Steina og Svölubörn
 

Fyrstu árin Ástríður Kristín

 

Fæðingin

Við fæðingu vó ég 3630 gr eða 14,5 merkur og var 52 cm. Höfuðmál var 36 cm
Ég fæddist þann 7. maí 2010 klukkan 22:35
Ég fæddist á LSH, mamma var í baðinu og fæddist ég í fósturbelgnum eða sigurkufli (að fæðast í sigurkufli er talið bera merki um náðargáfu)
Hárið mitt var þykkt og dökkt og augun dimmblá
Mamma var gangsett í fæðingu þar sem ég ætlaði ekki út. Ég átti að fæðast 24. apríl en lét bíða eftir mér og reka mig út. Mamma vaknaði yfirveguð og gerði sig fína og hún og pabbi fóru upp á sjúkrahús. Fyrsti stíllinn var settur upp klukkan níu og fóru mamma og pabbi göngutúr niður Skólavörðustíginn og fengu sér kaffi, engir verkir komu. Næsti stíllinn var settur upp klukkan hálf eitt, mamma og pabbi horfðu á sjónvarpið og spjölluðu. Fóru svo í göngutúr um sjúkrahúsið og um tröppurnar, engir verkir! Síðasti stíll þess dags var settur upp klukkan korter í fimm, fyrsti verkur kom tuttugu mínútur yfir fimm, verkirnir versnuðu og þegar kvöldfréttirnar voru þá vildi mamma fá fæðingastofu. Stofuna fengum við ca hálf átta. Þar var mamman í monitor í lengri tíma, klukkan hálf níu bað mamman um að fá að komast í baðið. Það tók tíma að renna í það en hún komst ofan í um níu leitið, stuttu síðar bað mamman um glaðloftið og grátbað um mænudeyfingu (sem hún vildi samt ekki og pabbi huggaði hana). Það var svo mikið að gera á fæðingadeildinni þennan dag að við hálfgleymdumst í öllu hafaríinu. Pabbi þurfti að bjalla á ljósuna til að koma og taka á móti mér því þegar ég kom í heiminn þá gerði ég það með látum. 
Eftir að ég fæddist fórum við á Hreiðrið og sváfum við þar fyrstu nóttina. Mamma svaf lítið, starði bara á mig :)
Viðstödd fæðinguna voru pabbi og ljósan hún Elínborg.

Skírnin

Skírnin fór fram þann 17. júní 2010 í Fella og Hólakirkju.
Séra Guðmundur Karl Ágústsson skírði mig nafninu Ástríður Kristín Steingrímsdóttir.
Skírnarvottar voru ömmur mínar þær Ástríður Sigurðardóttir og Kristín Steingrímsdóttir
Á skírnardaginn var frábært verður, sól og blíða
Veislan var haldin heima í Sandavaði þar sem við leigðum um tíma og lukkaðist virkilega vel.
Nafnið Ástríður Kristín var valið vegna þess að mömmu og pabba fannst og finnst það virkilega fallegt og það er í höfuðið á báðum ömmum mínum þeim Ástríði og Kristínu sem elska mig svooo mikið
Ástríður merkir fegurð goðanna, sú sem goðin unna / elska
Kristín merkir kristin (úr Latínu)

Afmæli

Helstu viðburðir fyrstu árin

Fyrsta brosið kom þegar ég var rúmlega mánaðargömul, 10. maí
Fyrsta hjalið var stuttu síðar, ca 6 vikna
Velti sér fyrst þann 20 ágúst. Af maganum á bakið
Velti sér af bakinu á magann 29. september og kunni það þá alveg.
Er byrjuð að grípa 3ja mánaða
Flutti þegar hún var 3ja vikna úr Suðurhólunum í Sandavaðið og aftur þegar hún var tæplega 6 mánaða í Laufengið úr Sandavaði
Um 5 mánaða lyftir hún sér aðeins upp á hnén, er samt ekkert að fara að skríða
Sat með stuðningi í byrjun september 2010
Fyrsta tönnin kom í ljós 28. september 2010 í neðri góm, vinstra megin sem mamma fann.
Hún byrjaði að labba viku eftir eins árs afmælið

Hæð og þyngd

Við fæðingu var ég 52 cm og vó 3630 grömm.
5 daga var ég 3540 gr
1 vikna og 4 daga var ég 3900 gr
2ja vikna og 4 daga var ég 4200 gr
4 vikna og 3ja daga var ég 4720 gr
6 vikna og 6 daga var ég 5310 gr og 58 cm. Höfuðmál var orðið 39 cm
9 vikna var ég 59 cm og vó 5885 grömm.
3ja mánaða var ég 62,5 cm og vó 6320 grömm.
4ra mánaða var ég 63,5 cm og vó 6700 grömm.