Nú fer að styttast í það að litli gaurinn okkar verði 6 mánaða gamall, en það er föstudaginn n.k. 20. mars. Í dag fór hann í 6 mánaða skoðun á heilsugæslunni. Þar var hann vigtaður og mældur á alla kanta, hann hefur þyngst sæmilega en er enn undir meðaltali bæði í hæð og þyngd, þrátt fyrir að hann sé nú farinn að borða 3x á dag auk þess sem hann drekkur mömmumjólk eins og honum sé borgað fyrir það. Hann er nú reyndar svolítið matvandur og er ekki alveg sama hvað hann fær að borða en gulrætur, rófur, perur og hafragrautur eru hátt skrifuð hjá honum en við banana og epli líkar honum ekki.
Hann spjallar orðið heilmikið og oft liggur hann og leikur sér og býr til þvílíku hljóðin, sérstaklega finnst honum gaman að búa til hvella og skæra tóna svo að maður hrekkur oft í kút og oft hann sjálfur líka.
Skrifa athugasemd