Ég aldrei hef lofað að brautin sé bein,
né blómstígar gullskrýddir alla leið heim.
Ég get ekki lofað þér gleði án sorgar
á göngu til himinsins helgu borgar.
En ég hef lofað þér aðstoð og styrk,
og alltaf þér birtu þó leiðin sé myrk.
Mitt ljúfasta barn ég lofað þér hef,
að leiða þig sjálfur hvert einasta skref.
Kveðja Keran afi og Birna amma
----------------------------------------------------------------------------------------------
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jésú ,þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti sjáðu, Kveðja frá Erlu Smáradóttur
blíði Jésú, að mér gáðu Kveðja frá Fanney og fjölsk. Barðaströnd
----------------------------------------------------------------------------------------------
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti
signaður Jesús mæti. Kveðja Jóhanna Svava Húsavík
-----------------------------------------------------------------------------------------------
Minn er gróðinn mestur
mömmu smái gestur,
vörm sé vaggan þín.
Allt sem blíðast á ég,
allt sem fegurst sá ég,
nú fær notið sín.
Vorsina vona gróði
verða mun að ljóði
barnsins beði hjá.
Vorblær viðlag hefur,
vorblóm litskrúð gefur,
vorfugl-væng og þrá. Kveðja frá Védísi frænku á Bíldudal
-------------------------------------------------------------------------------------------
Jesaja 35:3
Stælið hinar máttvana hendur, styrkið hin skjögrandi kné! Kveðja Magnúsi Friðriks. frænda
-------------------------------------------------------------------------------------------
Trítlaðu til mín
Kúrðu þig hjá mér
Knúsaðu mig, elskaðu mig
Ég elska þig
Litlu fæturnir þínir vekja mig
Þú ert fegurri en sólageisli
Þegar þú brýst inn um gluggann minn
Ég hlakka til að sjá þig
Heyra í þér trítla til mín
Koma og kúra þér, knúsa mig, elska mig
Ég elska þig. Kveðja frá Guðnýju Elínborgardóttur
-------------------------------------------------------------------------------------------
Endar nú dagur, en nótt er nær,
náð þinni lof ég segi,
að þú hefur mér, Herra kær,
hjálp veitt á þessum degi.
Vertu yfir og allt um kring
Með eilífri blessun þinni,
Sitji Guðs englar saman í hring
Sænginni yfir minni. Kveðja frá Maríu
-------------------------------------------------------------------------------------------
Vaki englar vöggu hjá
varni skaðanum kalda,
breiði Jésú blessun á
barnið þúsundfalda. Kveðja frá N.N
-------------------------------------------------------------------------------------------
Síðara bréf Páls
En trúr er Drottinn og hann mun styrkja yður og vernda fyrir hinum vonda. Kveðja frá N.N
-------------------------------------------------------------------------------------------
Nótt er komin náð svo finni,
nærri vertu Jesús mér.
Verndaðu bæði sál og sinni,
svæfðu mig á brjóstum þérþ
Legg að höfði líknarhönd,
lát burt hverfa syndar grönd.
Öflugan set englamúrinn,
Yfir mig þá tek ég dúrinn. Kveðja frá Sigþúði
-------------------------------------------------------------------------------------------