Fyrstu árin
Fæðingin
Ég fæddist þann 30. janúar 2009 kl. 02:53
Fæðingin fór fram á sjúkrahúsi Akraness og Erla ljósmóðir og Gunnar læknir tóku á móti mér.
Viðstödd fæðinguna voru pabbi minn .
Hárlitur minn var ljósbrúnn með ljósri strípu og augun voru svört
Þegar ég fæddist var ég 4155 grömm eða 16.5 merkur og 53cm að lengd.
Fyrstu hríðir komu 23:15 og tók fæðingin um 3.5 klst.
Mamma var stödd heima í rúmi þegar hún ákvað að fara á spítalann.
pabbi keyrði mömmu á spítalann.
Eftir að ég fæddist fór ég í fang foreldra minna og svaf þar fyrstu nóttina.
Skírnin
Skírnin fór fram þann 7. mars og var skírt að Borg á Mýrum.
Séra Þorbjörn Hlynur Árnason skírði mig og fékk ég nafnið Ragnheiður Gróa .
Skírnarvottar voru Unnur Halldórsdóttir og Halldóra Gróa Guðmundsdóttir, ömmur mínar
Á skírnardaginn var frost en sól og bjart veður.
Veislan var haldin á hótelinu hjá afa & ömmu og lukkaðist mjög vel
Hugmyndir voru um skíra mig í höfuðið á báðum ömmunum, það er Unnur Gróa. Foreldrar mínir áttu raunar í mesta basli með að ákveða nafnið. Nafnið sem ég fékk var svo að lokum ákveðið daginn fyrir skírn
Afmæli
Fyrsta afmælið mitt var haldið á afmælisdaginn sjálfan þann 30. janúar árið 2010, heima í Laxakvíslinni.
Kakan mín var dýrindis marengsrjómaterta með snickers og einu kerti.
Ég bauð öfum & ömmum og frændum mínum í afmælið. Inga frænka var í London svo hún komst ekki en var með okkur í anda. Morguninn eftir komu svo vinkonur mínar Marta og Sólveig Kristín í kaffi.
Í afmælinu hegðaði ég mér vel eins og alltaf. Svolítið hissa á öllu fólkinu en fannst gaman að pökkunum sem ég fékk að rífa upp.
Aðal afmælisgjöfin var Baby born dúkkan frá ömmu og afa í Hraunbænum. Ég vissi sko alveg hvert pelinn átti að fara og vandaði mig mikið við að stinga túttunni upp í munn á dúkkunni.
Ég klæddist fallega köflótta kjólnum frá ömmu Unni í veislunni og fékk fallega spennu í hárið.
Annað afmælið mitt var haldið á afmælisdaginn sjálfan heima í Laxakvíslinni. Kakan var súkkulaði hráfæðiskaka sem mamma útbjó og setti í fallegt hjartalaga form og setti á 2 kerti.
Gestirnir voru bræður og foreldrar, ömmur og afar, frændsystkini og ömmusystkini. Allir fengu góða kjúklingasúpu og brauð og svo tertu á eftir.
Ég fékk að sjálfsögðu margar flottar gjafir, kjóla, boli, dúkkustól, trúðabúning, litabók og púsl svo eitthvað sé nefnt.
Mér leiddist nú ekkert að vera miðpunktur athyglinnar. Halldór flandi kom með Eldingu með sér og ég var voða brött að hrópa á hana meðan hún var geymd úti á palli. Ekki svo þegar hún var komin inn.
Um kvöldið var okkur Matta (eða batta eins og ég kalla hann) svissað um herbergi svo ég svaf fyrstu nóttina í nýja herberginu mínu á afmælisdaginn. Grútþreytt en ánægð með daginn.
Jól
Fyrstu jólin mín voru árið 2009 þegar ég var rétt tæpra 11 mánaða.
Við fjölskyldan vorum heima hjá okkur á aðfangadagskvöld en síðan komu amma og afi og frændur mínir og borðuðu eftirréttinn og opnuðu pakkana með okkur.
Aðal jólagjöfin var flotti kubbakassinn frá Halla og Mumma frændum mínum. Svo fékk ég fallegan kjól frá ömmu Unni og Hirti afa og fullt fleira fallegt.
Ég fékk að vaka frameftir og sofnaði ekki fyrr en upp úr kl. 10 á aðfangadagskvöld.
Veðrið á fyrstu jólunum mínum var stillt og fallegt en þó vantaði snjóinn.
Fyrsti jólakjóllinn var fallegur rauður velúrkjóll sem amma Gróa keypti á mig.
Helstu viðburðir fyrstu ár Ragnheiðar
Fyrsta brosið kom 18. febrúar 2009. Risastórt bros handa ömmu Unni þegar hún smellti tungunni í góm svo úr varð þetta sniðuga hljóð.
Fyrsta hjalið kom svo í mömmuleikfimi í Laugum snemma í apríl
Sat með stuðningi fyrst um verslunarmannahelgina 2009
Sat án hjálpar þann 13. ágúst 2009
Fyrsta vísan/lagið sem ég lærði var "Bí bí og blaka" á leikskólanum í ágúst 2010
Byrjaði að skríða á rassinum um 9mánaða en á hnjánum eitthvað seinna og hef alltaf gert lítið af því.
Fyrsta tönnin kom í ljós 12. júlí 2009. Það voru tennur tvær í neðri góm
Fyrstu sporin voru tekin um miðjan júlí 2010, umþ viku eða 10 dögum fyrir 18 mánaða afmælið. Vildi nú passa mig að byrja ekkert oft snemma en samt nógu snemma til að vera innan "eðlilegra" marka.
Hæð og þyngd Ragnheiðar Gróu
Við fæðingu var ég 52 cm og vó 4155 grömm.
Eins mánaðar var ég 57 cm og vó 5650 grömm.
3ja mánaða var ég 63 cm og vó 7520 grömm.
4ra mánaða var ég 66 cm og vó 7910 grömm.
5 mánaða var ég 68,5 cm og vó 8340 grömm.
6 mánaða var ég 70,5 cm og vó 9015 grömm.
8 mánaða var ég 72,5 cm og vó 10000 grömm
10 mánaða var ég 73,5 cm og vó 10350 grömm.
12 mánaða var ég 77,0 cm og vó 11100 grömm.
18 mánaða var ég 82 cm og vó 13400 grömm
Mataræði
Ég byrjaði að borða fastan mat þann 24. júlí 2009, Mamma mín píndi í mig hafragraut stútfullan af glúteini og skildi svo ekkert af hverju ég grenjaði eins og stungin grís.
Eftir að hún uppgötvaði mistökin fékk ég rísgraut og var alsæl með hann. Frá og með byrjun ágúst borða ég 3 máltíðir á dag. Graut og heimatilbúið grænmetis og ávaxtamauk og finnst það allt mjög gott.
Mamma hefur verið frekar kresin á það sem ég fæ að borða. Mest hefur verið lífrænt - og ég fékk reyndar eingöngu lífrænan mat fyrstu 6-8 mánuðina eða svo.
Mér finnst mjög gott að borða, svona yfirleitt, veit þó hvað ég vil og borða sko til dæmis EKKI kartöflur og ekki reyna að byrla mér þeim í neinni mynd.
Uppáhaldið mitt er heimabakaða speltbrauðið sem mamma bakar handa mér og svo baunir. Allar baunir. Jafnvel kaldar beint úr dósinni. Sem eru auðvitað ofsa hollar svo mamma kvartar ekki.