Hreinn Heiðmann
 

Skírnardagurinn 22. nóvember 2008

Litli prinsinn okkar var skírður í Glerárkirkju laugardaginn 22. nóvember.  Séra Arnaldur Bárðarson skírði drenginn og hlaut hann nafnið Hreinn Heiðmann og er því alnafni föðurafa síns, föðurfólkinu kom þessi nafngift ekki mikið á óvart enda var um að gera að yngja Hrein Heiðmann upp.  Guðfeðgin voru Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir sem er bróðurdóttir Jósavins og Baldvin Eyjólfsson sem er bróðir Kristjönu.  Brói hélt á litla syninum við skírnina og Gunnar Pálmi tók við kertinu hjá prestinum.  Eftir athöfnina var smá veisla í safnaðarheimilinu þar sem boðið var upp á kökur og kaffi. 

Síðar um kvöldið fóru svo foreldrarnir og Gunnar Pálmi á jólahlaðborð á KEA en Birna amma bauð okkur út að borða í tilefni af afmæli sínu.  Elsku Birna til hamingju með afmælið.

24. November 2008 - 21:32



Athugasemdir

Skrifa athugasemd


Nafn


Texti