Víkingur Atli og Kári Steinn
 

2011 dagbókarfærslur

Páskar 2011

Páskafríið byrjaði í ár á sumardeginum fyrst og skírdegi.  Á þeim degi fórum við í að leita að hjóli handa Víkingi Atla.  Nú átti hann að fá tvíhjól.  Við fundum nú ekki hjól sem passaði honum og enduðum á því að fara í heimsókn til afa Benna í Mörkina.  Á heimleiðinni komum við við á N1 í ártúnsbrekku og fundum þetta fína hjól handa Víkingi Atla.  Eina hjólið sem var eftir og hann himinlifandi með gripinn.  Kári sem var sofandi í bílnum meðan á kaupunum stóð var nett öfundsjúkur þegar heim var komið og vildi fá sitt hjól.  Hann fékk það morguninn eftir þegar Kiddi hljóp út í sjoppu og náði í þríhjólið hans Víkings Atla.  Nú voru bræðurnir báðir ánægðir með hjólin sín :)
Á föstudaginn langa fórum við í hádegiskaffi í Bæjargilið og vorum þar þar til við fórum í mat til ömmu Ásu.  Góður dagur og fullt af góðum mat.
Á laugardeginum fórum við í fjöruferð með ömmu Ásu og Benna.  Strákarnir nutu þess í botn og skoða fjöruna, hlaupa á undan öldunum og moka í fötu.  Eftir blauta göngu og vindasama þá fengum við Kaffi í Eskihlíðinni áður en við fórum heim.
Á páskadag fengu strákarnir að leita að páskaeggjunum sínum.  Þeir höfðu fengið sitthvort eggið frá Bæjargilinu.  Víkingur fann þau bæði og voru þeir mjög ánægðir með það. Kári Steinn náði að mölva sitt mjög fljótlega og var það borðað yfir daginn.  Við fórum svo í morgun/hádegiskaffi til ömmu Ásu og hittum þar Benna. Þar fengu strákarnir sitthvort páskaeggið og ekki voru þeir leiðir yfir því :)  Meira súkkulaði hehe.
Amma Ása, Benni og langafi Benni komu svo í mat til okkar um kvöldið.  Kiddi eldaði æðislegt  páskalambalæri og með því.
Á annan í páskum fórum við í Bæjargilið í hádegismat.  Þar hittum við allt fólkið okkar, Axel, Hildi, Dagný, Leu, Eydísi, Bjarka og Kristínu og auðvitað ömmu og afa. Eini sem vantaði var Davíð.  Eftir mikið át, nammi át og samræður var farið heim afvelta.
Páskarnir voru æðislegir.  Svo kom þriðjudagur og þá var ég orðin veik, Fékk slæma garnastíflu um nóttina og í framhaldi af því fékk ég gubbupest og ógleði.  Kiddi tók Kára því með sér í vinnuna fyrir hádegi og Benni kom hingað heim eftir hádegi og sá um strákinn til fimm en þá kom Kiddi og Víkingur fljótlega heim.
Á  fimmtudeginum fór Víkingur til Sigurveigar bæklunarlæknis í sína árlegu skoðun.  Ákveðið var að það þyrfti að reyna að teygja á hásininni því hann stígur lítið í hælana og er komin með álagspunkta á tábergin.  Þannig að í maí fer hann í gifs ( engin aðgerð verður gerð á fótunum í þetta sinn ) og verður hann í gifsinu í 2-3 vikur til að teyjga á vöðvum og hásininni.  Þessu verður svo fylgt eftir með næturspelkum.  Vonandi tekur hann þessu vel og fer að stíga í hælana. 
Í dag fór hann svo heim með afa sínum og ömmu og náðum við í hann eftir fótboltann hans Kidda.
Kveðja úr Starenginu

Frí

Þá er fjölskyldan saman komin heima í Starengi enn eina ferðina.  Ég og Kiddi fórum í frí til Boston 31. mars síðastliðin.  Fyrstu nóttina vorum við á Hilton hótelinu en síðan gistum við hjá Sigrúnu, Snævari, Sólveigu og Sindra.  Við versluðum heilan helling :)  Fórum að skoða Harvard svæðið, sædýrasafn og borðuðum afmæliskvöldverð á veitingastaðnum Top of the hup sem er á 52 hæð með geggjað útsýni yfir alla boston.  Við prófuðum pönnukökustað og The cheesecake factory.  Það var æðislegt að fara aftur til Boston.  Boston common jafn flottur ( nema nú var ekki lauf á trjánum og engir túlípanar ).  Takk Sigrún og Snævar fyrir æðislega helgi.
Meðan við vorum í burtu voru strákarnir í góðum höndum hjá ömmu Ásu, Önnu Maríu, Benna, ömmu Hósý og afa Eyda.  Takk öll sömul fyrir að hafa strákana, þeim líður voða vel hjá ykkur öllum saman.
Kveðja úr Starenginu. 

Meiri veikindi.

Góðan þriðjudaginn :)
Við vorum ansi glöð í morgun þegar Kári Steinn var hress og kátur og við gátum öll farið út saman.  Byrjuðum hjá eyrnalækni með Víking Atla.  Hann er búinn að vera með svo vonda lykt út úr öðru eyranu þannig að ég vildi vita hvort rörið væri ekki örugglega á sínum stað.  Hann var nefnilega með heiftarlega eyrnabólgu fyrir rúmum hálfum mánuði sem endaði í að hann vaknaði einn laugardaginn upp með eyrað alblóðugt.  Hann fór á 10 daga sýklalyfjaskammt en lyktin fór ekkert.  Nú á hann að prófa sýklalyfjadropa á kvöldin með von um að taka þessar illa lyktandi bakteríur.
Síðan fór ég á snyrtistofuna í laugum og Kári í gæsluna.  Hann var alsæll með að hitta krakkana þar og fá að leika sér með nýtt dót.
Víkingur var svo orðinn lasinn þegar við sóttum hann.  Hann er með hita og hálsbólgu þannig að hann mun væntanlega vera heima á morgun.  Eins gott að ég eigi eitthvað til að baka því það finnst honum skemmtilegast að gera hehe.
Kv. úr pestarbælinu í Starengi.

Halló halló halló

Smá lífsmark frá okkur.
Við höfum það nokkuð fínt hér í Starenginu.  Strákarnir stækka og dafna og er yndislegir bræður.  Þeir elska að vera saman og leika sér og það er yndislegt að fylgjast með þeim í leik og starfi.  Kári Steinn lítur upp til stóra bróður síns og vill gera allt eins og hann.
Nú er Kári Steinn kominn með pláss á Sólborg, leikskólanum hans Víkings Atla og við erum himinlifandi með það.  Hann mun líklega ekki byrja fyrr en í haust en svo lengi sem þeir eru á sama leikskóla og nú vitum við að hann byrjar um leið og færi gefst á því þá erum við ánægð.  
Veikindin hafa herjarð á strákana okkar, fullt af pestum, astmaköstum, eyrnabólgum og fleira og nú er Kári Steinn með gubbupestina og hita.  Ég vona að veikindin fari að leita annað nú þegar því við erum komin með nóg af þeim.  Ég er komin með nóg af því að vera hér heima  (eins og ég er nú heimakær ) og fá engan í heimsókn og þurfa að fara eitthvað út á kvöldin til að komast út.  Kári er komin með nóg af því að geta ekki komist út og hitta aðra krakka og sjá annað en heimili okkar.  
Víkingi hefur farið mikið fram á öllum þroskastigum undanfarið ár og í morgun var ég á fundi með henni Drífu sem sér um hann á leikskólanum og þroskaþjálfaranema sem mun vera með hann næstu daga / vikurnar.  Drífa sagði að hann er alveg að ná lægri mörkum jafnaldra sinna sem er mikið gleðiefni.  Það hefur tognað mikið úr honum.  Hann afskaplega lífsglatt barn, vinnusamur og samvinnuþýður.  Honum þykir æðislegt að fá verkefni og fá að hjálpa til, hvort sem það er við að vinna við heimilið eða að elda.  
Kári Steinn er orkubolti,  hann er upp á öllu og ofan í öllu og tætir allt sem hann nær í.  Hann er líka gleðibomba og afskaplega kátur.  Hann klifrar upp á allt sem hann kemst upp á og er farin að hafa sterkar skoðanir á öllu sem viðkemur honum :)  Hann er farin að segja fullt af orðum og vill gjarnan herma eftir ( ef maður gefur honum góðan tíma til að hugsa um orðið ).
Við höfum sett íbúðina á sölu og nú er bara biðin eftir því að hún seljist.  4 hafa boðað komu sína, 2 hafa mætt en 2 ekki.  Endilega ef þið þekkið einhvern sem er að leita að íbúð í Grafarvoginum á góðum stað í barnvænu umhverfi, stutt í grunnskóla og leikskóla, búðir, bíó, golf og íþróttamiðstöð þá bendið honum á okkar fínu íbúð.  
knús frá Starenginu.