Ernir Daði Sigurðsson
 

 

BRÆÐURNIR ARNBERG

Laughing Mundu að kvitta í gestabókina Laughing

Vanti þig lykilorð geturðu sent póst á aat2@hi.is eða sigurdur@umfi.is 

 

 

TIL ÞÍN
Áður en þú varst til þráðum við þig.

Áður en þú komst í heiminn elskuðum við þig.
Áður en þú hafðir lifað eina stund hefðum við fúslega dáið fyrir þig.
Þú ert kraftaverk lífsins.
Takk fyrir að vera til.

 

 



ERNIR DAÐI ARNBERG SIGURÐSSON
Ég heiti Ernir Daði Sigurðsson og er fæddur þriðjudaginn 05.06.07, eða 5. júní klukkan 2:50. Mér lá mikið á að komast í heiminn enda mamma á leið til hvílu um miðnætti þegar hún áttaði sig á því að eitthvað gæti hugsanlega, e.t.v., mögulega, kannski farið að gerast og Bingó, innan við þremur tímum síðar var ég mættur :)

Ég vó rúmar 14 merkur eða 3.560 grömm og mældist 52 cm að lengd. Ég er fyrsta barn foreldra minna þeirra Aldísar Örnu Tryggvadóttur (1981) og Sigurðar Guðmundssonar (1979). Mamma og pabbi eru óendanlega stolt af mér og elska mig meira en allt í lífinu. Ég nýt þess svo sannarlega að baða mig í aðdáendaljósi þeirra  

Nafnið mitt þýðir ,,hinn dáði konungur háloftanna" en Ernir ákváðu mamma og pabbi alveg sjálf en Daði ákvað einhver annar því það kom svo sterkt upp í hugann á mömmu þegar hún fékk mig á bringuna aðeins nokkurra sekúndna gamlan. Annars er ég ennþá kallaður Litla kúts, hnoðrakollur, litla músiiii, Sperrileggur, gullklumpur, Siggi djún, litla ljósið, augasteinninn og bara name it!

 

ÓTTARR BIRNIR ARNBERG SIGURÐSSON
Ég heiti Óttarr Birnir Arnberg Sigurðsson og er fæddur fimmtudaginn 07.07.11 kl. 10:14 á Landspítalanum. Mér lá enn meira á en eldri bróður mínum að koma í heimin því ég fæddist eftir 37 vikna og eins dags meðgöngu en mamma var sett 27.júlí en skv. sónar átti ég að koma á afmælisdegi langafa míns heitins Aðalbjörns. Mamma var bara búin að vera tvo daga frá vinnu þegar hún átti mig og sem fyrri daginn var hún snögg að skutla mér út, við komum upp á spítala um áttaleytið um morguninn - engin ástæða að tvínóna neitt við hlutina. Ég vó 13 merkur (3.240 grömm) og mældist 49 cm.

Sunnudaginn 09.10.11 var ég skírður Óttarr Birnir Arnberg. Óttarr merkir hermaður sem veldur ótta og Birnir er eftir langafa mínum Aðalbirni sem fallinn er nú frá en á svo sérstakan stað í hjörtum mömmu og pabba. Arnbergs-nafnið var svo ákveðið að gefa okkur báðum bræðrunum til að við ættum fallegt bræðranafn saman sem tengir okkur ævilangt.

 

 

ÞAÐ LÆRA BÖRN SEM ÞAU BÚA VIÐ

Það barn sem býr við hnjóð, lærir að fordæma.

Það barn sem býr við hörku, lærir fólsku.

Það barn sem býr við aðhlátur, lærir einurðarleysi.

Það barn sem býr við ásakanir, lærir sektarkennd.

Það barn sem býr við mildi, lærir þolgæði.

Það barn sem býr við örvun, lærir sjálfstraust.

Það barn sem býr við hrós, lærir að viðurkenna.

Það barn sem býr við réttlæti, lærir sanngirni.

Það barn sem býr við öryggi, lærir kjark.

Það barn sem býr við skilning, lærir að una sínu.

Það barn sem býr við alúð og vináttu, lærir að elska.