Hrafn, Logi & Rún
 

Fyrstu árin - Hrafn


Fæðingin

Ég fæddist þann 27. maí klukkan 21:02.
Fæðingin fór fram á Landspítalanum
Viðstödd fæðinguna voru pabbi, fullt af læknum og Hrafnhildur ljósmóðir
Hárlitur minn var dökkbrúnn og augun voru blá
Þegar ég fæddist var ég 5105 grömm eða 20,5 merkur og 55 cm að lengd.

Skírnin

Skírnin fór fram þann 4. júlí 2009 heima hjá mér í Kambavaðinu.
Á skírnardaginn var geggjað veður.
Veislan var haldin inni og úti á pallinum og lukkaðist frábærlega
Séra Petrína Mjöll skírði mig og við það tilefni fékk ég nafnið Hrafn.
Skírnarvottar voru ömmur mínar Guðrún María og Kristín Hildur og afar Símon Ásgeir og Þorsteinn
Hugmyndir voru um skíra mig Hrafn strax á meðgöngunni svo þegar ég kom í heiminn smellpassaði það.

Jól

Fyrstu jólin voru þann 24. desember árið 2009.
Ég var hjá ömmu og afa Holtsbúð á aðfangadagskvöld.

Helstu viðburðir fyrstu árin

Fyrsta brosið kom ca 6 vikna
Sat án hjálpar þann 9. nóvember (5 mánaða)
Stóð svo fyrst hjálparlaust þann 23 febrúar (tæplega 9 mánaða)
Fyrsta tönnin kom í ljós 10. nóvember
Fyrstu sporin voru tekin 9. maí 2010

Hæð og þyngd

Við fæðingu var ég 55cm og vó 5105grömm.
6 vikna var ég 59,5 cm og vó 5830 grömm.
9 vikna var ég 61 cm og vó 6540 grömm.
3ja mánaða var ég 65 cm og vó 7750 grömm.
4ra mánaða var ég 66,5 cm og vó 8500 grömm.
5 mánaða var ég 67,5 cm og vó 9310 grömm.
6 mánaða var ég 70,5 cm og vó 10.270 grömm.
8 mánaða var ég 73,5 cm og vó 11.580 grömm.
10 mánaða var ég 74,5 cm og vó 11.720 grömm.
12 mánaða var ég 77,5 cm og vó 12.770 grömm.
18 mánaða var ég 84 cm og vó 14.085 grömm.
2 og 1/2 árs var ég 93 cm og vó 18 kíló