Litla stelpan í Laxakvíslinni
 

Gestabók

Þóra

Mikið dafnar hún Ragnheiður Gróa vel! Þriggja mánaða var hún jafn þung og litla píslin Þorgerður Erla var 7 mánaða :) Fyndið hvað þessir litlu hnoðrar geta verið ólíkir. Alltaf jafn skemmtilegt að kíkja við á síðunni ykkar til að skoða myndir og lesa dagbókarfærslur. Hafið það sem allra best í blíðunni :) Kærar kveðjur, Þóra, Ömmi og Þorgerður Erla.

Skrifaš žann 19. May 2009 23:33.

unnur amma

Hæ hæ
Unnur amma skilur ekki hvernig kveðjan sem hún sendi á stelpurnar hennar Maj-Brittar lenti á síðu Ragnheiðar, kannski af því að hún fór inn á síðuna þeirra af þessari, það er Herdís María sem er oft með snudduna :)

Skrifaš žann 10. May 2009 21:01.

Inga hraenka i London

Eg veit nu ekki hvad amma Unnur er ad bulla med snuddu myndir, Ragnheidur er oftast snuddulaus a myndum.
Thid vinkonurnar eru otrulegar piur og thvilikt dotaflod og space age stolar sem thid vorud ad profa.

Skrifaš žann 9. May 2009 11:49.

Ásdís og Anna Marý

Gaman að hitta ykkur um daginn.
Prinsessan er heldur betur að flýta sér að stækka.
Kveðjur góðar af Hringbrautinni

Skrifaš žann 5. May 2009 19:46.

Unnur Halldórsdóttir

Sælar skvísur,
gaman að sjá ykkur, þið stækkið og stækkið :)
Unnur gamla grýla var glöð að sjá mynd þar sem ekki var snuð, þó að þau séu nú frábær til síns brúks :)
þetta er meira blessaða barnalánið í fjölskyldunni, ömmur og afar hafa nóg að gera að prjóna :)
kveðja til þeirra
Unnur

Skrifaš žann 4. May 2009 09:03.

Maj-Britt + 2 prinsessur

En skemmtilegar nýju myndirnar. Væri nú alveg til í að fá sjá 100 ára svipinn við tækifæri ;) dásamlegar myndir af vinkonunum þremur :) hlakka til næst

Skrifaš žann 3. May 2009 00:37.

Sigga Dóra

Æðislegar nýju myndirnar og ekkert smá sem RG dafnar vel :-) Greinilega góður rjóminn í túttunum á mömmunni! Vona að við náum allavega einum mömmuhitting í sumar þeas ef litlir pungsar mega vera memm í þessu kvennagengi!! ;-)
knús á línuna!

Skrifaš žann 1. May 2009 19:22.

Álfheiður og Guðjón Sabatino

Gott að heyra hvað þú dafnar vel:D Mamma og pabbi skila kveðju til ykkar:)

Skrifaš žann 29. April 2009 22:53.

Helga Guðný

Þú stækkar og stækkar elsku frænka!!! Mér sýnist þú bara vera á góðri leið með að ná ÞL ;) Annars finnst okkur þú vera að líkjast Agli Orra stóra brósa ansi mikið!!! :)

Skrifaš žann 29. April 2009 14:09.

Inga hraenka i London

aedislegt ad sja nyjar myndir. Thu staekkar ekkert sma hratt, og ert bara i keppni vid Thorvald Loga held eg i thvi ad vera a undan kurvunni eda hvad sem thetta nu kallast.

Skrifaš žann 29. April 2009 09:08.

Sólveig, Kjartan og Kári

Þú ert yndisleg elsku frænka - ekkert smá gaman að sjá þig loks í eigin persónu um helgina og að fá að knúsa þig aðeins:)
Gangi ykkur vel í 3mán skoðun!

Skrifaš žann 29. April 2009 08:53.

Álfheiður og Guðjón Sabatino

Hæ Ragnheiður Gróa, fínar nýju myndirnar af þér:) Gaman að fylgjast með ykkur.

Skrifaš žann 23. April 2009 21:09.

Inga hraenka i London

Fullt ut ad dyrum i sveitinni heyrist mer. Uff veit hvad thu att vid med svona ennis/kinnholu kvef, ogisslega vont.

Skrifaš žann 14. April 2009 08:32.

Helga Guðný, Raggi og Sóllilja Björk

Elsku Sigrún og fjölskylda. Afsakið að við höfum ekki kvittað fyrr en gerum það hér með. Til hamingju með prinsessuna, hún er rosalega sæt og gaman að skoða myndirnar. Sjáumst vonandi fljótlega. Kær kveðja af Skaganum

Skrifaš žann 2. April 2009 17:16.

Friðrika Ragna og mamma

Hæ vinkona
Takk fyrir síðast. Svaka stuð hjá okkur eins og venjulega:=) Hlakka til næsta hittings, hann verður heima hjá okkur! Æðislegar myndir af okkur vinkonunum, við myndumst alveg svakalega vel, þó ég segi sjálf frá:=) Mútta biður að heilsa "gömlu"
Sjáumst hressar
Friðrika Ragna

Skrifaš žann 30. March 2009 11:33.

Bryndís Ýr og Marta

Gaman að skoða myndir og lesa. Við erum líka að reyna að taka okkur á á okkar síðu - en gengur afskaplega illa eitthvað, en þó, komnar inn 2 færslur (fæðingarsagan t.d. - loksins!) og einhverjar myndir.

Snuddumálin eru ekki alveg föst í hendi á þessum bæ heldur. Hún tekur snuðið nær eingöngu þegar hún er rétt að sofna, þar á milli vill hún ekki sjá það og mjög oft sofnar hún auðvitað án snuðs. Mam og Avent eru jafnsterk hér á bæ.

Við hittumst kannski í vikunni...

Kv. Bryndís

Skrifaš žann 29. March 2009 00:24.

Inga hraenka i London

Flottar nyjar myndir og eg er fegin ad heyra ad thu hefur godan smekk i snuddum. Only the best will do a okkar bae takk fyrir

Skrifaš žann 28. March 2009 22:09.

Elín Helga Guðmundsdóttir

Sæl fjölskylda
Til hamingju með stelpuna og nafnið. Gaman að skoða myndir af svona myndarlegri títlu.
Kv úr Stykkishólmi
Ella og fjölskylda

Skrifaš žann 28. March 2009 19:45.

Helga frænka

Hæ sæta frænka! Orðið of langt síðan við kvittuðum fyrir komuna! :) Þú ert alltaf sama rúsínan og stækkar greinilega og dafnar eins og börn eiga að gera ;) Annars var sama snudduvandamál hjá okkur nema ÞL endaði á stærstu MAM snuddunum sem eru einmitt þær dýrustu.. :) Þau vita sko hvað þau vilja!!

Skrifaš žann 27. March 2009 11:04.

Marteinn William Elvarsson

Mamma (Helga) hún litla mín Ragheiður Gróa er flottust. Sko hún slær alla út. Enda er hún svo góð.. kv. Litli bróðir

Skrifaš žann 25. March 2009 23:25.

Ingahraenka i London

flottar myndir fra afmaelinu hans Hjartar Snaes. Gaman ad sja hvad daman er ordin flott. Syndi familiunni i Kanada og thau oh, ah, how cute ut i eitt (ad sjalfsogdu).

Skrifaš žann 22. March 2009 16:47.

Ingibjörg Stefánsdóttir

Elsku Sigrún - og fjölskylda - til hamingju - gaman að skoða allar myndirnar - þetta eru miklir dýrgripir þessi blessuð börn - hlakka til að hitta þau og ykkur

Skrifaš žann 16. March 2009 22:15.

Álfheiður og litli prins

Til hamingju með nafnið þitt rosalega flott:) Gaman að skoða myndirnar af þér.

Skrifaš žann 16. March 2009 13:20.

Ásdís, Raggi, Elvar Goði og Anna Marý

Til hamingju með nafnið!

Kveðja úr Tjarnarbrekkunni

Skrifaš žann 9. March 2009 20:51.

Þóra, Ömmi og Þorgerður Erla

Innilega til hamingju með skírnina og þessi fallegu nöfn sem litla snúllan fékk - Ragnheiður Gróa. Myndirnar frá skírninni eru æðislegar - þetta hefur greinilega verið fullkominn dagur :)
Kærar kveðjur frá okkur öllum í Garðastrætinu.

Skrifaš žann 9. March 2009 14:31.

Sigga Dóra

Innilega til hamingju með þetta fallega nafn :) Fer lillunni ofsalega vel. Og Sigrún þú ert bara súperwoman í mínum huga - að hafa haldið uppá skírn bara örfáum dögum eftir botnlangauppskurð.. og lítur svona rosalega vel út - geri aðrir betur! :)
knús á línuna,
sd

Skrifaš žann 8. March 2009 19:05.

Sigrún

Takk allir fyrir fallegu kveðjurnar - við erum voðalega ánægð með hana auðvitað ....... og nafnið líka :)

Skrifaš žann 8. March 2009 12:29.

Maj-Britt, Einar, Herdís María og Þóra Guðrún

Elsku Ragnheiður Gróa, til hamingju með þetta fallega nafn. Þú heitir í höfuðið á tveimur dásamlega flottum konum enda ertu frábær sjálf. Knús frá okkur í Arnarklettinum

Skrifaš žann 8. March 2009 00:15.

Bryndís

Elsku litla Ragnheiður Gróa.
Til hamingju með fallega nafnið þitt. Fer þér ofsalega vel. Yndislegar myndir frá þessum fallega degi - náttúrulega ekkert eðlilega gott veður í dag - sérpantað fyrir þig. Líka allir svo sætir og fínir.

Bestu kveðjur
Bryndís

p.s. skemmtilegt kommentið hans Egils Orra. Þið geymið það bara þangað til næst :)

Skrifaš žann 7. March 2009 23:24.

Ólöf Erla

Hæ hæ

Innilega til hamingju með fallega nafnið þitt. Og til hamingju fjölskyldan öll með litlu dömuna.

kossar og stórt knús frá okkur
Ólöf og co.

Skrifaš žann 7. March 2009 23:00.

1 2 3 4 5