að eigin geðþótta. Þetta deig er mjög gott í piparkökuhús, stór hjörtu og alls konar stóra hluti til að geyma. Bakið deigið við 180-190 gráður. Smákökur bakast í ca. 10 mín., og stærri hlutir bakast lengur.
Smjörkökur
2 bollar smjörlíki
1 bolli púðursykur
1/4 tsk. salt
4 bollar hveiti
Smjörið verður að vera við stofuhita. Hitið ofninn á 150°C. Hrærið smjörið þar til það er orðið eins og þeyttur rjómi, í sér. Hrærið sykrinum út í. Saltið. Setjið hveitið út í, einn bolla í einu, hrærið eftir hvern bolla. Hnoðið deigið á borði sem búið er að strá hveiti á. Mótið kökur að þeirri lögun sem þið viljið. Sniðugt að nota kökujárn. Setjið á ósmurða plötu og bakið í 20 mín., eða þar til kökurnar eru orðnar ljósbrúnar.
Súkkulaðismjörkökur
1 bolli smjörlíki
3/4 bolli flórsykur
1½ bolli hveiti
nokkur saltkorn
1/3 bolli kakó
Hitið ofninn á 150°C. Smjörið verður að vera við stofuhita. Hrærið smjörið þar til það er orðið mjúkt. Hrærið flórsykrinum út í. Setjið hveiti, salt og kakó út í og hrærið vel. Ef deigið er mjög mjúkt þarf að kæla það í ísskáp í u.þ.b. 1/2 klst. Mótið kúlur úr deiginu og setjið þær á ósmurða bökunarplötu með svolitlu millibili. Fletjið kúlurnar með gaffli. Bakið í 20 - 25 mín. Takið úr ofninum, kælið og takið þá af plötunni.
Banana og döðlusmákökur (án eggja)
2 bananar, maukaðir
1 bolli döðlur, saxaðar
1/3 bolli matarolía
2 bollar haframjöl
1/2 bollar saxaðar valhnetur (?)
1/2 tsk. salt
1 tsk. vanilla
Hitið ofninn á 180ºc. Blandið saman banönum, döðlum og matarolíu. Bætið höfrum, hnetum, salti og vanillu út í; blandið lítillega. Látið standa í nokkrar mínútur. Setjið með teskeið á bökunarpappír á bökunarplötu. Bakið í 25 mín. eða þar til þær eru tilbúnar
Kókosdraumar (án eggja)
200 g smjör,
1 1/2 dl sykur,
1 tsk vanillusykur,
2 1/2-3 dl kókosmjöl,
2 tsk hjartasalt,
300 g (5 dl) hveiti
Hrærið smjör og sykur létt og ljóst. Blandið kókosmjöli og hjartasalti út í og að lokum hveitinu. Setjið deigið með teskeið á smurða bökunarplötu eða mótið úr því lengju og sneiðið hana niður. Bakið við 150°C í u.þ.b. 20 mínútur. Geymið í vel lokuðum plastpoka á köldum stað eða í frysti.
www.visindarvefurinn.is11.10.2004 | 10:22
Nýlegar rannsóknir sýna að algengi fæðuofnæmis er 2-8% hjá börnum og 1% hjá fullorðnum. Í sumum löndum eru þessar tölur þó sennilega eitthvað hærri. Fyrir fullorðna eru þetta mun lægri tölur en búist var við og virðist fæðuofnæmi ekki vera eins algengt meðal fullorðinna og talið hefur verið. Samkvæmt þessum nýju tölum er fæðuofnæmi hjá börnum hins vegar nokkru algengara en lengst af hefur verið álitið og á það einkum við um fyrsta aldursárið.
Áhugi vísindamanna á þessu fyrirbæri er mikill en fæðuofnæmi getur valdið alvarlegum veikindum og jafnvel dauða. Eins og tölurnar að ofan sýna er oft um að ræða ofnæmi hjá börnum sem eldist af þeim á unglingsárum eða snemma á fullorðinsárum. Algengustu orsakir ofnæmis meðal fæðutegunda eru kúamjólk, hænuegg, jarðhnetur, fiskur og skelfiskur en ýmiss konar kornmatur, sojabaunir og prótein úr frjókornum koma einnig við sögu.
Fæðuofnæmi og fæðuóþol lýsa sér oft með svipuðum einkennum en eru tvö ólík fyrirbæri. Fæðuofnæmi, eins og allt annað ofnæmi, stafar af eins konar ofvirkni í ónæmiskerfinu gegn vissum efnum og við það myndast mótefni í líkamanum. Þegar þessi mótefni tengjast ofnæmisvaldinum (í þessu tilviki efnum í fæðu) losna úr læðingi ýmis taugaboðefni og hormón sem valda einkennum frá húð (útbrot, kláði, ofsakláði), blóðrás (blóðþrýstingsfall), öndunarfærum (hósti, hrygla, nefrennsli, hnerrar, barkakýlisbjúgur og öndunarerfiðleikar) og meltingarfærum (ógleði, uppköst, samdráttarverkir, vindgangur, niðurgangur og ristilbólga).
Fæðuóþol stafar hins vegar oftast af því að ekki er hægt að brjóta niður viss efni í fæðunni vegna þess að líkamann skortir viðkomandi ensím (efnahvata), og af því hljótast ýmis óþægindi, sem í mörgum tilfellum eru þau sömu og verða við fæðuofnæmi.
Efnin sem valda fæðuofnæmi eru oftast frekar lítil prótein af þeirri gerð sem kallast sykurprótein (glýkóprótein). Þau þola vel hita, sýru og ýmislegt annað áreiti þannig að þau skemmast ekki við venjulega matreiðslu. Ekki er vitað hvers vegna þessi tegund próteina hefur svo mikla tilhneigingu til að valda ofnæmi.
Hangikjöt
Ítölsk Salamí (ALÍ)
Jurtasmjör í Heilsuhúsinu og Fjarðarkaup
Sardínur í tómatsósu (ORA)
Smurkæfa (GOÐI)
Spægipylsa (HEILSUHÚSIÐ)
Kindakæfa (ALI)
ALLT LEYFILEGT
Beyglur fínar frosnar frá Samsölunni
Fjölskyldubrauð (MYLLAN)
Flatkökur (KÖKUGERÐI HP/ ÖMMUBAKSTUR)
Flour Tortillas (CASA FIESTA)
Hamborgarabrauð (MYLLAN)
Heimilisbrauð (MYLLAN)
BÖKUNARVÖRUR
Akra smjörlíki
Cocoa (CADBURY´S & HERSHEY´S)
Haframjöl
Hveiti
Kakóduft hreint
Ljóma smjörlíki (?)
Lyftiduft
Sykur
Fiskur (eftir 2ja ára)
Kjúklingur
Lambakjöt
Nautakjöt
Svínakjöt
Kjúklinga Nuggets (FERSKIR KJÚKLINGAR/MÓAR)
KRYDD
Grönsagsbulliogn Knorr
Nautakraftur (HONIG)
Soya sósa
Taco seasoning mix (CASA FIESTA)
Season All (MC CORMICK)
MORGUNKORN
Ceerios
Coco Puffs (GENERAL MILLS)
Kornfleks (KELLOG´S)
Havre Fras (QUAKER)
Honey Nut Cherrios (GENERAL MILLS)
Rice Krispis (KELLOGGS´S)
ASPAS
ÁVEXTIR Í DÓS
BAKAÐAR BAURNIR (HENZ)
DICED TOMATO (HUNTZ)
GRÆNARBAUNIR
GULÆTUR
MAÍSKORN
STARDÍNUR Í TÓMATS(ORA)
TÓMATAR Í BASILIKU (ORA)
TÓMATAR CHOICE CUT ITAL.STYLE HERB(HUNTS)
TÓMATAR HEILIR/SAXAÐIR(ORA)
TÓMATAR PAPRIKU+LAUK(ORA)
TÓMATAR SVEPPI+HVÍTLAUK(ORA)
TÓMATARPÚRRA (HENZ/HUNTZ/SLOTS)
TÓMATSÓSUR CARLIC+HERBS(HUNTS))
TÓMATSÓSUR ITALIAN STYLE (HUNTS)
TÓMATSÓSUR SPECIAL (HUNTS)
WHOLE TOMATO (HUNTS)
STEWED TOMATOES (HUNT´S)
DRYKKIR
DJÚS
KÓKÓMALT (NESQUICK)
SOYAMÓLK (PROVAMEL) (Eftir 2ja ára)
VATN
FRYSTIVARA
BLOMBERGS POP UPS
FROSTPINNAR ÁN SÚKKULAÐIS
MCAIN FRANSKAR
SUN-LOLLY
ÞYKKVABÆJAR FRANSKAR
KEX
ABC BOKSTAV
BRAUÐ OSÖTADE FULLKORN(KRISPROLLS)
BRAUÐ VETE SKORPOR(KRISPROLLS)
COUNTRY SNAP JACKS (BURTONS)
HAFRAKEX DEGESTIVE (MCVITES)
HRÖKKBRAUÐ CRISPY THIN (KAVLI)
HRÖKKBRAUÐ FLATBRÖD (KAVLI)
HRÖKKBRAUÐ FLAV.HIGH FIBRE (RY VITA)
HRÖKKBRAUÐ FRUKOST (WASA)
HRÖKKBRAUÐ HUSMAN EKO(WASA)
HRÖKKBRAUÐ KORNA FLATBRÖD (KAVLI)
HRÖKKBRAUÐ LIGHT RYE (RY VITA)
HRÖKKBRAUÐ RAGE (WASA)
HRÖKKBRAUÐ SESAM (WASA)
HRÖKKBRAUÐ SPORT (WASA)
LU TUC CRACERS SESAME
LU TUC CRACERS NATURAL
MUMIN KEX
PIPARKÖKUR KUNG OSCAR (GÖTEBORG)
RITZ KEX
RÍS BRAUÐ(FRÓN)
SESAMKEX MEÐ TREFJUM (FRÓN)
TABLE WATER CRACKERS (JACOB´S)
TEKEX (FRÓN)
TEKEX BRAN CRACKERS (JACOB´S)
TEKEX CHOICE GRAIN (JACOB´S)
FINN CRISP (VAASANA&VASAN)
KRISPROLLS(PAGEN)
SALTSTANGIR (PAULY)
SALTSTANGIR (STAR SNACKS)
SHOE STRINGS (PIK NIK)
ÖRBYLGJUPOPP NATURAL (NEWMAN´S OWN)
ÖRBYLGJU POPP NATURAL (ORVILLE)
HUNT´S OLD COUNTRY SPAGHETTI SAUCE
KÍNASÚPUR (BLUE DRAGON)
PASTASÓSA MARINARA STYLE (NEWMAN´S OWN)
PASTASÓSA MARINAR W/MUSHROOMS(NEWMAN OWNS)
PASTASÓSA VENETIAN PASTA (NEWMAN´S OWNS)
PIZZA SÓSA (HUNTS)
SALSA DIP (CASA FIESTA)
SALSA SÓSA (NEWMAN´S OWN)
TÓMATSÓSA (HENZ, LIBBY´S, HUNTS)
TÓMATSÓSUR CARLIC+HERB (HUNTS)
TÓMATSÓSUR CHILI (HUNTS)
TÓMATSÓSUR ITALIAN STYLE (HUNTS)
TOMATSÓSUR SPECIAL (HUNTS)
PASTASÓSA (UNCLE BENS)
HRÍSGRJÓN
OLÍUR
PASTA ÁN EGGJA
SPAGETTI ÁN EGGJA