Hreinn Heiðmann
 

Af okkur

hæ hæ

Ákvað að setja hér inn smá fréttir af okkur.  Hér í Vestursíðunni eru allir við hestaheilsu, sem betur fer er flensan eða einhver annar óþverri ekki farinn að láta á sér kræla hér. 

Hreinn dafnar vel, það er komin nokkuð góð regla á hann með svefntímann.  Hann er yfirleitt að fara að sofa 21:30-22:30 og sefur til c.a. 7 á morgnana, sumar nætur vaknar hann einu sinni til að fá sér að drekka en það er nú reyndar ekki alltaf, ef hann vaknar ekkert á nóttunni er minn maður að sjálfsögðu glorsoltinn þegar hann vaknar og þá er ekki mikil þolinmæði til að bíða eftir að mamman sé tilbúin til að gefa honum að drekka, lætur vel í sér heyra.  Hann vakir svo í u.þ.b. 1 1/2 klst og tekur svo 2 tíma blund fyrir hádegi og svo 3-5 klst blund eftir hádegi.  Þetta er algjör svefnpurka fyrripart dags en mikill selskapsmaður á kvöldin, enda er miklu skemmtilegra þá, því að þá eru allir komnir heim.  Hann skemmtir sér konunglega í sundinu, finnst æðislegt að vera í vatninu en er ekki alltaf hrifinn af því að það sé verið að stinga honum í kaf, en það kemur.

Gunnar Pálmi fór til pabba síns um síðustu helgi, fékk aukafrí á föstudegi í skólanum svo að hann hefði aðeins lengri tíma með fjölskyldunni þar, þetta er svo langt ferðalag að það veitir ekki af því að fá aðeins lengra frí en bara rétt bláhelgina.  Hann var að þrífa mótorhjólið sitt á föstudeginum og svo fóru þeir feðgar að leika sér á hjólunum á laugardeginum, Gunnar hafði á orði að hann hefði nú staðið sig merkilega vel á hjólinu miðað við hvað langt var síðan hann fór á það síðast.  Hann er orðinn "fjallsjúkur" og felst sú sýki í því að það er helst farið allar helgar í fjallið ýmist á bretti eða skíði, það fer svona eftir því með hverjum hann er að fara hvort er fyrir valinu, en hann er svo heppinn að passa á skíði móðurinnar svo að hann getur notað þau.  Svo er hann auðvitað alltaf á blakæfingum 4x í viku og var í dag að byrja aftur í tónlistarskólanum, það er semsagt mjög mikið að gera hjá honum en hann hefur nú samt tíma til að hitta félagana og slappa aðeins af.

Brói er að byrja á meiraprófsnámskeiði í dag og mun það vera næstu 3 vikurnar, alla virka daga 17:30 - 22 og síðan á laugardögum 9-15 svo að hann mun nú ekki sjást mikið hér heima næstu vikurnar.  Um síðustu helgi fórum við í sveitina og þá fór hann í að reyna að koma sleðanum sínum í gang en hann fór aldrei í gang síðasta vetur og honum til mikillar gleði rauk sleðinn í gang þegar var búið að strjúka honum aðeins og snurfusa, reyndar höfðu nokkrar mýs á krepputímum aðeins nartað í sætið á sleðanum en á erfiðum tímum verðum við nú að sýna hvert öðru skilning{#emotions_dlg.wink}.  Brói var nú reyndar ekkert voðalega hrifinn af þessu uppátæki músanna og fjarlægði sleðann svo að þær verða nú að fara að leita sér að öðru fæði.

Af mér er allt gott að frétta, byrja á prjónanámskeiðinu í næstu viku, það verður nú áhugavert að sjá hvernig sú óþolinmóða tekst á við það.  Ég er búin að fara mömmumorgna í Glerárkirkju tvo síðustu fimmtudaga og er það mjög gaman, Hreinn er nú reyndar ekki alveg kominn með þroska til að leika við krakkana þar en mér finnst gaman að hitta aðrar mömmur og spjalla við þær.  Kveið nú reyndar aðeins fyrir að maður myndi ekki þekkja neinn, en viti menn að það voru nokkrar mömmur sem maður kannaðist við svo að maður var ekki alveg eins og álfur út á hól að farast úr feimni.  Okkur mæðginunum finnst reyndar mjög gott að kúra saman á morgnana og þegar aðrir á heimilinu eru farnir í vinnu og skóla þá skríðum við nú stundum saman upp í ból og spjöllum saman og leikum okkur þar til Hreinn lognast útaf og þá fær reyndar mamman sér stundum stuttan kúr líka svona ef ekkert liggur fyrir að gera.

Bestu kveðjur úr Vestursíðunni

Kristjana

29. January 2009 - 18:00



Athugasemdir

Inga María

Sæl elskurnar mínar.Það er svo rólegt í vinnunni hjá mér þannig að ég var að skoða nýjustu myndirnar og lesa dagbókina gott hvað þið eruð dugleg að setja myndir inn.Til hamingju með daginn á morgun vonum að þið eigið góðan dag.Kveðja Inga amma

30. January 2009

Sigga og Jónsi

Kannski að maður kíki nú á ykkur þarna fyrir norðan... hver veit nema að við plötum ykkur með okkur í sund ;) en bíðum allavega eftir að frosthörkunum linni
kv. frá Egilsst.

5. February 2009

Nafn


Texti