Víkingur Atli og Kári Steinn
 

2010 dagbókarfærslur

Ormaskopp, Drekar og leir

Við vöknuðum ALLT of seint í morgun, tuttugu mín yfir sjö.  Víkingur Atli átti að vera mættur í ormaskopp kl. átta þannig að við urðum að láta hendur standa fram úr ermum og vera skotfljót af stað.  Met var slegið í morgun :)  við vorum öll 4 komin út í bíl tuttugu mín eftir að við vöknuðum og mætt á réttum tíma í ormaskopp.

Víkingi fannst ormaskoppið mjög skemmtilegt, allavegana heyrðum við Kári hláturinn í Víkinginum okkar fram í biðstofu hehe.  Við skutluðum honum svo í leikskólann eftir að ormarnir voru hættir að skoppa.  Þar beið hans útikennsla.  Nú eru komnir nýjir hópar í Furustofu.  Hóparnir eru 2 í vetur, strákahópur og stelpuhópur.  Strákarnir eru í útikennslunni á mánudögum og í dag áttu þeir að safna laufblöðum, berjum og greinum.  Strákarnir ákváðu líka nafn á hópinn sinn og hann mun heita Drekahópur.  Víkingi fannst það mjög spennandi og skemmtilegt nafn.

Víkingur fékk verðlaun í dag því hann var svo þægur í morgun í látunum og stóð sig vel í ormaskoppinu og hann hefur verið alveg súperduglegur að vera með gleraugun.  Hann átti að fá bíl úr myndinni cars en hann bað um að fá leir í staðinn.  Hann var svo lengi vel að leika við leirinn meðan ég eldaði kjúklingasúpu handa okkur.  Mjög góð kjúklingasúpa en aðeins of sterk fyrir strákana.  Meira að segja Kári vildi hana ekki hehe.

Þeir eru sofnaðir núna enda var dagurinn langur.  Kári svaf samt mjög vel í lúrnum sínum, 2,5 tíma.  Ég hélt að hann ætlaði aldrei að vakna, setti daginn okkar dálítið úr skorðum enda náði ég ekki að gera það sem ég ætlaði mér. 

Núna er Kári farinn að segja MAMMA, babba, Vía ( víkingur ) , amma og etta ( og bendir ákveðið með 1 putta og pikkar í það sem hann er að tala um ), hann segir AA ( datt ) og eyja ( eyra ) og ídda ( bita ).  Hann er mjög jákvæður, segir já við nánast öllu sem hann er spurður um.

Kv. úr starenginu

 

Sæl aftur

Þá erum við mætt aftur til að láta að vita hvað er af okkur að frétta :)

Víkingur Atli er byrjaður í fimleikunum aftur og finnst það svakalega skemmtilegt. 

Strákarnir eru nú báðir komnir með gleraugun.  Víkingur er alsæll með sín, farin að sjá bókina þegar það er verið að lesa fyrir hann og eirir lengur við þegar hann er að púsla og leika sér :)  Hann fór með gleraugun sín í fimleikana í dag og hann kvartaði ekkert undan því.  Mjög ánægður.  Kári Steinn er ekki eins ánægður hehe, hann rífur þau af sér mjög fljótt.  Stundum nær hann að halda þeim en það er bara þegar hann gleymir þeim en um leið og hann man eftir þeim þá eru þau rifin niður. 

Seinasta fimmtudag kom hún Bríet Helga til okkar Kára :)  Hún mun koma til okkar á fimmtudögum fram að áramótum.  Bríet og Kári eru jafngömul, munar ca. 2 vikum á milli þeirra.  Þau voru mjög góð við hvort annað og ég vissi varla af þeim.  Við vorum að mestu leyti ínni í herbergi og léku við ALLT dótið þeirra bræðra haha.  Þau eru mjög lík að mörgu leiti, jafn stór og jafnlétt.  Þau eru bæði á því stigi að þora varla að sleppa sér en gera það öðru hvoru og taka nokkur skref.  Þau borða bæði mikið og finnst svakalega skemmtilegt að fá að borða hehe.

Kári byrjaði að sleppa takinu aðeins í fyrradag :)  Allt í einu sleppti hann takinu af stofuborðinu og gekk fram í eldhús áður en hann settist.  Mikið vildi ég að hann myndi leyfa gleraugunum að dvelja aðeins lengur á nefinu svo hann sæi heiminn í kringum sig og vita hvernig umhverfið sitt lítur út svo hann fari að sleppa takinu og kann heiminn óstuddur.

Kveðja úr Starenginu.

 

Þegar við giftumst mamma

Víkingur Atli og mamma hans liggja uppi í rúmi. 

Víkingur Atli " Mamma mín, þegar við giftumst þá ligg ég hinu megin "

Mamma hans " hmmm en ég er þegar gift pabba þínum "

VA : Ha , þegar við giftumst þá ligg ég hinu megin "

Pabbi hans VA kemur inn í herbergið

VA : Pabbi þegar við mamma giftumst þá ligg ég hinu megin ".

Pabbi hans " Nú já "

Þá fattar mamma hans að hann er ekki að segja giftast heldur Skiptast en hann ber ekki S fram þannig að þetta varð giftast. hehe.

 

Framhald 2

Víkingur Atli varð 4 ára 24. ágúst og var MJÖG ánægður að þessi dagur var LOKSINS kominn.  VIð vöktum hann með söng og morgunmat.  Hann fékk góða afmælisveislu í leikskólanum og um kvöldið var afmæliskaffi hér heima.  Moster og Harry voru hérna á landinu vegna jarðafarar hennar ömmu Ingerar og þeim var boðið ásamt ömmu Ása, Önnu Maríu, Benna, afa Benna , afa Eyda og ömmu Hósý.  Mjög skemmtilegt og hann fékk margar fallegar gjafir.  Takk kærlega fyrir drenginn. 

Á miðvikudeginum 25. ágúst fórum við Kiddi með Víking til Elínborgar augnlæknis.  Henni fannst betra að fá hann í skoðun líka þar sem Kári Steinn var svona fjarsýnn.  Það kom í ljós að hann þarf einnig að fá gleraugu.  Hann er með +5,5 og +7,25 og latt auga ( en hann þarf ekki að fá leppinn ).  ´

Eftir hádegi var svo komið að jarðaförinni hennar Ömmu Ingerar. Hún fór fram í fossvogskirkju.  Mjög falleg athöfn, alveg í hennar anda, mikið sungið og mjög hátíðleg, bæði á íslensku og dönsku.  Eftir jarðaförina var haldin erfidrykkja á Grandhótel.  Síðan fór nánasta fjölskyldan út í Fossvogskirkjugarð út að leiði Sigurðar langafa, Ásu langömmu og Benedikts Bjarna og lögðum þar þá kransa sem komu.  Jói og Björg buðu okkur svo heim til sín í léttan kvöldverð.

Helgina 28. og 29. ágúst var haldið upp á afmæli stóra stráksins okkar. Barnaafmæli á laugardeginum og fjölskyldan á sunnudeginum. 

 Í barnaafmælið komu eftirfarandi :  Kristjana Rögn, Þrymur Rafn, Hildur Eva, Pia María, Kári Rafn, Róbert Gylfi, Theadór, Brynjar Búi og Ari Fannar ( ásamt foreldrum ).  Svaka fjör bæði í herberginu þeirra bræðra ( gott að hafa þetta stóra fína herbergi fyrir allan þennan fjölda ) sem og út í garði.

Í fjöldksyldu boðið komu : Afi Nonni, amma Ása, Benni, Anna María, Afi Benni, Amma Hósý , Eydís, Axel, Hildur, Dagný Björt, Lea Björt, Jói, Björg, Þorvarður, Kristjana, Ólí Fannar, Tara Björg, Linda, Guðrún Jóna, Valtýr og Linda Ýr.  Það var svakalega skemmtilegt , takk kærlega fyrir okkur.

Kári Steinn fékk svo gleraugun sín 31. ágúst og er svakalega sætur með þau.  Næstu dagar og vikur fara svo í það að venja hann við þau.

Það bættist í súpergelluhópinn 29. júli en þau Margrét Vala og Logi eignuðust sitt fyrsta barn, hann Róbert Gylfa.  Yndislegt að fá nýjan vin :)

Síðan eignuðust þeir bræðurnir litla frænku á afmælisdaginn hans Víkings Atla þegar hún Lilja frænka eignaðist litla dóttur.  Ekki slæmur dagur að eiga afmæli á :)

Jæja við kveðjum í bili.

Kveðja úr Starenginu

Framhald

Víkingur Atli fékk innleggin í skóna sína um mánaðarmótin júlí/ágúst og núna gengur vel að láta hann nota þau. 

Víkingur var mikið úti að leika sér í sumarfríinu með þeim Theadóri og Brynjari og fannst lífið yndislegt.  Kári Steinn naut þess í botn að hafa bróður sinn, mömmu sína og pabba sinn heima í svona langan tíma.  Þegar Víkingur byrjaði í leikskólanum eftir verslunarmannahelgina og Kiddi byrjaði að vinna þá var Kári mikið að leita að þeim og fannst ansi tómlegt hér heima.

Amma Inger lést 14. ágúst.  Hún hafði háð mikla baráttu við lungnaþembu og var orðin mjög veik.  Aðfaranótt 14. ágúst fékk hún hvíldina sína og frið og hún fékk að fara á sinn hátt og innan um sína hluti.  Um morgunin var haldin kveðjuathöfn á Droplaugastöðum í herberginu hjá Ömmu ásamt Séra Jón Dalbú.  Mjög falleg athöfn og afi talaði svo fallega til ömmu.  Eftir athöfnina var kaffi hjá ömmu Ásu.  Eftir kaffið fórum við í Bæjargilið og náðum í strákana.  Ég lagði mig þar enda vel þreytt eftir daginn þannig að við enduðum í mat hjá þeim.:)

Kári Steinn fór til Ýrar taugalæknis þann 17. ágúst og okkur til mikillar gleði var hann útskrifaður frá henni í bili :)

Víkingur Atli byrjaði aftur hjá Valrósu 19. júlí og verður næstu vikurnar 1 sinni í viku hjá henni.

Kistulagningin hennar Ömmu fór fram í kapellunni í Fossvoginum föstudaginn 20. ágúst.  Hún var mjög falleg og gott að geta kvatt ömmu mína sem var alltaf mér svo góð.  Það verður erfitt og mun taka langan tíma að venjast því að hún sé ekki til staðar fyrir okkur.

Mánudaginn 23. ágúst fór ég með Kára Stein til Elínborgar augnlæknis.  Útkoman var ekki eins og ég bjóst við.  Drengurinn minn er bara ansi mikið fjarsýnn, +6 á hægra og +9 á vinstra ásamt því að vera með latt auga á vinstra.  Niðurstaðan er að drengurinn fær gleraugu ( sem hann er kominn með núna ) og lepp sem hann á að nota á hverjum degi.

Hæ aftur

Langt síðan síðast. 

Við héldum upp á afmælið hennar ömmu Ásu með því að fara með henni, Benni og Önnu Maríu.  Þau fóru á undan okkur en við hittum þau á laugardeginum á Stykkilshólmi.  Tjölduðum og grilluðum svo Hrefnu og grísasteikur.  Fyrsta nóttin var ansi köld og varð Víkingi dálítið kalt.  Daginn eftir keyrðum við allt nesið, stoppuðum á mörgum stöðum, borðuðum nesti og skoðuðum marga áhugaverða staði.  Við gistum svo næstu nótt á Stapa.  Þá fékk Víkingur Atli að gista hjá ömmu sinni ( í Eskihlíð, þau nefndu tjöldin 2 Eskihlíð og Starengi hehe ) og Kári Steinn svaf bærilega.  Kári var samt ekki hrifinn af svefnpokanum sem hann fékk í afmælisgjöf hehe, rosalega fínn poki , en hann vill hreyfa sig í svefni ; )  Á mánudeginum þá héldum við heim á leið en stoppuðum á Búðum og fórum á stöndina þar.  Kiddi, Anna María og Víkingur skelltu sér í sjóinn !! og Kiddi synti langt út.  Víkingur naut sín í sandinum, fór í sólbað og hljóp um nakinn hehe enda var áreiðanlega 25 stiga hiti þarna.

Við fórum í afmæli til Bjargar, Þorvarðar og Óla Fannars á Skjaldhamra þann 24. júlí.  Þar upplifðu Kiddi, Víkingur og Anna María mikið ævintýri.  Þau fóru ásamt Óla Fannari, Pétri og Ásgeiri út í eyju sem er þarna í ánni hjá Grímsnesi og Skjaldhömrum.  Þau gátu gengið alla leiðina frá Skjaldhömrum sem Víkingi fannst svakalega spennandi.  Hann gekk svo meirihlutann sjálfur tilbaka, rosalega duglegur.

Þann 25. júlí fórum við í kaffi til Lóu og Kristjáns en þau voru að bjóða hópnum ( Súpergellunum, mökum og börnum ).  Vorum svo heppin að hitta Hrönn, Adda, Iðunni og Eyrúnu en þau voru í heimsókn hér á Íslandi. 

Ég ( Inger Rós ) fór á kökuskreytinganámskeið ásamt Margréti Völu, Möttu og Ísabellu og 2 öðrum.  Rosalega gaman að læra að gera sykurmassa ofan á köku á snyrtilegan hátt :)   

Æðislegt sumarveður

Sæl og blessuð á ný :)

Strákarnir eru sko hæstánægðir með þetta góða veður sem hefur verið undanfarið.  Víkingur er nánast úti að leika sér frá því hann vaknar á morgnanna og þar til hann fer að sofa og Kári vill það helst líka.  Víkingur er svo heppinn að eiga 3 vini hér í starenginu, þá Brynjar Búa, Theador og Atlas , þeir eru allir 2006 strákar og eru oftast voða góðir vinir hehe. 

Strákarnir eru nú óðum að koma sér vel fyrir í nýja herberginu sínu.  Við keyptum hillur í herbergið þeirra um helgina og nú er bara eftir að setja upp lausar hillur og myndir á veggina.  Þeir eru líka nokkuð ánægðir að vera saman í herberginu, ekkert vandamál enn sem komið er. 

Víkingur er hægt og sígandi að uppgötva að bróðir hans vill leika við dótið hans.  Víkingur á í fullt í fangi með að verja lestarnar sínar þessa dagana haha.

Við fórum svo í afmæli til Eyda afa um daginn, rosa gaman, takk kærlega fyrir okkur.


Í gær borðuðum við heima hjá ömmu Ásu.  Kiddi fór til ólafavíkur og horfði á Stjörnuna keppa þar ( Bjarki skoraði mark ).  Víkingur hafði verið með Önnu Maríu í Nauthólsvíkinni  og kom með henni til ömmu Ásu.  Eftir matinn fór Víkingur með Önnu Maríu heim til hennar og svaf hjá henni og við Kári fórum heim að sofa.

Kv. úr Starenginu

 

Langt síðan síðast.

Hvernig er það , ætti maður ekki að láta aðeins vita af okkur? 

Við fórum í sumarbústað í Munaðarnesi ásamt ömmu Ásu, Önnu Maríu og Benna yfir hvítasunnuhelgina.  Við fórum reyndar ein fjölskyldan á föstudeginum og áttum mjög huggulegt kvöld saman.  Á laugardeginum heimsótti okkur þau Steinunn, Pia María, Kári Rafn og Margrét Vala.  Við fórum ásamt þeim í heimsókn í Hvamm og sáum öll lömbin í fjárhúsinu hjá foreldrum hennar Hrafnhildar vinkonu minnar.  Takk æðislega fyrir okkur.  Þegar Steinunn, Margrét Vala og krakkarnir fóru heim leið ekki á löngu áður en amma Ása, Anna María og Benni komu.  Við áttum æðislega daga með þeim fram að þriðjudeginum en þá þurftum við Kiddi ( og Kári Steinn ) að fara smá í bæinn.  Anna María og Benni komu með okkur en amma Ása og Víkingur Atli fjörkálfur urðu eftir í bústaðnum.  Við hittum ömmu Ásu og Víking svo á miðvikudeginum í Borgarnesi, þar kíktum við á róló sem var rosalega skemmtilegur, fullur af tréleiktækjum.  Við vorum svo í Munaðarnesi fram á föstudag.

Man nú ekki allt sem við gerðum í júni en við áttum allavegana góðan mánuð. 

Nauthólsvíkin var heimsótt og Kiddi og Víkingur fóru í sjóinn ásamt henni Önnu Maríu.  Víkingur var vinnumaður hjá afa Eyda og við gerðum leiðið hjá Alexöndru Rós og Sigurrósu Elísu fínt ( settum niður rósarkvísl sem heitir Víkingsrós ). Víkingur talar um systur sínar ( hann veit að þetta eru systur hans) sem stelpurnar sínar ( gerði það í gær þegar við fórum með rósir til þeirra í tilefni af því að í gær vorum 5 ár síðan þær fæddust og dóu.

Núna eru drengirnir hjá ömmu Ásu.  Hún var svo yndisleg að bjarga okkur Kidda en við vorum ansi veik í morgun.  Kiddi var með háan hita seinustu nótt í og enn með hita í morgun og ég fékk þessa "skemmtilegu" magapest í nótt.

Víkingur er ansi duglegur að fara út að leika sér og við foreldrarnir erum MJÖG stolt af honum að þora að fara einn út í garðinn að leika sér, sérstaklega finnst honum skemmtilegt að leika sér ef Theadór og Brynjar eru úti.  Hann fer líka í heimsókn til þeirra og finnst þeir mjög skemmtilegt. Hann fékk að kaupa sér dót fyrir peningin sem hann fékk úr seinustu dósasöfnun og hann valdi sér að byrja á briolestunum.  Keypti sér 1lest sem var farþegalest , 1 mjólkurvagn og 1 bensínles.  Svo keypti hann sér lestarstöð þannig að næst óskar hann sér lestarteina og aðra fylgihluti.  Hann er mjög duglegur að leika við lestina sína en honum þykir samt ansi pirrandi þegar litli bróðir kemur og rústar öllu hehe.

Kári Steinn stoppar ekki allan daginn nema þegar hann sefur ( ætli hann sé ekki að skríða út um allt í draumum sínum ) enda þyngist hann mjög hægt, er enn um 9 kg eins og hann hefur verið seinustu 4 mánuði.  Hann er þó hættur að nota föt nr. 68 og er farinn að nota sumt í 80 ( aðallega þau föt sem eru af Víkingi Atli og búið að þvo ansi oft ).  Hann er búinn að fara 1 sinni niður á barnadeild vegna astma og fékk þar friðarpípu og er búinn að fá allavegana 2 sinnum eyrnabólgu í júní en hann kipptir sér ekki mikið upp við þetta og heldur áfram að skríða og klifra eins og honum er einum lagið :) 

Við skiptumst á herbergi við strákana um daginn og þeim finnst það æði að vera saman í herbergi.  Kiddi hefur staðið í ströngu við að mála og ég að flytja dót og annað milli herbergja en núna er málningarvinnan búinn. Rúmin þeirra drengja komin inn í herbergið þeirra og okkar rúm fer inn í herbergið okkar nýja á morgun.  Okkur vantar samt hillur inn í herbergi strákana og gera fínt hjá okkur og þá verður þetta æði.  Kári Steinn uppgötvaði að hann getur sko klifrað og kemst auðveldlega upp í rúmið hans Víkings Atla og hann reynir að komast upp á allt núna.

Víkingur fór með pabba sínum á fótboltaleik um daginn.  Allt í einu fer guttinn að kalla " áfram FH , áfram FH" í miðjum stjörnuhópnum.  Maður getur nú ruglast !  Hann hefur verið að horfa á HM með pabba sínum og er kominn með flotta rullu sem hann endurtekur.  Þessi rulla er saman sett af alls konar töktum sem hann hefur eftir pabba sínum.  Yndislegur alveg.

Læt þetta nægja í bili.

Fjölskyldan í Starengi

Langt síðan síðast.

Hvernig er það , ætti maður ekki að láta aðeins vita af okkur? 

Við fórum í sumarbústað í Munaðarnesi ásamt ömmu Ásu, Önnu Maríu og Benna yfir hvítasunnuhelgina.  Við fórum reyndar ein fjölskyldan á föstudeginum og áttum mjög huggulegt kvöld saman.  Á laugardeginum heimsótti okkur þau Steinunn, Pia María, Kári Rafn og Margrét Vala.  Við fórum ásamt þeim í heimsókn í Hvamm og sáum öll lömbin í fjárhúsinu hjá foreldrum hennar Hrafnhildar vinkonu minnar.  Takk æðislega fyrir okkur.  Þegar Steinunn, Margrét Vala og krakkarnir fóru heim leið ekki á löngu áður en amma Ása, Anna María og Benni komu.  Við áttum æðislega daga með þeim fram að þriðjudeginum en þá þurftum við Kiddi ( og Kári Steinn ) að fara smá í bæinn.  Anna María og Benni komu með okkur en amma Ása og Víkingur Atli fjörkálfur urðu eftir í bústaðnum.  Við hittum ömmu Ásu og Víking svo á miðvikudeginum í Borgarnesi, þar kíktum við á róló sem var rosalega skemmtilegur, fullur af tréleiktækjum.  Við vorum svo í Munaðarnesi fram á föstudag.

Man nú ekki allt sem við gerðum í júni en við áttum allavegana góðan mánuð. 

Nauthólsvíkin var heimsótt og Kiddi og Víkingur fóru í sjóinn ásamt henni Önnu Maríu.  Víkingur var vinnumaður hjá afa Eyda og við gerðum leiðið hjá Alexöndru Rós og Sigurrósu Elísu fínt ( settum niður rósarkvísl sem heitir Víkingsrós ). Víkingur talar um systur sínar ( hann veit að þetta eru systur hans) sem stelpurnar sínar ( gerði það í gær þegar við fórum með rósir til þeirra í tilefni af því að í gær vorum 5 ár síðan þær fæddust og dóu.

Núna eru drengirnir hjá ömmu Ásu.  Hún var svo yndisleg að bjarga okkur Kidda en við vorum ansi veik í morgun.  Kiddi var með háan hita seinustu nótt í og enn með hita í morgun og ég fékk þessa "skemmtilegu" magapest í nótt.

Víkingur er ansi duglegur að fara út að leika sér og við foreldrarnir erum MJÖG stolt af honum að þora að fara einn út í garðinn að leika sér, sérstaklega finnst honum skemmtilegt að leika sér ef Theadór og Brynjar eru úti.  Hann fer líka í heimsókn til þeirra og finnst þeir mjög skemmtilegt. Hann fékk að kaupa sér dót fyrir peningin sem hann fékk úr seinustu dósasöfnun og hann valdi sér að byrja á briolestunum.  Keypti sér 1lest sem var farþegalest , 1 mjólkurvagn og 1 bensínles.  Svo keypti hann sér lestarstöð þannig að næst óskar hann sér lestarteina og aðra fylgihluti.  Hann er mjög duglegur að leika við lestina sína en honum þykir samt ansi pirrandi þegar litli bróðir kemur og rústar öllu hehe.

Kári Steinn stoppar ekki allan daginn nema þegar hann sefur ( ætli hann sé ekki að skríða út um allt í draumum sínum ) enda þyngist hann mjög hægt, er enn um 9 kg eins og hann hefur verið seinustu 4 mánuði.  Hann er þó hættur að nota föt nr. 68 og er farinn að nota sumt í 80 ( aðallega þau föt sem eru af Víkingi Atli og búið að þvo ansi oft ).  Hann er búinn að fara 1 sinni niður á barnadeild vegna astma og fékk þar friðarpípu og er búinn að fá allavegana 2 sinnum eyrnabólgu í júní en hann kipptir sér ekki mikið upp við þetta og heldur áfram að skríða og klifra eins og honum er einum lagið :) 

Við skiptumst á herbergi við strákana um daginn og þeim finnst það æði að vera saman í herbergi.  Kiddi hefur staðið í ströngu við að mála og ég að flytja dót og annað milli herbergja en núna er málningarvinnan búinn. Rúmin þeirra drengja komin inn í herbergið þeirra og okkar rúm fer inn í herbergið okkar nýja á morgun.  Okkur vantar samt hillur inn í herbergi strákana og gera fínt hjá okkur og þá verður þetta æði.  Kári Steinn uppgötvaði að hann getur sko klifrað og kemst auðveldlega upp í rúmið hans Víkings Atla og hann reynir að komast upp á allt núna.

Víkingur fór með pabba sínum á fótboltaleik um daginn.  Allt í einu fer guttinn að kalla " áfram FH , áfram FH" í miðjum stjörnuhópnum.  Maður getur nú ruglast !  Hann hefur verið að horfa á HM með pabba sínum og er kominn með flotta rullu sem hann endurtekur.  Þessi rulla er saman sett af alls konar töktum sem hann hefur eftir pabba sínum.  Yndislegur alveg.

Læt þetta nægja í bili.

Fjölskyldan í Starengi

 

Bústaður, 1 árs skoðun og daglegt líf

Okkur var boðið að fara í bústaðinn til Dagný, Lea, Hildar og Axels.  Við vorum komin þangað um þrjúleytið og Dagný og Víkingur  fóru strax út að leika sér og voru í leik nánast fram að kvöldmat.  Kiddi skellti sér í pottinn með strákana 2x og allir skemmtu sér rosalega vel þar :).  Kári vildi helst vera úti allan tímann og skreið þangað við hvert tækifæri.

Á heimleiðinni sváfu drengirnir alla leiðina þannig að við getum ekki kvartað yfir að þeir séu óværir í bílnum hehe.

Á mánudaginn fór Kári í 12 mánaða skoðunina og hún gekk bara vel.  Hann er alltaf jafn kátur og hress og í þetta sinn kvartaði hann ekkert undan sprautunni.  Hann horfði bara undrandi á mömmu sína eins og hann væri að spyrja af hverju Auður væri að stinga sig. Hann er ekkert að flýta sér að stækka né þyngjast.  Hann er orðinn 71,5 cm  ( var 70,5 cm í 10 mánaða skoðuninni ) og 8,6 kg ( eins og hann var í 10 mánaða skoðuninni ). Hann mun því eins og Víkingur Atli nýta fötin sín mjög vel hehe. 

Ég fór og hitti maímömmurnar mánudagskvöldið þannig að strákarnir voru einir með pabba sínum. 

Á þriðjudaginn fór Víkingur í Bæjargilið meðan við Kiddi og Kári fórum á námskeið.

Á miðvikudeginum eftir að við Kári höfðum keyrt Víking og Kidda á vinnustaðina sína skutluðum við Önnu Maríu í smá leiðangur og eftir það heimsóttum við ömmu Inger.  Kári varð eftir þar hjá Önnu Maríu og skemmti þeim vel meðan ég skaust aðeins í kringlunni.

Kv. úr starenginu

 

Kári 1 árs

Kári Steinn varð 1 árs seinasta föstudag , 7. maí.   Afmælisdagurinn var rólegur en mjög góður.  Hann var vakinn með söng og morgunmat.  Við keyrðum Víking Atla í leikskólann og Kidda í vinnuna.  Afmælisbarnið fór svo með mömmu sinni í að útvega það sem eftir var að útvega og versla í kökurnar.  Við heimsóttum langömmu Inger og langafa Benna áður en við náðum í pabba í vinnunna.  Við fórum svo og keyptum handa afmælisbarninu gjöf frá stóra bróður og skelltum okkur síðan í ungbarnasund.  Víkingur Atli var svo heppin að amma Ása sótti hann og þau heimsóttu langömmu Inger og langafa Benna áður en þau komu heim í mat.  Amma borðaði með okkur afmælismatinn sem var spagetti og hakk.  Víkingur Atli gaf Kára 2 gjafir, eina sem hann valdi sjálfur í hagkaup ásamt ömmu Ásu, bíl og bók og svo gjöfina sem við keyptum.  Veit ekki hvor var ánægðari með gjafirnar , afmælisbarnið eða stóri bróðir hans.  Góður afmlisdagur.  Um kvöldið komu svo Hósý amma, afi Eydi, Eydís og Bjarki í heimsókn, amma Ása var hér þannig að þetta varð gott partý.

Laugardagur 8. maí 2010.  Víkingur Atli tók stórt skref í dag og þvílíkt sem hann var að rifna úr monti allan daginn , rétt eins og foreldrarnir hehe.  Hann fór út að leika, nýbyrjaður á því, og hann fór og spurði eftir strák sem býr við hliðin á okkur.  Þeir eru 3 strákar , allir fæddir á sama árinu, sem búa hér í röð í húsinu.  Hann allavegana fór upp í næsta stigagang og spurði eftir 2 strákum.  Fyrri strákurinn, hann Teadór, vildi koma með honum út að leika en Brynjar var að fara í veislu.  Víkingur var svo úti að leika stóran hluta af deginum meðan mamma hans bakaði eins og enginn væri morgundagurinn og pabbi hans þreif íbúðina.

Sunnudagur 9. maí 2010.  Í dag var afmælisveislan.  Við vorum svo heppin, eða réttara sagt strákarnir, að afi Eydi kom og fékk strákana lánaða og þeir heimsóttu Dagný og Leu áður en þeir fóru heim til ömmu Hósý.  Þeir komu svo tímanlega í afmæliðLaughing.  Afmælið byrjaði kl.14 og fyrstu gestirnir voru amma Hósý, afi Eydi, afmælisbarnið og Víkingur Atli. Þessir mættu í afmælið .  Jói, Björg, Halla Helga, amma Ása, Anna María, Benni, Linda, Guðrún Jóna, Valtýr og Linda ýr, Eydís, Axel, Hildur, Dagný Björt, Lea Björt, amma Palla, afi Jón, Hildur Rós, Hulda Hrönn, Hafsteinn, Kristjana Rögn, Þrymur Rafn, Lóa, Kristján, Steinunn, Pia María og Kári Rafn.  

Kári Steinn fékk góðar gjafir og við viljum þakka öllum kærlega fyrir góðan dag.

Mánudagur 10 . maí 2010

Kiddi byrjaði að hjóla í vinnunna þannig að ég keyrði Víking Atla í leikskólann.  Eftir lúrinn hans Kára fórum við á mömmuhitting í Árbæjarkirkju og hittum þar þau Huldu Hrönn, Þrym Rafn , Hörpu og Sölku.  Amma Ása náði í Víking Atla og kom með hann ásamt Benna heim í kökur og kaffi.  Það endaði svo með því að amma og Benni pössuðu drengina meðan við Kiddi fórum á húsfund.

Þriðjudagur 11. maí 2010

Víkingur fór í iðjuþjálfun eins og alltaf á þriðjudögum og síðan á leikskólann.  Við Kári Steinn fórum svo til Huldu Hrannar í hádeginu og hittum þar 2 aðrar mömmur og krílin þeirra.  Þegar við ætluðum að fara var bíllinn okkar rafmagnslaus þannig að það endaði með því að afi Eydi kom og gaf okkur smá rafmagn svo við gætum komist leiðar okkar.  Anna María passaði drengina með við Kiddi fórum saman á námskeið.  Ég skutlaði svo Kidda á stjörnuvöllinn og fór og náði í strákana.  Anna María bauð okkur í mat, ljúffenga súpu og þökkum við henni kærlega fyrir okkur.

Miðvikudagur 12. maí 2010

Við skutluðum Kidda og Víking á vinnustaðina þeirra og fórum svo heim.  Í dag vorum við heima.  Erum búin að vera svo mikið á flakki að ég ákvað að við værum heima í dag og drengurinn fengi að sofa vel í lúrunum sínum en ekki í bílstólnum.  Við náðum svo í Víking Atla og Kidda.  Kiddi skutlaði okkur heim og fór svo í vinnunna í Höfðavision.

Fimmtudagur 13. maí 2010

Alir í fríi í dag Laughing  Kári steinn vaknaði ekki fyrr en hálf níu, Víkingur stuttu seinna og við fengum okkur að borða meðan Kiddi svaf áfram.  afi Eydi hringdi og bauð okkur í morgunmat.  Á leiðinni heim var bíllinn þveginn og teppahreinsivél leigð og þegar heim var komið fór Kiddi í það að þrífa bílinn.  Amma Ása leit við í heimsókn.  Í kvöldmat grillaði Kiddi svaka ljúfengt kjöt og Strákarnir fóru sáttir að sofa.

Kveðja úr starenginu

 

Sund, afmæli og veikindi

Við erum sko búin að vera á fullu síðan ég skrifaði seinast :)  nema hvað hehe.  Víkingur Atli er auðvitað með fullskipaða dagskrá út vikuna , sjúkraþjálfun á mánudögum , iðjuþjálfun á þriðjudögum og fimmtudögum og svo á leikskólanum er fullt af hreyfiþrjálfun, talörvun og svo er hann í prógrammi hjá iðjuþjálfaranema henni Súsönnu. 

Við Kári fórum með Víking í iðjuþjálfunina báða dagana þessa vikuna, skutluðum Kidda í vinnunna og svo náðum við í Víking Atla í iðjuþjálfunina og fórum með hann á leikskólann.  Þar á eftir náðum við í moster til Önnu Maríu og keyrðum hana til ömmu Inger á spítalann.

Á föstudaginn þá var sundtími hjá Kára og Víkingur fékk að fara til ömmu Ásu á meðan.  Við vorum svo heppin að vera boðin í mat til ömmu Ásu á eftir og hittum moster þar :)  Kiddi og Benni fóru svo að ná í dýnu til Önnu Maríu fyrir ömmu Ásu því Moster ætlar að gista hjá henni.  Ég fór með Víking Atla til læknis hjá Domus medica ( kvöldvakt þar ) þar sem hann fékk dropa í eyrað  ( hefur verið að renna úr hægra eyranu hans í nokkra daga ) og einnig var sent sýni í ræktun.

Í gær , laugardaginn 1. maí , fórum við ekki í baráttugöngu heldur í afmæli á Selfoss.  Við byrjuðum á því að fara með Kidda í garðabæinn og fórum svo og náðum í Benna.  Heima hjá benna var stólinn hans Víkings Atla settur í sætið í skottinu og þar sat sbvo prinsinn stoltur og ánægður.  Við náðum í afa Nonna, heimsóttum Hagkaup og atlantsolíu í skeifunni og síðan var haldið af stað á Selfoss.  Fórum í 2ja ára afmælið hans Valtýrs Rúnars Bergmans, son hennar Lindu systur og Valla.  Eftir afmælið skutluðum við afa nonna og benna heim og fórum í bæjargilið og biðum eftir að Kiddi væri búinn á árgangamótinu.  Þegar hann var búin fórum við heim og ég í rúmið enda orðin hudnlasin með 39 stiga hita og bullandi kvef.

Kári Steinn var ansi erfiður í nótt OG Kiddi ansi þreyttur en fór samt með Víking Atla í fimleika í morgun.  Víkingur var svo eftir í Bæjargilinu en Kiddi kom hingað heim til að leggja sig og við Kári reynum að hafa það huggulegt í veikindunum.

 

Helgin okkar

Við áttum nokkuð góða helgi. 

Kiddi fór í síðasta fótboltatímann þessa vetur á laugardeginum og eftir það var farið af stað út í lífið.  Ég keyrði alla strákana mína niður á stjörnuvöll þar sem Kári Steinn var settur í vagninn og þeir feðgar allir 3 ( Kiddi, Kári og Víkingur ) fóru og hittu afa Eyda, ömmu Hósý á vellinum og horfðu á Bjarka spila fótbolta.  Ég fékk stelpufrí :) Ég náði svo í strákana í Bæjargilið en þá var Kári búinn að sofa úti í vagninum í 2-3 tíma.  Þá fékk Lea Björt vagninn lánaðan þannig að við vorum 2 tíma í viðbót í Bæjargilinu. 

Á sunnudeginum fékk ég mömmufrí þegar Kiddi tók sig til og fór með strákana í Bæjargilið snemma um morguninn :)  Kári var svo hjá ömmu sinni ( sofandi í vagninum ) meðan Kiddi og Víkingur fóru í fimleikana.  Þeir náðu svo í mig í hádeginu og við fórum að ná í Kára og fórum svo heim.

Víkingur fór með pabba sínum á leikskólann á mánudeginum.  Hann passar vel upp á bestu vini sína þessa dagana þá Lilla og Blámann.  Þeir fara allir 3 saman um allt hér heima og á nóttunni þá man hann eftir þeim þegar hann flytur sig yfir til okkar og ef hann rumskar þá heyrist alltaf " hvar eru lilli og blámann ? ". 

Kiddi skrapp út í gærkvöldi og ég var heima með strákana.  Kári sýndi sko að hann er algjör grallari og stríðinn hehe.  Hann vísvitandi keyrði aftur og aftur á bróður sinn sem mótmælti og sagði litla bróður sínum að það væri bannað að stríða stóra bróður !! Sá litli lét sig ekki segjast og bakkaði bara og hljóp hlæjandi á bróður sinn ;)

Í dag þriðjudag höfðum við Kári nóg að gera.  Við byrjuðum á því að keyra Víking Atla til Valrósar í iðjuþjálfun, síðan skutluðum við Kidda í vinnuna og náðum svo í Víking Atla.  Víkingur fór svo í leikskólann þar sem hann er í þjálfun hjá iðjuþjáflaranemanum henni Súsönnu og í listaskálnum í dag.  Við Kári fórum þá til Önnu Maríu og náðum í Moster sem kom til landsins í gær ( heppin hún að komast vegna öskunnar ) og keyrðum moster til ömmu Inger sem er á spítalanum.  Við fórum svo heim svo litli maðurinn gæti sofið aðeins og náðum svo í moster aftur kl. 14:30.  Við vorum svo heppin að hún bauð okkur á kaffihús :)  Við skutluðum henni svo heim áður en við náðum í Víking Atla og Kidda.  Ég fór svo í pilatestíma og kom púslinum aðeins af stað :)

Kv. úr starenginu.

 

Afmælisundirbúningur

Hér eru  allir nokkuð hressir og kátir.  Það var leikfangadagur í Sólborg í dag hjá Víkingi Atla og hann tók stóra vörubílinn sem Anna María gaf honum í afmlisgjöf einu sinni.  Honum fannst það ansi spennandi að fá að taka með sér dót á leikskólann því það er alveg bannað alla aðra daga.

Kári Steinn er í miklu þroskastökki þessa dagana, hann skríður um allt á 4 fótum.  Hann er farinn að standa upp við nánast allt og gengur aðeins með.  Hann er farinn að segja behhh ( bless ) og vinka með.  Hann sýnir hversu stór hann er og farinnn að klabba mikið fyrir sjálfum sér. 

Á morgun ætlum við að hafa kaffiboð hér heima já okkur, síðbúið afmæliskaffi fyrir mig.  Ég fæ þá tækifæri til að prófa nýjar uppskriftir, alltaf að prófa nýjar kökur og rétti. 

Ég er að prófa nýtt kerfi fyrir heimasíðuna og hún er í vinnslu eins og er.  Vonandi kemst ég í það bráðlega að gera hana eins og ég vil hafa hana.

Kær kveðja úr Starenginu.

 

7. apríl 2010  Mið...

7. apríl 2010  Miðvikudagur

Við erum búin að eiga góða páska , ljúfir dagar og fjölskyldan saman í heila viku :)

Kiddi fór í frí og var í fríi alla seinustu viku, það var yndislegt.  Víkingur var í fríi frá leikskólanum frá þriðjudeginum og við fjölskyldan dúlluðum okkur saman og gerðum íbúðina hreina og fína ásamt því að sinna öðrum skyldum.

Benni kom í mat til okkar á  skírdag. 

Við kíktum í Bæjargilið á föstudaginn langa og Víkingur gisti hjá þeim fram á laugardag.  Víkingur var ansi ánægður með að komast í Bæjargilið því afi Eydi og Bjarki voru komnir heim úr æfingaferð til Spánar.  Afi Eydi gaf strákunum sitthvort fatasettið og þökkum við afa kærlega fyrir :)

Ég átti afmæli á laugardaginn var og í ár seinkaði ég afmælisveislunni aðeins ( verður haldin seinna í apríl ).  Kiddi leyfði mér að sofa frameftir sem var æðislegt.  Meðan ég svaf setti hann saman lítinn skáp sem hann og strákarnir gáfu mér í afmælisgjöf ( skúffur fyrir skrappdótið mitt ) og ég fékk líka leðurkörfu undir garnið mitt.  VIð fórum í Bæjargilið og Kiddi horfði á fótboltaleik þar áður en við klæddum okkur í sparifötin og fórum í skírnarveislu.

Steinunn og Ari voru að láta skíra drenginn sinn sem fékk þetta fína nafn, Kári Rafn.  Bara skemmtilegt að Kári Steinn fékk nafna og það á afmælisdaginn minn :)  Veislan var stórglæsileg og veitingarnar góðar.

Um kvöldið bauð  Kiddi mér út að borða á lækjarbrekku og það var yndislegt kvöld.  Anna María var hér heima að hugsa um drengina okkar.  Víkingi fannst það ansi spennandi að hafa hana heima hjá sér ( "við erum alein með Önnu Maríu "  hefur hann sagt nokkrum sinnum seinustu daga ).

Á páskadag fórum við í kirkjugarðinn og Víkingur Atli fékk að vita að systur hans lægju þarna.  Hann fattaði þetta nú ekkert enda vorum við ekkert að gera neinar kröfur um það.  Bara að láta hann vita af þeim.  Við fórum svo í Bæjargilið í mat.

Páskaeggin, já við fengum nokkur :)  Drengirnir fengu sitthvort nr. 2 frá ömmu Ásu.  Kári Steinn nartaði nú bara í plastið, það nægði honum þetta árið en Víkingur Atli fékk í fyrsta sinn að fá heilt páskaegg og egg nr. 2 hvarf á stuttri stundu fyrir hádegi. Hann var svo hátt uppi það sem eftir var dagsins hehe.  Hann er svo mikill orkumælir drengurinn, enda fær hann sjaldan nammi.  Hann hefur samt erft það úr móðurættinni að finnast súkkulaði gott( það var samt stokkið yfir mig í þeim málum hehe).  Við fengum svo fjölskyldan frá ömmu Hósý og afa Eyda páskahandbolta frá Sambó og Kiddi og strákarnir gáfu mér hrísegg nr. 4 :)

Á annan í páskum heimsóttum við ömmu Inger á spítalann.  Hittum þar Benna, afa Benna og Jóa sterka.

Víkingur byrjaði í leikskólanum á þriðjudaginn og Kiddi í vinnunni.  Kári Steinn leitaði dálítið mikið af bróður sínum þann daginn.  Skildi ekkert í því að hann væri ekki á staðnum.  Hann svaf vel í lúrunum sínum.  Svona er það þegar maður stendur oft upp á nóttunni til að öskra á mömmu sína ( ............. til að fá að drekka en mamman að reyna að fá snúðinn sinn til að sofa á nóttunni og neitar honum þeirri drykkjuþjónustu ).

Í dag náði Kiddi og Víkingur í okkur Kára eftir að þeir voru búnir í vinnunni sinni.  Við brunuðum svo niður í Safamýri og heimsóttum ömmu Inger sem er komin heim.  Amma Ása var þar líka en hún kom heim úr sólarferð sinni til Kanarí í gær.  Mjög skemmtilegt að hitta hana, sólbrúna og sæla.  Víkingur var mjög ánægður með að hitta ömmu sína sem gaf strákunum sínum sitthvorar 2 buxur og 2 peysur, einnig fengu þeir púsl til að hafa heima hjá ömmu Inger og afa Benna.   Ég keyrði Kidda í Bæjargilið þar sem fótboltagláp beið hans um kvöldið en ég fór svo að ná í Benna og við náðum í kjúkling og franskar og borðuðum í Safamýrinni með strákunum mínum, ömmu Ásu , ömmu Inger og afa Benna.  Kiddi kom svo heim með afa Eyda og ömmu Hósý og strákarnir hittu þau rétt áður en þeir fóru að sofa.

Búið í dag, kveðja úr Starenginu :)

26. mars 2010 Föstudagur ...

26. mars 2010 Föstudagur

Hér ríkir enn veikindi :(  Kári er enn með hlaupabólu og í gær voru enn að koma nýjar bólur.  Víkingur var heima í gær vegna mikils kvefs og hósta og Kiddi var heima svo ég fengi frídag. Frídagurinn minn var vel notaður :)

Ég fór á fund á leikskólanum hans Víkings Atla í gær.  Hitti þroskaþjálfanemann sem mun vera með Víking í þjálfun í apríl.  Hún ætlar að hjálpa honum með fínhreyfingar í höndunum, klippa, lita og fara eftir strikum með penna, penslum og þess háttar.  Mér líst rosalega vel á þetta og vonandi hjálpar þetta Víkingi mikið. 

Kári Steinn fer fram í að skríða, standa upp og það nýjasta er að kyssa hehe.

Eydís kom og passaði strákana í gærkvöldi meðan við Kiddi skelltum okkur í bíó.  Sáum Shutter island, nokkuð góð mynd :)

Kv. úr Starenginu

22. mars 2010 Mánudagur ...

22. mars 2010 Mánudagur

Þetta hefur gerst í lífi okkar síðan ég skrifaði seinast !

4 vikan í veikindum hafin.

Kári Steinn varð verri af hóstanum og astmanum þannig að við fórum með hann í endurmat á barnaspítalann.  Meðan við biðum eftir því að komast að heimsóttum við hana Nönnu Kristínu á göngudeildinni.  Hún var mjög fegin að Kári væri ekki kominn með hlaupabóluna því þá mætti hann ekki koma á barnaspítalann.  Svo var röðin komin að okkur og við fengum stofu.  Við vorum látin mæla hitann á drengnum.  Það fyrsta sem ég sé þegar ég tek upp samfelluna er að hann er kominn með hlaupabóluna !  Þar með vorum við sett í einangrun.  Kári var með 39,2 í hita og fékk stíl sem virkaði svona svakalega vel ( hann var hitalaus um kvöldið ), hann var svo settur á steratöflur þannig að það er ekki að marka hitaleysi hjá honum. Við fengum svo að fara heim.

Hann var ansi góður um helgina , ekki kominn með margar bólur.  Hann virðist taka hlaupabóluna vægar en bróðir sinn en meiri kláði.  Hann var alveg frá af kláða í gær og endaði með því kl. tíu í gærkvöldi að hann fór í matarsótabað og svo svaf hann ber en með bleyju í nótt og svaf í ALLA nótt nema hann vaknaði kl. hálf tólf og kl. fjögur og sex til að drekka. 

Í dag er hann búinn að vera ansi úrillur en eftir að ég tók hann úr þeim fáu flíkum sem hann var í og hann fær að vera á bleyjunni er hann vær. Óhætt að segja að guttinn veit hvað hann vill.

Víkingur Atli fékk að sofa hjá ömmu sinni og afa í Bæjargilinu ásamt Dagný frænku sinni frá föstudegi fram á laugardag og fannst það æði :)  Á sunnudeginum fór hann með pabba sínum í fimleika og svo í Bæjargilið að horfa á fótbolta.  Amma Ása kom í heimsókn á sunnudeginum , alltaf gaman að fá góðar heimsóknir.  Hún kom færandi hendi handa Kára, fallega peysu sem hún hafði prjónað.

Kveðja úr Starenginu.

17. mars 2010  Miðvikudag...

17. mars 2010  Miðvikudagur

Úff meira en mánuður síðan ég hef skrifað hér inn.  Ég ætla að taka mig á núna, ég lét athugasemd frá utanaðkomandi aðila hafa of mikil áhrif á hvað og hvenær ég skrifa hingað inn en núna ætla ég að reyna að hrista svona athugasemdir af mér.  Endilega verið þið sem lesið hér dugleg að skilja eftir kveðju í gestabókinni.

Við höfum sko gert margt og mikið skemmtilegt síðan ég skrifaði hér inn seinast. 

Kári Steinn fékk rör í bæði eyrun, 15. febrúar og var rosalega duglegur og fljótur að jafna sig.  Hann var kominn með eyrun full af drullu eftir margra mánaða vökvasöfnun. 

Moster kom í heimsókn til ömmu og afa í safamýri,frá Danmörku.  Það var mjög skemmtilegt að hitta hana og hafa hana hérna í viku :)  Amma Inger hélt upp á afmælið sitt og kom öll fjölskyldan saman eins og sést á myndunum sem ég setti inn um daginn.

Kári Steinn fékk RS veiruna ( að minni greiningu ) en tók hana ekki illa sem betur fer en var auðvitað töluvert slappur litla skinnið. 

Alla seinustu viku var Víkingur Atli með hlaupabóluna og var heima hjá okkur Kára.  Víkingur fékk leir  frá ömmu sinni og afa í Bæjargilinu og var duglegur að leika við það alla daga meðan hann var veikur.  Við Kiddi gáfum honum líka 2 ný púsluspil 37 og 39 púsl og var hann svakalega glaður að fá nýtt púsl ( enda kunni hann hin púslin sín utanað hehe ).

Á sunnudaginn heimsóttum við ömmu lang og afa lang í Hveragerði ásamt ömmu og afa í Bæjargili og Axel, Hildi, Dagný og Leu.  Við fórum svo úr Hveragerði í Bæjargilið og fengum að borða þar lambalæri og tilheyrandi :)

Á mánudeginum veiktist Kári ( held að ég sé að verða gaga af öllum þessum veikindum ) og er núna með háan hita, slæman hósta og nefrennsli.  Við kíktum niður á barnaspítala í gær til að fá súrefnismettun á hann ( sem var í góðu lagi ) því það er engin slíkur uppi á heilsugæslu. 

Held að þetta sé bara gott í bili.

Kv. frá fjölskyldunni í Starenginu.

10. febrúar 2010 J&ael...

10. febrúar 2010

Jæja gott fólk, er ekki kominn tími á smá fréttir frá okkur :) 

Við erum búin að standa í þó nokkrum veikindum hér heima, nei enginn slapp í þetta sinn enda pestatíð hér á fróni.  Byrjaði með Víking Atla, hann var slappur í maganum um helgi og fékk að vera heima á mánudeginum.  Síðan fór hann að hósta mikið og horkarlinn í nebbanum hætti ekki í vinnunni sinni eins og Víkingur margbað hann um.!!  Svo varð Kiddi slappur, síðan Kári og að lokum ég þannig að í 3 daga vorum við öll heima og íbúðin okkar varð skyndilega MJÖG lítil hehe. 

Víkingur Atli er byrjaður aftur hjá talþjálfara og nú er mikið verk í höndum því honum hefur farið aðeins aftur í framburði og talfærin hans, tunga, kinnar, haka og bara allt er ekki með jafn mikinn styrk og í sumar en Bryndís talþjálfari ætlar að hjálpa honum.

Víkingur átti að byrja hjá iðjuþjálfara seinasta fimmtudag en við sváfum svei mér þá yfir okkur þann morguninn þannig að hann byrjar á morgun :)

Kári Steinn hefur tekið gott þroskastig seinustu daga.  Hann er orðinn 9 mánaða :)  Hann byrjaði um daginn að sýna hve stór hann er, rosalega soltur af því enda fær hann mikið hrós frá öllum á heimilinu hehe.  Hann vill gjarnan ganga um allt með okkur hinum, hvort sem það er með því að leiða okkur ( með báðum höndum ) eða í göngugrindinni sinni.  Hann er rosalega hrifinn af Víkingi Atla og vill helst elta hann um allt þegar hann getur ( er þá í göngugrindinni sinni ) og finnst æðislegt þegar stóri bróðir gefur sér tíma til að leika við hann og vera hjá honum.  Kári Steinn er mjög brosmildur en getur líka verið mjög alvarlegur, hann er mjög rólegt barn og getur dundað sér heillengi við dótið sitt en hann lætur líka vita þegar honum er farið að leiðast og þá er eins gott að fara að leika við hann eða sinna hans þörfum hehe.

Var að setja inn ný gullkorn frá eldri gullmolanum okkar og fullt af myndum.

26. janúar 2010  &THOR...

26. janúar 2010  Þriðjudagur

Heilmikið búið að gerast síðan við skrifuðum seinast.

Kári fór í fyrstu næturgistinguna sína aðfaranótt laugardagsins 23. janúar.  Amma Ása var svo góð að taka hann til sín en Anna María fékk Víking Atla til sín meðan við foreldrarnir fórum á Þorrablót Stjörnunnar :)  Kári kippti sér nánast ekkert upp við það að mamma og pabbi voru ekki á staðnum.  Hann rumskaði dálítið yfir nóttina og kl. hálf sex þá vildi hann sko fá þjónustu sem hann fékk og svo smá leik og kúr með ömmu sinni.  Víkingur Atli og Anna María komu svo með strætó til ömmu Ásu og Kára Steins og við Kiddi náðum í þá þangað.  Við vorum svo hjá ömmu Ásu þar til við keyrðum strákana í Bæjargilið og fórum svo sjálf í útskriftarveislu til hans Kristjáns frænda míns.  Við náðum svo í strákana og horfðum á Ísland- Danmörk í Bæjargilinu :)

Kári Steinn sagði mamma í fyrsta sinn föstudaginn 22. janúar , auðvitað á bóndadaginn :)  Síðan sagði hann baba á sunnudeginum 24. janúar :) 

Ég fór ásamt Kára Steini og Benna að hitta pabba og systkini hans ásamt fleirum úr föðurfjölskyldunni á kaffi Geysir á föstudaginn.  Rosalega gaman að hitta þau öll sömul og það fannst Kára líka.  Hann brosti eins og honum væri borgað fyrir það og hló að öllu :)

Víkingur Atli er búinn að vera hálfslappur seinustu daga og í gær og í dag fékk hann að vera heima. Við erum orðinn viss um að það sé lítill karl upp í nefinu á honum í fullu starfi við að framleiða hor því það lekur allan daginn.

Endilega skrifið kveðju í gestabókina þegar þið lítið við.  Alltaf skemmtilegt að sjá hverjir eru að lesa það sem ég skrifa.

Kv. úr Starenginu

15. janúar 2010 T...

15. janúar 2010

Til hamingju með afmælið Eydís ,vonandi áttu góðan dag :) 

Til hamingju með afmælið Kristjana Rögn, vonandi áttu góðan dag, hlökkum til að sjá þig og þína á morgun.

Í gær vorum við Kári heima en þeir feðgar Kiddi og Víkingur fóru á sína vinnustaði. Við Kári ákváðum að sofa aðeins lengur.  Kári vaknaði 2 sinnum í nótt eða réttara sagt 1 sinni kl. þrjú og 1 sinni rétt fyrir sex en mömmunni fannst það of snemma og tilkynnti að það væri enn nótt !  Kl. sjö fékk hann þó að drekka og var alsæll með það og Víkingur kom yfir til pabba síns og vildi fá að borða :)

Strákarnir voru MJÖG duglegir að borða í kvöldmatnum.  Víkingur fékk að hjálpa til við eldamennskuna og fékk ekkert að borða fyrir matinn, JÚ ég er að plata.  Hann borðaði nokkrar ólífur :)

Í dag vorum við Kári líka heima en vöknuðum þó þegar Kiddi og Vikingur fóru að heiman :)  Kári sofnaði svo um níu eftir 2 tíma vökutíma.  Hann vaknaði ekkert í nótt , ég man allavegana ekki eftir því ;)  Víkingur svaf í sínu rúmi alla nóttina og á hrós skilið fyrir það.

13. janúar 2010 Kár...

13. janúar 2010

Kári Steinn fór í 8 mánaða skoðun í gær.  Hann er orðinn 7885g og 67,2 cm  og höfuðummálið er komið upp í 45 :)  Fín skoðun, hann þyngist hægt en örugglega.  Hann er líka orðin mun duglegri að borða núna en áður og finnst það ansi mikið sport ( oft á tíðum hehe ).  Hann fékk sprautu í lærin, vinstra og hægra.  Eina bólusetningu fyrir heilahimnabólgu og eina fyrir svínaflensuna. 

Þegar Kiddi og Víkingur Atli komu heim úr vinnunum sínum þá skruppum við í Bæjargilið til að skila borvélinni sem við vorum búin að vera með í láni. Við komum svo heim og komum drengjunum í háttinn.  Kári sofnaði um níuleytið og nótt nr. 2 í svefnátakinu hófst.  Víkingur Atli er líka í átaki, hann er að læra að sofa í sínu rúmi alla nóttina.  Víkingur er hættur með bleyju og stendur sig mjög vel í því.

Kári Steinn svar í ALLA nótt :)  Hann vaknaði um hálf sjö til að drekka og hann var afskaplega glaður að sjá brjóstið sitt hehe.  Víkingur svaf líka í alla nótt í sínu rúmi en hann kom yfir um sjöleytið enda kominn tími til að vakna. 

Víkingur fór ekki í leikskólann fyrr en um ellefuleytið en korter í ellefu fórum við þrjú ( ég , Kiddi og Víkingur ) í svínaflensusprautuna.  Við stóðum okkur öll eins og hetjur :)  Ég skutlaði svo feðgunum á sína vinnustaði og fór heim með Kára litla til að leyfa honum að leggja sig.  Hann hafði ekkert sofið allan morguninn og var orðinn ansi þreyttur.  Áður en hann sofnaði þá borðaði hann meir en hálfan stóran banana og fékk mjólkina sína og sofnaði sæll og glaður.  Við náðum svo í Kidda og svo í Víking Atla.  Komum við í búðinni á leiðinni heim og svo heim að elda.

Víkingur hefur verið rosalega duglegur að borða seinustu 4 kvöldin enda hefur hann fengið að hjálpa okkur við eldamennskuna.  Það er vitað mál að það er skemmtilegra að borða mat sem maður eldar sjálfur :D  Í gær heyrðist við annan hvern bita frá Víkingi Atla " pabbi, þetta er rosalega gott ".  Þá var fiskur í matinn.  Í kvöld var hakk með papriku og ólívum og spagetti í matinn og það fór hratt niður.  Um daginn var tómatsúpa með soðnum eggjum í matinn og hann borðaði 2 diska og þegar hann var búinn þá heyrðist " Nú er ég búin með ALLAN matinn minn, nú má ég fá jógúrt " :) hehe.

Knús frá strákunum í Starengi

11. janúar 2010 Gle&et...

11. janúar 2010

Gleðilegt nýtt ár ( við erum svolítið sein í þessari setningu hehe ).  Nú þarf ég að venja mig á að skrifa 2010 :) 

Af okkur er allt hið fína að frétta.  Við vorum tölvulaus frá jólunum fram yfir áramótin þannig að það var mjög rólegt hér hjá okkur.  Hleðslusnúran bilaði og við fundum fyrirtæki sem gerði við hana fyrir okkur, spöruðum þannig mikinn pening :)

Við vorum í Safamýrinni á aðfangadag ásamt ömmu Inger, afa Benna, ömmu Ásu, Benna og Önnu Maríu.  Fengum önd í matinn og ris a la mandle í eftirrétt.  Síðan var dansað í kringum jólatréið áður en pakkaflóðið var opnað.  Víkingur Atli hjálpaði mér að lesa á pakkana og útdeila þeim, dálítið erfitt að fá ekki að opna pakkana ( ALLA , þa meina ég alla pakkana hehe ) undir eins en það lærðist.  Ég held að hann hafi fengið að opna þá flest þar sem hann gekk á milli okkar sem vorum þarna.  Vá hvað þeir strákarnir fengu mikið af skemmtilegum gjöfum, mikið af dóti en líka eitthvað af fötum og þeir voru súper ánægðir með þá alla.  Takk kærlega fyrir okkur öll sömul.  Til hamingju með afmælið elsku Jón langafi

Á Jóladag fórum við í Bæjargilið um eitt-tvöleytið.  Heilsuðum upp á afmælisbarnið, hana Hósý ömmu.  Við hittum Eydísi, Davíð, Bjarka, Dagný Björt, Leu Björt, Axel og Hildi og auðvitað ömmu Hósý og afa Eyda. 

Á annan í jólum vorum við heima allan daginn, sannkallaður náttfatadagur ( Kiddi og Víkingur skruppu reyndar út í búð ).  Við áttum að vera í mat í hádeginu hjá ömmu Ásu en hún varð veik þannig að Benni kom í mat til okkar í staðinn.

27. des Fórum við í mat til ömmu Ásu og síðan fórum við í Bæjargilið.  Magga, Hlynur, Hafdís Katrín, Arnór og kærasta hans komu þangað til að spila ásamt Snorra, Thelmu, Helenu, Axel, Hildi, Dagný, Leu, Halla, Sigrúnu, Hafrúnu og Halla yngri.  Amma Hósý og afi Eydi eiga klapp skilið fyrir að hafa tekið jólaspiladaginn , rosalega skemmtilegur dagur.

28. des fórum við í jólamatarklúbbinn sem var haldinn heima hjá Margréti Völu og Loga.  Í þetta sinn var hann haldinn án barna þannig að foreldrarnir gætu setið áhyggjulaus og talað saman við hina í matarboðinu án þess að vera á þönum eftir börnunum.  Við fengum rosalega góðan forrétt, hangikjötsalat með avocado.  Í aðalrétt fengum við skötusel og með því og í desert fengum við krækiberjapæ með ís.  Að venju var haldinn pakkaleikur sem var MJÖG skemmtilegur hehe.    Ég fékk 2 tepakka , mjög góða og Kiddi fékk 4 litlar skálar :)  Þessir mættu :  Steinunn og bumbulíus, Ari, Ingileif, Michael, Hrafnhildur, Rannveig, Margrét Vala, Logi, Magga, Sigurjón, Lóa og Kristján.

30. des  Amma Ása og Benni komu í mat til okkar og voru hjá okkur um kvöldið.

Gamlársdagur.  Við fórum í Bæjargilið og vorum mætt þangað þegar Kryddsíldin byrjaði.  Kiddi og Axel sáu um forréttinn ( humar og graflax handa þeim sem ekki mega borða humar- handa mér hehe ).  Í aðalrétt var lambavöðvi nema Hildur fékk nautakjöt :) og í eftirrétt sem kom á borðið eftir miðnætti var ís :)  Það fóru svo allir á brennu nema ég , Kári, Hildur og Lea :)  Litlu krakkarnir lögðu sig en stóru krakkarnir vöktu fram yfir miðnætti, mjög spennt yfir öllu þessum látum ( Dagný var samt mjög hrædd við sprengjurnar sem er alveg skiljanlegt miðað við hávaðann frá þeim ). Við vorum komin heim um 1-2 eftir miðnætti.

Nýársdagur, matur hjá ömmu Ásu ásamt Benna.

2. janúar.  Víð fórum til Keflavíkur og hittum stóran hluta af föðurfjölskyldu Kidda.  Það var verið að halda upp á það að Ebba langamma hefði orðið 80 ára og það var gert með spiladegi.  Mjög skemmtilegt og gaman að sjá öll börnin þarna ( 4 sem voru fædd árið 2009 ).  Eftir spilamótið var haldið í Safamýrina þar sem okkur var boðið í mat. Víkingur var alveg upptjúnaður eftir mikið nammiát og mikinn leik með krökkunum í boðinu.

3. janúar  Víkingur og Kári fóru í pössun til ömmu Hósý og afa Eyda meðan við Kiddi fóru á Bjarnfreðarson.

Víkingur byrjaði í leikskólanum aftur 5. janúar þar sem það var starfsdagur á leikskólanum á mánudeginu ( 4. jan ).  Á mánudeginum vorum við Víkingur og Kári heima því þeir voru komnir með svo mikið kvef.

Kári Steinn byrjaði aftur í ungbarnasundinu seinasta föstudag og Víkingur fékk að gista heima hjá ömmu Ásu.  Þar sem það var föstudagskvöld athuguðum við hvor Benni og Anna María vildu ekki koma með okkur Kidda á Avatar og hvort Kári mætti ekki vera hjá ömmu Ásu.  Jújú allt gekk upp þannig að við komumst í bíó :)

Laugardagur.  Kiddi fór í fótbolta , ég og Kári fórum með honum og við hittum svo ömmu Ásu og Víking Atla á leikskólanum hans Víkings Atla.  Þar fór fram þrettándagleði , mjög skemmtilegt.  Kakó og kökur, sáum æðislegt álfaland sem krakkarnir höfðu gert og svo voru skotnir upp nokkrir flugeldar.  Eftir þrettándagleðina fórum við í Safamýrina og fengum okkur kaffi þar.

Sunnudagur  Fórum í síðbúið jólaboð.  Núna var það móðurfjölskyldan hans Kidda.  Jón langafi og systkini hans og börn, barnabörn og barnabarnabörn hittust á góðri stundu.

Í dag keyrðum við Víking á leikskólann þar sem hann var að fara í sjúkraþjálfun, Kidda í vinnunna og síðan kíktum við Kári í bakarí og fengum okkur morgunmat þar.  Heimsóttum ömmu Ásu í vinnunna áður en við náðum í Kidda og fórum og hittum Lúther lækni.  Vorum að láta skoða Kára litla.  Vildum vita hvort það amaði eitthvað að honum áður en við færum út í það að venja barnið af brjóstinu á nóttunni.  Neibb ekkert að honum nema vökvi í báðum eyrum.  Nú verður tekið á þessu, barnið þarf að læra að sofa á nóttunni.  Hann hefur aldrei sofið heila nótt og við Kiddi vægast sagt orðinn ÞREYTT !!  Fengum okkur að borða og skutluðum Kidda aftur í vinnunna.  Ég og Kári heimsóttum ömmu Inger á landakot og sátum hjá henni í dágóðan tíma áður en við skelltum okkur í Kringluna til að kíkja á útsölur.  Alveg fáranlegt hvað buxur á Víking Atla eru dýrar !!

Af drengjunum að frétta öðru en hvað þeir hafa haft fyrir stafni er allt gott.  Víkingur lærði mörg jólalög og er sísyngjandi allan daginn :)  Hann er kominn með mikinn og flottan orðaforða og fer stöðugt fram.  Hann er rosalega ákveðinn og reynir sitt allra besta að stjórna öllum í kringum sig, meira að segja hvar og hvernig við göngum um íbúðina.  Hann er mjög góður við litla bróðir sinn og fer beint til hans ef hann hefur ekki séð hann lengi.  Kári Steinn er aftur orðinn duglegur að borða eftir smá matarverkfall og veikindi.  Hann er búinn að læra að klappa en gerir það MJÖG hægt hehe og stundum uppgötvar hann að hendur geta líka farið í hringi í miðju klappi og stoppar þar til að dást að þessu furðuverki.  Hann er búinn að læra að vinka og er að ná tökum á því að sýna hve stór hann er.  Hann er mjög góður í að leika sér en lætur alveg vita þegar honum fer að leiðast og vill skipta um umhverfi.  Honum langar mikið til að skríða en fattar ekki hvernig hann kemst upp á fjórar fætur, þegar hann er á maganum snýr hann sér í hringi en fattar ekki að nota hnéin til að komast áfram ( frekar að fara afturábak ) og þegar hann situr teygir hann sig áfram og vill skríða en hvernig kemst hann upp á hnéin hehe.

Þá er þetta búið í bili, Ætla að reyna að skella inn myndum bráðlega.

Knús frá Starengisgenginu