Jæja nú eru jólin langt komin og við komin á Vopnafjörð. Jólin eru búin að vera yndisleg hjá okkur. Á þorláksmessu fórum við í sveitina, það var nú reyndar þannig að það var jafnvel fyrirsjáanlegt að það þyrfti að nota báða bílana til að ferja allt það dót og allar jólagjafirnar sem við vorum með en það hafðist að lokum að pakka þessu í einn bíl og það sannaðist þarna að þröngt mega sáttir sitja. Við vorum svo í sveitinni á aðfangadag, jóladag og annan í jólum í góðu yfirlæti hjá Margréti og Hreini. Hreinn yngri skemmti sér konunglega og hló og spjallaði, feginn því að hafa svona marga sem voru að stússast í kringum hann. Hann fékk nú ekki að smakka á jólasteikinni, jólaísnum né jólakökunum en gerði sig bara ánægðan með sinn hefðbundna mat a´La mömmumjólk. Það var ekki spurning um hver hefði vinninginn í pakkaeign þessi jólin en það var yngsti fjölskyldumeðlimurinn en reyndar slagaði Gunnar hátt í Hrein í pakkafjölda en þessi jólin var Gunnar hjá pabba sínum og fjölskyldu í Vestmannaeyjum. Hreinn skyldi nú lítið í þessum látum, hávaða og ljósum í kringum sig og svaf mest allann tímann sem foreldrarnir voru að borða og opna pakkana hans, hann rétt vakti svo að hann gæti tekið á móti fyrsta pakkanum, sem var skrautlegur að sjá en skilningur hans á því hvað hann ætti að gera við hann var eitthvað frekar lítill svo að foreldrarnir tóku af skarið og opnuðu þá alla. Það verður nú væntanlega eitthvað meira fjör í pakkaopnun á næstu jólum. Hann fékk mikið af fötum, leikföngum og öðrum góðum hlutum og þökkum við öllum kærlega fyrir.
Jóladagur leið í ró og spekt í rokinu í sveitinni, vindstyrkurinn var það mikill að það var varla hægt að setja litla jólastrákinn út í vagn að sofa, gengið var með hann hringinn í kringum húsið í leit að skjóli en að lokum var bara komið inn og sofið þar.
Á annan í jólum var heljarmikið fjölskylduboð í sveitinni en þá komu allir afkomendur Hreins og Margrétar saman á Auðnum, það var drekkhlaðið borð af veitingum og allir fengu heitt kakó og skemmtu sér saman. Þarna voru foreldrar, ömmu og afar, börn og barnabörn og langömmubörn eitthvað um 70 manns svo að þá var sko kátt í höllinni, setið var við hvert borð veitinganan notið og spjallað og leikið saman. Auk þess sem yngstu meðlimir fjölskyldunnar voru myndaðir í gríð og erg. Að jólaboðinu loknu héldum við svo heim á leið með bílinn drekkhlaðinn af pökkum og öðru dóti sem fygir svona ferðalögum, hluti af farangrinum var tekinn inn heima en annað var skilið eftir í bílnum því að stefnan var sett á Vopnafjörð morguninn eftir. Þetta er náttúrulega fólkið sem aldrei er heima hjá sér.
Á laugardagsmorgninum var svo lagt af stað á Vopnafjörð og keyrðum við þangað í blíðu veðri og erum búin að hafa það gott í vellystingum og heimsóknum þessa dagana. Og Hreinn er búinn að njóta þess að hafa nóg af ömmum og öfum og móðursystkinum sem snúast í kringum hann.
Stefni á að setja inn jólamyndirnar á morgun
En hafið það sem allra best um jólin og gangið hægt um gleðinnar dyr um áramótin
Skrifa athugasemd