Hreinn Heiðmann
 

Byrjaður í sundi

Þriðjudaginn síðasta fórum við í fyrsta sundtímann, Tinna og Mano eru að kenna ungbarnasund í Akureyrarlaug og ákváðum við að skella okkur með prinsinn.  Sandra Björk (Dóttir Dadda og Hugrúnar) er líka í sundinu og skemmta þau frændsystkinin sér mjög vel í sundinu, hún er alltaf til í að taka í frænda sinn.

Það var gaman að fylgjast með honum í fyrsta skiptið sem hann fór ofaní laugina, honum leið mjög vel og buslaði mikið og tók þátt í öllu sem verið var að gera, nema því að standa í lófanum á okkur, þá var hann með algjöra brauðfætur.  Samt vill hann öllum stundum vera að standa hér heima svo að ég skil ekkert í því, en það kemur örugglega seinna.  Fyrstu tveir tímarnir voru fremur stuttir, nokkurskonar aðlögun, við sungum helling af lögum, hreyfðum okkur um laugina og svo var hellt yfir höfuðið á þeim en það er undirbúningur fyrir það að þau verði sett í kaf.

Er búin að setja inn nokkrar myndir úr sundinu, set fleiri inn seinna.

 Annars er allt gott að frétta hjá okkur, allt að komast í fastar skorður eftir jólahátíðina og sykursukkið.  Gunnar Pálmi er alltaf að æfa blak og svo er hann að læra á gítar auk þess sem hann er mikið með félögunum svo að hann sést ekki mikið hér heima.  Húsfreyjan ætlar að fara að taka næsta skref í því að verða myndarleg húsmóðir (veitir ekki af) og er búin að skrá sig á byrjendanámskeið í prjóni, nú er bara að sjá til hvernig það gengur Blikk.  Spurning hvort heimilissmeðlimir verði í framtíðinni skikkaðir til að ganga í flíkum eftir húsmóðirina eða hvort að þetta lognast út af hjá henni.

19. January 2009 - 14:18



Athugasemdir

Skrifa athugasemd


Nafn


Texti