Hrafn, Logi & Rún
 

Fyrstu árin - Rún

Fæðingin

Ég fæddist þann 1. febrúar klukkan 12:14.
Fæðingin fór fram á Landspítalanum
Viðstödd fæðinguna voru pabbi, fullt af læknum og Halla Hrund ljósmóðir
Hárlitur minn var rauður og augun voru blá
Þegar ég fæddist var ég 3740 grömm eða 15 merkur og 52 cm að lengd.

Skírnin

Skírnin fór fram þann 3. mars 2018 heima hjá mér í Kjarrmóum.
Veislan var haldin heima með góðum gestum og lukkaðist frábærlega
Séra Hjörtur Magni skírði mig og við það tilefni fékk ég nafnið Rún.
Skírnarvottar voru ömmur mínar Guðrún María og Kristín Hildur og afi minn Símon Ásgeir.

Jól

   Fyrstu jólin voru í Kjarrmóum með mömmu og pabba, stóru bræðrum mínum, og ömmu Gunnu Maju og

   afa Símoni. Ég fékk góða hjálp frá bræðrum mínum við að opna pakkana, og var mjög dugleg í

   hamborgarhryggnum, borðaði heila sneið alveg sjálf.

Helstu viðburðir fyrstu árin

Fyrsta brosið kom ca 5 vikna
Ég sagði "Mamma" 15. september í afmælisgjöf fyrir mömmu.
Fyrsta sumarið fór ég tvo hringi í kringum landið með fjölskyldunni í fellyhýsi.

Hæð og þyngd

Við fæðingu var ég 52cm og vó 4.185 grömm
6 vikna var ég 57,9 cm og vó 5.380 grömm
9 vikna var ég 40,7 cm og vó 6.585 grömm
3 mánaða var ég 65 cm og vó 7.290 grömm
5 mánaða var ég 68 cm og vó 8.550 grömm
6 mánaða var ég 71,1 cm og vó 9.280 grömm
8 mánaða var ég 73,0 cm og vó 10.060 grömm
10 mánaða var ég 75,5 cm og vó 10.780 grömm