Ernir Daði Sigurðsson
 

Snilldarstundir

Ernir Daði Sigurðsson er sjálfkrafa orðinn aðal skemmtikraftur fjölskyldunnar því við foreldrarnir liggjum daglega í kasti yfir einhverju því, mögulegu sem ómögulegu, sem hann tekur sér fyrir hendur. Ljóst er að snáðinn okkar er ákveðinn og finnst hann hafa í fullu tré við okkur sem eldri erum...

Þrjóskupúki, júlí 2009
Eins og þjóðinni er alkunnugt um hefur Ernir Daði rosalega gaman af því að syngja og kann langtum fleiri lög og texta en gömlu brýnin. Eitthvað hefur þó klikkað í laginu Dvel ég í draumahöll úr Dýrunum í Hálsaskógi. Mamma syngur alltaf lagið fyrir svefninn með þessum texta: ,,Dvel ég í draumahöll og dagana lofa, litlar mýs um löndin öll liggja nú og sofa..."
Nei, Erni Daði var sko ekki sammála mömmu um textann og sagði: nei, ekki lofa, SOFA með áherslu og vill því segja sofa í bæði skiptin! Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni því mamma sagði líka má ég ekki þramma (í stað mamma) með í leikinn þramma er hún söng Allir krakkar forðum...!
Fyndnast af öllu var svo þegar mamma sagði sofa í seinni setningunni því þá kvað við í litla kút um leið og hann setti lófana upp í loftið; ,,Jááááááá" - svona hughreystandi eins - mamma mín þú ert loksins að ná þessu, þetta kemur allt með æfingunni...meiri gaurinn :)

Litli söngfulginn okkar, apríl 2009
Ernir Daði er alveg rosalega duglegur að tala, eða svo segja okkur þeir sem þekkja vel til málþroska barna.... en honum finnst ennþá skemmtilegra að syngja og syngur allan daginn. Við foreldrarnir kunnum reyndar ekki öll lögin en þau sem við syngjum núna eru:
Allir krakkar (EDS: alli kakkar, alli kakkar, euí kessuleig...a lyhta mer a keik...)
Sól sól skín á mig (EDS: sol, sol skinimi...)
Litli putti, litli putti hvar ert þú (EDS: lihli putti, ka ett túúúú, her e eg, her e eg, gó dainn, dainn, dainn...)
Afi minn og amma mín, úti á bakka búa...(EDS: kallar lagið aviammamí...með áherslu á bÚA...hau eu bæi sæt o vin...)
Sigga litla systir min...

já, hann kann sko að segja S....enda búinn að æfa sig svo mikið að segja SKAMM við alla sem gera ekki nákvæmlega eins og hinum hátign hentar. Fyrst var það BAMM....hehhehe :) en hann notar hins vegar enn þá B fyrir G og K...t.d. er mamma bomin (komin) og Glanni glæpur er Blammi blæbur....yndislegt {#emotions_dlg.smile}

Mamma breytist í glæpamann! 21.04.09
Pabbi var á Barðarströnd með námskeið og mamma og Kúts voru saman að lesa í hjónaherberginu. Ernir Daði talar orðið svo mikið og var með duddu svo mamma skildi hann ekki nógu vel og tók því dudduna og faldi undir sænginni við vægast sagt mjög dræmar undirtektir. Nú Ernir Daði hefur eftir áramótin fengið nýtt áhugamál - Latabæ! Hann biður á hverjum degi um að fá að horfa á Latabæ á milli þess sem hann gerir armbeygjur og magaæfingar (eða eitthvað í þá áttina....!). Hann er hins vegar mjög hræddur við Glanna Glæp sem er alltaf að gera prakkarastrik og Ernir Daði biður alltaf okkur foreldrana að sitja hjá sér þegar hann kemur til sögunnar og segir: ,,Edidah ðæddur" (Ernir Daði er hræddur). Nema hvað þegar mama var búin að taka dudduna sagði sá stutti hástöfum: ,,Mamma BLÆBUR" = Mamma glæpur!!! Hilarious... :) 

Heima í Fossahvarfi 25.03.09
Ernir Daði var í baði alveg klár eins og vanalega og ekki á því að fara upp úr. Því tók mamma til þess ráðs að byrja að láta renna úr baðinu en sá stutti var nú fljótur að sjá við því og settist ofan á baðtappann og sagði: EDAH baði (Ernir Daði í baði).
Mamma gafst ekki upp og náði vatninu úr fyrir rest en baðstrákurinn sýndi ekki á sér nokkurt fararsnið - það var öðru nær því það var sem hann undirbyggi sig undir langferð. Hann náði í sigti og settist á það og ´setti einnig hvítu uppáhalds hrærivélaskálina á hausinn (aðal húfan í dag!!!) og kvað svo við: SONA (svona).
Mamma sagði að hann gæti ekki verið svona lengi í baðinu og hann yrði nú að koma upp úr enda ekkert vatn eftir - þá lagði hann sig í einum grænum lárétt í baðið og sagði: SOVA (sofa). ,,Nei, þú getur ekki sofið í baðinu Ernir Daði minn" - sagði mamma. Svar þess stutta: Mamma SÆG (sæng)!!!
Hann er alveg ótrúlegur...

Þýskalandsferð EDS, mömmu, ömmu Aldísar og afa Palla 12.03.09-17.03.09

Við fórum í yndislega ferð til Þýskalands til vinarfólks eeeeeelsku allra bestu ömmu Aldísar. Við gistum í kjallaranum á þriggja hæða húsi og Erni Daða fannst rooooosalega spennandi að fara upp á efstu hæð, sérstaklega vegna þess að mamma var búin að banna það þar sem þar voru svefnherbergi fólksins.
Spenningurinn varð yfirþyrmandi og svo kom að því að EDS tók til sinna ráða, lagði upp í langferð frá kjallaranum og hér kemur samtalið:
EDS: Besssssss (Bless) og vinkaði í leiðinni
Mamma: Ertu farinn?
EDS: Sáust a moggun (sjáumst á morgun)
Nei, Ernir Daði minn þú mátt ekki fara upp - það veistu.
EDS: Takk i daaaaaaa (takk fyrir í dag)
Nei, hann lætur sko ekkert stoppa sig og býður bara kurteisislega bless.

Við EDS og mamma vorum að skoða plaggöt af sebrahestum í kjallaranum.

Hamagangur á leikskólanum 24.2.09
Þegar mamma kom á leikskólann að ná í gullmolann sinn var fóstran með slæmar fréttir. Hún spurði hvort EDS væri á einhverjum lyfjum þar sem börn sem fá lyf geta orðið pirraðari. Nema hvað þetta litla yndi sem aldrei gerir flugu mein var víst að bíta krakkana á leikskólanum! Mamma var alveg miður sín og þegar hún kom heim sagði hún pabba fréttirnar.
Allt í einu segir Ernri Daði: ,,Bíta kakkana" (Bíta krakkana)
-Foreldrarnir voru í kasti og átt bágt með að virðast alvörugefin þar sem tónninn var þannig að ekkert væri eðlilegra-
Pabbi: Ernir Daði það má ekki bíta krakkana á leikskólanum, þú átt að vera góður við þá.
EDS: Já, já, já... og svo síðar ókeippppppppppp.
Snillingur! Við skulum sjá hvernig næstu dagar fara...

Frábært kvöld 24.2.09
Ernir Daði var í bananastuði í kvöld og hélt okkur foreldrunum við efnið. Við tímdum ekki að setja hann í háttinn fyrr en kl. 8.45...hann sem er vanur að sofna kl. 8.00.
Nema hvað mamma kom heim og fór að fá sér rófur og sá stutti hlammaði sér í sófann til mín og sagði svona 78 sinnum ,,meiiiiA" (meira)...algjört matargat.
Eitthvað þreyttist hann á þessari matariðju því hann hallar sér aftur á lærin á mömmu og segir: ,,soa" (sofa).
Þremur sekúndum meira rýkur hann upp og segir: ,,búih" og ,,búih soa" (búinn að sofa).
Nokkru síðiar endurtekur hann leikinn þar sem við hlógum svo mikið nema hvað að í millitíðinni kom allt í einu eitt: ,,uss"...
Hann hikar sko ekki við að segja okkur til syndanna og finnst ekkert eðlilegra en við hlíðum honum. Hann er jú alveg að verða tveggja ára!

Obbossí og ussussuss...
Það er ekkert fyndnara en þegar Ernir Daði gerir eitthvað af sér og út úr litla kroppinum heyrist obbosí eða ussussuss....

Út með Ínu - 20.2.09
Ernir Daði fór í sína fyrstu næturpössun til ömmu Aldísar. Allt gekk vel hjá þeim vinunum, þau dönsuðu, sungu og léku sér en svo allt í einu kom hún Ína, þýsk kona sem vildi að amma Aldís færi að lesa yfir sig texta og lagfæra. Ekki leist þeim stutta nú neitt á það. Hann kom skilaboðunum nokkuð bersýnilega í ljós með því að kveða sér reglulega hljóðs og segja:
,,Uttttth og bai bai". (Út og bæbæ).

Lýsisstrákurinn sterkur
Í lok febrúar var mamma ein með strákinn sinn þar sem pabbi var úti á landi að vinna en hann annast Erni Daða yfirleitt á morgnana.
Mamma gaf þeim litla lýsi og þegar hún var rétt í þann mund að setja lýsið inn í ísskáp heyrist í háværri og ákveðinni barnaröddu: ,,S T E R K U R R R R R R R R R R R" og kreppti hnefana í sömu andrá.
-Greinilegt hvað þeir feðgar hafast við á morgnana {#emotions_dlg.laughing}

Skammir á spítalanum
Ernir Daði fór í svæfingu og rannsóknir fimmtudaginn 19. febrúar 2009. Svo var hann settur inn í vöknun þar sem hann átti að fá að vakna í friði og svo var. Eina vandamálið var hins vegar að hann var allur í snúrum svo það var erfitt fyrir okkur foreldrana að taka hann upp og labba með hann eins og hann vildi. Í einskærri góðmennsku sinni kom voða indæl hjúkrunarkona sem ætlaði að aðstoða okkur við að taka snúrurnar af Erni Daða.
Þegar hún var komin nálægt og alveg tilbúin í að taka snúrurnar af heyrðist í þeim stutta:
SKAMM#"$"#%$#%$##!!! og svo veifaði hann annarri hendinni í sömu andrá! - Nei, maður lætur sko ekki hvað sem er yfir sig ganga og það er alveg ljóst að Ernir Daði er ákveðinn strákur sem veit hvað hann vill - og öllu heldur, vill ekki {#emotions_dlg.wink}

,,Böbabo"
Ernir Daði er mikill aðdáandi Söngvaborgar. Upphaflega var það nú ekki nema okkar Sigga að skilja hvað hann átti við þegar hann vildi að við settum Söngvaborg í DVD spilarann því framan af hét hún einfaldlega - ,,Böbabo". Núna, nokkrum mánuðum síðar, er hann hins vegar orðinn öllu flinkari og segir Söngabooooooo....- þetta kemur ;)

Sullað í febrúar 2009
Nýjasta sportið er að vera uppi á eldhúsborði, kveikja á eldhúskrananum og sulla doldið. Ernir Daði og mamma voru að sulla, eða réttara sagt sá stutti meðan mamma tók úr uppþvottavélinni. Svo vill sá stutti endilega fá brauðhorn að borða nema hvað að allt í einu liggur hornið í þremur bitum fljótandi ofan í blómavasa sem var fullur af vatni. Mamma skyldi ekkert í þessu:
Mamma: Heyrðu nú mig Ernir Daði af hverju er brauðið í vasanum?
ERnir Daði: Brauið í baði (Brauðið þurfti sem sagt að fara í bað-rökrétt!) {#emotions_dlg.laughing}

Á leið á leikskólann 14.2.2009
Mamma var að klæða litla djásnið sitt í fötin og í ljósi þess að hann hafði verið pínu lítill í sér bauð hún honum að taka Masa söngvaborgarbangsann sinn með (stór og appelsínugamall) svona til að fá meiri öryggistilfinningu. Meðan á spjallinu stóð lág Masi greyið í svamphægindastólnum í herbergishorninu:
Mamma: Ernir Daði viltu ekki taka Masa með í leikskólann?
EDS: NEIIIIIIIII - hátt, skýrt og ákveðið í meira lagi!
Mamma: Haaaaa, af hverju ekki? Heldurðu að Masi hefði ekki gaman af því að koma með þér í leikskólann?
EDS: Nei, Masi sofa!

"Ókeipppp"
Sem fyrr segir svarar Ernir Daði oft og tíðum okkur með ókei. Nema hvað núna er hann orðinn svo mikill töffari að hann er byrjaður að breyta sér í hag og hefur bætt p-i aftan við ókei - og segir nú ætíð ,,ókeipppp".

Halló.
Aðstæður: Þriðjudagur 27. janúar 2009. Fjölskyldan lá uppi í sófa, Ernir Daði á pabba sínum og mamma var að knúsa litla stýrið sitt.
Pabbi segir: ,,Ernir Daði heldurðu að mamma vilji ekki ná í mjólk fyrir þig?"
EDS svarar hástöfum eins og honum einum er lagið: ,,JÁÁÁÁÁÁÁ...ÁÁÁÁ...ÁÁÁ´!".
Mamma tímdi ekki að fara strax frá honum og hætta kossaflensinu svo hún hélt áfram að skella nokkrum kossum á djásnið sitt...
Þá heyrist allt í einu í litla húsbóndanum: ,,HALLÓ, mókk (mjólk)!"
Og þá sá mamma sér ekki annan kost en að drífa sig af stað og ná í mjólk handa harðstjóranum. (Þess má geta að mamma notar stundum orðið halló við pabba þegar hann heyrir ekki í henni eða er seinn til svars...segjum svo ekki að þessi eyru þessara litlu manneskja séu ekki stór... :)

Janúar 2009
Mamma og Ernir Daði fara alltaf inn í herbergi á kvöldin, syngja Dvel ég í draumahöll og svo leggur mamma EDS niðru í rúmið og fer með bænirnar, stórar hendur halda utan um þær litlu. Ernir Daði elskar að fara með bænir og um leið og hann leggst niður og meðan mamma er að koma sér fyrir á kollinum fyrir framan´rúmið réttir litla stýriði fram báðar hendur - alveg tilbúinn til að fara með bænirnar...ef mamma er sein að koma sér fyrir heyrist jafnan: ,,uh, uh" til að flýta fyrir :)
Svo heyrist í lokin í kleine kuts, Aman (amen)... yndislegt að eiga þetta barn {#emotions_dlg.smile}

Krummi krúnkar úti (janúar 2009)
Feðgarnir eiga feðgastund á morgnana þegar þeir fylgjast með krumma úti í snjónum. Ernir Daði er svoooo spenntur yfir honum krumma að hann skýst fram eftir ganginum eins og píla og að glugganum til þess að sjá svarta vin sinn og herma eftir honum: "krú-krú"...

Ókei (29.janúar 2008)
Ernir Daði notar ekki bara nei og já heldur er byrjaður að segja ókei við öllu, svaka rapparatöffari og alveg hrikalega ánægður með sig. Ernir Daði eigum við að koma í úlpuna? okei heyrist svo í litla búknum...

Syga (syngja) 31. janúar 2009
Mamma, pabbi og Ernir Daði voru á leiðinni í matarboð til Gundýjar frænku, Baldvins og frændbræðranna þriggja.
Í aftursætinu heyrist: Synga (sem sagt að við eigum að syngja lagið ,,í leikskóla er gaman" og BARA það lag!!!)
Pabbi syngur lagið einu sinni, svo syngja mamma og pabbi lagið og enn biður EDS um að lagið sé sungið en nefnir bara ,,babbi synga" (sem sagt ekki mamma).
Pabbi hlýðir sem fyrri daginn en biður svo um að mamma fái að taka næsta lag: ,,Á mamma ekki að syngja":
Litla röddin var ekki lengi að svara: ,,Neihhhhhh" - ,,Babbi synga"....talandi um að vera barn sterkra skoðana...