Steina og Svölubörn
 

Gabríel Steingrímsson

og 

Ástríður Kristín Steingrímsdóttir

og

Ásrún Magnea Steingrímsdóttir



Halló og velkomin á síðuna þeirra Gabríels, Ástríðar Kristínar og Ásrúnar Magneu

Gabríel fæddist á sunnudagsmorgni, þann 26. mars 2006 klukkan 03:33 á Sjúkrahúsi Akraness.

Ástríður Kristín fæddist á föstudagskvöldi, þann 7. maí 2010 klukkan 22:35 á Landspítalanum í Reykjavík

Ásrún Magnea fæddist svo á fimmtudegi, þann 26. apríl 2012 klukkan 17:26 á Hreiðrinu á Landspítalanum í Reykjavík 

Hér er hægt að fylgjast með Gabríel, Ástríði Kristínu, Ásrúnu Magneu og okkur í dagsins önn. Við reynum að vera dugleg að hlaða hér inn myndum, myndböndum og minningum fyrir vini og ættingja til að fylgjast með, fyrir okkur til að eiga og fyrir Gabríel, Ástríði Kristínu og Ásrúnu Magneu til að skoða þegar þau verða stærri. 

Það mun vera til siðs að kvitta fyrir komuna

Undirsíðurnar eru læstar. Þeir sem vilja fylgjast með geta sent e-mail á svala@ja.is eða sent SMS í síma 860-0341

 



Gabríel er í hrútsmerkinu

 

Rambó leikfélaganna er mættur á svæðið. Með barn í hrútsmerkinu mega foreldrar búast við miklu fjöri á heimilinu því það ríkir engin lognmolla í kringum hrútinn. Ekki ætlast til þess að barnið sitji kyrrt með hringlu. Þetta er barnið sem veifar þér ofan af hæsta tré, alls óhrætt við að taka áhættu. Hrútsbarnið er allt annað en hljóðlátt og lætur oft vel í sér heyra. Sem eldsmerki er hrúturinn orkumikill og hefur ávallt eitthvað fyrir stafni. Verður erfitt að ráða við litla hrúta? Það er líklegra en ekki. Foreldrar ættu eins fljótt og hægt er að kenna þessu barni að vinna með öðrum börnum. Að deila einhverju með öðrum er eitthvað sem kemur ekki af sjálfu sér ? það þarf að kenna litlum hrútum. Þeir eru einnig ákaflega tapsárir. Þeir þrá athygli og eiga mjög auðvelt með að verða sér úti um hana með ýmsum aðferðum. Hrútar eru fæddir leiðtogar og ef þú ætlar að hafa eitthvað að segja er betra að láta þá vita með afgerandi hætti hver er við stjórnvölinn því annars er eins líklegt að stjórnin verði tekin úr þínum höndum. Lítill hrútur er oft eins og ótemja, lítið gefinn fyrir að hlýða reglum og vera þægur nema þegar honum hentar. Vegna þess hve hann er orkumikill er nauðsynlegt að hann fái mikla hreyfingu. Hann verður að fá að hlaupa um og róta til heima hjá sér. Ef hann fær ekki útrás fyrir orkuna verður hann pirraður og ergilegur. Honum líður best í lifandi og fjörugu umhverfi. Þar sem fljótfærni og óþolinmæði eru meðal veikleika hans þarf að kenna honum að hægja á sér og telja upp að tíu áður en hann rýkur af stað. Einnig þarf að venja hann á að ljúka því sem hann byrjar á.

 

Ástríður Kristín  og Ásrún Magnea eru í nautsmerkinu

Foreldrar barns í nautsmerkinu þurfa að vera næm á mikla þörf þess fyrir snertingu. Þetta eru bestu knúsarar í heimi. Besta aðferðin til að ná til lítilla nauta er að höfða til skynsemi þeirra og tilfinninga. “Elsku litla stelpan mín, viltu gera þetta fyrir mömmu?” Fá naut standast nefnilega blíðu. Þægindi er eitthvað sem nautið vill. Notalegt herbergi þar sem hvorki er of heitt eða kalt, bragðgóður matur, falleg leikföng er eitthvað sem fellur nautinu í geð. Börn í nautsmerkinu eru frekar róleg og friðsöm og yfirleitt fer kannski lítið fyrir þeim. Það borgar sig ekki að reka á eftir þeim með hluti því þau vinna á sínum eigin hraða, sem er annar en gengur og gerist. Nautið er með báða fætur á jörðinni og vill vera öruggt um að hvert skref sem stigið er sé rétta skrefið. Ef rekið er á eftir því verður það óöruggt. Það borgar sig ekki til að fá litla bolann til að hlýða með skipunum eða skömmum því nautin eru þrjósk með eindæmum og sá eiginleiki sýnir sig vel þegar slíkt er reynt. Það getur verið erfitt að eiga við nautsbarnið þegar það hefur bitið eitthvað í sig og heimtar eitthvað sem gengur þvert á vilja foreldranna. Best er þá að setjast niður með bola litla og reyna að útskýra af hverju betra sé að gera þetta eða hitt, þ.e. höfða til skynseminnar. Rökin þurfa að vera skynsamleg og nautið þarf að fá tíma til að hugsa málið. Ef nautið er af rólegu gerðinni er vissara að ræða reglulega við það og fá það til að tjá sig og vinna þannig hægt og sígandi gegn feimni þess og hlédrægni. Naut þarfnast þess að vera í öruggu umhverfi og vita við hverju er að búast þannig að mikilvægt er að foreldrar séu sjálfum sér samkvæmir gagnvart því.


Þið voruð elskendur, vinir og félagar. Nú eruð þið orðin fjölskylda. Órofa heild.





Heimsóknir í dag: 1
Heimsóknir frá upphafi: 27047