Heiðný Embla
 

Fyrstu įrin

Fæðingin

Ég fæddist þann 29.febrúar 2008 klukkan 8:43.
Pabbi var viðstaddur fæðinguna og heyrðust meiri stunur í honum en mömmu :)
Ég fæddist með mikið dökkt hár og blá augu
Þegar ég fæddist var ég 3915 grömm eða 15.5 merkur og 51 cm að lengd.
Fyrstu hríðir komu um 15:30 og tók fæðingin um 7 klst.
Eftir að ég fæddist fór ég í hreiðrið og svaf þar fyrstu nóttina.

Skírnin

Skírnin fór fram á Sumardaginn fyrsta, þann 24.apríl 2008
Séra Tómas Sveinsson skírði mig nafninu Heiðný Embla
Ég var skírð í Háteigskirkju
Skírnarvottar voru Grettir stóri bróðir og Heiðrún frænka
Grettir stóri bróðir minn hélt á mér undir skírn
Ég var alveg rosalega góð í kirkjunni og svaf svo af mér mest alla veisluna
Veislan var haldin heima hjá Óu og Skúla og lukkaðist mjög vel

Afmæli

Fyrsta afmælið mitt var þann 1.mars árið 2009.
Veislan var haldin heima í Blönduhlíð.
Kakan mín var súkkulaðikaka frá ömmuog með einu kerti.
Ég bauð vinum mínum og systkinum í afmælið.
Ég klæddist rauðum síðum kjól í veislunni.

Jól

Fyrstu jólin mín fórum við mamma, pabbi, Róbert og ég til ömmu og afa í Grænuhlíð
Fyrsti jólakjóllinn var frá Siggu sem hafði saumað hann þegar hún var 15 ára (árið 1971!)
Fyrsta aðfangadagskvöldið mitt var mjög ánægjulegt, ég fékk marga flotta pakka og skemmti mér vel

Helstu viðburðir fyrstu árin

Heiðný Embla var 2ja vikna þegar fyrsta brosið kom
Heiðný Embla fékk fyrsta hláturskastið 2ja og hálfs mánaða
Heiðný Embla velti sér í fyrsta sinn yfir á magann þann 29.júní. Þá nákvæmlega 4ra mánaða
Heiðný Embla getur orðið vel haldið á dóti og fært á milli handa 4 1/2 mánaða
Heiðný Embla getur setið sjálf í nokkrar sekúndur nýorðin fimm mánaða (í byrjun ágúst)
Heiðný Embla að velta sér af maganum og yfir á bakið þann 15.ágúst (5 1/2 mánaða)
Heiðný Embla orðin mjög dugleg að sitja með púða í kringum sig rúmlega sex mánaða. Á svipuðum tíma fór hún líka að toga sig áfram með höndunum.
Heiðný Embla fór að sitja alveg sjálf rúmlega sjö mánaða.
Heiðný Embla var tæplega sjö og hálfs mánaða þegar hún settist upp sjálf í fyrsta sinn (10.okt ´08)
Heiðný Embla gat klappað saman lófunum, sýnt hvað hún er stór og þekkir ljósið í lok október (tæplega 8 mánaða)
Heiðný Embla fór að skríða á fjórum fótum 8 mánaða
Heiðný Embla gat staðið upp sjálf átta og hálfs mánaða
Heiðný Embla fór að labba meðfram 20.desember, tæplega 10 mánaða
Heiðný Embla fór að geta staðið óstudd í svolitla stund á annan í jólum 2008, alveg að verða 10 mánaða
Heiðný Embla stóð fyrst upp hjálparlaust 8.janúar 2009, rúmlega 10 mánaða.
Heiðný Embla fór að taka fyrstu skrefin í janúar 2009 en var ansi treg til þess þó :)
Heiðný Embla byrjaði að ganga þann 20.mars 2009 -og var mjög montin með sjálfa sig ;)
Þann 31.ágúst 2009 byrjaði Heiðný Embla á leikskólanum Hamraborg.
Þann 19.júní 2010 hætti Heiðný Embla með bleiu :)
Þann 18.mars 2011 hætti Heiðný með duddu :)

Hæð og þyngd

Við fæðingu var ég 51 cm og vó 3915 grömm.
Eins mánaða (fjögurra vikna) var ég 5000 grömm
Þriggja mánaða var ég 5975 gr og 61 cm
Sex mánaða var ég 7750 gr og 66 cm
Átta mánaða var ég 8560 gr og 67,5 cm
10 mánaða var ég 8960 gr og 72,6 cm
1 árs var ég 9930 gr og 74,5 cm

Mataræði

Ég hélt upp á 6 mánaða afmælisdaginn minn, þann 29.ágúst, með smá grautarslettu :)
Fljótlega fór ég líka að borða ýmiskonar grænmeti sem mamma maukaði fyrir mig. Mér þykja gulrætur, kartöflur, broccoly og rófur rosa mikið nammi.
Í lok september, þegar ég er rétt að verða sjö mánaða er ég farin að borða 2-3 sinnum á dag.
Upp úr sjö mánaða fór ég að fá brauð með MIKLU smjöri, cheerios, stoðmjólk og fleira góðgæti
Uppáhalds maturinn minn fyrst um sinn var AB mjólk með jarðarberjum.
Lifrarpylsa finnst mér rosalega góð.
Mér þykja ávextir mjög góðir, sérstaklega melónur og vínber, get borðað þetta endalaust.
Hefur aldrei viljað fisk né kartöflur
Er ekki sérlega mikil matkona, borðar yfirleitt mjög lítil, sérstaklega á kvöldin

Fyrstu orðin

Fyrsta orðið kom þegar Heiðný Embla var rúmlega sjö mánaða. Það var"mamma"
Reyndar kallar hún bæði mömmu sína og pabba sinn mömmu :)
Heiðný Embla kann að segja hvað kisa, bíllinn og fiskurinn segir 9 og hálfs mánaða.
Heiðný Embla segir dudda og namm-namm 9 mánaða
Í lok janúar 2009 segir Heiðný Embla greinilega pabbi (babba) og Róbert (bobett :)
Í kringum eins árs höfðu fleiri orð bæst í hópinn, t.d. "hvahetta" (hvað er þetta).
Einnig hafa fleiri dýrahljóð bæst við. Nú kann hún að segja hvað hesturinn segir, apinn, hundurinn, mömö og fleiri dýr.
15 mánaða eru nýjustur orðin hennar Heiðnýjar "húfa" og "hár"
Eins og hálfs árs kann Heiðný Embla orðið mörg orð. Hún segir "detta", "moka", "róla", "dótið", "dúkka", "Óa", "Sigga" og fleira. Róbert kallar hún "Dí" eða "Dí-dí" :Þ