Mínútugömul
* Fyrsta myndin var tekin af mér og ég er enn umsetin ljósmyndara flesta daga.
3 daga
* Ég fór fyrst út. Mamma og pabbi keyrðu mig í barnavagni út í garð á spítalanum.
1 vikna
* Ég fór í fyrsta baðið. Pabbi baðaði mig.
3 vikna
* Ég prófaði leikteppið mitt og kunni afar vel við það.
1 mánaða
* Fyrsta brosið kom og ég hef nánast ekki hætt að brosa síðan.
5 vikna
* Ég fór í fyrsta sinn til Íslands. Ég heimsótti stórfjölskyldu mína og vakti mikla lukku.
1,5 mánaða
* Fyrsta hjalið kom.
2 mánaða
* Fór fyrst á listasafn (Kjarvalsstaði), næst 4 mánaða (Louisiana safnið) og 5 mánaða á safn Storm P.
2,5 mánaða
* Ég fór fyrst í strætó með mömmu, pabba og Rut. Ferðinni var heitið að litlu hafmeyjunni.
3 mánaða
* Sat með stuðningi.
* Baby björn magapokinn var tekinn í notkun og var notaður mikið næstu mánuði.
3,5 mánaða
* Steig berfætt í grasið.
4 mánaða
* Ég fór að versla á Strikinu í Kaupmannahöfn og verslaði mér þar föt í H&M.
* Fór út að borða.
5 mánaða
* Byrjaði að syngja/skríkja kröftuglega.
6 mánaða
* Sat án hjálpar fyrst þann 2. nóvember 2009.
7 mánaða
* Fyrsta tönnin kom í ljós 24. nóvember 2009.
* Fór í mína aðra Íslandsferð.
* Fór fyrst í sund og hef farið í Árbæjarlaug, Áslandslaug, Álftaneslaug og fleiri.
* Sagði fyrsta orðið: mamma.
8 mánaða
* Ég fór á fyrstu þrettándabrennuna mína, horfði á flugeldasýningu og fannst spennandi.
* Fékk hlaupabóluna, það var ekki í uppáhaldi.
9 mánaða
* Flutti í fyrsta sinn, við fjölskyldan fórum frá Kaupmannahöfn til Bjerringbro Dk.
10 mánaða
* Stóð fyrst hjálparlaust.
* Fór fyrst á bókasafnið að velja bækur.
12 mánaða
* Fyrstu sporin voru tekin og mamma og pabbi voru hrikalega stolt :)
13 mánaða
* Var farin að ganga heilu kílómetrana sjálf án þess að detta.
14 mánaða
* Ég byrjaði að hlaupa og hef gríðargott úthald.
15 mánaða
* Byrjaði ég í leikskóla í Randers sem heitir Vuggestuen Viborgvej. Deildin mín heitir Månestuen.
16 mánaða
* Var ég komin á fullt í leikskólanum og búin að eignast góðar vinkonur.
17 mánaða
* Var ég farin að tala mjög mikið og skildi flest það sem sagt var við mig. T.d. gat ég verið með körfu með 20 ávöxtum og grænmeti og rétt fram það sem beðið var um hverju sinni.
18 mánaða
* Kunni ég að velja lög á iPodinum og nota snertisikjá á símanum.
19 mánaða
* Kunni ég handa/danshreyfingar við "Í skóginum stóð kofi einn" og "Við skýin felum ekki sólina af illgirni"
20 mánaða
* Kunni ég allar hreyfingarnar og að syngja sjálf hluta af textanum í "Ein ég sit og sauma"
21 mánaða
* Var ég farin að syngja lög á dönsku í leikskólanum og gera handa/danshreyfingar með.
* Sömuleiðis var ég farin að dansa samkvæmisdans við félaga mína í leikskólanum, ótrúlega sætt :)
22 mánaða
* Fór ég á fyrstu Fastelavn skemmtunina mína og var íklædd Bangsímonbúningi.
23 mánaða
* Fór ég á fyrstu leiksýninguna mína Anno Anni með mömmu. Ég sat róleg alla sýninguna og hafði gaman af.
24 mánaða
* Var ég farin að hoppa af miklum krafti og æfði mig stíft.
* Óð ég á tánum í sjávarflæðamálinu í Århus.
25 mánaða
* Byggði ég háan duplo turn með því smella kubbunum saman, fram að því hafði ég byggt ótalmarga turna úr trékubbum.
26 mánaða
* Talaði ég í setningum.
* Fór í sumarbústað, ættarmót, flugvél og ótal heimsóknir.
27 mánaða
* Söng ég heilt lag, Gulur, rauður, grænn og blár. Áður hafði ég lengi vel fyllt inn í laglínur hjá mömmu og sungið með lögum. Þetta kom mömmu og pabba skemmtilega á óvart.
28 mánaða
* Fór ég reglulega í skógarferðir, gekk mikið og rannsakaði. Skógarferðir voru farnar nánast um hverja helgi á þessum tíma.
29 mánaða
* Þróaði ég minn eigin fatasmekk og vildi upp frá því að sjálfsögðu ákveða í hverju ég geng.
* Var lagið um gönguljósin í uppáhaldi og sungið óspart.
30 mánaða
* Teiknaði ég kall með augu, nef, munn og hár. Mjög skýr teikning, sjá myndaalbúm. Foreldrarnir áttu ekki til orð af aðdáun.
* Söng ég um pegefinger á dönsku fyrir mömmu og pabba. Ég syng annars heilmikið á dönsku í leikskólanum.
31 mánaða
* Flutti ég til Íslands en ég hafði búið í Danmörku frá fæðingu. Nýja heimilisfangið okkar er Laugalækur 1.
* Lærði ótal mörg jólalög á aðventunni og söng þau orðrétt með tilheyrandi hreyfileik, t.d. Einiberjarunn, Nú skal segja, Adam átti syni sjö og Gekk ég yfir sjó og land.
32 mánaða
* Byrjaði ég í nýjum leikskóla sem heitir Laugasól og stendur við Leirulæk í Reykjavík. Deildin heitir Ljúfilækur.
* Byrjaði ég að æfa fimleika með Ármanni. Ég er í krílahóp á laugardögum og hef hrikalega gaman af.
33 mánaða
* Fór ég á hestbak í fyrsta sinn þegar ég fór með afa og ömmu í sunnudagsferð í Húsdýragarðinn.