Hreinn Heiðmann
 

Smá fréttir af okkur

Við erum búin að hafa það mjög gott síðan ég skrifaði hér síðast.  Hreinn stækkar og dafnar og er alltaf að uppgötva nýja hluti.  Hann er farinn að mjaka sér aðeins áfram á rassinum en finnst nú samt enn best að sitja bara sem fastast og leika sér. Hann bablar orðið heilmikið og vinsælast er mammmammma og babba, sérstaklega þar sem hann fær nú mjög mikla athygli frá foreldrunum fyrir það. Föstudaginn 5. júni brá öll fjölskyldan sér til Vopnafjarðar og var þar um sjómannadagshelgina, Brói fór svo heim á sunnudeginum en við vorum áfram í viku.  Föstudaginn 12. júní fundu svo amman og mamman tönn sem var loksins komin upp en hún er í neðri góm.

Gunnar Pálmi er alsáttur með að vera kominn í sumarfrí.  Honum gekk vel í skólanum en sumarfríið var langþráð, hann fékk svo að vera áfram á Vopnafirði þótt að við Hreinn færum heim. Hann unir sér vel fyrir austan, á góða vini þar og er á fótboltaæfingum og gerir margt sér til skemmtunar.  Helst vildi hann eyða öllu sumarleyfinu þar, en það er nú ekki alveg það sem móðirin vill.

Bestu kveðjur úr Vestursíðunni

Kristjana

14. June 2009 - 22:39



Athugasemdir

Skrifa athugasemd


Nafn


Texti