Hrafn, Logi & Rún
 

Fyrstu árin - Logi


Fæðingin

Ég fæddist þann 16. júlí klukkan 8:52.
Fæðingin fór fram á Landspítalanum
Viðstödd fæðinguna voru pabbi, fullt af læknum og Dorota ljósmóðir
Hárlitur minn var rauður og augun voru blá
Þegar ég fæddist var ég 4185 grömm eða 17 merkur og 53 cm að lengd.

Skírnin

Skírnin fór fram þann 1. september 2013 heima hjá mér í Kambavaðinu.
Veislan var haldin heima með góðum gestum og lukkaðist frábærlega
Séra Hjörtur Magni skírði mig og við það tilefni fékk ég nafnið Logi.
Skírnarvottar voru ömmur mínar Guðrún María og Kristín Hildur og afar Símon Ásgeir og Þorsteinn
Logi var ein af nafnahugmyndunum sem komu á meðgöngunni en svo þegar ég kom í heiminn smellpassaði það. Enda gylltur kollur með lokka sem litu út eins og logar.

Jól

Fyrstu jólin voru í Kambavaði með mömmu og pabba og stóra bróður. Hvít jól og góð stund, svo fór ég frekar snemma að sofa og Hrafn opnaði fyrir mig allar gjafirnar.

Helstu viðburðir fyrstu árin

Fyrsta brosið kom ca 6 vikna
21. nóvember velti ég mér á hliðina.
3. desember komst ég yfir á magann.

Hæð og þyngd

Við fæðingu var ég 53cm og vó 4.185 grömm.
6 vikna var ég 59,5 cm og vó 5.950 grömm.
9 vikna var ég 6.880 gr
3 mánaða var ég 64 cm og vó 7.930 grömm
4 mánaða var ég 67,1 cm og vó 8.365 grömm
5 mánaða var ég 69 cm og vó 8.910 grömm
6 mánaða var ég 70,8 cm og vó 9.710 grömm
8 mánaða var ég 73,3 cm og vó 10.190 grömm
10 mánaða var ég 76,8 cm og vó 11.660 grömm