Víkingur Atli og Kári Steinn
 

2009 Dagbókarfærslur

1. janúar 2009  Fimmtudagur Nýársdagur

Við vorum heima í dag , í allan dag.  Ég vaknaði um tíuleytið og fór fram með mömmu og pabba.

Pabbi fór alveg hamförum hér heima í dag, algjör nýárstiltekt hafin hjá manninum.  Hann fór og tók til í þvottahúsinu og í geymslunni. Rosalega duglegur.

Benni kom svo í heimsókn til okkar um kvöldið og fékk að borða hjá okkur.  Pabbi var búinn að vera svo duglegur að búa til hamborgarhrygg og með því sem tókst glæsilega hjá honum.  Hann pabbi minn er sko alveg listakokkur.

Kv. Víkingur Atli

2. janúar 2009 , Föstudagur.

Við viljum óska henni Sigrúnu Margréti til hamingju með afmælið og mömmu hennar.  Langamma Ebba hefði líka átt afmæli í dagog við hugsuðum mikið til hennar í dag.  Mjög skrýtið að vera ekki að fara í afmælisboð til hennar í kvöld.

Ég fór til læknis í morgun til að láta kíkja á nebbann minn.  Hann skoðaði munninn minn og nebbann og eyrun.  Síðan sogaði hann úr nebbanum mínum og ég var rosalega fegin þegar við vorum búin hjá honum.  Ég var svo talandi um lengi vel eftir á að ég væri búinn hjá lækninum.  

Mömmu og pabba fannst ég svo svakalega duglegur hjá lækninum að við fórum í bakarí og ég fékk kókómjólk og snúð með þeim :)

Við heimsóttum líka ömmu Ásu í vinnunna áður en við fórum heim.  

Ég og mamma lögðum okkur saman meðan pabbi tók geymsluna okkar í gegn.  Þegar við vöknuðum þá var pabbi búinn með geymsluna og við settum allt sem mátti fara í sorpu í bílinn, einnig settum við körfuna og búrið sem Skotta okkar átti og gáfum Kattholti.

Við fórum svo um kvöldið í mat til ömmu Ásu ásamt honum Benna.  Æðislegur matur og gaman að heimsækja hana.

Kv. Víkingur Atli

3. janúar 2009  Laugardagur

Ég vaknaði kl. átta í morgun og mamma gaf mér að borða.  Síðan skriðum við uppí til pabba og við sofnuðum í smá stund þar til pabbi vaknaði og við pabbi fórum saman fram.

Í hádeginu fórum við í heimsókn til langömmu Inger og langafa Benna ásamt þeim ömmu og Önnu Maríu. Mjög skemmtilegt, ég var rosalega rólegur þannig að mömmu var farið að gruna að ég væri að verða eitthvað lasin.  

Ég fór að sofa þegar við komum og svaf alveg þar til við fórum í jólamatarklúbbinn hjá Margréti Völu og Loga.  Hittum þar FULLT af skemmtilegu fólki.  Við hittum Rannveigu, Hranfhildi, Lóu, Kristján, Hrönn, Adda, Eyrúnu, Iðunni, Möggu, Brynjar, Sigurjón, Matthildi, Sigrúnu, Sólveigu Birtu, Snævar og Sindra Gústaf, Steinunni og Ara og auðvitað gestgjafana Margréti Völu og Loga.  Pia greyið var veik heima þannig að við gátum ekki hitt hana.

Við krakkarnir fórum í fjársjóðsleit og fengum skemmtilegan pakka.  Ég fékk púsl með flugvélum, gröfum og fleira.

Í forrétt var boðið upp á paté og í aðalrétt var portúgalskur jólamatur ( saltfiskur ) og í eftirrétt var súkkulaðimús og ostar.  Svakalega gott :)

Síðan var pakkaleikurinn frægi hehe.  Afar skemmtilegt :)  Mamma fékk 2 þvottastykki með útsaumuðu hjarta í ( frá Möggu ) og pabbi fékk íslenska orðaleikjaspilið ( sem við komum með hehe ).

Við fórum heim um hálf tíu og þegar við komum heim vildi mamma að ég væri hitamældur.  Held að foreldrar mínir hafi fengið ansi mikið sjokk því ég var kominn með 40,1 stiga hita :(  Fékk stil og fékk að sofna uppi í mömmu og pabba rúmi því mamma vildi ekki hafa mig langt frá sér með svona háan hita.  Hitinn lækkaði svo með nóttunni.

Kv. Víkingur Atli

4. janúar 2009 Sunnudagur

Ég var ekki með mikinn hita þegar ég vaknaði en hann fór hækkandi með deginum.  Síðan eftir lúrinn minn var ég nokkuð hitalaus en aftur kominn með háan hita í kvöld.

Ég fékk pabba til að vakna í nótt til að gefa mér skyr að borða, vildi ekki borða mikið í gærkvöldi.  Síðan komum við aftur upp í rúm, við sváfum svo til tíu.  Þá fór ég fram með mömmu og við fengum okkur morgunmat og komum okkur fyrir í sófanum með sæng og söngvaborg :)

Pabbi hélt áfram í dag að laga til hér heima og henda út :)  Það verður ekki mikið eftir þegar hann er búinn að gera það sem hann vill gera.

Pabbi fór með bílinn til Davíðs í kvöld og hann verður þar allavegana á morgun og hinn.  

Afi og amma náðu í pabba til Davíðs og kíktu í smá heimsókn.  Ég vildi ekki fara að sofa , ég var að bíða eftir pabba mínum.  

Kv. Víkingur Atli lasarus

5. janúar 2009  Mánudagur

 

Ég var í því að vakna í nótt en lagðist niður þegar mamma eða pabbi kíktu inn til í mín og hélt áfram að sofa.  Vaknaði svo korter yfir sjö og vildi skyrið mitt.  Mamma og pabbi fóru mig á mig á fætur , ég vissi samt ekkert hvað ég vildi þegar ég var kominn fram og grét bara :(  eða ég vældi öllu frekar. Mamma var alltaf að segja við mig að hún skyldi mig ekki þegar ég vældi svona ég yrði að segja sér hvað ég vildi.  Eftir smá kúr hjá mömmu þá lagaðist þetta og ég borðaði cherrios og skyr saman :)  Pabbi fór í vinnunna ansi þreyttur.

 

Ég fékk 2 broskalla á límmiðamiðann minn í dag.  Fyrri vegna þess að ég var í klst án bleyju og vildi svo fara á koppinn til að pissa.  Kom reyndar ekkert en ég fékk samt límmiða fyrir að biðja um koppinn.  Mér fannst ansi spennandi að vera bleyjulaus og leit niður á gólf á nokkurra mín. fresti og tilkynnti að það væri ekkert piss :)

 

Mamma fékk niðurstöðurnar úr strokinu sem læknirinn tók hjá mér á föstudaginn var og ég er með fullt af kvefbakteríum í nebbanum og fæ sýklalyf við þessu í kvöld, vikuskammtur.  Rétt sleppum því stómían verður tekin hjá mér um miðjan mánuðinn.

 

Ég svaf svo í 1,5-2 tíma í dag.  

 

Pabbi tók svo mig mér þegar hann kom heim.  Mamma fór í kvöld í afmæli til Sigrúnar Margrétar vinkonu sinnar.  Rosalega gaman, allur vinahópurinn saman komin ( sko stelpurnar ) fyrir utan Ingileif.  

 

Ég sofnaði í fanginu hjá pabba í stofunni í kvöld.  Lagðist hjá honum og steinsofnaði.  Ég er búinn að vera hitalaus í allan dag.

 

Kv. Víkingur Atli, allur á batavegi.

6. janúar 2009  Þriðjudagur , Þrettándinn

Ég svaf illa í nótt, alltaf að vakna grátandi og vissi ekkert hvað ég vildi :(  Reif svo mömmu og pabba upp um sjöleytið og var ekkert á því að fara að sofa aftur strax eins og mömmu langaði til að gera.

Ég var heima í dag því bíllinn er enn bilaður en við fáum hann seinna í dag :)

Ég er farinn að tala þvílíkt mikið og mjög duglegur að herma eftir.  Finnst lífið mjög skemmtilegt þessa dagana.

Benni frændi og amma Ása komu í smá heimsókn í dag, Benni var að ná í myndavélina sína :)

Við kíktum svo út, kíktum í mat til ömmu og afa og hittum Bjarka, Eydísi, Axel og Hildi.

Kv. Víkingur Atli jólagaur

7. janúar 2009  Miðvikudagur

Við viljum óska Moster til hamingju með afmælið :) og líka Magga frænda :)

Ég var dálítið í því að vakna í nótt, ábyggilega einhverjar tennur á leiðinni hjá mér en ekki til í dæminu að ég leyfi foreldrum mínum að skoða góminn !!!

Við sváfum öll yfir okkur í morgun hehemmm.  Vöknuðum akkúrat þegar mamma átti að vera í mæðraskoðun.  Svolítið fát á okkur. Pabbi dreif í því að gefa mér að borða ( kl. hálf tíu um morguninn )  og mamma hringdi í Sveinu ljósmóður.  Hún sagði henni að koma bara í rólegheitunum þannig að þau keyrðu mig á leikskólann áður en þau fóru í mæðraskoðunina.

Fyrsti leikskóladagurinn síðan á þorláksmessu !  Svolítið skrýtið en ég var mjög ánægður með daginn.

Skoðuninn hjá mömmu gekk mjög vel.  Blóðþrýstingurinn er í fínu lagi og henni gengur vel að þyngjast ( samt ekkert of mikið ) sem hún er mjög ánægð með.  Hjartslátturinn hjá litla krílinu var góður og legbotninn er 22 sem er bara mjög gott :)  Gæti ekki verið betra miðað við ástandið, hún á þó að vera áfram í rólegheitunum og gera sem minnst.

Mamma dreif sig svo í meðgöngusundið í dag og það var ansi hressandi :)

Hún náði í mig eftir sundið , ég var rosalega þreyttur.  Ég svaf ekkert í dag þar sem ég vaknaði svo seint í morgun.  Við náðum í pabba og fórum svo aðeins í smáralindina.  Ég notaði svo tækifærið og lagði mig meðan við keyrðum þangað.  Ég græddi flottan jakka fyrir sumarið þannig að ég er vel settur :)

Fórum svo heim og ég sofnaði á réttum tíma í rúminu mínu.

Kv. Víkingur Atli 

8. janúar 2009  Fimmtudagur

Ég svaf til hjálf fjögur í mínu rúmi, þá vildi ég kúra hjá mömmu og pabba.  Við sváfum svo til átta.  Ég var komin í leikskólann rétt eftir níu og fannst það ansi spennandi.

Mamma og pabbi fóru í kistulagningu hjá Ebbu ömmu í Vídalínskirkjunni.  Athöfninn var afskaplega falleg og ljúf en auðvitað ansi erfið.  Samt gott að geta kvatt hana á svona fallegan hátt.  Eftir athöfnina var kaffi heima hjá Halla og Sigrúnu að hætti Ebbu langömmu ( snittur og með því ).

Kl. þrjú var svo  jarðaförin í Vídalínskirkju.  Kirkjan troðfull og athöfnin mjög falleg.  Langamma var svo jarðsett í garðakirkjugarði hjá Haraldi langafa og stóru systrum mínum.  Síðan var erfðadrykkja í safnaðarheimilinu í Vídalínskirkju. 

Amma Ása hafði sótt mig eftir jarðaförina og ég hitti mömmu og pabba í erfðadrykkjunni.  Ég er svo mikið partýljón að mér fannst þetta svakalega skemmtilegt að hitta allt þetta fólk hehe og hlaupa út um allt.  Ég var með Eydísi í vasanum og hún hljóp á eftir mér út um allt.  Við vorum svo komin heim milli sjö og átta.

Pabbi fór til Davíðs vegna bílsins okkar ( já hann er sko í því að bila þessa dagana ) og mamma svæfði mig uppi í rúminu þeirra.  Hún var svo þreytt eftir daginn að hún valdi auðveldasta kostinn í þetta sinn.  Pabbi færði mig svo yfir í mitt rúm þegar hann kom heim þar sem ég svaf í alla nótt.

Af litla krílinu er allt gott að frétta, mamma býst við því að það verði jafn tónelskt og ég því í athöfninni þá fór ég á fullt í hvert sinn sem það var verið að syngja :)  Mikið fjör í bumbunni.

Kv. Víkingur Atli

9. janúar 2009  Föstudagur

Til hamingju með afmælið Logi :)

Við pabbi fórum 2 saman af stað í morgun og mamma var heima ða hvíla sig.  Hún var svo þreytt eftir gærdaginn.

Afi Eydi og amma Hósý náðu í mig í leikskólann og ég fór með þeim heim.  Pabbi var á fullu að stússast í bílnum okkar, núna er hann alveg eins og nýr :)  

Ég fékk hafragraut heima hjá afa og ömmu og fékk að fara út með Einari afabróður að skjóta upp einhverjum sprengjum og stjörnuljós.

Mamma var svakalega ánægð þegar við pabbi komum heim.  Ég var líka mjög ánægður að sjá hana og sýndi henni voða stoltur stjörnuljósin sem ég fékk hjá ömmu og afa :)

Ég var mjög fljótur að fara að sofa en ég fór í seinni kantinum að sofa í kvöld.

Góða nótt Víkingur Atli

10. janúar 2009  Laugardagur

Við fórum í bónus áður en við fórum til langömmu Inger og langafa Benna í hádeginu.  Mamma ofreyndi sig eitthvað þar, þannig að hún tók því svo bara ofurrólega það sem eftir var dagsins.  Hún er orðin svo slæm í bakinu greyið.

Hittum ömmu Ásu og Önnu Maríu í Safamýrinni og það var jafn skemmtilegt og venjulega :)

Fór heim og lagði mig með mömmu áður en ég fór í næturgistingu til ömmu Ásu.  Mamma og pabbi voru að fara í Lottó-spilakvöld til Steinunnar og Ara. Ég heppin, finnst svo skemmtilegt að vera hjá ömmu minni, er alltaf eins og engill hjá henni ( ákveðinn engill hehe ).

Kv. Víkingur Alti

11. janúar 2009  Sunnudagur

Mamma og pabbi náðu að taka niður jólaskautið áður en þau náðu í mig til ömmu Ásu í dag.  

Benni var hjá ömmu þegar mamma og pabbi komu þannig að þau náðu að hitta hann í smá stund.  Ég og amma höfðum verið að baka bollur sem mér fannst svakalega góðar.  

Við fórum svo í Bæjargilið þar sem ég svaf í oggulitlastund, sofnaði svo seint.  Pabbi var að horfa á fótbolta og mamma að prjóna.

Við fengum að borða hjá ömmu Hósý og afa Eyda, sko mamma og pabbi því ég var sofandi.  Ég borðaði þegar ég kom heim, helling af fiski sem mamma og pabbi höfðu keypt.

Kv. Víkingur Atli 

12. janúar 2009  Mánudagur

Mætti dálítið seint í dag í leikskólann.  Fór í sjúkraþjálfun og það var ansi skemmtilegt.  

Mamma náði í mig eftir leikskólann, hún var þá nýkomin úr meðgöngusundi.  Við sóttum pabba og þurftum aðeins að stússast áður en við fórum heim.  Pabbi fór í það að elda fyrir okkur hakk og spagetti meðan við mamma fórum inn í herbergi að leika okkur á meðan.  

Ég sofnaði rosalega seint í kvöld, það var svo mikið loft í mér að mér leið ekkert voðalega vel.  Ég sofnaði þó á endanum í rúminu mínu.

Mamma er komin 5 mánuði á leið, hún jafnaði á föstudaginn meðgöngulengdina frá því þegar hún gekk með systur mínar og það var mikill léttir.  Alltaf gott að komast yfir svona hjalla.  Á morgun er hún svo komin 23 vikur þannig að það gengur allt mjög vel fyrir utan nokkra aukaverkanir en það er bara svona. 

Kv. Víkingur Atli

13. janúar 2009  Þriðjudagur

Mamma skutlaði okkur pabba í leikskólann og í vinnunna. Það var íþróttadagur í leikskólanum í dag :)

Mamma náði í mig rétt fyrir þrjú í dag og við náðum í pabba áður en við fórum að hitta Lúther lækni.  Það stóð til að ég myndi losna við stómíuna í dag en lúther vildi að ég kæmist í gegnum 1 veikindi án þess að þurfa að nota stómíuna þannig að við komum aftur til hans í apríl.  Gerir svo sem ekki mikið til því stómían er ekki að þvælast fyrir okkur.  

Við mamma skutluðum svo pabba í vinnunna og fórum á kaffihús/bakarí og fengum okkur að borða.  Ég fékk kókómjólk, skyr og smá stykki af snúð sem mér fannst svakalega góður :)  Síðan kíktum við í rúmfatalagerinn þar sem við keyptum 2 lök á rúmið mitt, kassa undir jólaskrautið og svo prjónablað.  Amma Ása ætlar nefnilega að hjálpa mömmu og prjóna heimfaraföt á litla systkinið mitt :)  

Við náðum svo í pabba í vinnunna og fórum og skiptum spilinu sem mamma og pabbi fengu frá Hildi og Axel í jólagjöf.  Þau fengu sér annað skemmtilegt spil í staðinn og hlakka mikið til að fá gesti heim til að spila við :)  Pabbi þurfti svo að fara heim til ömmu Hósý og afa Eyda til að ná í krukkur , hann var nefnilega að búa til fleiri rauðrófur og þurfti að koma þeim í krukkur :)

Pabbi er sko í hreiðursgerð þessa dagana hahahahaha, venjulega er það nú mömmurnar sem fá svona tiltektaræði þegar von er á litlu kríli á heimilið en þar sem mamma er nánast farlama eftir langan dag þá tekur pabbi þetta á sig :)  Í gær tók hann eldhúsið í gegn meðan mamma sá um mig og í dag var það hjónaherbergið :)  

Sama vesenið á mér og í gær, ég vildi ekki fara strax að sofa, tók langan tíma og ég sofnaði ekki fyrr en í 10 fréttunum.  Greinilegt að það þarf að stytta lúrinn minn á daginn.

Kv. Víkingur Atli

14. janúar 2009  Miðvikudagur

Við mamma vorum saman heima í dag.  Það var starfsdagur á leikskólanum mínum.  Við höfðum það óskaplega huggulegt saman.  Ég var bleyjulaus í 2 tíma fyrir hádegi, sagði einu sinni að ég þurfti að pissa og fékk stjörnu á blaðið mitt í verðlaun og og líka fisk því ég fór á koppinn en pissaði ekkert.  Ég pissaði lika 2 sinnum á gólfið.  Einu sinni sagði ég mömmu að ég þyrfti að kúka en hún heyrði ekki nógu vel í mér til að bregðast hratt við þannig að ég kúkaði bara í bleyjuna sem ég var kominn með.  Mér finnst líka mjög mikilvægt að mamma muni það að ég sé með typpi og það eigi að vera ofan í bleyjunni !!!

Við fórum svo með pabba í búðina, vantaði mjólk og ýmisslegt annað í ísskápinn.  Pabbi bjó svo til pizzu handa okkur í kvöldmatinn.

Ég er búinn að vera MJÖG upptekinn af því í dag að segja hvað hverjir eiga.  " Ég á þetta dót ", sagt á minni málísku, " Mamma á þessa peysu, mamma á þessa úlpu ".  " Pabbi á þennan stól, pabbi á þessar buxur ".  Mamma og pabbi eru eitthvað að babla um að við eigum sumt saman, mér finnst það vera algjört bull.  Getur ekki verið að margir eigi sófann, mamma á sófann eða pabbi eða Víkingur en ekki ALLIR !  

Núna þegar ég tala og er að vanda mig þá legg ég mikla áheyrslu á smáorðin.  " Víkingur detta Á gólfið", sagt með á minni íslensku " Ví í etta Á ólfid " og með táknum.  Sagt þangað til mamma eða pabbi endurtekur setninguna.  Ég verð auðvitað að vera viss um að þau skilji mig :)

Ég var dálítið óþekkur i kvöld, hlýddi bara engu sem við mig var sagt.  Ég fór þó fyrr að sofa en seinustu 2 kvöld þannig að mamma og pabbi gátu aðeins sest niður áður en þau fóru að sofa.

Kv. Víkingur Atli

15. janúar 2009  Fimmtudagur

Til hamingju með afmælið Eydís frænka :)  Vonandi fékkstu góðan dag.

Ég fór með pabba í morgun, mamma varð eftir heima.  Ég er sko farin að taka eftir því að það sé minna um ljós úti og þá eru jólin búin segi ég :)

Ég var að kubba þegar pabbi kom að sækja mig, ég sagði mömmu það þegar ég kom heim :) Já ég tala ansi mikið þessa dagana.

Við ætluðum að kíkja í afmæliskaffi til Eydísar frænku en þá var bara ekkert fjölskylduboð hjá henni og okkur ekki boðið upp á neitt.  Við fórum því bara fljótlega heim aftur.  

Ég borðaði ansi vel í kvöldmatnum.  Pabbi fór svo með mér inn en hann sofnaði á undan mér hahahaha, ég kjaftaði svo svakalega mikið en sofnaði svo á endanum.  Pabbi kom svo fram með stírurnar í augunum.  

Kv. Víkingur Atli

20. janúar 2009  Þriðjudagur

Margt búið að eiga sér stað hjá okkur en við ekkert getað skrifað hér inn þar sem síðan hefur legið niðri :)

Allavegana þá er ég ofsalega duglegur að tala og herma eftir orðum, mamma og pabbi þurfa að passa sig hvernig þau tala því ég hermi eftir öllu og MAN orðin hehe.  

Ég er líka farinn að verða duglegri að fara á koppinn, finnst það ekkert ofurspennandi en veit núna að maður fer alltaf á koppinn á morgnanna og pissa í hann , allavegana að reyna.

Ég fór í fimleika með Dagný seinasta sunnudag og fannst það ansi skemmtilegt ( eitthvað reyndi það á því ég steinsofnaði á eftir þegar ég kom heim ).

Á laugardaginn fórum við eins og venjulega til langömmu Inger og langafa Benna.  Þar sagði ég í fyrsta sinn LANGAFI.  Auðvitað fannst öllum það stórmerkilegt þannig að ég sagði það aftur og aftur  hehe.  Það voru 2 gönguvinir hennar Önnu Maríu í heimsókn frá Belgíu.  Það var bara töluð enska þannig að ég skildi ekki neitt en það hindraði mig ekki í því að hlæja með hinum og reyna að ná athyglinni :):)

Ég fór líka í 2ja ára afmæli á laugardaginn.  Kristjana Rögn varð 2ja ára þann 15. jan og hélt upp á það á laugardaginn.  Það tók mig smá stund að vilja vera þar því ég var nývaknaður úr lúrnum mínum ( sofnaði í bílnum ) en svo var mjög gaman.  Sérstaklega þegar ég fékk KÖKU og vá hvað ég varð ör á eftir hehe, ég er sko algjör orkumælir hehe.

Pabbi heldur áfram að henda út úr íbúðinni og það er allt að verða ansi fínt hjá okkur.  Núna eru það fataskáparnir sem eru eftir og mamma er alveg sammála honum í því að það er að létta aðeins á okkur hér í íbúðinni.  Við vorum komin með allt of mikið af dóti hingað inn :S 

Mamma er komin 24 vikur í dag og er afskaplega ánægð með þann árangur, litla krílið orðið lífvænlegt.  Hún er líka búin að vera þvílíkt dugleg að prjóna :)  hún fór meira að segja á prjónahitting á sunnudagskvöldið með nokkrum úr maíbumbuhópnum :)  Hún er alveg ótrúleg með að koma sér í allskonar svona hópa haha.  Hún er meir en hálfnuð með peysuna sem átti að vera á 6 mánaða gamalt barn en hahahahahahahahaha mun áreiðanlega passa á 2ja ára gamlan strák í staðin ( kannski ég komist bara í hana þegar hún er búin ).  Amma Ása hefur svo lofað að hjálpa henni með að prjóna heimfarasettið á litla systkinið mitt.  Mömmu og pabba finnst samt svo óraunverulegt að ég skuli vera að verða stóri bróðir :)  Þegar þau áttu von á mér þá var spennan gífurleg, að fá litla barnið sitt lifandi í fangið .... Loksins.  Núna er að koma annað barn en ekki samti tíminn til að hugsa um þetta því ég læt þau hafa nóg að gera hehe.  

Knús Víkingur Atli

21. janúar 2009  Miðvikudagur

Mamma og pabbi eru að reyna að finna leið til að fá mig til að borða á kvöldin.  Ég vill bara borða svo lítið og svo vakna á nóttunni sársvangur og ekki hægt að tjónka við mig um eitt né neitt nema fara fara fram og fá mér að borða !!!

Ég fór með pabba í leikskólann og fór strax að fá mér morgunmat.  Í dag var spiladagur í leikskólanum og ég prófaði hin ýmsu spil með kisuhópnum mínum.

Amma og mamma náðu í mig í leikskólann.  Ég var ansi ánægður með þá tilbreytingu.  Mamma fékk að vita að ég hafi farið 1 sinni á klósettið í dag sem er bara gott mál.  Ég er jú í þjálfun :)

Ég fór svo með ömmu Ásu og mömmu í garnbúð og þær keyptu garn í heimfarasettið fyrir litla krílið.  Mér fannst svakalega spennandi að vera þarna inni, svo mikið að skoða og hægt að breyta ýmsu þarna inni hahaha.

Við mamma náðum svo í pabba og fórum heim.  Ég fékk lifrapylsu og rófur í kvöldmatinn, borðaði ágætlega en lét hafa mikið fyrir mér.  Vildi ekki borða en borðaði svo það sem var sett upp í munninn minn, en það varð að hafa sósu á matnum.

Mamma svæfði mig svo, við vorum aðeins að spjalla saman og syngja afi minn og amma mín og ég kann sko alveg það lag, söng eitt og eitt orð með og fannst þetta svakalega skemmtilegt :)  

Mamma fór og hitti Tryggva skurðlækninn sinn í dag og það var ákveðið í samráði við Huldu fæðingarlækni að hún færi í keisara í maí með litla krílið.  Fínt að það sé komin ákvörðun í þessu máli.  Allir ánægðir með þá ákvörðun.  Líka fínt þegar dagsetninginv verður komin að vita nákvæmlega hvenær litla systkinið mitt kemur í heiminn :)

Knús Víkingur Atli óþekktarangi hehe

22. janúar 2008  Fimmtudagur

Ég vakti pabba kl. þrjú í nótt því ég var orðinn svangur.  Ég er búinn að læra það að það þýðir ekkert að vekja mömmu, hún sendir mig bara aftur að sofa !

Pabbi vakti mig svo í morgun til að fara á leikskólann og þar fékk ég morgunmatinn minn.  Í dag fór Drífa með mér út að ganga í ójöfnum.  Ég er enn í basli með jafnvægið mitt þannig að það er verið að æfa það með því að ganga í ójöfnum.

Amma Ása náði í mig eftir leikskólann og við fórum heim til hennar.  Þar hitti ég Önnu Maríu og ég stjórnaði þeim með harðri hendi.  Við vorum að dansa saman og syngja og gera fleira skemmtilegt.  Ég tók svo ömmu og Benna með mér heim þar sem pabbi hafði búið til pizzu handa okkur :)  Ég var meira upptekinn við það að skemmta gestunum mínum en að borða enda fáum við sjaldan gesti þannig að ég uppveðrast allur.  Ég borðaði þó eitthvað og fékk svo jógúrt seinna um kvöldið.  

Kv. Víkingur Atli 

23. janúar 2009 Föstudagur Bóndadagur

Í tilefni dagsins bauð ég afa Eyda og pabba í morgunkaffi á leikskólann minn.  Mjög skemmtilegt.

Í dag fór ég í listaskálann með kisuhópnum mínum með henni Drífu.

Mamma náði í mig í leikskólann þegar ég var búinn þar og við náðum í pabba.  Hún hafði farið í meðgöngusundið og líka keypt handa pabba gjöf til að gleðja hann á bóndadaginn.  Hún keypti 4 þorrabjóra sem hún lét pakka inn og 1 rós með, rosalega flott. Hún náði að taka af þessu mynd áður en pabbi fór á Þorrablót Stjörnunnar. 

Við mamma vorum því 2 ein heima í kvöld og nótt. Mér fannst það mjög skrýtið að pabbi væri ekki heima og að ég fengi að sofa í pabba rúmi. 

Kv. Víkingur Atli

Helgin 24 0g 25. janúar 2009

Á laugardaginn náðum við mamma í pabba í hádeginu til ömmu og afa en hann svaf þar um nóttina.  Nei nei mamma henti honum ekkert út haha, hann var á þorrablóti Stjörnunnar og fékk að gista þar í staðinn fyrir að borga mörg þús. kr. í leigubíl heim.  Ég var ægilega ánægður að sjá pabba minn, skyldi sko ekkert í því af hverju hann var ekki heima hjá sér eins og mér finnst að hann eigi að vera :)

Pabbi dró okkur mömmu svo á fótboltaleik til að horfa á Bjarka frænda spila.  Eftir leikinn fórum við heim og við lögðum okkur öll saman.  Ég var nú ekkert á því að leggja mig og var uppi í rúmmi að kjafta og leika mér og vera góður við mömmu og pabba.  Ég sofnaði þó að lokum og svaf til sex !! 

Restin af laugardeginum fór í rólegheit því við vorum öll eitthvað öfugsnúin hehe.

Jú mamma og pabbi ákváðu að byrja að gefa mér matarlystaraukandi lyfið aftur á kvöldin.  Það virkaði svakalega vel, ég borðaði alveg helling af hafragrauti, fullan pott ( lítinn pott ) og fór voðagóður að sofa á réttum tíma og mamma þurfti ekkert að sitja inni hjá mér þar til ég sofnaði :)

Sunnudagur :

Ég vakti pabba til að fá morgunmat, svaf alla nóttina inni í mínu rúmi :)  Ég var reyndar dálítið að stríða karlinum í morgun, var svona til skiptis að vilja borða meira eða sofa meira.  Að lokum fór mamma með mig fram og við vorum bara þar þar til pabbi vaknaði og þá fórum við út.  Ég fór í heimsókn til ömmu og afa einsog ég var búinn að tilkynna að ég vildi gera.  Mamma og pabbi notuðu tækifærið og fóru að versla í matinn og í Ikea að skoða hvað væri til þar.  Þegar þau komu að ná í mig voru langamma Palla og langafi Jón hjá ömmu og afa ásamt þeim Eysteinni Fannari og Stefáni.  Amma og afi voru að fá sófasettið hennar langömmu Ebbu til sín og langamma Palla og langafi Jón voru að taka eitthvað dót með sér austur.

Ég fór í bíó í dag í fyrsta skipti.  Fór með mömmu og pabba á Skoppu og Skrítlu, fannst það rosalega merkilegt. Fyrir bíómyndina var ég í því að hlaupa um svæðið fyrir utan bíósalina og fannst það ansi spennandi, mjög spennandi skilti með mynd af Skoppu og Skrítlu hehe.  Ég var nánast kjurr alla myndina í sætinu mínu ( aðeins of lítill til að geta setið vel í sætinu en ég lét mig hafa það ), ég var þó farinn að óróast undir lokin ( 50 mín mynd- 60 mín með hlé ).

Við fórum svo heim til Dagný Bjartar og fengum okkur að borða, ég var ægilega glaður að sjá hana og vildi endilega leika við hana.  Að lokum vorum við orðin of þreytt þannig að við fórum bara heim.

Knús Víkingur Atli 29 mánaða gamall

27. janúar 2009  Mánudagur

Ég fór með pabba í morgun, átti að mæta í sjúkraþjálfun í leikskólanum.  Voða gaman :)

Afi Eydi náði í mig eftir leikskólann, pabbi þurfti að fara á fund uppi í skólanum sínum og mamma var ein og bíllaus heima.  Ég fór því með afa heim og hitti ömmu þar.  Rosa stuð hjá okkur.  Mamma og pabbi náðu í mig til þeirra og við fengum kvöldmat hjá ömmu og afa.  Afi keyrði okkur afa svo heim en mamma fór heim til Steinunnar, Ara og Piu Maríu að hitta vinkonur sínar.

Ég er búinn að vera með hósta í dag og er að fá kvef á ný :(  Ætli mamma þurfi ekki að tala við háls - nef og eyrnalækninn aftur og láta hann skoða mig.

Afi ætlaði að gefa mér mjólkurglas sem ég vildi endilega fá. Hann ætlaði að hella fjörmjólk í glasið mitt en ég var alveg ákveðinn að ég vildi hana EKKI, svo kom hann með léttmjólk og þá mjólk þekkti ég alveg og sagði " Já , þetta er mjólk " voða ánægður með að afi skyldi koma með mjólk handa mér.

Þegar mamma kom heim vaknaði ég og mamma ætlaði að svæfa mig en þá fann hún að ég var orðinn ansi heitur og pabbi kom til okkar og ég var mældur.  Þá var ég kominn með tæplega 39 stiga hita þannig að ég verð heima á morgun.

Kv. Víkingur Atli

27. janúar Þriðjudagur

Eins og mamma skrifaði í gær þá var ég heima í dag.  Ég er með svo svakalega slæman hósta og þvílíkt mikið kvef og hita að mamma og pabbi vildu bara hafa mig heima í dag.  Lítill lasinn kútur.  Pabbi kom svo heim í hádeginu því hann var orðinn lasinn líka. 

Ég vildi ekki sofa neitt í dag og borðaði ekkert svakalega mikið.

Um fjögur þá vildi mamma láta kíkja á mig því ég var farinn að hósta svo mikið og kominn með astmaandardrátt.  Fórum við því niður á barnaspítala.  Þar fengum við þann greiningu að ég væri með RS veiruna ( í þriðja sinn á 3 árum ) eða parainfluensu.  Sama meðferðin á þessu báðu, púst, púst og púst og kom svo niður eftir ef mér batnar ekki eða versnar.  Ég fékk góðan skammt af ventolini ( sem hjálpar mér að anda ) og betaprep ( steratöflur til að hjálpa mér að batna ) og svo fékk ég að fara heim.  Jú ég fékk líka að vita ( eða sko mamma og pabbi því ég var of upptekinn við að skoða umhverfið ) að ég metta vel ( sem er mjög gott ) og að ég er með slæman astma.  Ég verð því á ventolini pústi á 2 tíma fresti yfir daginn og á nóttunni ef ég vakna meðan ég hef hóstann og svo með sterapúst í 2 vikur.

Þegar við komum heim þá gerði mamma þvílíka leit að pústhólkinum mínum og loksins fann hún hann eftir að hafa hringt út um allt til að ath. hvort við hefðum gleymt honum einhversstaðar.  Nei þá var hann vel geymdur á efstu hillinu inni á baði ( mamma sá hann í speglinum , annars hefði hún ekki fundið hann ). 

Mamma náði að koma matarlyfinu ofan í mig með þvi að fela það í LGG mjólk.  Gátum því sleppt stómíuna núna sem er æðislegt því ég á að læra að taka lyfin mín um munninn.

Pabbi bjó til kjötbollur og með því í kvöldmatinn og ég borðaði ágætlega.  Svo fékk ég heila skyrdollu ( litla ) í desert og var nokkuð góður að fara að sofa.

Risaknús Víkingur Atli

28. janúar 2009  Miðvikudagur

Mamma fór í mæðraskoðun í morgun.  Við pabbi vorum heima á meðan þar sem við erum lasnir.  Mæðraskoðunin gekk vel, litla krílið stendur sig vel og var með hiksta þegar Sveina var að hlusta á hjartsláttinn hehe.  Allt var í góðu lagi nema blóðþrýstingurinn var heldur lágur en er voðalega lítið við því að gera.  Næsta skoðun og vaxtarsónar er eftir 3 vikur.

Ég var heldur betri af hóstanum í dag , ég fæ líka mjög reglulega pústin mín.  Ég er búinn að vera með hita í dag, frá 7 kommum upp í 38 þannig að þetta er vonandi allt að koma. 

Ég var rosalega duglegur að hjálpa pabba mínum með það sem hann var að gera í dag og að hjálpa mömmu að baka pönnukökur sem við fengum með kaffinu. 

Ég svaf ekki lengi í dag og varð því fljótt þreyttur um kvöldið.  Ég fékk því að fara að sofa fljótlega eftir kvöldmatinn. 

Kv. Víkingur Atli

29. janúar 2009  Fimmtudagur

Ég er enn veikur, ég svaf þó í alla nótt í rúminu mínu og hóstaði nánast ekkert :)  Ég er samt enn með hósta, í morgun var ég hitalaus en svo fór ég að fá hita eftir hádegi en var svo næstum hitalaus þegar ég fór að sofa. 

Ég hafði alveg nóg að gera í dag.  Pabbi er líka veikur og mamma heima hjá okkur. Pabbi er enn að laga til, þið ættuð bara að sjá hvað er orðið rosalega fínt hjá okkur :)  Ég var að hjálpa honum, t.d. finnst mér svakalega gaman að hjálpa til við þvottinn.  Pabbi var búinn að brjóta saman heilmikið af þvotti um daginn og setja í skúffurnar hjá mér og mér fannst það skylda mín að máta þau ÖLL sömul þannig að skúffurnar eru ekki alveg jafn fínar í dag. 

Síðan hjálpaði ég mömmu að baka, hún bakaði skúffuköku í hjartaformi fyrir okkur til að hafa í kaffinu og svo eina pavlovu því hún var að fá nokkrar bumbulínur í heimsókn um kvöldið.

Ég svaf stutt í dag, þrátt fyrir allan hitan þá get lítið sofið á daginn og verð því svakalega þreyttur og næstum því of þreyttur til að geta borðað kvöldmatinn :( 

Kv. Víkingur Atli

30. janúar til 1. febrúar 2009 - föstudagur til sunnudags

Á föstudaginn vorum við öll heima , enn veik.  Mömmu fannst finna svo mikið fyrir andardrættinum hjá mér þegar hún var að svæfa mig á föstudeginum að afi kom og skutlaði okkur mömmu niður á spítala.  Þar hittum við sama lækninn og skoðaði mig á þriðjudaginn.  Ég fékk annan stóran steraskammt og svo mátti ég fara heim.  Eftir þetta fór mér batnandi :)  Amma Ása kom í kaffi til okkar á föstudeginum, hún kom líka með bleyjur handa okkur , við komin í bleyjuskort enda engin sem hefur komist út úr húsi hér í tæpa viku :s.  Hún endaði svo í mat hjá okkur :)

Á laugardaginn var ég orðin hitalaus og við þorðum að fara í smá stund út og heimsóttum langömmu Inger og langafa Benna.  Þar hittum við Önnu Maríu og Benna og ömmu Ásu :)  Restina af deginum vorum við heima að dunda okkur.

Á sunnudeginum fengum við góða gesti í heimsókn, amma Hósý, afi Eydi og amma Ása komu í osta og pönnukökur.  Mjög huggulegt hjá okkur.  Við sáum blaðamannafundinn þar sem ný ríkisstjórn var kynnt við mismikinn fögnuð áhorfenda hér heima hehe.  Ég veitti nú þessum blaðamannafundi lítinn áhuga , var í því að heilla gestina mína.  Mér finnst svo skemmtilegt að fá afa minn og ömmur í heimsókn, allt of sjaldan sem við sjáum þau hér heima.  Ég var líka með ólífur í skál og mjög upptekinn að borða þær :)

Kv. Víkingur Atli

2. febrúar 2009  Mánudagur

Skreið upp í til mömmu í morgun og kastaði þar upp.  Er svo fullur af slími að ég var ekki alveg að höndla þetta og losaði mig við það svona, mjög huggulegt.  Pabbi varð þó ekki var við neitt og steinsvaf bara , við mamma deildum svo koddanum hennar mömmu og sæng og höfðum það óskaplega huggulegt, þótt mömmu hefði nú langað að geta hreyft sig aðeins meir en hún gat gert ;)

Jejjjjjjj ég komst í leikskólann í morgun.  Var ansi spenntur fyrir þessu, fljótur og sáttur að fara í útifötin mín og þegar ég sá leikskólann minn þá sagði ég hátt og skýrt JÆJA !

Mamma náði í mig á leikskólanum og fékk að vita að ég hafði verið ansi hress yfir daginn.  Sofnað fljótt og vel, ekkert skrítið eftir að hafa verið að leika mér við alla krakkana og farið í sjúkraþjálfun.  Fór svo á kubbasvæðið eftir hádegi og skemmti mér konunglega þar.

Við sóttum svo pabba og fórum í heimsókn í Bæjargilið þar sem okkur var boðið í mat.  Ég vildi þó ekki borða mikið og ekki heldur þegar við komum heim.  Ég var fljótur að sofna og svaf vel í alla nótt. 

Mamma fór í sjúkraþjálfun í dag og í meðgöngusundið þannig að hún má vera ánægð með sig :)  Pabbi fór líka í vinnuna sína þannig að hversdagsleikinn er hafinn á ný hjá okkur.

Kv. Víkingur Atli

3. febrúar 2009  Þriðjudagur

mamma skutlaði okkur pabba í vinnunna og leikskólann því hún þurfti að nota bílinn í hádeginu.  Þá fór hún út að borða með nokkrum bumbulínum og aðeins að versla þar til hún náði í pabba í vinnunna og þau komu að ná í mig á leikskólann.  Ég var voðalega ánægður að hitta þau.  Við þurftum að skreppa aðeins inn í Garðabæ því pabba þurfti að ná í svolítið heima hjá ömmu og afa.  Enginn var heima þegar við komum og mér fannst það alveg gasalegt og það komu bara tár og allt í ljós af söknuði en ég tók gleði mína þegar afi kom heim akkúrat meðan pabbi var inni að ná í dótið sitt.  Ég hitti hann samt bara í nokkrar mín og það var alveg nóg fyrir mig, afastrákinn sjálfan.

Um kvöldið fékk ég svona svakalega í magann, þvílíkar sprengjur sem komu í bleyjuna en ég var samt ansi hress og fann lítið fyrir þessu nema þegar pabbi setti mig í sturtu eftir eina bleyjuna enda var allt komið upp á bak og maga hjá mér :(

Ég svaf svo bara vært um nóttina.

Mamma er komin 26 vikur í dag með litla systkinið mitt, styttist sko í að ég fái litla systkinið mitt í heiminn.

 

Kv. Víkingur Atli

4. febrúar 2009  Miðvikudagur

Engin sprengja kom í nótt hjá mér og ég var bara nokkuð góður í dag í leikskólanum.  Mamma og pabbi héldu að það hefði eitthvað verið að fiskinum sem ég fékk í hádeginu í gær en það voru engin önnur svona niðurgangstilfelli í gangi hjá þeim þannig að þetta hefur verið einhver pest í gangi. 

Mamma var með upp og niðurgangspestina í dag, hélt engu niðri og varð rosalega veik.   Hún lá í sófanum þegar ég og pabbi komum heim og ég vissi sko strax að mamma væri lasinn.  Ég var samt á því að hún ætti að standa upp.  Mér þótti rosalega skrýtið þegar ég sá hana nokkrum sinnum hálf hlaupa inn á klósett til að kasta upp og ég var farinn að herma eftir henni ( algjör snúður ).   Afi kom að sækja mig rétt fyrir átta því mamma var viss um að hún þurfti að fara niður á meðgöngudeild til að fá vökva í æð einhvern tímann um kvöldið.  Pabbi keyrði hana svo niður eftir um miðnætti og hún var lögð inn til að fá vökva og ógleðisstillandi enda hélt hún ekki neinu niðri og gat ekki gert neitt nema kasta upp. 

Ég hélt áfram að koma með kvöldsprengjur og núna kúkaði ég allt ferðarúmið út hjá ömmu og afa og endaði í silkináttfötum af Eydísi.

Kv. Víkingur Atli

5. febrúar 2009  Fimmtudagur

Pabbi kom að ná í mig til ömmu og afa og fór með mig á leikskólann.  Þær ætluðu að vera duglegar að vökva mig og passa upp á matarræðið hjá mér. 

Pabbi fór svo í foreldraviðtal á leikskólanum í dag, mamma var enn uppi á spítala þannig að hún komst ekki.  Ég haga mér eins á leikskólanum og heima nema hvað ég er duglegri að borða þar en hér heima.  Ég er afskaplega lífsglaður drengur og til í hvað sem er er en MJÖG ákveðinn og verð rosalega sár ef ég fæ ekki að hafa hlutina eftir mínu höfði.  Mér þykir afskaplega gaman í sjúkraþjálfun og er mjög samstarfsfús sem og í leikfimi, sem er mjög gott því ég er svo stirður og ansi á mikið á eftir í hreyfiþroska.  Ég mun halda áfram í sjúkraþálfun og nú er fókusinn settur á jafnvægið, bakið og liðka mig dálítið.  Ég er farinn að geta án stuðnings komist yfir mjög lágar ójöfnur og þess háttar en vantar að geta gert það með hærri hluti og það verður unnið í því.

Ég er duglegur í fínhreyfingum en tóri ekki lengi við í einu og má ekki sjá neitt annað því þá vil ég gera það.  Helst við ég bara valsa um og skoða hjá hinum.  Ég er dálítið á eftir í málþroska og það hamlar því að ég þori að fara inn í leiki hjá hinum krökkunum og í samstarf með öðrum.  Ég næ samt alveg að leika við þau og er í góðu sambandi við hina krakka og þau voða góð við mig.  Leikskólinn ætlar núna í febrúar vera með mig í málþroskaprófi sem ég get svo farið með niðurstöðurnar úr því til Bryndísar talþjálfara í mars sem mun endurmeta mig.

Mamma var bara heppinn að hafa heimtað að komast inn á meðgöngudeildina í gærkvöldi því hún var farin að verða fyrir alvarlegum vökvaskorti og þurfti að fá 2,5 líter af vökva í æð áður en hún fékk að koma heim í kvöld.

Amma Ása náði í mig í leikskólann og ég fór með henni heim.  Við vorum að dúlla okkur saman, borða brauð og drekka kókómjólk ( ég er sko mikill kókómjólkurkarl , einum of finnst mömmu og pabba ), lesa bækur uppi í rúmi og hafa það gott.  Pabbi sótti mig síðan áður en við náðum í mömmu á spítalann, mikið varð ég glaður að sjá hana og fá hana með okkur heim.

Ég vildi nú lítið borða frekar en fyrri daginn þegar við komum heim og mamma og pabbi ákváðu að þetta gengi bara eki lengur. Mamma ætlar að tala við Lúther lækni um þetta því ég þyngist ekki neitt og er að verða svakalega grannur.  Góðu fréttirnar eru þó að ég var góður í maganum í dag og engin sprengja kom.

Kv. Víkingur Atli

6. febrúar 2009  Föstudagur

Ég kyssti mömmu bless áður en ég fór með pabba í leikskólann.  Í dag var ég í listaskálanum, mjög skemmtilegt.

Pabbi náði svo í mig eftir leikskólann og við fórum heim til mömmu.  Við ákváðum að hafa það huggulegt í kvöld og fengum okkur pizzu í kvöldmatinn.  Ég fór svo með mömmu að sofa, var mjög fljótur að sofna því ég var orðin svo þreyttur eftir daginn.

Kv. Víkingur Atli

7. febrúar 2009  Laugardagur

Ég vakti pabba í morgun, vissi ekkert hvað ég vildi en pabbi þekkti mig svo vel að við fórum fram og fengum okkur að borða.  Mamma tók svo við mér svo pabbi kæmist í fótboltann sinn. 

Amma Ása kom svo um tíu - ellefu og ég fór með henni út.  Við heimsóttum langömmu Inger og langafa Benna og hittum Önnu Maríu og gerðum ýmisslegt skemmtilegt saman.

Mamma og pabbi tóku því rólega yfir daginn, tóku til hér heima ( svo sem ekki mikið að taka til ,bara þessi venjulegu þrif ), mamma hvíldi sig og fór í búðina.

Upp úr fimm leytið þá fóru gestirnir að koma.  Við höfðum ætlað að fara á Stykkilshólm ásamt nokkrum vinum en svo kom babb í bátinn og það gekk ekki upp og ákvað hópurinn að hittast hér heima í kvöld í staðinn og spjalla saman.  Ingileif, Michael og Júlíus komu , Lóa, Hrafnhildur líka og svo Ari, Steinunn og Pia María.  Ég sjálfur kom síðastur með henni ömmu minni.

Hver og einn ( eða sko hver fjölskylda ) kom með eitthvað að borða eða drekka og við borðuðum saman.  Mjög huggulegt.  Það tók okkur krakkana smá tíma að ná saman enda hittumst við ekki oft en það gekk alveg á endanum :)  Í lokin vorum við farin að leika voða vel saman og ég elti Piu út um allt og hún hermdi eftir mér hehe.

Ég var svo fljótur að sofna þegar gestirnir voru farnir.

Kv. Víkingur Atli

8. febrúar 2009  Sunnudagur

Mamma kom með mér fram í morgun og við fengum okkur að borða saman.  Ég var ansi duglegur að borða sjálfur, sjálfstæðisbarráttan á fullu á heimilinu okkar.  Það heyrist til skiptist hér "sjálfur" eða " hjálpa mér " :)

Þegar pabbi vaknaði lagði mamma sig og svo fórum við út.  Við stefndum á Bæjargilið en þegar við vorum komin þangað uppgötvuðum við að þar höfðu afi og amma legið í magapestinni um nóttina þannig að við fórum aftur. Þorðum hreinlega ekki að hætta á að fá þessa pest aftur þannig að við fórum í langan bíltúr.  Ég sofnaði í bílnum og var ansi hress þegar við komum heim. 

Stundum verð ég rosalega sár þegar mamma og pabbi skilja ekki hvað ég vil og þá fer ég að hágráta.  Mamma segir að ég eigi að tala en ekki gráta því annars viti hún ekki hvað ég vilji. 

Restin af deginum fór í afslöppun og svo kvöldmatur áður en við fórum að sofa.

Kv. Víkingur Atli

9. febrúar 2009 Mánudagur

Mamma keyrði okkur pabba í leikskólann og vinnunna áður en hún fór í sjúkraþjálfun.  Hún náði svo í okkur þegar við vorum búnir í dag.

Ég fór í sjúkraþjálfun í dag og svo var líka leikfimi hjá kisuhópnum og ég dansaði í leikskólanum í dag og Freyja lét mig ganga upp á hólinn í garðinum ( og ég varð alveg brjálaður yfir því hahahahaha ).  Ég borðaði vel í hádeginu og svaf vel.

Við pabbi keyptum okkur hamborgara á leiðinni heim, mamma vildi ekkert annað en gult epli ( henni var svo svakalega óglatt, já meðgönguógleðin komin á ný hjá henni ).  Síðan hún fékk eplasafann uppi á spítala ef það uppáhaldsdrykkurinn hennar hahaha, hún sem hefur aldrei verið neitt sjúk í hann áður.  Allavegana ég var ansi ánægður með lífið þegar við komum heim.  Þá settumst við strax niður og ég og pabbi borðuðum hamborgarann og franskar með tómatsósu og ég var alsæll með þetta.  Ég borðaði þó sama sem lítið af hamborgaranum en meir af frönskunum og fannst þetta æði.  Stoppaði af og til og tilkynnti að mamma væri að borða epli,  og hélt svo áfram að borða matinn minn.

Um kvöldið dró ég hverja bókina fram á eftir annarri og vildi láta lesa þær fyrir mig.  Ég fékk þó bara að hafa eina bók í einu og alltaf skilaði ég henni áður en ég náði í aðra bók.

Nóg um mig.

Góða nótt Víkingur Atli

10. til 13. febrúar 2009  Þriðjudagur til föstudags

Margt og mikið búið að eiga sér stað seinustu daga.  Ég er að fá listina aftur og veit sko alveg hvað ég vill borða og hvað ekki.  Vá hvað ég get orðið sár/móðgaður ef það er ekki hlustað á óskir mínar. 

Mamma var aftur lögð inn á meðgöngudeildina á miðvikudaginn og er þar enn. Meltingarkerfið hjá henni fór í smá lamasess eftir magapestina í seinustu viku og læknarnir eru að reyna að finna einhverja lausn á þessu fyrir hana. Góðu fréttirnar eru að mamma náði í gær 6 mánuðum í meðgöngunni þannig að það styttist óðfluga í litla systkinið mitt. 

Við pabbi höfum það gott á meðan enda félagar miklir :)  Ég fer í leikskólann á daginn og eftir leikskólann heimsækjum við mömmu mína sem er alltaf himinlifandi að sjá okkur :) og spyr mig margar spurningar um hvað ég hafi verið að gera um daginn og þess háttar. Meiri forvitnin í konunni.  Á miðvikudaginn heimsóttum við Bæjargilið og fengum að borða þar og í gær , fimmtudaginn, borðuðum við hjá ömmu Ásu og Benna. Amma og pabbi segja að þau hafi aldrei séð mig borða jafn mikið og í gær hehe, ég var botnlaus :)  Ég hef haft það mjög gott með pabba mínum og fengið að sofa hjá honum, sofnað þar og pabbi fært mig yfir í mitt rúm en svo hef ég bara komið aftur til hans :) og sofið í mömmu rúmi.

Í dag var svo sérstakur dagur í leikskólanum.  Við höfðum allir krakkarnir komið með 2 plastflöskur og skreytt þær og þær hengdar upp í tréin í garðinum.  Í morgun mætti ég svo með vasaljós og við pabbi gengum hring um garðinn og skoðuðum listaverkin okkar.  Þetta var liður í Vetrarhátíð Reykjarvíkinurborgar.  Þegar ég kom inn var sko aðalfjörið að byrja því öll ljósin voru slökkt og við fengum að leika okkur með vasaljósin okkar.

Amma Ása sótti mig eftir leikskólann og við heimsóttum mömmu.  Vorum þarna í dágóðan tíma og ég græddi aldeilis á því, fékk trópí og saltstangir :) Ég mun svo sofa hjá ömmu í nótt því mamma er á spítalanum og pabbi að fara á Þorrablót í vinnunni :)

Knús Víkingur Atli

Helgin 14. og 15. febrúar 2009

Til hamingju með afmælið elsku Rannveig :)  Vonum að þú hafir fengið góðan dag :)

Mamma var enn á spítalanum á laugardaginn og ég veit sko alveg hvar hún er.  Ég svaf hjá ömmu Ásu og var svakalega hissa þegar ég sá pabba í sófanum um morguninn hehe.  Hann fékk að gista þar svo hann þurfti ekki að taka leigara heim , Benni keyrði pabba :)  Pabbi skellti sér svo í fótbolta en ég fór með ömmu að versla og síðan heim til langömmu Inger og langafa Benna.  Pabbi kom svo þangað eftir að hafa heimsótt mömmu.  Ég fór með pabba heim eftir hádegismatinn og eftir lúrinn minn heimsóttum við mömmu mína. 

Um kvöldið ætlaði ég aldrei að fara að sofa, var mjög eirðarlaus í mér og bylti mér endalaust.

Sunnudagur :

Við náðum í mömmu í hádeginu, loksins kom hún heim með mér.  Ég var svakalega glaður og sagði aftur og aftur á leiðinni heim " mamma búin á spítalanum, mamma komin heim ".  Ég átti svo mömmu mína það sem eftir var af deginum.  Pabbi var að reyna að finna litla systkinið mitt hreyfa sig í bumbunni hennar mömmu en ég bannaði honum það og ýtti hendinni í burtu því ég átti mömmu mína !!! ekki pabbi.

Ég fór í smá pössun til ömmu Ásu meðan pabbi fór á úrslitaleikinn í Körfubolta í Laugardalshöll ( Stjarnan vann :) :)  )  Hitti Önnu Maríu þar og við heimsóttum langömmu og langafa og borðuðum með þeim kjúkling og franskar.  Pabbi náði svo í mig og  við fórum heim til mömmu.

Ég átti aftur mjög erfitt með að sofna um kvöldið.  Það tókst samt að lokum, foreldrar mínir eru eitthvað að reyna að kenna mér að sofna sjálfur í rúminu mínu en mér fannst þetta hinn mesti dónaskapur en þetta er þrjóskukeppni og ég held að ég muni tapa henni með tímanum.

 

Kv. Víkingur Atli

16. febrúar 2009  Mánudagur

Við sváfum yfir okkur, úff púff.  Ég reyndar kom hágrátandi upp í til mömmu og pabba í nótt, eitthvað að plaga mig og svo sváfum við yfir okkur.  Mamma tók til leikskólatöskuna og útifötin meðan ég borðaði cherrios og pabbi klæddi mig.  Svo fór ég í leikskólann, mamma varð eftir heima.

Ég fór í sjúkraþjálfun í dag, Freyja pantaði tíma hjá Sigurveigu bæklunarlækni fyrir mig.  Fer til hennar í byrjun mars, er svo stífur í öklunum.  Pabbi náði reyndar í kvöld að beygja öklana vel hjá mér en bara þegar ég var í slökun annars spyrni ég alltaf á móti.

Það var bara gaman í leikskólanum í dag og ég kom glaður heim til mömmu minnar :)

Benni frændi kom og borðaði með okkur pabba pizzur, svakalega góðar :)  Miklu betri en Dominos :D

Ég og foreldrar mínir erum í þrjóskukeppni núna.  Égá víst að sofna sjálfur í rúminu MÍNU á kvöldin en ég er ekkert á því og er bara ansi móðgaður út í þau.  Í kvöld kom ég 5 sinnum fram og lét vel í mér heyra en foreldrar mínir ætla víst að vinna þessa keppni.  Ég er orðin svo stór að ég á alveg að geta þetta sjálfur, ég gat það einu sinni en svo fékk ég nýtt rúm og allt breyttist.

Kv. Víkingur Atli

17. febrúar 2009  Þriðjudagur

Við pabbi sváfum aftur yfir okkur í morgun þannig að mamma kom á fætur hjálpaði pabba að hafa mig til :)  Í dag var íþróttadagur hjá okkur og ég skemmti mér konunglega :)

Eftir leikskólann komum við pabbi heim og við borðuðum ásamt mömmu kvöldmatinn snemma.  Hrísgrjón, kjúklingur og "BENNASÓSA", mjög gott nema ég vildi ekki kjúklinginn.  Er ekki enn farinn að fatta að kyngja honum en borðaði ágætlega af hrísgrjónum með BENNASÓSU ( það var mjög mikilvægt að hafa þá sósu með ).

Ég var svo afskaplega stilltur í kvöld, var að lesa bækurnar mínar, mjög upptekinn af nýju bókinni sem amma Ása gaf mér um daginn.  Finnst límmiðarnir mjög spennandi, þeir rata kannski ekki á réttan stað en við mamma erum að vinna í því að koma þeim á rétta staði í rólegheitunum og ég er mjög áhugasamur um þetta.

Þrjóskukeppnin hélt áfram í kvöld, en núna tók það mig aðeins styttri tíma að sofna. Keppnin stóð bara í 15-20 mín og ég kom 4 sinnum fram. Í fyrstu 2 skiptin var ég voðalega glaður þegar ég kom fram og sagði mjög glaðlega "HÆ" en var ekki eins glaður þegar mamma/pabbi fórum með mig inn aftur, settu mig í rúmið, breyddu yfir mig og kysstu góða nótt og fóru fram.  Seinni 2 skiptin var ég ekki eins glaður, frekar móðgaður en það má alltaf reyna.  Svo sofnaði ég að lokum. 

Mamma er komin 28 vikur í dag með litla krílið.

Kv. Víkingur Atli

18. febrúar 2009  Miðvikudagur

Mamma og pabbi skutluðu mér á leikskólann í morgun áður en þau fóru í niður á spítala þar sem mamma var að fara í vaxtarsónar og mæðraskoðun.  Vaxtarsónarinn kom glimrandi út, litli bróðir minn, já þau fengu kynið endanlega staðfest haha ( mamma ekki alveg að trúa þessu ) er rétt undir meðalþyngd og stærð og hefur það ansi gott í bumbunni hennar mömmu. Virðist sem að veikindi hennar hafa ekki haft nein áhrif á hann :)  sem er auðvitað frábært.  Eftir vaxtarsónarinn fóru þau og hittu Sveinu ljósu og sú skoðun kom líka vel út :)  Blóðþrýstingurinn hjá mömmu er góður, legbotninn fylgir vikunum og allt var í góðu standi.  Nú þarf mamma bara að vinna í því að ná fyrra úthaldi ( sem var auðvitað alveg gríðarlegt fyrir ) og orku og halda áfram að fara vel með sig.  Jú aðrar góðar fréttir að mamma og pabbi þurfa ekki lengur að hafa áhyggjur af fylgjunni því hún hefur færst ofar og ekki lengur blæðingarhætta út af henni :) 

Í leikskólanum í dag var ég að mála ásamt kisuhópnum mínum.  Við vorum að mála himininn, bláan þótt ég hafi haldið því fram seinna um daginn í samtali við mömmu að hann hafi verið RAUÐUR.

Mamma og pabbi náðu svo í mig eftir leikskólann og við ætluðum að heimsækja ömmu og afa í Bæjargilinu.  Bæjargilið var þá alveg tómt þannig að við kíktum í Ikea í staðinn.  Skoðuðum kommóðu sem litli bróðir á að fá undir fötin sín og annað skemmtilegt.  Mér fannst þetta ansi spennandi því pabbi keyrði mömmu í hjólastól og ég fékk að sitja hjá mömmu og hafa það ansi gott :)  Við kíktum svo í smástund í Bæjargilið eftir heimsóknina áður en við fórum heim að fá okkur kvöldmat.

Ég kann alla litina í litalaginu með táknum en rauður er alltaf fyrsti liturinn sem ég segi ef einhver spyr mig hvernig eitthvað er á litinn, nema ég fái táknið þá segi ég réttan lit :)  Ég er orðin svakalega duglegur að tala, farinn að segja allt að 4 orða setningar og finnst gaman að tala við fólk ef það orðar setningar og spurningar þannig að ég skilji það :)  Ég kannski svara ekki alveg strax, þarf stundum smá umhugsunarfrest en oftast nær þá svara ég vel og vandlega, þótt það sé bara með Já eða nei-i.  Ég er enn allóskýr í máli en það er verið að vinna í því á Sólborg og hér heima, mamma og pabbi eru líka dugleg að endurtaka orðin sem ég segi og segja þau þá líka orðið rétt og ég reyni að herma eftir.  Ég er komin með á hreinu að þegar ég kem á leikskólann á ég að fara í inniskó, ég kann nöfnin á öllum krökkunum og þeim sem vinna þarna á Sólborg ( þær sem vinna með mér ásamt fleirum ) og ég kveð alltaf þann sem ég er að leika við með nafni þegar mamma og / eða pabbi koma að ná í mig eftir leiskólann.  Ég farinn að vera viljugri til að segja nafnið mitt, vííur og ef mamma spyr mig hvað ég heiti þá kemur ví-í-ur atli :)

 

Við fengum tómatsúpu með eggi í kvöldmatinn og mér fannst það svakalega gott :)  Borðaði alveg sjálfur, er orðinn ansi fær að borða fljótandi mat, kominn með gott vald á skeiðinni ef hún er í góðri stærð fyrir mig.  Síðan lásum við mamma aðeins í bókinni um Benna bangsa, pabbi burstaði tennurnar mínar og ég kyssti mömmu góða nótt. Pabbi setti mig í rúmið, kyssti mig góða nótt og fór fram til mömmu.  Þrjóskukeppninn hélt áfram í kvöld en ég kom ekkert fram :)  Svakalega duglegur, mamma þurfti bara að fara einu sinni inn til mín og leggja mig niður, kyssa mig góða nótt og sagði að þau mamma og pabbi ætluðu að vera frammi í stofu.  Ég sofnaði stuttu seinna.  Þetta tók um 10 mín í kvöld fyrir mig að fara að sofa :) Vonandi kemur ekkert bakslag á næstunni.

Kv. Víkingur Atli duglegi

19. febrúar 2009  Fimmtudagur

Mamma ætlaði að vera heima í morgun en pabbi bað mömmu að keyra þá í vinnunna og leikskólann svo pabbi yrði ekki of seinn í vinnunna.  Við keyrðum því pabba fyrst í vinnunna og ég vissi alveg hvað pabbi var að fara að gera " Pabbi í vinnunna ".  Mamma spurði mig hvort ég væri að fara í vinnunna, vá hvað mér fannst mamma vera vitlaus haha, ég var að fara á Sólborg að leika mér , ekki í vinnunna.

Ég bjó til bolluvönd í leikskólanum í dag, rosalega flottur.  Nú þarf ég að æfa mig að bolla mömmu og pabba svo ég kunni þetta á mánudagsmorguninn.

Meðan ég var í leikskólanum og pabbi í vinnunni var mamma heima að skrappa, svo fór hún að hitta nokkrar bumbulínur í hádeginu og heimsótti svo Ágústu Björk, Steindór og Kristínu Þuríði áður en hún sótti mig á leikskólann .

Pabbi fór á körfuboltaleik um kvöldið þannig að við mamma vorum 2 heima, við fengum okkur afganginn af tómatsúpunni frá því í gærkvöldi og svo skyr seinna um kvöldið. 

Það tók mig 5 mín að sættast við það að ég færi að sofa í kvöld, mamma fór með mig inn í rúm eftir að við lásum í Benna Bangsa bókinni og burstuðum tennurnar.  Eftir 5 mín þá heyrðist í mér , "JÆJA " og svo blaðraði ég heil ósköp við sjálfan mig áður en það datt allt í dúnalogn inni í herberginu mínu.  Mamma heldur að þrjóskukeppnin sé búin, eða hún vonar það allavegana.  ( kannski er þetta bara eins og er í kvæðinu, ég læt sem ég sofi en samt mun ég vaka , hahahahaha ).

Knús í krús Víkingur Atli

20. til 22. febrúar 2009  Föstudagur til sunnudag

Föstudagur

Í dag var haldið upp á konudaginn á leikskólanum mínum í dag.  Ég bauð því mömmu og ömmum mínum í morgunkaffi :)  Voða gaman.  Í dag var líka gulur dagur á leikskólanum og mamma leitaði lengi í skápnum mínum í gær til að finna eitthvað gult fyrir mig til að fara í í dag.  Hún fann svo stuttermabol með gulum röndum þannig að ég er með í gulum degi í dag :)

Ég fór í listaskálann í dag og var að mála, það sást sko alveg á höndunum mínum þegar mamma og pabbi sóttu mig hehe, ég var ansi stoltur af þessu.

Laugardagur

Fórum og hittum mömmuhópinn í dag.  Við vorum alveg fullt af krökkum, vantaði bara Júlíus, annars hefði verið fullt hús.  Ég og mamma mættum fyrst, pabbi fór í fótboltann og kom svo seinna.  Hermann var ansi duglegur að sýna mér herbergið sitt og ég var rosalega hissa og hrifinn af stóra herberginu hans og fullt af nýju dóti og stórt rúm :)  Herdís Laufey var algjört krútt, litla systir hans Hermans. Oliver Darri mætti ásamt mömmu sinni og pabba og litla bróður honum Victori Frey.  Christa Hrönn mætti ásamt mömmu sinni og Elísa Dimmey kom með mömmu sína.  Hugrún Gyða kom með mömmu sína og pabba og Sóldís og Björgvin komu líka með mömmu sína og pabba.  Kristín Þuríður kom líka með mömmu sína og litla bróður , Hann Steindór og Auður Eldey kom með mömmu sína og pabba og stóru systur henni Hildi Þórey.

Eftir mömmuhittinginn fórum við heim, ég neitaði að fara að sofa, svæfði bara mömmu mína í staðinn og fór fram og hjálpaði pabba að laga til.  Við mamma vorum svo saman heima meðan pabbi fór að horfa á stjörnunna vinna KR út í Egilshöll.  Amma Hósý og Eydís komu svo með pabba heim.  Ég fór nefnilega með þeim heim og svaf hjá þeim.  Ég fór reyndar með þeim í Hveragerði í afmæli hjá honum Oddgeir. 

Sunnudagur :

Ég hitti mömmu og pabba heima hjá ömmu Ásu.  Amma Ása hafði boðið mömmu , pabba, mér og ömmu Hósý og afa Eyda í hádegismat :)  Voða gaman hjá okkur.  Ég var orðin rosalega þreyttur en ekki til í dæminu að ég myndi leggja mig.

Eftir hádegismatinn ætluðu mamma og pabbi að vera svo klár að fá mig til að sofna í bílnum en neinei , ég sofnaði en þá vakti pabbi mig óvart þegar hann ætlaði að vera svo góður að taka af mér húfuna svo ég myndi ekki svitna of mikið. 

Við kíktum í Ikea og keyptum handa væntanlegum litla bróðir mínum kommóðu eða skúffur eins og ég kalla það :)

Við fórum svo heim og mamma lagði sig þar til pabbi vakti hana með því að bjóða henni upp á bollu :)  Sniðugur hehe.

Þegar pabbi lagði mig í rúmið eftir mína venjulegu kvöldrútínu þá sofnaði ég nánast áður en ég lagðist á koddann.  Það er svona þegar maður neitar að fara að leggja sig yfir daginn.

Kv. Víkingur Atli

23. febrúar 2009  Mánudagur - Bolludagur

Til hamingju með afmælið Halla Helga, vonandi fékkstu góðan afmælisdag :)

Mamma og pabbi keyrðu mig á leikskólann í morgun.  Ég fór í sjúkraþjálfun í dag og það var mjög skemmtilegt, reyndar ekki þegar Freyja er að teyjga á mér fæturnar en það er bara hluti af þessu sem verður að gera.

Ég fékk fiskibollur í hádeginu og borðaði vel, Fjóla vissi svo ekki hvort ég hafði viljað rjómabolluna sem var í boði í kaffitímanum en það hefði ekkert komið foreldrum mínum á óvart því ég vil ekki fá neitt á puttana haha þegar ég er að borða og ef það sullast niður þarf að þurrka það upp áður en ég get haldið áfram að borða :)

Við pabbi keyrðum svo mömmu upp í Menntaskólann við Sund eftir leikskóla.  Nei hún er ekki að byrja í menntaskólanum aftur haha, hún var að fara á fyrirlestur um Áströlsk pokadýr sem Rannveig vinkona hennar var að flytja.  Rosalega skemmtilegur.

Lóa skutlaði mömmu svo til ömmu Ásu þar sem við pabbi vorum ásamt ömmu og Benna og við fengum að borða þar :)

Ég sofnaði svo fljótlega eftir að við komum heim.

Kv. Víkingur Atli

24. febrúar 2009  Þriðjudagur, Sprengidagur

Ég er 2,5 árs í dag :)  Mamma og pabbi eru sko ekki að fatta að ég er orðin svona "gamall" haha.

Við pabbi fórum saman í leikskólann í dag og ég var í mjög góðu skapi.  Bauð góðan daginn og fékk að vita að ég er alltaf svo kurteis :)  Matti og Sunna Rós tóku mjög vel á móti mér þegar ég kom :) í morgun. 

Mamma og pabbi náðu svo í mig eftir leikskólann og við pabbi keyrðum mömmu niður í krabbameinsfélagið. Hún var að fara í viðtal, norðlenskir hjúkrunarfræðinemar ( 3 ) eru að gera lokaritgerð um stómaþega, fyrir og eftir aðgerðina og lífgæði þeirra.

Mamma kom svo heim með ömmu Ásu og við fengum saltkjöt og baunir.  Ég vildi ekki borða þennan mat í hádeginu, borðaði bara brauð og var ekki til í þetta heima heldur. 

Eftir matinn fór amma heim og við fórum í Bæjargilið til að horfa á fótboltaleik.  Ég svaf í smá stund hjá ömmu og afa en var svo í því að rölta á milli mömmu og pabba og skoða bækur, voða góður.  Skildi ekki alveg af hverju ég mátti ekki hafa hátt en þetta hafðist allt á endanum.  Ég borðaði banana hjá ömmu og afa og var voða sáttur með hann.

Ég fór svo beint upp í rúm þegar ég kom heim og er orðin svakalega duglegur að fara sjálfur að sofa.

Mamma er komin 29 vikur með litla bróðir og henni líður bara ágætlega :)

Kv. Víkingur Atli

25. febrúar 2009  Miðvikudagur, Öskudagur

Það var ekki til í dæminu að ég færi í bangsimonbúningnum mínum í morgun þegar við pabbi vorum að fara á leikskólann.  Mamma setti búninginn minn samt í poka og við tókum hann með okkur.  Ég ætlaði sko ekki að fara í búning út, vildi fara í buxum :) 

Mamma sá samt á heimasíðu Sólborgar að ég hafði farið í búninginn minn og var ansi kátur á grímuballinu á leikskólanum :)

Ég var ansi lítill í mér þegar pabbi sótti mig á leikskólann eða réttara sagt eftir að ég kom heim.  Sársvangur og pabbi dreif því í að búa til kvöldmatinn handa okkur.  Við fengum pizzubrauð, mjög gott, ég borðaði meirihlutann frá henni mömmu minni hehe.

Fór svo stilttur að sofa, núna segi ég bara góða nótt þegar ég er kominn upp í rúm og segi pabba að fara fram :)

Kv. Víkingur Atli

26. febrúar 2009  Fimmtudagur

Mamma fór með okkur pabba í morgun, hún átti að mæta í sjúkraþjálfun strax eftir að hún var búin að skutla mér og pabba á okkar staði.  Síðan fór hún í klippingu og leið miklu betur á eftir :) Hún segir að litli bróðir sé ekki hrifin af verslunarstöðum því hún má varla stíga fæti inn í kringluna eða Smáralind án þess að fá samdrætti en hún lét sig hafa það í gær og keypti handa mér bók um hann Tuma og gaf svo okkur pabba aðra bók sem mér finnst svakalega flott og hún heitir Pabbi minn :)

Ég var eitthvað að mála í dag , var með málningu við eyra og á enninnu hehe og á höndunum, greinilega rauð vika á leikskólanum í dag :)  Enda er rauður dagur á morgun þannig að mamma og pabbi þurfa að finna eitthvað rautt fyrir mig til að fara í :)

Mér er eitthvað illt í maganum mínum, mikið loft í mér og ég er hálf vansæll eitthvað. 

Borðaði ekki mikið í kvöldmatnum í kvöld , fékk svo súrmjólk seinna um kvöldið áður en ég fór að sofa.  Var nýsofnaður þegar mamma fór út að hitta nokkrar stelpur.

Kv. Víkingur Atli

27. febrúar til 3. mars 2009

Axel frændi fékk lánað hleðslutækið fyrir tölvuna okkar þannig að við höfum ekert getað skrifað hingað inn :)

Helgin var ansi viðburðarrík hjá okkur.  Fullt að gera á laugardeginum.  Pabbi fór auðvitað í fótboltann sinn og svo á fóboltaleik þannig að við mamma vorum 2 saman hér heima fyrir hádegi.  Mömmu tókst að sannfæra mig um að ég þyrfti að sofa smá svo ég yrði hress eftir lúrinn. 

Kl. þrjú fórum við í afmæli til Inger langömmu.  Rosalega gaman. Reyndar var ég með smá magapest þannig að ég var pínu vansæll og vældi dálítið til að byrja með í afmælinu.  Ég lagaðist svo þegar ég fékk cherrios ( allra meina bót ) og var orðin ansi hress seinna í afmælinu.  Ég fékk að hitta hana Töru Björgu, litlu frænku mína.  Vá hvað hún er lítil og sæt, steinsofandi í bílstólnum sínum.  Jói frændi var þarna , Björg, Halla Helga, Þorvarður, Kristjana, langamma Inger auðvitað, langafi Benni, amma Ása, Anna María og Benni og svo við mamma og pabbi.  Mjög skemmtilegt :)

Kl. sex vorum við mætt í útskriftarveisluna Bjarka frænda í Bæjargilinu.  Hann var að klára Byggingarverkfræði BSc í dag :) 

Um hálf níu fórum við svo í smá kaffiboð til Sigrúnar og Snævars í Hörpulundinum en þau voru hér heima í smá stoppi áður en þau flytja til Boston á morgun.  Ég var því ansi þreyttur þegar við komum heim seint um kvöldið.

Ég lét nú ekki laugardaginn hafa þau áhrif á mig að ég færi að sofa út á sunnudagsmorgninum.  Ég svaf þó í mínu rúmi alla nóttina en vakti pabba kl. hálf átta í morgun.  Mamma fékk að sofa út.  Við pabbi fórum í það að setja saman kommóðuna sem við keyptum um daginn handa litla bróður.  Þegar mamma var vöknuð og komin á ról fór hún í það að laga til inni hjá mér og raða upp á nýtt.  Kommóðan sem við pabbi settum saman kom inn til mín og núna er ég með mun meira gólfpláss en ég var með.  Mjög ánægður með þetta nýja herbergi mitt.  Amma Ása kom seinna um daginn og var hjá mér meðan mamma og pabbi fóru í búðarleiðangur.  Við amma vorum að lesa saman bækur og byggja stærsta hús í heimi.

Á mánudeginum fór ég í leikskólann, mamma var heima og pabbi í vinnunni.  Ég fór í sjúkraþjálfun og hafði það mjög skemmtilegt í leikskólanum.  Mamma eldaði svo kvöldmat þegar við pabbi komum heim, fyrsta sinn í langan tíma sem mamma eldar fyrir okkur kvöldmat.  Ég borðaði svakalega mikið í kvöld :)  Fyrst byrjaði ég á því að borða tæplega 1,5 banana, svo nokkrar fiskibollur og hrísgrjón og um kvöldið vildi ég fá skyrdollu og ég kláraði hana alla :)  Við pabbi höfðum farið í perluna eftir leikskólann og keypt fullt af barnabókum og við mamma vorum að skoða þær meðan pabbi fór í sund og út að hlaupa.

Á þriðjudaginn keyrði mamma mig í leikskólann og svo pabba í vinnunna áður en hún fór í sjúkraþjálfun.  Hún ætlaði svo að hitta nokkrar bumbulínur í hádeginu en hún lagði sig og vaknaði ekki fyrr en langt gengið í þrjú.  Hún hefur ekki verið að sofa neitt ofurvel seinustu nætur, bakið að stríða henni og grindin. Hún kom svo að ná í mig rétt eftir fjögur og við fórum saman að ná í pabba.  Við ákváðum svo að heimsækja ömmu og afa í Bæjargilinu og hittum þar líka Axel og Hildi og Dagný  Okkur var boðið í mat þar sem var mjög skemmtilegt og við Dagný gátum leikið okkur mikið saman.

Mamma er komin 30 vikur í dag ( þriðjudag) og nú er bara 8-9 vikur í litla bróður :0 ótrúlega fljótur tíminn að líða. 

Kv. Víkingur Atli

4. mars 2009  Miðvikudagur

Ég vaknaði ótrúlega hress og kom foreldrum mínum í gott skap með mínu hlýja og skemmtilega brosi hehe.  Veit sko alveg hvernig ég á að bræða þau :)  Borðaði helling af cherriosi og svo fórum við pabbi af stað en mamma varð eftir heima.

Við pabbi komum heim með kvöldmatinn , sniðugir hehe.  Fljótlega eftir kvöldmat fór pabbi út að hlaupa og við mamma vorum heima að skoða bækur og púsla saman. 

Ég er ótrúlega fyndinn, það finnst mér allavegana.  Fyndnasta orðið sem ég segi þessa dagana ( að mínu mati ) er prumpublaðra !!!   Segi það og skellihlæ á eftir.  Ég er líka farinn að kyssa litla bróður minn thihi, lyfti upp bolnum og kyssi bumbuna hennar mömmu og þá heyrist þvílíkt kyssuhljóð og þá segi ég prumpublaðra !!! og ég hlæ þvílíkt mikið.  Vá hvað mér finnst ég vera fyndinn !!! 

Ég er farinn að geta blásið í blokkflautuna mína og það finnst mér ferlega skemmtilegt og fyndið.  Kemur smá hljóð og svo hlæ ég þvílíkt !!

Fór að sofa eftir að hafa fengið skyr, lestur og að bursta tennurnar.  Mjög duglegur.

Kv. Víkingur Atli

5. mars 2009 Fimmtudagur

Mamma skutlaði okkur pabba í leikskólann og vinnunna í morgun og fór svo í sjúkraþjálfun.  Hún náði svo í mig kl. tvö því við vorum að fara að hitta hana Sigurveigu bæklunarlækni, náðum í pabba á undan og við fórum öll saman.  Freyja sjúkraþjálfari var með okkur.  Kálfavöðvarnir hjá mér hafa verið að styttast dálítið undanfarið en ég hef samt verið að lagast aðeins með teygjum sem Freyja, Drífa og pabbi hafa hjálpað mér að gera ( og ég ekki alltaf hress með ).  Getur líka verið að það séu samgróningar á beinunum í ristinni en það er ekki hægt að segja neitt til um það strax.  Við eigum því bara að halda áfram að teygja mig og sjúkraþjálfunin heldur áfram og svo hitti ég Sigurveigu aftur eftir ár.

Við skutluðum pabba heim og fórum svo af stað til að heimsækja Kristjönu Rögn og mömmu hennar.  Við stoppuðum samt fyrst á bensínstöð því ég mátti fá kókómjólk í verðlaun :)  Við keyptum 2 kókómjólk, eina handa mér og eina handa Kristjönu Rögn.  Á bensínstöðinni hittum við Heklu , systur mömmu minnar, og það var rosalega gaman.  Svo langt síðan við höfum séð hana.  Ég varð reyndar dálítið feiminn en kvaddi hana þó hehe.

Kristjana Rögn á fullt af skemmtilegum bókum, hún á eldhús og lítinn voffa sem heitir Bússi.  Ég var nú ansi smeikur við hann Bússa en mamma er viss um að ég ef myndi umgangast hann meir þá myndi það alveg hætta.  Mamma hennar Kristjönu, hún Hulda Hrönn klippti svo hárið mitt.  Mér fannst það rosalega skrýtið og var ekkert hrifinn af því en þetta tókst ( þótt pabba fannst það fullstutt þegar hann sá það seinna um daginn hehe). 

Við náðum svo í pabba og fórum heim til ömmu Ásu.  Þar hittum við Benna og biðum þar eftir að pizzurnar sem við höfðum pantað okkur hjá Eldsmiðjunni væru tilbúnar ( notfærðum okkur 10 ára gamalt verð hjá þeim ).  Benni kom svo með okkur heim því amma var að fara í saumaklúbb og við borðuðum pizzurnar þar.  Mjög góðar nema ekki alveg þær sem við pöntuðum ;s

Ég fór svo góður að sofa og pabbi skutlaði Benna heim.

Kv. Víkingur Atli

Helgin 6 til 8. mars 2009

Ég fór auðvitað í leikskólann á föstudaginn eins og venjulega, voða gaman hjá mér.  Það var blár dagur þannig að ég fór í bláum fötum, mamma átti ekki í vandræðum með að finna blá föt á mig hehe, enda eru fötin mín flest öll blá, græn eða brún. Í dag fór ég líka í listaskálann.

Um kvöldið komu þau Dagný Björt, Hildur og Axel í heimsókn.  Pabbi og Axel tóku sig til og fóru og versluðu í matinn og grilluðu svo úti nautakjöt og kartöflur :)

Á laugardaginn fórum við í hádegismat til langömmu Inger og langafa Benna.  Hittum þar Önnu Maríu og ömmu Ásu :)  Ferlega skemmtilegt.  Eftir hádegismatinn fór ég með mömmu og pabba niður á tjörn og gáfum öndunum brauð og við pabbi fórum út á ísilagða tjörnina :)  Mér fannst það rosalega gaman og var nokkuð klár að ganga á svellinu.  Við hittum Önnu Maríu þar í smá stund en hún var á leiðinni út í háskóla að læra.

Ég fór svo í heimsókn til ömmu Ásu og mamma og pabbi fóru heim.  Þau komu svo aftur seinna um daginn með kvöldmatinn sem við borðuðum saman ásamt Önnu Maríu og Benna frænda.  Við fengum kjúkling og frnaskar og mér fannst franskarnar ÆÐISLEGAR !!! en var ekkert hrifin af kjúklingnum nema hann væri með SÓSU.  Amma Ása bakaði svo plómutertu handa okkur í desert.  Ég fékk smá tertu á diskinn minn og þá kom þessi gullna setning og svo svakalega sæt :)  " Obboslega góð kaka " og svo sagði ég líka við Önnu Maríu " svo gaman að sjá þig ".  Já mér fleygir fram í talinu og hermi bókstaflega eftir öllu sem ég heyri.  Mér liggur hinsvegar svo á að tala mörg orð í einu að ef maður er ekki vanur að heyra mig tala þá verður þetta hálfgert babl en ef ég vanda mig þá get ég orðið ansi skýr ( innan gæsalappa ).  Kvöldið endaði svo á því að ég fékk að gista hjá ömmu og mamma og pabbi náðu í mig á sunnudeginum.

Anna María var komin til ömmu þegar mamma og pabbi komu að sækja mig.  Hún hafði hlaupið heiman frá sér til ömmu og var svo á leiðinni heim aftur :)  Við erum sko bestu vinir. 

Við kíktum svo til ömmu og afa í Bæjargilinu en áður en við forum þangað þá létum við þvo bílinn og það fannst mér afar merkilegt !!  Heima hjá ömmu og afa hittum við Bjarka, Eydísi, Axel, Hildi og Dagný Björt og auðvitað ömmu og afa.  Við fórum svo heim svo ég gæti fengið lúrinn minn.  Pabbi fór út að hlaupa á meðan, hann er að æfa sig fyrir hálfmaraþonið í ágúst :)  Ég fékk að horfa á Söngvaborg þegar ég vaknaði og pabbi notaði tækifærið og fékk að fara í bílskýlið hjá Axel og Hildi til að bóna og þrífa bílinn :)

Kv. Víkingur Atli

 

 

9. mars 2009  Mánudagur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég fór með pabba í leikskólann í gær.  Fór í sjúkraþjálfun og aðeins út að leika.  Pabbi gleymdi að taka útigallann minn með á leikskólann þannig að ég fór bara út í pollagallanum mínum.  Þegar við komum heim aftur þá fórum við með mömmu út að versla og síðan heim að borða kvöldmatinn.

Ég var duglegur að sofna sjálfur og mamma fór með góðri samvisku að hitta nokkrar bumbulínur. 

Kv. Víkingur Atli

10. mars 2009  Þriðjudagur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég var dálítið að hósta í nótt og mamma endaði á því að ná í pústið mitt og ég fékk bæði ventolin og sterana og þá fór ég að róast aftur.

Ég fékk svo pústið með mér í leikskólann og var pústaður 2 sinnum í dag.  Mamma skutlaði pabba fyrst í vinnunna og svo fórum við saman í leikskólann.  Ég var með bókina um Bruna Brunabíl og vildi ekki sleppa takinu á þeirri bók :)  Ég borðaði vel í hádeginu og svaf í 1,5 tíma í lúrnum.  Hópurinn minn fórum svo í leikfimi í dag, þrautabraut og það var mjög skemmtilegt.

Mamma fór í sjúkraþjálfun í dag.  Hún náði fyrst í pabba áður en þau náðu í mig og á leiðinni til pabba sá hún í Ártúnsbrekkunni eldinn í húsinu í Síðumúlanum.  Það var svo búið að slökkva eldinn þegar hún og pabbi voru búin að ná í mig og við fórum í smá búðarleiðangur í Baby sam og Oliviu og Oliver.  Þau voru að skoða smábarnabílstól handa litla bróður mínum.  Bara 8 vikur í hann , svakalega spennandi.  Mamma er einmitt komin 31 viku í dag.

Pabbi fór svo í Bæjargilið í kvöld til að horfa á fótboltaleik en við mamma vorum bara heima að dúlla okkur, lesa bækur og ég fór að sofa aðeins fyrir átta, var orðin svo svakalega þreyttur.

Kv. Víkingur Atli

11. mars 2009  Miðvikudagur

Mamma keyrði okkur pabba í leikskólann og vinnunna í dag.  Ég borðaði vel af kjúklingi !!! í hádeginu en vildi ekki sofa í lúrnum.  Lá inni í hvíldinni í klst og kjaftaði allan tímann haha.  Mamma kom svo og sótti mig áður en við sóttum pabba.  Við kíktum svo aðeins í búðina og vorum svo heppin að vera boðin í mat til ömmu og afa í Bæjargilinu :)  Ég vildi nú lítið borða þar en vildi bara vera hjá afa mínum.

Við mamma fórum svo 2 saman heim, fengum okkur skyr að borða, fórum í náttföt ( voða huggulegt hjá okkur ).  Ég burstaði tennurnar ( mamma hjálpaði mér  fyrst og svo fékk ég að gera sjálfur ) og svo fór ég voða þreyttur að sofa.

Pabbi varð eftir í Bæjargilinu til að horfa á fótboltaleik og afi skutlaði honum heim.

Nýjasta orðið mitt er gott.  Gott skyr, gott cherrios :)

Mamma og pabbi fóru í mæðraskoðun í morgun.  Allt gott að frétta þaðan.  Litli bróðir eldhress.  Bumban stækkar eðlilega miðað við vikurnar, legbotninn orðinn 31 ( mamma líka komin 31 viku, 7 mánuðir komnir á morgun ).  Blóðþrýstingurinn í góðum málum en lægri talan fer hækkandi þannig að það þarf aðeins að fylgjast með því.  Mamma er farin að þyngjast aftur sem er mjög gott mál eftir öll veikindin sem hún hefur orðið fyrir seinustu vikurnar og hjartslátturinn hjá litla bróður var góður :)  Mamma fer svo í vaxtarsónar nr. 2 eftir viku og strax eftir hann hittir hún Sveinu ljósuna sína aftur :)  Bráðum fer líka að skýrast hvenær kemst dagsetning á fyrirfram ákveðinn keisara sem er mjög spennandi. 

Kv. Víkingur Atli

12. mars 2009  Fimmtudagur

Rétt áður en við fórum af stað í leikskólann var hringt frá háls-nef og eyrnalækninum sem ég átti að hitta um morguninn og tíminn var afbókaður þannig að mamma keyrði okkur pabba í vinnunna og mig í leikskólann.  Hún fór svo heim og beið eftir hringingu um hvenær ég fengi nýjan tíma hjá lækninum.  Hringingin kom svo kl. eitt um að ég gæti fengið tíma kl. tvö.  Mamma dreif sig þá til að hringja í leikskólann svo ég yrði vaknaður þegar hún kæmi til að ná í mig og við náðum svo í pabba sem kom með okkur.

Læknirinn skoðaði eyrun mín sem eru í fínu lagi og hálsinn er allt í lagi ( vá hvað ég varð reiður þá ).  Svo speglaði hann nefið á mér og niður í kokið.  Engin matur fastur þar en ég er með króníska sýkingu í slímhúðinni og það á að jafna sig sjálft en ef ég verð verri þá fæ ég sýklalyf ( best er samt að láta líkamann reyna að ná þessu úr sér sjálfur ).  Mér fannst læknirinn alls ekki góður við mig og ég mótmælti HÁSTÖFUM.  Var svo mjög glaður og fljótur að jafna mig þegar læknirinn hætti þessu veseni.

Eftir læknisheimsóknina skutluðum við pabba í vinnunna og fórum svo að skoða bókasafnið í borgarkringlunni.  Mér fannst bókasafnið rosalega flott og MARGAR bækur þarna.  Ég fékk að velja mér 3 bækur og svo valdi mamma sér 3 bækur.  Eftir bókasafnið fórum við mamma í bakaríið þar sem ég fékk kókómjólk í verðlaun fyrir að vera svona duglegur hjá lækninum.  Við heimsóttum svo ömmu Ásu þar til pabbi var búinn í vinnunni og fyrirlestrinum sem hann fór á eftir vinnunna. 

Heima stöldruðum við stutt við, náðum í föt á mig og mamma náði í prjónadótið sitt og síðan fórum við út aftur og fengum okkur að borða áður en mamma og pabbi fórum með mig til ömmu Ásu aftur.  Hún ætlaði að hafa mig yfir nóttina því mamma og pabbi voru að fara að hitta vinahópinn sinn heima hjá Margréti Völu og Loga.  Amma skutlar mér svo á leikskólann í fyrramálið :) 

Mamma er komin 7 mánuði á leið í dag :)

Kv. Víkingur Atli

13. til 16. mars 2009  Föstudagur til mánudags

Föstudagur

Gisti heima hjá ömmu og hún skutlaði mér á leikskólann. Fór í listaskálann í dag og skemmti mér voðalega vel :)

Pabbi náði svo í mig eftir leikskólann og við fórum heim til mömmu.  Vorum svo heima í huggulegheitum um kvöldið

Laugardagur

Pabbi fór að venju í fótboltann um morguninn og þegar hann kom heim aftur þá skutluðum við honum til ömmu og afa í Bæjargilinu.  Þar hittum við Axel, Hildi og Dagný Björt.  Við stoppuðum nú stutt , skyldum pabba eftir svo hann gæti horft á fótboltaleik í sjónvarpinu, og fórum í hádegismat til langömmu Inger og langafa Benna þar sem við hittum Önnu Maríu og ömmu Ásu :) og Benna frænda.  Eftir hádegismatinn náðum við í pabba og fórum svo heim.  Ég sofnaði í bílnum þannig að pabbi skutlaði mömmu heim svo hún gæti lagt sig og svo fórum við í bíltúr ( ég og pabbi ) meðan ég svaf vært.  Vorum svo heima það sem eftir var dags.

Sunnudagur

Ég og pabbi fórum heim til ömmu og afa í Bæjargilinu og mamma var heima í rólegheitunum.  Þegar við komum heim fékk ég að borða og við mamma lögðum okkur. 

Amma Ása og Benni frændi komu svo í kvöldmat til okkar.  Pabbi bjó til æðislegan mat og ég smjattaði á fullu á honum hehe.  Lambalæri og grillaðar sætar kartöflur ( ótrúlega gott ).

Mánudagur

Mamma skutlaði pabba niður á heyrnastöð svo hann gæti látið gera við heyrnatækin sín og svo fórum við á Sólborg :)  Mamma náði aftur í mig rétt fyrir hálf tólf og svo náðum við í pabba og fórum að hitta Óla taugalækni.  Hann var ansi ánægður með mig.  Fengum beiðni fyrir talgreininguna sem ég er að fara í á morgun.  Ég náði að komast í hádegismatinn og borðaði með seinna hollinu og svosvo í klukkutíma og korter.  Mamma og pabbi náðu svo í mig eftir leikskólann og við fórum heim.  Mamma var ansi slöpp, með mikla ógleði og hélt að hún væri að verða lasin.

Kv. Víkingur Atli

17. til 21. mars 2009  Þriðjudagur til laugardags

Þriðjudagur :

Fór í talgreiningu í dag og stóð mig ágætlega.  Verður spennandi að sjá niðurstöðurnar sem verða sendar heim til okkar vonandi bráðlega. 

Mamma komin 32 vikur.

Við erum búin að vera dugleg að heimsækja ömmur og afa þessa vikuna. Mamma hefur ekki verið dugleg að skifa þessa vikuna fyrir mig þannig að hún man ekki alveg hvað við höfum verið að gera en hún ætlar að rifja upp það sem hún man :)

Miðvikudagur

Mamma og pabbi fóru í vaxtarsónar nr. 2 og litli bróðir virðist ætla að verða stærri en ég þegar ég fæddist.  Þarf nú ekki mikið til hehe en miðað við þennan sónar getum við búist við 12-14 marka barni.  Sónarinn gekk bara vel , allt í góðu og mamma bað ljósuna sem var með sónarinn að kíkja hvort litla barnið væri með bæði nýrun því ég er bara með 1 nýra og ljósan sá ekki betur en svo væri, 2 nýru :) Eftir sónarinn fóru mamma og pabbi í mæðraskoðun og þar kom líka allt vel út.

Fimmtudagur :

Amma Ása náði í mig í leikskólann og var með mig meðan mamma og pabbi fóru á námskeið um brjóstagjöf.  Við amma hittum mömmu og pabba niðri í mjódd þar sem námskeiðið var og ég kom yfir í bílinn okkar.  Við fórum svo inn í Bæjargil að horfa á körfuboltaleik en amma fór í saumaklúbb. 

Föstudagur :

Fór í listaskálann í dag og var svo úti að leika mér þegar mamma og pabbi komu að ná í mig.  Við fórum og keyptum okkur ís í ísbúðinni á Grensásvegi.  Vá hvað mér fannst hann góður hahaha, meira meira heyrðist í mér en ég borðaði nú lítið í einu enda fannst mér þetta ansi kalt.

Ég er alveg á "ÉG Á HANN " stiginu !!  Ég er mjög fljótur að eigna mér hlutina og sleppi þeim ekki.  Ég er líka mjög fljótur að leiðrétta mömmu eða pabba ef þau fara með einhverja vitleysu að mínu mati haha.  Stundum einum of þver !  Spurning hvaðan ég hef þessi fullvissu um að ég hafi alltaf rétt fyrir mér !

Nýjasta æðið hjá mér er að fá vítamíntöflu í vatn ( drekk nú aldrei allt saman ) en mér finnst þetta ansi flott að fá að setja freyðitöfluna út í vatnið og horfa og hlusta á þegar hún freyðir.

Laugardagur :

Við mamma vorum saman heima meðan pabbi fór í fótboltann sinn og síðan kíktum við aðeins út á korputorg ( krepputorg ) og ég eignast körfubolta.  Pabbi ætlaði reyndar að kaupa boltann handa sér en ég var MJÖG fljótur að eigna mér hann.  Við fórum svo í hádegismat til langömmu og langafa og hittum þar ömmu Ásu, Önnu Maríu og Jóa og Benna.  Fullt af fólki.

Ég sofnaði svo í bílnum þannig að við fórum í bíltúr meðan ég svaf.  Ég var svo ansi eirðarlaus það sem eftir var dagsins.  Borðaði rosalega vel í kvöldmatnum og fór sæll að sofa kl. átta. 

Kv. Víkingur Atli

22. mars 2009  Sunnudagur

Ég vakti pabba kl. sjö en ég var svo góður að ég sofnaði aftur í klst.  Pabbi var meira að segja vaknaður áður en ég vaknaði.  Við ákváðum því að leyfa mömmu að hvíla sig og við fórum í Bæjargilið og svo í Egilshöllina og horfðum á Eydísi á landsliðsæfingu :) 

Amma og pabbi komu svo heim en Eydís, ég og afi komu stuttu seinna með köku og rúnstykki :)  Eydís var hjá okkur í dag því hún var að fara að keppa í Egilshöllinni í kvöld.

Ég og pabbi fórum út á leikvöll í 40 mín og lékum okkur, tókum með okkur körfuboltann sem ég eignaðist í gær.  Eydís lagði sig á meðan og mamma getur ekki gengið svona mikið.  Ég lagði mig svo þegar við komum heim og svaf meðan Ísland var að keppa á móti Færeyjum í fótbolta.  Eftir landsleikinn í handbolta fór ég með pabba og Eydísi í búðina og við keyptum í kvöldmatinn. Pabbi og Eydís gerðu pizzu og þau náðu að borða áður en þau fóru út í Egilshöll, fyrst til að sjá Bjarka keppa og svo er Eydís að keppa.

Kv .Víkingur Atli

23. mars 2009 Mánudagur

Ég vaknaði ansi öfugsnúinn og pabbi var sko ekki að gera hlutina eftir mínu höfði.  Ég lagaðist þó þegar við vorum komnir út í bíl og eftir að hafa kysst mömmu bless.  Ég fór í sjúkraþjálfun í dag og fékk góðan hádegismat, borðaði vel og svaf vel í lúrnum mínum.

Ég fór fyrst í búðina og svo heim , eins og ég sagði við mömmu þegar við pabbi komum heim.  Við fórum í búðina og keyptum aðeins inn og svo komum við heim til mömmu.  Ég fékk appelsínu að borða og borðaði heila appelsínu sjálfur.  Svo fékk ég 2 saltstangir þar til maturinn kom og ég borðaði rosalega mikið :)  fannst þetta ansi gott sem ég fékk, kjötfarsbollur og kartöflur með sósu og sinnepi og rababarasultu :)  Svo vissu mamma og pabbi ekki af mér Því ég var svo góður í herberginu mínu að kubba stærsta hús í heimi ( þessi setning gleymist seint amma Ása hehe ).

Ég fór svo að sofa um átta leytið eins og venjulega voða góður og þægur.

Kv. Víkingur Atli

24 og 25. mars  Þriðjudagur og miðvikudagur

Þriðjudagur

Þá er ég orðinn 2ja ára og 7 mánaða.  Pabbi vigtaði mig í dag og ég er 11 kg :)  Ég fór í leikskólann í dag, mamma skutlaði okkur pabba í vinnurnar okkar áður en hún fór sjálf í sjúkraþjálfun.  Í leikskólanum í dag fór ég í leikfimi og svo borðaði ég vel í hádeginu áður en ég lagði mig.  Eftir leikskólann fórum við í Nóatún og keyptum nokkrar appelsínur og fórum svo til ömmu Ásu þar sem við pabbi vorum meðan mamma fór á fund.

Mamma mældi mig þegar við komum heim og ég er bara með hita.  Var mjög duglegur að fara að sofa.  Áður en ég fór að vorum við mamma að tala um að stóru strákarnir ( eins og ég er orðinn núna ) sofa í sínu rúmi alla nóttina.

Vaknaði svo í nótt MJÖG heitur, þá kominn með 39 stiga hita og fékk að sofa hjá mömmu og pabba.  Ég kom reyndar ekki sjálfur yfir í þeirra herbergi, greinilegt að samtalið okkar mömmu hefur síast inn hjá mér.  En pabba leist ekkert á hve heitur ég var orðinn svo hann fékk að hafa mig hjá sér. 

Mamma er komin 33 vikur í dag, 6 vikur í litla bróður.

Miðvikudagur

Mamma vildi hafa mig heima í dag þar sem ég er enn með hita.  Við mamma sváfum til níu og fórum þá fram og fengum okkur að borða.  Við vorum svo að dunda okkur hér heima.  Ég er alveg búinn að fatta kubbana mína , get setið lengi einn inni í herbergi og kubbað hús.  Í hádeginu hringdi mamma svo í háls-nef og eyrna lækninn sem ég hitti um daginn og það var ákveðið að ég fengi 5 daga sýklalyfjaskammt  því ég væri svo kvefaður.  Pabbi kom með sýklalyfið heim þegar hann kom heim úr vinnunni.  Nú hafa þau ákveðið að ég fái sýklalyfið án þess að nota stómíuna.  Fyrsta skiptið sem ég fékk það , tók ég ekki vel í það en ég fékk kókómjólk í glas á eftir og það bjargaði öllu.

Pabbi fór svo út að vinna kl. sjö  og við mamma vorum áfram heima saman.  Mamma eldaði handa okkur kvöldmatinn , ég reyndar vildi bara hrísgrjón en svo fékk sýklalyfjaskammt nr. 2 og ég var rosalega duglegur að taka hann inn um munninn ( alveg eins og stóru strákarnir ).

Ég var svo tiltölulega nýsofnaður þegar pabbi kom heim.

Kv. Víkingur Atli

26. mars 2009  Fimmtudagur

Ég var heima í dag.  Vaknaði rétt áður en pabbi fór í vinnunna þannig að ég náði að kyssa hann bless.  Ég var rosalega duglegur að taka pensílínið mitt í dag, ekkert voðalega glaður með það en gerði það samt :)  Enda geri ég margt þessa dagana ef mamma segir að stórir strákar gera svona hehe.

Ég borðaði nú ekki mikið í dag en borðaði þó eitthvað. 

Ég gerði eitt rosalega flott í dag, ég sagði mömmu að ég þyrfti að kúka :)  og vildi fara á koppinn því þannig gera jú stórir strákar.    Ég fór svo aftur á koppinn seinna um daginn til að pissa en ekkert kom.  Mamma var rosalega stolt af mér og mér fannst ég nú ekki lítið flottur sjálfur hehe.

Ég gerði svo mömmu stóran greiða í dag og svaf vel í lúrnum mínum.  Mamma er nefnilega ekki sú léttasta þessa dagana og var orðin svakalega þreytt og var því fegin að geta lagt sig með mér.

Pabbi fór svo í perluna í kvöld , bæði til að taka myndir af ráðstefnugestunum og líka til að fá sér gott að borða.  Benni frændi var svo æðislegur að koma og hjálpa mömmu um kvöldið.  Við þökkum honum innilega fyrir hjálpina, hún var æðisleg.

Ég sá litla bróður hreyfa sig svakalega mikið í bumbunni hennar mömmu í dag og fékk mikla samúð með mömmu minni.  " ÆÆ " sagði ég bara og reyndi að finna hreyfingar eins og pabbi en þá hætti litli bróðir að sparka og hvíldi sig bara.  Við verðum ábyggilega góðir saman :)

Kv. Víkingur Atli

27. til 29. mars 2009  Föstudagur til sunnudags

Föstudagur

Ég fór í leikskólann í dag og skemmti mér rosalega vel.  Fórum í listaskálann  og vorum að þæfa ull og bjuggum til páskaunga og lömb.  Eftir leikskólann náðu mamma og pabbi í mig og við fórum heim.  Ég var í fullu fjöri en mamma og pabbi eitthvað svakalega þreytt.  Pabbi er búinn að vera að vinna á ráðstefnu seinustu 3 daga, taka myndir þar á fullu og mamma með mig heima ( nema í dag ) og ég veikur og vill fá fulla dagskrá.  Ekki að ég sé mjög erfiður en það er dálítiið strmpið að sinna mér þegar hún er svona ófrísk og getur lítið gengið að viti.

Laugardagur

Amma Ása tók mig með sér að versla og pabbi fór í fótbolta svo mamma gæti hvílt sig.  Ég hitti þau svo heima hjá langömmu Inger og langafa Benna í hádeginu ásamt þeim Önnu Maríu og Benna :) 

Amma Ása kom svo með okkur í ólavíu og óliver þar sem mamma og pabbi festu kaup á ungbarnabílstól handa litla bróður og við skutluðum svo ömmu heim áður en við fórum í fermingarveislu nr. 1 af 6 í ár :)  Guðný Lilja frænka mín var að fermast.  Rosalega fín veisla.  Dálítið skondið en ég var alveg viss hvernig köku ég vildi og hvernig hún ætti að líta út.  Hittum ömmu Hósý þar, afa Eyda og langömmu Pöllu og langafa Jón og fullt af öðru skemmtilegu fólki.

Eftir veisluna fórum við heim þar sem ég hélt áfram að leika mér en mamma lagði sig.  Eitthvað slöpp kerlingin.

Sunnudagur

Ég og pabbi fórum saman í Bæjargilið þar sem ég hitti Dagný Björt og við vorum að leika okkur og æfa fimleikaæfingar. Við komum svo heim og ég hélt áfram að leika mér þar þangað til við fórum í fermingarveislu nr. 2 í ár.  Kristín Nanna frænka mín var að fermast.  Mamma og pabbi sáu alveg nýja hlið á mér hehe.  Ég var sko skemmtikraftur fermingarinnar.  Stillti mér upp við hlið Þórunnar Örnu sem var veislustjóri og skemmti krökkunum með allskonar skrípalátum hehe.  Fannst þetta ekki leiðinlegt.

Það átti að vera matarklúbbur hér heima um kvöldið en mamma frestaði því þar sem hún var orðin svo svakalega kvefuð og enn svo þreytt.  Enda eins gott því þegar við komum heim eftir langan bíltúr því ég sofnaði í bílnum á leiðinni heim þá var hún komin með hita og bara hundlasin.

Kv. Víkingur Atli

30. mars 2009  Mánudagur

Ég fór með pabba í leikskólann í dag, mamma var eftir veik heima.  Pabbi náði í mig í leikskólann og við fórum í Bónus á leiðinni heim. Þar hringdi ég í mömmu og sagði henni að við værum í Bónus og værum að kaupa bleyjur :)  Pabbi bjó svo til rosalega góða pizzu þegar við komum heim.  Ég borðaði nú lítið af pizzunni en fékk skyr áður en ég fór að sofa.

Rétt fyrir átta þá lét ég vita að ég vildi fara að sofa og var sofnaður um átta.

Kv. Víkingur Atli

31.mars 2009 þriðjudagur

Ég fór með pabba í leikskólann í morgun, mamma enn veik heima.  Það var allt fullt á matarborðinu ( til að fá morgunmat ) þannig að ég þurfti að setjast einn við annað borð ásamt Elsu starfsmanni og ég var sko ekki ánægður með það.  Ég vildi vera hjá hinum krökkunum. 

Í dag var svo leikfimisdagur hjá okkur á Víðistofu og það var þrautabraut, mjög skemmtilegt.  Afi Eydi og Eydís náðu í mig eftir leikskóla.  Mamma hafði keypt handa pabba nuddtíma og smá dekur og hann kom og náði í mig til ömmu og afa eftir það og við komum svo svakalega hressir heim :)  Ég var þó ekki alveg á því að fara heim með pabba, allt of skemmtilegt hjá ömmu og afa.  Ég fór með þeim í smáralindina og skemmti mér konunglega.

Fór svo að sofa um átta eins og seinustu kvöld þannig að nú er komin góð regla á virkum kvöldum á svefninn hjá mér  :)

Kv. Víkingur Atli

1. apríl til 6. apríl 2009

Er ekki kominn tími á smá fréttir af okkur hér í Starenginu ?  Ritarinn í einhverju letikasti þessa dagana.

Mamma og pabbi fóru í mæðraskoðun 1. apríl til að tékka á litla bróður og honum líður bara nokkuð vel í bumbunni hennar mömmu.   Mamma var sett á pensilín vegna kvefsins sem hún er með og ennisholusýkingar. 

Eftir leikskólann fórum við svo í Bæjargilið til að kyssa Bjarka frænda til hamingju með afmælið.  Hittum þar Jón langafa og Erlu Lóu frænku, Axel, Hildi og Dagnýju, Bjarka, ömmu og afa , fullt af fólki.  Enduðum í pizzu og pabbi horfði á landsleikinn þar og við fengum svo afmælisköku áður en við fórum heim.

Mamma átti afmæli 3. apríl og við pabbi vöktum hana með söng og kossum :) og auðvitað pökkum hehe.  Ég fékk að gefa henni sérgjöf, hríspáskaegg nr. 4 eins og henni langaði svo í :) ( hún er svo skrýtin að hún vill ekki hreint súkkulaði í páskaegginu sínu ) og svo gáfum við pabbi henni saman fyrstu 3 seríurnar í Lost þáttunum.  Hún var svakalega ánægð með okkur :)  Mest var hún þó ánægð með að hafa mig heima en ekki uppi á spítala eins og seinustu 2 árin.  Pabbi var svo í fríi eftir hádegi svo þau myndu ná að gera allt sem gera þurfti fyrir afmælið hennar mömmu sem var á laugardeginum.  Þau náðu svo í mig og ég fór í pössun til ömmu Ásu í smá stund meðan þau fóru út að borða á Ítalíu :)  Ég fór með ömmu Ásu til langömmu Inger og langafa Benna og hitti þar Önnu Maríu.  Rosalega skemmtilegt hjá okkur.  Ég ætlaði nú aldrei að fara að sofa um kvöldið, mamma og pabbi voru að laga til og lífið var bara of skemmtilegt hjá mér til að ég nennti því að fara að sofa.

Ég er að læra að hjóla á þríhjóli, rosalega duglegur.  Ekki svo langt síðan að ég vildi sko ekki einu sinni setjast á hjólið en núna er það voðalega spennandi.

Laugardagur :  Ég og pabbi vöknuðum snemma og fórum fram og byrjuðum að þrífa fyrir afmælin og fá okkur að borða.  Pabbi fór svo í fótboltann en við mamma fórum að baka vöfflur og pönnukökur fyrir afmælisveislurnar.  Ég var ekki með neina bleyju fyrir hádegi, pissa 2x niður og í seinna skiptið þá horfði ég niður þegar ég var að pissa og sagði " ÆÆÆ, ég sulla "! 

Kl. tvö komu svo amma Ása, langamma Inger, langafi Benni, Anna María, amma Hósý, afi Eydi og Eydís í afmælið hennar mömmu.  Langamma Palla og langafi Jón komu stuttu seinna.  Rosalega gaman.  Mamma bauð upp á pönnukökur, vöfflur, fullt af ávöxtum og berjum, súkkulaðisósu, síróp, safa,  köku sem amma Ása bakaði og heitt brauð sem amma Ása gerði fyrir mömmu.

Amma Ása og Benni gáfu mömmu æðisleg náttföt frá Joe Boxer, netapoka undir dótið hennar og pening.  Langafi Jón og langafmma Palla gáfu mömmu fallegt blóm, amma Hósý, afi Eydi og Eydís gáfu mömmu flottan standlampa og  Anna María gaf mömmu krem.  langamma Inger og langafi Benni gáfu  mömmu pening. Takk æðislega fyrir mömmu mína :)

Um kvöldið komu svo Margrét Vala, Logi, Hrafnhildur, Steinunn og Ari í mat til okkar.  Ég hafði farið með Önnu Maríu heim og fékk að gista hjá henni þannig að seinna afmælið var barnlaust :)  Mamma og pabbi buðu þeim upp á lax í mango-chili-chutney- rjóma sósu, hitaðar kartöflur í ofninum og salat.  Svo var afgangur frá því um daginn í desert :)  Miklar og skemmtilegar umræður sem fóru fram og mikið hlegið :)  Mamma fékk frá þeim leirpott til að elda í í ofninum. Rosalega flottur.

Sunnudagur :  Mamma og pabbi náði í mig til Önnu Maríu rétt áður en við fórum í fermingarveislu til Bjössa frænda míns.  Rosa flott veisla.  Þar spilaði Bjössi á gítar og söng fyrir okkur og Siggi bróðir hans spilaði á harmónikku, ég var rosalega hrifinn af þessu og sagði aftur og aftur meðan Siggi spilaði " Spila aftur, spila meira ".  Eftir veisluna fórum í smá bíltúr og ég sofnaði í bílnum.  Vaknaði þar sem við vorum í Bæjargilinu og pabbi að laga skottið á bílnum okkar.  Við fórum svo heim í rólegheit og fengum okkur afganginn af fiskinum frá því í gær.

Mánudagur :

Linda systir mömmu á afmæli í dag og við óskum henni til hamingju með daginn.

Ég fór með pabba í leikskólann , mamma var heima að hvíla sig eftir helgina.  Eftir leikskólann fór ég með pabba í búðina og þegar við komum heim þá sagði ég við mömmu að við höfðum verið að kaupa sósu, kjúkling og franskar :)  Ég borðaði svo rosalega vel því pabbi sagði við mig að stórir strákar borða kjúkling með sósu og klára allan matinn sinn þannig að ég gerði það auðvitað líka.

Kv. Víkingur Atli

7. og 8. apríl 2009 

Þriðjudagur :  Pabbi keyrði mig á leikskólann og í dag vorum við að klára páskaföndrið okkar og fórum í leikfimi.  Ég borðaði vel og svaf vel í lúrnum mínum. Mamma og pabbi náðu svo í mig eftir leikskólann og við fórum í heimsókn til ömmu Ásu.Við mamma fórum svo heim um áttaleytið en pabbi hafði farið heim til ömmu og afa til að horfa á fótboltaleik í sjónvarpinu þar. 

Ég var orðin ansi þreyttur þegar við fórum heim en harðneitaði að fara að sofa þegar heim var komið.  Mamma ætlar því að fara að stytta lúrinn minn á daginn svo ég nái góðum nætursvefni.

Í dag er mamma komin 35 vikur á leið með litla bróður og það er akkúrat mánuður í að hann kemur heiminn í siðasta lagi.

 

Miðvikudagur :

Mamma og pabbi keyrðu mig í leikskólann í morgun, þau náðu svo í mig snemma í dag og ég er kominn í páskafrí með mömmu og pabba.  Við fórum og fengum okkur ís , ég vildi þó bara borða brauðformið hehe en fannst ísinn allt í lagi það litla sem ég vildi.

Við pabbi keyrðum svo mömmu heim svo hún gæti hvílt sig meðan við pabbi fórum í sund.

Um kvöldið fórum við í 4. ferminguna okkar í ár.  Hafrún Erna frænka mín var að fermast og við fórum í veisluna til hennar og fengum kvöldmat.  Mjög skemmtileg veisla fannst mér.  Ég lék mér við fullt af krökkum sem ég þekkti ekki neitt og var alveg ófeiminn.  Stiltti mér upp við hliðin á veislustjóranum eins og ég ætti svæðið og hljóp um allt  , samt ekki meðan það var verið að halda tölu, þá stóð ég stilltur við hliðin á og hlustaði.

Kv. Víkingur Atli,4 vikur í að ég verði stóri bróðir :D

9. og 10. apríl 2009  Skírdagur og föstudagurinn langi

Á skírdag fór  ég með pabba í sund og fannst það svakalega gaman.  Ég er orðin svo duglegur að ég þori að henda mér sjálfur út í :) og vill helst vera í kafi.

Ég sofnaði svo í bílnum þannig að mamma og pabbi kíktu í Bæjargilið og ég svaf þar í smá stund.  Ég fékk að vera þar á meðan mamma og pabbi fóru í búðina síðan fórum við þrjú saman í heimsókn til Steinunnar , Ara og Piu Maríu.  Pia var sofandi þegar við komum en hún náði að hitta okkur áður en við fórum :)

 

Á föstudaginn langa fór ég með pabba í Bæjargilið en mamma varð eftir heima.  Ég var svo heppinn að amma og afi voru að fara í Hveragerði og ég fékk að fara með þeim og Eydísi frænku en pabbi varð eftir í Bæjargilinu og þreif bílinn okkar vel og vandlega.  Mamma kom svo með okkur ömmu, afa og Eydísi heim ( við náðum í hana á leiðinni heim ) og amma og afi buðu okkur upp á páskalambalærið.

Ég er hættur að fara að sofa kl. átta á kvöldin , núna er ég að læra öll trixin í bókinni til að fá að vaka lengur.  Fyrst að fá að sitja smá stund hjá pabba, svo þarf ég að fá að borða, síðan vil láta lesa eina sögu en að lokum sofna ég.

Kv. Víkingur Atli páskaungi

11, til 13, apríl. 2009

Laugardagur :

Ég fór með pabba í sund í morgun , rosalega gaman.  Hendi mér sjálfur út í núna og finnst þetta æðislegt.  Í hádeginu fórum við mamma og pabbi til langömmu Inger og langafa Benna í kaffi.  Við hittum Önnu Maríu þarna :)  Á heimleiðinni sofnaði ég í bílnum, mamma og pabbi notuðu tækifærið og keyptu sér ís. 

Benni frændi kom heim til okkar um kvöldið og borðaði með okkur kvöldmat. Pabbi grillaði nautakjöt, rosalega gott :) Ég var ekki alveg á því að fara að sofa á réttum tíma en ég bað um sjálfur að fara að sofa kl. hálf tíu eftir að hafa legið lengi á bumbunni hennar mömmu og hlustað á litla bróður :)

Sunnudagur , páskadagur

Ég fékk eitt páskaegg, nr. 2 frá Nóa sem amma Ása gaf mér :)

Við vorum komin til ömmu og afa í Bæjargilið kl. tíu í morgunkaffi.  Axel , Hildur og Dagný Björt komu fyrir hádegi og kl. eitt fórum við mamma og pabbi af stað svo ég gæti sofnað aðeins áður en við fórum í páskakeiluna.  Þar hittum við fullt af skemmtilegu fólki úr föðurfjölskyldunni hans pabba :)  Eftir keiluna fórum við öll sömul sem vorum í páskakeiluna í mat til ömmu og afa.  Í boði voru kjúklingar, franskar og með því frá BK kjúklingi.  Það var spilað og rosa gaman.  Ég og pabbi fengum verðlaun fyrir keiluna hehe, ég fyrir að vera með og pabbi fyrir besta stílinn.  Ég lék mér við Dagný Björt og Viktoríu frænkur mínar.  Við vorum komin heim um níu leytið  og ég fór að sofa , alveg búin á því. 

Mamma er komin 8 mánuði á leið í dag :)

Mánudagur, annar í páskum :)

Ég fór með mömmu ! og pabba í sund í morgun. Vá hvað mér finnst þetta skemmtilegt, ég er orðinn svo kaldur.  Er með handakúta og syndi um allt, vill helst ekki að mamma né pabbi haldi við mér.  Byrjaði á því að klifra sjálfur upp á bakkann , henda mér úti og láta mig fljóta í vatninu.  Vildi vera að alltaf.  Hélt mér í bakkann og fór með fram honum án þess að mamma né pabbi héldu við mér ( bara róleg þau voru alltaf MJÖG nálægt mér hehe ).  Við vorum í sundi til kl. tólf en þá lögðum við af stað út úr bænum.  Við ætluðum að heimsækja langömmu Pöllu og langafa Jón en þau voru ekki heima þannig að við heimsóttum Sigrúnu frænku í staðinn.  Við vorum hjá henni þar til við fóru í fermingarveisluna til hennar Steinunnar Elvu frænku ( dóttir systur hennar mömmu ).  Ég er rosalega félagslyndur og tala við alla og er mjög fljótur að ná tengslum við hina krakkana.  Fengum þær skemmtilegu fréttir að stóra systir mömmu, Linda, sé að fara til kína eftir 2-3 vikur að ná í lítinn strák sem fær nafnið Valtýr Björn :)  Ég er að verða stóri frændi.  Valtýr Björn er 11 mánaða og algjört krútt.

Pabbi horfði á körfuboltaleik um kvöldið en við mamma skriðum upp í rúm og lágum þar saman að skoða bækur og hafa það huggulegt :)

Kv. Víkingur Atli

14. og 15. apríl 2009 Þriðjudagur og miðvikudagur

Þriðjudagur

Fyrsti leikskóladagurinn eftir páskafríið.  Ég var ansi spenntur að fara í leikskólann í morgun :) 

Mamma og pabbi náðu í mig rétt fyrir þrjú og við fórum að hitta Lúther barnalækni.  Stór dagur hjá mér í dag :)  Það var ákveðið að ég þyrfti ekkert á stómíunni að halda lengur og hnappurinn var látinn fjúka :)  Ég er orðin svo duglegur að borða sjálfur, orðinn 11,4 kg og 86-87,5 cm (fór eftir því hve mikið ég rétti úr mér hehe ) og búinn að taka einn pensílinskammt um munninn síðan við hittum Lúther seinast þannig að hann treysti mér alveg í að losna við hnappinn :) 

" Búið að taka hnappinn " , " allt í lagi " og svo strýk ég mér um bumbuna :)  voða sáttur hehe.

Miðvikudagur

Mamma og pabbi skutluðu mér á leikskólann áður en þau fóru sjálf á spítalann í vaxtarsónar og í mæðraskoðun.  Litli bróðir minn er sko í fínu formi, áætlaður í dag vera um 11 merkur ( samkvæmt sónarnum ) og líður voða vel í bumbunni hennar mömmu minnar :)  Hann er sko orðinn stærri en ég var þegar ég fæddist hehe, svo er bara að sjá hvort sónarinn hafi rétt fyrir sér, eingöngu 3 vikur í litla bróður minn.  Mæðraskoðunin gekk líka vel, fyrir utan grindargliðnun og annað sem hrjáir mömmu mína þá hefur hún það bara ágætt.  Hún er ekki mikið fyrir að kvarta nema í pabba minn hehe en hún vaggar samt eins og önd hehe og er ekki mikið að elta mig um allt og á ansi erfitt með leika við mig nema það sé í sófanum eða að föndra saman því ef hún sest á gólfið þá þarf krafta ( meira en mína krafta ) til að ná henni upp aftur hahahahaha.

Eftir leikskólann heimsóttum við langömmu Inger og langafa Benna og hittum þar Önnu Maríu, Benna og ömmu Ása.  Vá hvað ég varð glaður að sjá ömmu mína aftur, hún er búin að vera á Kanarí í viku og ég er mikið búinn að spyrja um hana, hef ekkert skilið í því að hafa ekkert hitt hana undanfarið.  Hún gaf mér flugvél sem ég var mjög ánægður með :)

Ég var sko ekki á því að fara að sofa um kvöldið og það varð "stríð" hér heima.  Ég ætlaði ekki að fara að sofa og skyldi ekkert í því af hverju ég mátti ekki hafa þetta eins og ég vildi.  Að lokum sofnaði ég þó eftir að hafa farið í þrjóskukeppni við pabba minn ( sem er sko ansi þrjóskur þegar hann vill það ).

Knús Víkingur Atli

16. apríl 2009  Fimmtudagur

Ég fór með pabba í leikskólann í morgun.  Skemmti mér vel þar, svaf í klst í lúrnum mínum og fékk gott að borða í hádeginu.  Fór með pabba í búðina áður en við fórum heim og mamma eldaði KVÖLDMATINN í kvöld.  Fengum Kjúkling í mangocutney-karrý-rjómasósu og hrísgrjón með.

Eftir matinn fórum við í bíltúr til ömmu og afa og hittum þar Bjarka frænda.  Ég var orðinn þreyttur þegar við komum heim aftur að ég fór sáttur að sofa :)

Kv. Víkingur Atli, 3 vikur í dag að ég verði stóri bróðir :)

22. apríl 2009 Sumardagurinn fyrsti

Mamma gleymdi að borga áskiftina hingað inn en núna er það búið:)

Við fórum í fermingarveislu seinasta sunnudag til hennar Írisar Önnu í Hveragerði.  Mamma kom með okkur og það var voða gaman.

Ég er alltaf að æfa mig að hjóla á þríhjóli í leikskólanum og finnst það svakalega spennandi :)  Ég var svo svakalega hrifinn þegar mamma og pabbi ásamt ömmu Ásu, ömmu Hósý, afa Eyda og langömmu Inger og langafa Benna gáfu mér þríhjól í sumargjöf :)  Skil það helst ekki við mig.

Mamma og pabbi fóru í mæðraskoðun í gær.  Litli bróðir er búinn að skorða sig og hefur það óskaplega gott í bumbunni hennar mömmu. 

Í dag fórum við í sumarmorgunmat í Bæjargilið og hittum Axel, Dagný Björt, Eydísi og Hildi Laxdal. Ég fór í smá hjólatúr með fyrrnefndum og pabba út í Bakarí.  Ég og Dagný sátum í vagni sem Axel dró á hjólinu sínu.  Eftir morgunmatinn fórum við pabbi í sund með öllum hinum en mamma var heima hjá ömmu og afa á meðan. 

Amma Ása og Anna María komu svo í kvöldmat til okkar, pabbi eldaði rosalega gott lambalæri handa okkur og svo höfðum við það voða huggulegt fram eftir kvöldi.

Kv. Víkingur Atli

24. apríl til 27. apríl 2009

Mamma er sko ekki að standa sig í ritarastarfinu þessa dagana.  Hún lætur sig nú hafa það að henda inn smá fréttum hingað inn öðru hverju hehe.

Við mamma vorum ein heima á föstudagskvöldinu, pabbi fór á árshátiíð í vinnunni.  Ég er ekki alveg að trúa því þegar mamma ( eða pabbi ) segir að það sé að koma nótt og ég eigi að fara að sofa.  Það er enn bjart úti og mér finnst það ekkert vera nótt ( samt geyspa ég heil ósköp hehe ).

Pabbi fór að vinna við kosningarnar á laugardeginum og var í burtu frá 8 um morguninn til ellefu um kvöldið.  Ég og mamma höfðum það mjög huggulegt hér heima þar til amma Ása kom til okkar.  Hún kom með okkur í Borgarskóla þar sem mamma kaus og við hittum pabba en hann var að vinna þar :)  Ég fór svo heim með ömmu Ásu og mamma fór heim að klára teppið sem hún er að gera fyrir litla bróður.  Hún kom svo til ömmu Ásu í kvöldmat ásamt Önnu Maríu, langömmu Inger og langafa Benna.  Við vorum með kosningapartý og ég var alsæll með þetta enda fékk ég snakk, saltstangir og vínber :)  Ég sofnaði svo í sófanum hjá Önnu Maríu kl. hálf ellefu og fékk að sofa hjá ömmu um nóttina.

Amma og ég komum heim fyrir hádegi , komum með rúnstykki og borðuðum morgunkaffi með mömmu og pabba ( þegar hann var vaknaður ).  Amma fór svo heim en við vorum heima þar til við fórum í matarklúbbinn til Margrétar Völu og Loga.  Rosalega góður matur sem við fengum, ég borðaði þó mest af soðnum gulrótum, fannst þær æðislegar en þau hin fengu lambalæri og með því og svo mjög góðan eftirrétt.  Pia María kom líka og við lékum okkur vel saman.

Ég fór svo í leikskólann í gær og í sjúkraþjálfun.  Mamma vildi svo fara út þegar við komum heim , hún nennti ekki að vera lengur heima enda búin að vera ein heima allan daginn.  Ég fékk að ráða hvert við færum og ég vildi hitta ömmu Hósý og afa Eyda.

Kv. Víkingur Atli alveg að verða 3ja ára haha og veit sko af því :)

28. apríl 2009  Þriðjudagur

Ég fór með pabba í morgun og mamma varð eftir heima.  Ég borðaði vel í hádeginu og svaf í klst.

Ég er orðin ansi duglegur að segja til þegar ég þarf / búinn að kúka og vill fara á klósettið.  Finnst það ansi spennandi, vill helst ekki fara á koppinn.

Ég fór svo að sofa á sæmilegum tíma í gærkvöldi þannig að allir voru ánægðir.

 

Kv. Víkingur Atli, mamma setti inn nýjar myndir í gær, bæði af mér og bumbumynd af sér.

29. apríl til 3. maí 2009 

Miðvikudagur

Ég fór í leikskólann í morgun og mamma og pabbi fóru í mæðraskoðun.  Litli bróðir hefur það glimmrandi í bumbunni og mamma hefur það nokkuð gott fyrir utan grindarverki og bjúg.  Þetta var síðasta mæðraskoðunin hjá mömmu og henni fannst það mjög skrítið.  Í næstu viku er svo undirbúningstíminn fyrir keisarann og svo sjálfur keisarinn á fimmtudeginum :)

Fimmtudagur

Ég fór á leikskólann og skemmti mér stórvel.  Pabbi fór á ráðstefnu þar sem hann var með erindi og mamma fór í smá dekur og hitti bumbuhópinn sinn.  Þegar pabbi var búinn þá náðu þau í Benna frænda og þau fóru öll þrjú að hitta langömmu Inger á spítalann en hún var lögð þar inn í gær vegna lungavesens. Þau fengu sér svo ís áður en þau náðu í mig á leikskólann og skutluðu svo Benna heim.

Föstudagur, Verkalýðsdagurinn

Ég og pabbi fórum í sund en mamma og amma Ása sátu á bakkanum og horfðu á okkur sundgarpana.  Eftir sundið heimsóttum við langafa Benna sem er enn einn heima.  Við kíktum svo í Bæjargilið þar sem okkur var boðið upp á Belgískar vöfflur og Hildur, Dagný og Axel komu líka. 

Laugardagur

Ég og pabbi fórum á fótboltaleik, kíktum í Bæjargilið og pabbi fór upp á háaloft og náði í vögguna sem litli bróðir á að vera í þegar hann kemur heim af spítalanum.  Hann náði líka í fullt af barnadóti og við Dagný vorum ofsakát yfir öllu þessu dóti :)  Á heimleiðinni þá keypti pabbi barnasetu á klósettið og núna eru klósettferðirnar það allra spennandi í lífi mínu haha.  Margar ferðir á klóið á dag hvort sem ég þarf að gera eitthvað eða ekki og vá hvað ég verð stoltur þegar eitthvað kemur :)  Mér finnst ég vera svo stór og vill ekki nota koppinn , það eru bara fyrir litla bróður !

Sunnudagur

Við vorum heima fram að hádegi og fórum þá í heimsókn til ömmu Ásu.  Hún var nú bara ekki heima þannig að við fórum að finna okkur stað til að fá okkur að borða.  Afi Eydi og amma Hósý náðu í mig og ég fékk að fara með þeim til Hveragerðis :)  Ég elska að fara í afabíl og var voða stilltur hjá þeim og glaður að hitta langafa Jón og langömmu Pöllu. Mamma og pabbi notuðu tækifærið og heimsóttu Siggu Ástu, Davíð og Inga Garðar.  Ingi Garðar er bara 10 daga gamall og mamma og pabbi urðu enn spenntari að fá litla bróður í heiminn eftir að hafa séð þennan gullmola :) 

Kv. Víkingur Atli, alveg að verða stóri bróðir

7. maí 2009

Þá er mamman á heimilinu búin að taka yfir færslurnar hér inni. 

Ég og Kiddi vorum komin upp á sængurkvennagang kl. 7:15 í morgun.  Víkingur Atli fór til ömmu Ásu í gær og var þar í nótt.  Hún skutlaði honum svo í leikskólann og ætlar að fara til hans á opna leikskóladeginum í dag ( þá eru krakkarnir að sýna afrakstur vetrarins og syngja saman ).

Mér var rúllað upp á skurðdeild upp úr átta og ég undirbúin fyrir keisarann áður en Kiddi kom til mín.  Það gekk dálítið erfiðlega að mænudeyfa mig en gekk þó á endanum og Kiddi kom til mín þegar hún var komin á sinn stað og búið var að koma mér upp úr skyndilegu þrýstingsfalli sem ég fékk í kjölfarið.  Keisarinn gekk mjög vel fyrir sig, engin vandræði þar.  Guttinn var farinn að orga áður en hann var komin almennilega upp úr bumbunni hehe og vakti mikla kátínu á skurðstofunni :)  Hann fór svo í skoðun til barnalæknisins sem gaf honum bestu einkunn og sagði að hann væri hinn flottasti :)  Loksins kom hann svo til mín og Kidda og fékk að liggja á bringunni minni þar til þeir feðgar fóru fram og ég kom til þeirra inn á vöknun.

Þegar ég kom til þeirra þá var búið að vigta guttann og lengdarmæla hann, hann var 3195 g ( tæpar 13 merkur ) og 50 cm og höfuðummálið var 36 cm :)  Svakalega sætur og auðvitað jafn fullkominn og stóri bróðir :)  Ég var á vöknun ásamt þeim Kidda og litla kút þar til það var búið að ná mér sæmilega upp í þrýsting og búið að vökva mig sæmilega en ég missti slatta af blóði í keisaranum og var ekki alveg að komast upp í góðan þrýsting.  En það tókst að lokum og við fórum niður á deild.  Vorum sett í herbergi 3 ( stór stofa ).  Kiddi fór þá að fá sér að borða með pabba sínum og Eydísi.  Hann kom svo aftur stuttu seinna og ég reyndi að hvíla mig, gekk reyndar illa, adrenalínið á fullu og ekki gekk vel að verkjastilla mig.

Rétt fyrir fimm kom svo mamma , Víkingur Atli, Hósý, Eysteinn og Eydís, pabbi og  Anna María til að skoða litla guttann okkar.  Víkingur rosalega stoltur stóri bróðir og vá hvað okkur Kidda fannst hann flottur og stór strákur.  Hann fékk að fá litla bróður sinn í fangið og sá var sko stoltur að fá að passa litla bróður sinn.  Víkingur gaf litla bróður sínum hundabangsa og litli bróðir gaf honum pakka með fullt af bílum í :)  Hann fékk svo líka pakka frá afa Eyda ( playmobila ) og frá ömmu Ásu ( límmiðabók ).  Litli kúturinn fékk æðisleg prjónuð föt frá ömmu Ásu sem verða heimferðafötin hans og föt frá Bæjargilinu sem við munum nota hér á spítalanum.

Við ákváðum að upplýsa nafnið á litla guttanum strax :)  getum sko ekki beðið enda mjög ánægð með það.  Hann hefur fengið nafnið Kári Steinn. 

Kiddi fór svo heim seinna um kvöldið og við Kári Steinn reyndum að sofa dálítið.  Ljósmæðurnar tóku Kára Stein fram til sín svo ég gæti sofið smá en mér gekk ekkert svakalega vel að festa svefn.

Af Víkingi Atla er að frétta að hann fór ásamt kisuhópnum sínum ( starfshópurinn hans á deildinni hans ) í strætó í húsdýragarðinn og var rosalega duglegur að ganga sjálfur.  Fyrst gekk hópurinn upp á bústaðarveg og fór þar i strætó á suðurlandsbraut þar sem þau gengu niður í húsdýragarð og skoðuðu dýrin þar og svo aftur til baka.  Óhætt er að segja að Víkingur Atli hafi orðið hrifinn af strætóum eftir þessa ferð :)

Kv. Inger Rós, svakalega stolt mamma 2ja stráka.

8. maí 2009

Kiddi kom til okkar Kára um morguninn, Víkingur hafði sofið heima hjá ömmu sinni og afa í Bæjargilinu og skemmti sér konunglega þar. 

Ég var svakalega þreytt þennan dag og frekar föl eins og sést á sumum myndunum.  Blóðið hjá mér var í lægri kantinum og ekki gekk vel að verkjastilla mig. 

Við fengum Benna, ömmu Ásu og ömmu Hósý í heimsókn ásamt Víkingi Atla sem var að fara í pössun til ömmu Ásu.  Litli strákurinn okkar ( ætti nú að segja stóri strákurinn okkar ) í svolitlu flakki þessa dagana.  Hann er kominn með svakalegan hósta og ansi mikið kvef.

Um kvöldið fór ég að finna fyrir ofnæmisviðbrögðum við verkjalyfinu sem ég var á, þroti í hálsinum og úfurinn á mér bólgnaði allur upp.  Ég var því tekin af því lyfi og nú þurftu læknarnir að hugsa málið hvernig hægt væri að verkjastilla mig svo ég kæmist heim bráðlega.  Ég var nú búin að gefa upp vonina um að fara heim á laugardeginum , vildi frekar ná heilsu og orku til að geta tekist á við heiminn með 2 hressa stráka án þess að liggja bara í bælinu.

Kv. Inger Rós

9. maí 2009 

Til hamingju með afmælið Ari, vonandi verður afmælisveislan skemmtileg í kvöld :)

Víkingur svaf hjá ömmu sinni Ásu í nótt og verður hjá henni í dag.  Hann er enn með ljótan hósta.

Við fengum góða gesti í heimsókn í dag, amma Ása kom ásamt ömmu Hósý, afa Eyda, Bjarka og Eydísi og Axel og Hildur kíktu fyrr um daginn.

Ég var færð til um stofu um kvöldið, fór í einstaklingsherbergi og seint um kvöldið fékk ég fyrri eininguna af blóði af 2 sem ég átti að fá til að koma blóðstatusnum í lag.

Víkingur fékk háan hita um kvöldið og fór amma og pabbi því með hann á bráðavaktina þar sem hann fékk sýklalyf gegn streptokokkum og fór hann svo heim með ömmu aftur.  Sami læknirinn og var viðstaddur keisarann hjá Kára Steini skoðaði Víking Atla og þessi sami læknir var með mér í MH kórnum á sínum tíma, skemmtilegar tilviljanir.

Kv. Inger Rós , nú vona ég að ég sé að muna þetta rétt þar sem ég er að skrifa þetta nokkrum dögum seinna og mikið búið að ganga á síðan :)

10. maí 2009

Kiddi kom til okkar Kára Steins um morguninn og við biðum svo fram eftir degi þar til ég fékk nýjan legg í hendina svo ég gæti fengið seinni eininguna af blóðinu. 

Kári Steinn var vigtaður í morgun og hann hefur farið niður um ca. 200g síðan hann fæddist en læknarnir hafa engar áhyggjur af honum. Hann er með gula slikju á sér en er langt fyrir neðan hættumörkum fyrir guluna.  Hann er orðinn viljugri að drekka og er svakalega vær og góður strákur, heyrist varla í honum.  Hann sefur ansi mikið sem er bara gott því hann er auðvitað á fullu að stækka og þyngjast og þarf að nota mikla orku í það. 

Víkingur Atli er enn lasinn og mun því ekkert koma til okkar í dag en ég fæ vonandi að fara heim á morgun þannig að þá ætti fjölskyldan að vera sameinuð á ný.  Hlakka mikið til að komast heim til mín með gullmolana okkar og fá að hugsa um þá saman þar. 

Kv. Inger Rós

11. maí 2009

Þá er komið að því að Kári Steinn fær að fara heim til sín ásamt okkur Kidda og Víkingi Atla. 

Gestur barnalæknir útskrifaði drenginn með bestu einkunn og svo fékk Kári fyrsta baðið sitt áður en hann fékk að fara í fínu heimferðafötin sín.  Amma Ása og Víkingur Atli komu svo til okkar og við fórum öll heim saman.  Víkingur Atli vissi sko alveg hvað við værum að fara að gera og var ansi spenntur enda stórt hlutverk að vera stóri bróðir.  En stundin varð aðeins of stór fyrir litla hjartað hans og það voru stutt í tárin hjá honum og þá er nú gott að geta knúsað mömmu sína og pabba sem hafa verið lengi í burtu frá prinsinum sínum.

Amma Ása  var svo heima hjá okkur aðeins um daginn og hjálpaði okkur að koma okkur fyrir.  Takk kærlega fyrir hjálpina.

Kv. Inger Rós

12. maí 2009  Þriðjudagur

Við vorum í rólegheitunum hér heima í dag.  Víkingur svakalega duglegur að hjálpa okkur með Kára Stein og vill fylgjast vel með öllu sem viðkemur honum.  Hann er líka duglegur að leika sér við bílana sem Kári Steinn gaf honum og skoða límmiðabókina sem amma Ása gaf honum ásamt því að bera alla kubbana sína hingað inn í stofu hehe.

Afi Eysteinn kom í heimsókn í dag og Víkingur fékk að fara með honum í heimsókn í Bæjargilið og horfa á Eurovision þar :)  Strákurinn þrælánægður með það fyrirkomulag :)

Amma Ása kom í mat til okkar og horfði á Eurovision með okkur og dúllaðist aðeins með Kára Stein þar til Víkingur Atli kom heim ásamt Eysteini, Hósý og Eydísi.

Kv. Inger Rós

13. maí 2009  Miðvikudagur

Við fórum niður á sængurkvennadeild í dag til að hitta brjóstaráðgjafa.  Kári Steinn ekki alveg að taka brjóstið rétt og við fengum góðar leiðbeiningar frá ráðgjafanum og líka að vita að hann væri með fínan sogkraft , eina sem er að er að hann þarf að fá smá meiri kraft og þroska og þá mun þetta ganga fínt hjá okkur :)  Við vorum auðvitað ægilega ánægð að heyra þetta enda ekki hægt að bera það saman að vera á mjaltavélinni og með pelana, brjóstamjólk og þurrmjólk á víxl eins og var með Víking Atla og svo bara brjóstagjöfina eina og sér ( mun minni farangur þegar við förum á stjá haha ).

Við kíktum svo aðeins til langömmu Inger og langafa Benna til að sýna þeim nýja barnabarnabarnið. Langamma Inger gaf Víkingi pakka:)  Fallegan trefil sem hún hafði prjónað sjálf og kókómjólk ( sem alltaf slær í gegn hjá þessum kókómjólkursjúklingi ). Kári Steinn fékk líka pakka frá langömmu Inger, húfa, trefill, vettlingar og sokkar sem hún hafði prjónað, afskaplega fallegt hjá henni og það verður gaman þegar hann verður orðinn nógu stór til að geta notað þetta.

Benni frændi kom til okkar um kvöldið og það var ferlega skemmtilegt.  Kári Steinn ákvað að vakna aðeins til að kíkja á frænda sinn og Víkingur Atli fór á kostum þar til hann fór að sofa :)

Kv. Inger Rós

14. maí 2009  Fimmtudagur

Þá er Kári Steinn orðinn vikugamall, ótrúlegt hve tíminn líður hratt og hvað margt hefur gerst síðan hann fæddist.  Mér finnst ég alltaf hafa átt hann og Víking Atla :)  Yndislega rík sem við Kiddi erum í dag.

Ungbarnaeftirlitið kom í morgun.  Hún heitir Auður sem verður með Kára í ungbarnaeftirlitinu.  Hún skoðaði strákinn og hann fékk góða einkunn.  Hún vigtaði hann og hann er orðinn 2940 g, vonandi á uppleið í fæðingarþyngd sína.

Axel og Dagný komu í heimsókn í dag og borðuðu með okkur.  Dagný fór svo í pössun í næstu íbúð hér við hliðin á þar sem bróðir hennar Hildar ( mömmu Dagnýjar ) býr og Axel og Kiddi fóru á fótboltaleik. 

Víkingur fór góður að sofa og Kári Steinn lá í vöggunni sinni á meðan.  Þetta gekk allt upp hjá mér en ég viðurkenni að ég var hálfstressuð yfir þessu en þetta gekk bara vel :) 

Ég og Kári Steinn vorum svo frammi í stofu að horfa á eurovision saman , sofnuðum öðru hverju eða þar til við fengum hringingu frá Heklu systur um að hún og pabbi væru á leiðinni í heimsókn.  Alltaf skemmtilegt að fá heimsóknir :)  Kiddi kom svo stuttu seinna þannig að hann náði að hitta þau.  Við gleymdum hinsvegar alveg að taka myndir :(  Hekla gaf Kára Steini æðislega hringlu sem er máluð eins og bífluga og er keypt í Gimli :) og pabbi ( afi Nonni ) gaf Kára æðislegan babymonitor sem við getum bæði haft í vöggunni og í vagninum, einmitt eins og okkur vantaði.

Kv. Inger Rós

15. maí 2009  Föstudagur

Kiddi skutlaði Víkingi á leikskólann í morgun og svo fórum við ásamt litla gaurnum upp á spítala.  Það átti að taka úr mér heftin, 17 stykki takk fyrir.  Við vorum svo heppin að hitta á hana Álfheiði sem sá svo vel um mig uppi á meðgöngudeild þegar ég lá þar með stelpurnar.  Hún tók heftin og svo ræddum við Kiddi við hana málin og það var æðislegt.

Víkingur var svo heppin að afi Eydi bauðst til að ná í hann úr leikskólanum og við Kiddi og Kári Steinn náðum í hann í Bæjargilið áður en við fórum heim til Steinunnar og Ara í grill.  Þar hittum við Piu Maríu auðvitað og svo voru Margrét Vala og Logi líka komin þangað.

Kv. Fjöskyldan í Starenginu

16. maí 2009  Laugardagur

Við tókum eftir því þegar við vöknuðum að annað augað hans Kára Steins var bólgið og gröftur sem kom út úr því.  Ég pantaði því tíma í barnalæknavaktinni á Domus Medica og við mættum þar korter í eitt.  Áður en við fórum þangað skutluðum við Víkingi Atla í Safamýrina en hann ætlaði að bíða þar hjá ömmu Ásu, langömmu Inger, langafa Benna , Benna og Önnu Maríu meðan við vorum hjá lækninum.  Við komum svo þangað eftir læknisheimsóknina.  Læknirinn tók sýni úr auganum hans Kára og lét okkur fá augnsmyrsl sem við eigum að setja í augað hans næstu vikuna.

Víkingur varð eftir hjá ömmu Ásu en þau ætluðu að fara í bæinn að sjá listahátíðar atriði.  Hann var ansi spenntur yfir því en við Kiddi og Kári fórum heim til okkar.  Víkingur Atli og mamma komu svo heim til okkar rétt fyrir kvöldmatinn.  Mamma borðaði með okkur ( Kiddi grillaði lambakjöt og með því ) og horfði á Eurovision með okkur.

Kv. Inger Rós

17. maí 2009  Sunnudagur

Til hamingju með afmælið Lóa, vonandi fékkstu góðan dag  allavegana skein sólin með þér.

Við vorum heima í dag í rólegheitunum, allavegana ég og Kári haha.  Kiddi og Víkingur fóru eins og svo oft áður í Bæjargilið í morgunkaffi og svo skelltu þeir sér í sund saman. 

Kári fór í fyrsta baðið sitt hér heima og Víkingur var duglegur að hjálpa til við að halda honum rólegum :) 

Mamma kom svo hingað og hún og Víkingur fóru í göngutúr.  Endaði með að þau voru í 2 klst úti , fundu leikskólann við Víkurskóla og Víkingur var á fullu þar að leika sér.

Hann var svo alveg búinn á því eftir daginn og fór snemma að sofa. 

Kiddi fór á fótboltaleik þannig að ég var ein heima með strákana og það gekk bara vel.  Kári var með smá læti meðan ég var að svæfa Víking Atla en ekkert til að hafa áhyggjur af :)

Kári Steinn er allur að verða betri í auganu, greinilegt að smyrslið sé að vinna sína vinnu :)

Kv. Inger Rós

18. maí 2009

Kári Steinn vaknaði aðeins 1 sinni í nótt til að drekka þannig að ég fékk nokkuð góðan svef en hann drakk líka vel og lengi í þetta 1 skiptið sem hann vaknaði til að drekka.  Víkingur Atli svaf í alla nótt í sínu rúmi , kom svo upp í til okkar þegar hann vaknaði sem var akkúrat 10 mín áður en vekjarklukkan hringdi hehe.

Kiddi skutlaði Víkingi Atla í leikskólann.  Í dag átti að vera myndataka, hún var tekinn úti í garðinum og gekk mjög vel.

Vika síðan Kári Steinn og ég komum heim af spítalanum :)

Hér heima vorum við Kári í hitabaði, svakalega heitt hjá okkur.  Kári Steinn endaði í sólbaði á bleyjunni , til að vinna á gulunni sem er enn að krauma í Kára litla.

Kiddi var í því að redda ýmsum hlutum sem þurfti að redda í dag.  Hann náði svo í Víking Atla í leikskólann og þeir fóru í göngutúr niður laugarveginn áður en þeir komu heim.

Víkingur Atli var alveg búinn á því eftir daginn þannig að við ákváðum að vera heima í staðinn fyrir að fara í matarklúbbinn sem var að þessu sinni hjá Steinunni, Ara og Piu Maríu.

Kv. Inger Rós

19. maí 2009  Þriðjudagur

Kári Steinn vaknaði bara 1 sinni í nótt til að drekka og Víkingur svaf í sínu rúmi alla nóttina (bara lúxus hjá okkur Kidda hehe).

Víkingur fór á leikskólann í morgun , honum fannst dálítið erfitt að sleppa takinu af pabba sínum en það hafðist nú að lokum.  Það var íþróttadagur hjá honum í dag og hann mikið að leika sér úti, honum finnst mjög skemmtilegt að moka í sandkassanum og hlaupa um. 

Auður hjúkrunakona frá ungbarnaeftirlitinu kom í morgun og vigtaði Kára Stein.  Hann er sko alveg að fá nóg hjá mér, búinn að þyngjast vel frá því á fimmtudaginn seinasta en þá var hann 2940 g en núna 3110 g :D duglegur strákurinn að þyngjast.  Hann er líka farinn að rétta meira úr sér og sýnist allur stærri í dag :)  Við fengum svo leyfi til að fara í göngutúr með Kára Stein þannig við drifum í að næa í Víking Atla snemma á leikskólann og fórum og náðum í burðarrúmið sem var í geymslunni hjá mömmu og fórum í göngutúr um Hljómskálagarðinn. 

Hittum Björgu ( vinnufélaga hans Kidda ) og kærasta hennar en þau voru á heimleið og stoppuðu til að heilsa upp á okkur. 

Það var mjög spes að fara í þennan göngutúr með strákana, fyrsta sinn sem við fórum eitthvað opinberlega sem 4urra manna fjölskylda :)  Yndislegt alveg hreint.

Fórum svo í bíltúr og enduðum í Bæjargilinu og fengum þar grillaðar pylsur og hamborgara :) 

Komum við í Krónunni á heimleið þar sem Víkingur var sjálfur á ferðinni, lét eins og hann ætti staðinn haha.  Ýmisst var hann í bíl sem var undir kerrunni ( Kári Steinn var í stólnum sínum í kerru sem ég keyrði en Kiddi keyrði kerruna með bílnum sem Víkingur var í ).  Svo vildi Víkingur bara ganga um og náði sér í barnakerru og keyrði hana um verslunina á fleygiferð :) 

Víkingur fékk svo skyr að borða þegar við komum heim og Kári Steinn fékk mjólkina sína.  Síðan fóru þeir báðir í bólið og við Kiddi gláptum á sjónvarpið þar til við ákváðum að skríða upp í.  Kári fann það á sér að við værum að fara að sofa og ákvað að hann vildi fá miðnætursnarl svona áður en við færum að sofa.

Kv. Inger Rós

20. maí 2009  Miðvikudagur

Kári Steinn var þambari í nótt og vá hvað ég er þreytt eftir nóttina ( frekar öfugsnúið ).  Sem betur er Kári svakalega rólegur á daginn að ég legg mig bara með honum.

Víkingur fór á leikskólann og skemmti sér nokkuð vel. 

Kv. Inger Rós

21. maí 2009  Fimmtudagur

Víkingur og Atli og Kiddi fóru út að leika sér í góða veðrinu þar til við fórum í Safamýrina í hádeginu.  Við vorum í safamýrinni allan seinni partinn og höfðum það gott þar.  Eftir heimsóknina til langömmu Inger og langafa Benna fórum við í smá bíltúr og strákarnir fengu sér smá lúr báðir tveir ( reyndar sefur Kári Steinn nánast ALLTAF hahaha en þeir eru góðir saman bræðurnir, hölluðu meira að segja höfðinu í sömu átt thihi ).

Við fórum svo í mat til ömmu Ásu og vorum þar aðeins fram á kvöld.

Kv. fjölskyldan í Starenginu

21. maí 2009  Föstudagur

Víkingur fór á leikskólann í morgun og hafði það gott þar í leik úti og inni.

Kári Steinn átti í smá erfiðleikum í nótt, hann er með dálítið slím í hálsinum sem er að gera honum hlutina erfiða og ég hef sterkan grun um að hann sé með bakflæði eins og Víkingur Atli var með.  Við kíktum með hann á heilsugæslustöðina sem sendi okkur á barnaspítalann  því læknirinn fannst hann heyra eitthvað í lungunum hans.  Niðurstaðan var að læknirinn á barnaspítalanum fannst Kári rosalega flottur strákur en vill að Lúther læknirinn hans Víkings kíki á hann og fylgi honum eftir.

Amma Hósý náði í Víking Atla eftir leikskólann og við náðum í hann í Bæjargilið.  Anna Aðalheiður kom í heimsókn í Bæjargilið til að kíkja á litla djásnið okkar og Víkingur Atli, stóra djásnið okkar, var svakalega stoltur af litla bróður sínum.

Við drifum okkur svo heim til að vera komin heim þegar amma Ása og Benni kæmu í heimsókn.  Kiddi grillaði svínakjöt fyrir okkur , rosalega góður matur og eftir matinn horfðum við á Victoriu secret tískusýninguna og svo á ungfrú Ísland keppnina ( vá hvað ég öfunda þá stelpu sem var kosin ungfrú KFC singer salat hahahahahah !!! ).

Kv. fjölskyldan í Starenginu

22. maí til 28. maí  2009

Margt búið að gerast seinustu vikuna og ég ansi löt að skrifa hingað inn. 

Við viljum óska Júlíusi til hamingju með 3ja ára afmælið á sunnudaginn :)

Á laugardaginn var hreinsunardagur hér heima ( sameiginlegri lóð í kringum húsið ) og Kiddi og Víkingur Atli voru fulltrúar okkar í vinnunni fyrir utan.   Víkingur fór svo í heimsókn til ömmu Ásu og var með henni yfir daginn. Þau fóru í göngutúr í perluna , heimsóttu langömmu Inger og langafa Benna og höfðu það mjög gott saman ( eins og alltaf þegar þau eru 2 saman ).

Á sunnudaginn fóru Kiddi og Víkingur Atli í Bæjargilið og voru þar nær allan daginn.  Víkingur fór með ömmu sinni og afa til Keflavíkur til að ná í Eydísi og Kiddi var í Bæjargilinu að laga hurðina á bílnum okkar.  Nú er hægt að opna allar hurðirnar á bílnum :)  Ekki meira basl til að koma Víkingi í bílinn:)

Á mánudaginn fór Víkingur í fyrsta sinn til tannlæknis.  Við Kiddi vorum búin að vera með áhyggjur hvort við værum að ná að bursta hann nógu vel , sérstaklega þar sem hann vill ekki opna litla munninn sinn mjög vel.  Í ljós kom að við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur af tönnunum hans, fínar og góðar.  Kiddi náði svo í Víking Atla rétt fyrir þrjú en það féll ekki í góðan farveg. Víkingurinn varð svo svakalega reiður yfir því að fá ekki að vera með í kaffitímanum og hætti ekkert að vera reiður þótt farið væri í bakaríið á leiðinni heim.

Á þriðjudaginn fórum við Kiddi í vinnuna til mömmu og fengum bílinn hennar lánaðan :)  Kiddi fékk hann lánaðan til að fara afa minn niður á heyrnastöð.  Ég sótti svo Benna og við náðum í Víking Atla á leikskólann og við fórum svo öll fjögur því Kári var jú líka með í för á barnaspítalann þar sem strákarnir mínir áttu pantaðan tíma hjá Lúther.  Lúther skoðaði þá báða og þeir fengu báðir góða einkunn.  Benni kom með mér til að halda á Kára í stólnum sínum, ég má ekki enn halda á þeim ( jú Kára en ekki í stólnum ).  Takk Benni fyrir hjálpina.  Við fórum svo í Safamýrina þar sem við biðum eftir Kidda og afa og Benni fékk bílinn hennar mömmu.  

Víkingur fór svo til ömmu Ásu eftir leikskólann á miðvikudaginn og fékk að gista hjá henni.  Fór í bað hjá henni og naut lífsins.

Amma Ása fór með Víking á leikskólann á fimmtudaginn og Kiddi náði í hann. Við erum komin með mikinn leikskólastrák á heimilið , hann kemur með hálfan sandkassann heim eftir daginn og er alveg hæstánægður hehe.  Kiddi fór á fótboltaleik og ég var heima með strákana um kvöldið.  Víkingur var afskaplega góður við mömmu sína og fór sáttur að sofa á réttum tíma og Kári Steinn beið með að drekka þar til stóri bróðir var farinn að sofa :)

Kv. Inger Rós, ætla að fara að setja inn nýjar myndir bráðlega.

29. maí 2009  föstudagur

Víkingur Atli mætti glaður á leikskólann, listaskálinn í dag :) 

Við fengum fullt af góðum heimsóknum í dag :)  Kl.fjögur kom Margrét Vala og svo mættu þau Steinunn, Ari og Pia María.  Margrét Vala og væntanlega Logi líka gáfu Kára Steini joggingbuxur og bol og Víkingur fékk frá þeim sundkarl sem syndir í baðinu :)  Steinunn, Ari og Pia María gáfu Víkingi bók til að æfa litina og stafina og Kári Steinn fékk baðbók :)  Víkingur og Pia léku vel saman, Víkingur varð reyndar dálítið eigingjarn á dótið sitt en þau rifust ekkert:)

Eydís Lilja og Hildur L. litu við í smá stund áður en þær fóru út í Egilshöll að horfa á Davíð í fótboltaleik.  Hósý og Eysteinn komu svo seinna um kvöldið og voru hér þar til stelpurnar voru búnar á fótboltaleiknum.

Kveðja út Starenginu

30. maí 2009  Laugardagur

Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag, hún á afmæli hún Palla langamma, hún á afmæli í dag :)

Víkingur Atli vaknaði við það að Kiddi fór að ná í pela handa Kára því ég var búin að vera að vakna svo oft í nótt til að gefa Kára að drekka að ég  þurfti að fá smá svefn.  Eftir að Kári var búin að drekka þá fóru Kiddi og Víkingur Atli fram og fengu sér morgunmat :)

Í hádeginu fórum við fjölskyldan í Safamýrina og vorum þar fram eftir degi.  Ég og Kári Steinn biðum í Safamýrinni og gaf Kára Steini að drekka meðan Víkingur Atli, Kiddi og mamma  ( amma Ása ) fóru og versluðu skó á Víking Atla.  Víkingur var svo heppinn að amma Ása gaf honum sandala og Kiddi keypti á hann skó þannig að nú er búið að græja skó fyrir drenginn fyrir sumarið :)

Við fórum svo heim og tókum aðeins til og byrjuðum að undirbúa matinn og um hálf sjö-sjö komu gestir :)  Mamma , Benni , amma og afi komu og við borðuðum saman kvöldmat.  Mjög huggulegt hjá okkur.

Kveðja úr Starenginu

31. maí 2009  Sunnudagur, Hvítasunnudagur :)

Við kíktum í morgunkaffi í Bæjargilið í morgun og vorum þar til svona 1 - 2 um daginn minnir mig.  Víkingur Atli sofnaði í bílnum á leiðinni heim þannig að Kiddi fór í smá bíltúr með hann eftir að hann var búin að koma okkur Kára heim svo ég gæti lagt mig smá. 

Kári Steinn er alltaf sama ljósið á daginn , drekkur dálítið ört á nóttinni en það hættir vonandi bráðlega , hugsa að hann sé að taka vaxtarkipp núna :)

Þegar ég vaknaði þá skelltu þeir feðgar sér í sund. Víkingur er orðinn svo duglegur í sundi og þorir öllu núna.  Í dag var hann í því að liggja á bakinu og busla á fullu, svakalega gott fyrir hann , jafnast á við sjúkraþjálfunartíma hjá honum að fara í sund.

Við fórum svo í mat til ömmu Ásu um kvöldið ásamt Benna. 

Takk fyrir daginn öll sömul.

Kv. úr starenginu

1. Júní 2009  Annar í Hvítasunnu, Mánudagur

Dagurinn var ansi rólegur hjá okkur í dag.  Víkingur og Kiddi fóru í hjólatúr og enduðu í Garðabænum :)  Þetta var víst ansi viðburðarík ferð fyrir Víking, hann sá litlar kanínur , hund sem var að synda í vatni og fullt af fuglum.  Afi Eydi skutluðu þeim svo heim og þeir fóru aðeins út að leika þar til Kári Steinn átti að fara í bað.

Kára fannst mjög gott að fara í bað , Víkingur Atli fékk að þvo honum um magann og hárið hans :)

Kiddi fór svo á fótboltaleik þannig að ég var ein heima með strákana í kvöld.  Víkingur Atli ákvað rétt fyrir átta að hann vildi fara út og þegar ég sagði að það væri ekki hægt því það væri kvöld þá fór hann í þessa miklu fýlu og ætlaði að bíða eftir að pabbi hans kæmi heim. 

Kveðja úr Starenginu

2. júní 2009 Þriðjudagur

Víkingur Atli var heima í dag til hádegis því það var starfsdagur í leikskólanum fyrir hádegi.  Við vorum því heima til kl. ellefu en þá fórum við af stað niður í vinnuna hans Kidda þar sem hann ætlaði að sýna drengina sína :)  Starfsmannafélagið var svo frábært að það gaf okkur gjafabréf í Babysam sem mun koma okkur vel :)  Takk kærlega fyrir okkur.  Kári Steinn lét þessa heimsókn ekkert á sig fá og svaf hana af sér.  Víkingur Atli varð hálffeiminn og sagði ekki mikið þrátt fyrir margar spurningar hehe. 

Eftir vinnuheimsóknina þá fórum við á pítuna þar sem við fengum okkur hádegismat áður en við fórum með Víking Atla á leikskólann og ég keyrði Kidda í vinnuna.  Já Kiddi byrjaður aftur í vinnunni en hann verður bara hálfan daginn í júní. 

Ég og Kári notuðum tækifærið og heimsóttum hana Huldu sem er með okkur í maíbarnahópi og hittum þar nokkar maímömmur ( reyndar ein þarna mars mamma og 2 aprilmömmur hehe en þær eru samt í maímömmuhópnum ).  Svakalega skemmtilegt að sjá litlu krílin sem hafa verið innan í bumbunum sem maður hefur verið að fylgjast með seinustu mánuði.

Við Kári náðum svo í Víking Atla á leikskólann áður en við náðum í Kidda í vinnuna.  Við kíktum svo aðeins í Babysam áður en við fórum heim.

Amma Ása kom og borðaði með okkur, hún hafði komið með lax um daginn sem þurfti að grilla og var hann ansi góður :)

Kveðja úr Starenginu

3. til 8. júní 2009  Miðvikudagur til mánudags

Við höfum haft það mjög rólegt enda mjög lítið um gestagang hjá okkur.  Satt best að segja hélt ég að það yrði hinssegin eftir þessa fyrstu 1-2 vikurnar en nei við höfum fengið að vera alveg út af fyrir okkur fyrir utan einstaka heimsóknir og svo eru ömmur og afar og systkini auðvitað alltaf velkomin hingað :)

Kári Steinn varð 4 vikna á fimmtudeginum og Auður frá ungbarnaeftirlitinu kom til að vigta hann.  Hann er þvílíkur þambari sem finnst mömmumjólkin greinilega góð því hann hefur þyngst um 950g frá því fyrir hálfum mánuði og er orðinn 4050g hehe. Er greinilega að flýta sér að stækka.

Við fengum hópmyndina sem var tekin af Víðistofu á miðvikudaginn ásamt einstaklingsmyndina sem var tekin af Víkingi Atla og þær eru æðislegar.  Rosalega fín myndin af Víkingi Atla.

Víkingur Atli er að taka miklum framförum á öllum sviðum, er orðinn mjög duglegur að vera úti og talar út í eitt.  Hermir eftir öllu sem við segjum og nú þurfum við að passa hvað við segjum hehe. 

Á laugardaginn fengum við heimsókn , veiiii :)  Sigrún, Rannveig, Lóa og Kristján komu til okkar í hádegiskaffi.  Rosalega gaman að sjá þau öllsömul. Sigrúnu höfum við ekki séð síðan í febrúar þegar við hittum þau örstutt, en hún ásamt Snævari, Sólveigu Birtu og Sindra Gústaf búa í Boston.  Sigrún kom með kerruna sem við vorum að kaupa okkur og fengum senda til hennar í Boston :) Rannveig býr á Englandi og það var líka æðislegt að sjá hana og auðvitað líka Lóu og Kristján sem búa hér á Íslandi :)  Við fórum því ekki til langömmu og langafa ( strákana ) í Safamýri þennan laugardaginn.

Kári Steinn varð 1 mánaða á sunnudeginum og við ákváðum að baka köku í tilefni dagsins og fara með í Safamýrina og buðum ömmu Ásu, ömmu Hósý , afa Eyda og Eydísi að koma með okkur.  Við ætluðum svo í bæinn því það var sjómannadagurinn en veðrið var svo leiðinlegt og strákarnir báðir sofandi þannig að við fórum bara heim.  Amma Ása kom svo í hamborgara til okkar um kvöldið og horfði á Önnu Phil með mér. 

Í gær fóru þeir Kiddi og Víkingur Atli í Laugardagslaugina og ég og Kári Steinn heimsóttum vinnuna hennar ömmu Ásu:)  Kári Steinn fékk svo að bíða hjá ömmu Ásu meðan ég náði í sundgarpana og við fengum að borða hjá ömmu Ásu.  Ég var þar svo ásamt strákunum meðan Kiddi fór á fótboltaleik sem var á Valsvellinum.

Kær Kveðja úr Starenginu. 

Ps. endilega munið að kvitta í gestabókina , svo gaman að sjá hverjir eru að fylgjast með hér inni.

9. júní 2009 Þriðjudagur

Víkingur fór að venju í leikskólann í morgun, nokkuð sæll og glaður.  Hann fór í innri stofuna að leika sér í dag, lék sér þar með dýr og kubba og fór líka út að leika.  Á heimleiðinni fékk hann fífu til að blása á en í staðinn fyrir að blása sogaði hann öll fræin upp í sig ( smá klaufi haha ) og varð auðvitað öskuvondur út af þessu hehe.

Ég og Kári Steinn vorum heima í dag í rólegheitunum.  Fengum óvænta og skemmtilega heimsókn frá Pöllu langömmu og Jóni langafa :)  Kári Steinn var dálítið mikið fyrir sopann í dag og ansi mikið að kasta upp en maður er orðinn ansi miklu vanur þannig að ég er hætt að kippa mér upp við þetta meðan hann er vær og góður og þyngist vel.

Ég og strákarnir skutluðum svo Kidda í Mávahlíðina til Margrétar Völu og Loga um fimmleytið.  Kiddi var að fara ásamt Loga og Ara að ná í Snævar og bjóða honum í mat og billjard en þetta kemur í staðinn fyrir steggjun að þeirra hálfu :) 

Ég var því ein heima með strákana.  Ég er orðin ansi vön því að vera heima með þá ein á kvöldin hehe.  Ég og Víkingur Atli keytum okkur pizzu ( hálfmána ) til að gera okkur dagamun ( ég nennti ekki að elda og vera að sinna þeim báðum á meðan ) og Víkingi fannst hún ansi góð :)  Kári Steinn heimtaði svo sopann sinn akkúrat þegar ég var að svæfa Víkinginn ( sem harðneitaði að sofna einn enda orðinn mikill mömmustrákur þessa dagana) þannig að ég sló nokkur högg í einu og gaf Kára að drekka meðan ég las fyrir Víking Atla og kom honum inn í draumaheiminn.

Kv. úr Starenginu

21. júní 2009 

Langt síðan ég hef komið með fréttir , skal reyna að bæta úr því :)

Veit varla hvar ég á að byrja þar sem ég er með soddan gullfiskaminni þessa dagana hehe. 

Víkingur Atli blómstrar þessa dagana, síblaðrandi og hermir eftir öllu sem við segjum.  Hann er farinn að skálda hluti haha og segja hvað hann vill gera :)  Hann er líka farinn að búa til ný orð eins og um daginn þegar Kiddi var að búa til rabbabarasultu og Víkingur fékk að hjálpa til.  Víkingur missti rabbabara á gólfið og þá heyrðist í gutta " rabbabaraklaufi haha ", við vitum ekki hvort hann átti við rabbabarann sjálfan eða sjálfan sig. 

Kári Steinn dafnar vel og þyngist vel.  Hann er reyndar búinn að vera pínulasinn og við vorum inniliggjandi á spítalanum yfir helgina.  Fórum með hann á föstudaginn í skoðun vegna hita og svo var hann búinn að vera óvær í nokkra daga, máttum ekki láta hann frá okkur þá var þvílíkt grátið og öskrað.  Byrjaði á miðvikudagskvöld.  Síðan var hann lagður inn þar sem hann var að taka dýfur í súrefnismettun og blánaði svona svakalega þegar hann reiddist.  Við Kiddi höfðum nú ekki miklar áhyggjur af honum þar sem við þekkjum hann og hans skap býsna vel.  Enda kom í ljós það sem ég hef haldið fram síðan hann fæddist ( eða frá því við komum heim af spítalanum ) að hann er með bakflæði og það er að trufla hann svona að hann dettur niður í mettun.  Hann er samt rosalega fljótur að koma upp aftur.  Hann er líka orðinn mun værari eftir að hann byrjaði á Losec og farinn að taka lengri lúra :)  Bláminn sem hann fær í reiðiköstunum er mjög líklega bara hann og mun vaxa af honum með tímanum, Víkingur var líka svona og er alveg hættur þessu í dag :)  Drengurinn var svo vigtaður á spítalanum og hann er orðinn 4,8 kg !!!  Við komum svo öll heim til okkar í dag eftir viðburðaríka helgi.

Eydís var svo frábær að sitja hjá Kára Steini meðan ég og Kiddi fórum í brúðkaupið þeirra Sigrúnar Margrétar og Snævars.  Víkingur var hjá afa sínum og ömmu á meðan.  Brúðkaupið var haldið á Árbæjarsafni, fyrst var blessun í gömlu árbæjarkirkjunni  og svo var matur í Kornhlöðunni á eftir.  Brúðurinn var stórglæsileg í skautbúning ( vonandi fer ég rétt með heitið á búningnum ) og brúðguminn í íslenska karlabúningnum.    Sigrún hafði beðið okkur vinkonurnar að koma í búning ef við ættum og mér til mikillar gleði komst ég í upphlutinn minn :)  8 ár síðan ég fór í hann seinast og 3 meðgöngur í millitíðinni, nokkuð vel af sér vikið að komast í hann :)  Fékk skyrtu lánaða hjá mömmu hennar Rannveigar og belti hjá Pöllu langömmu strákana.  Kiddi fór svo í partýið sem var haldið á minniborgum um kvöldið en ég var hjá Kára Steini á spítalanum og Víkingur var fyrst hjá Axel og Hildi síðan hjá ömmu sinni og afa.  Bæði hann og Dagný Björt fengu að sofa í Bæjargilinu um kvöldið.

17 júní var ansi skrautlegur.  Kiddi var einn með strákana því ég var að gæsa Sigrúnu Margréti og Hrönn.  Ég hitti svo Kiddi og strákana reglulega því ég þurfti auðvitað gefa litla þambaranum mínum að drekka.  Við vorum þarna 3 með eiginmennina í eftirdragi vegna barnanna, frekar fyndið hehe.  Mamma var svo elskulega að hjálpa Kidda seinni partinn þegar hún tók við Kára Steini því Kidda átti í fullu með Víking Atla enda er erfitt að keyra 1 kerru og 1 barnavagn í einu hehe.

Kv. úr Starenginu

22. júní 2009, mánudagur

Kiddi og Víkingur fóru saman í morgun. Víkingur hafði það rosalega gott á leikskólanum.  Nú er það ákveðið að Víkingur og 3 aðrir strákar munu skipta um stofu og byrja á furustofu eftir sumarfríið.  Okkur til mikillar gleði þá mun Drífa fylgja Víkingi :)

Ég ruglaðist á dögum með 6 vikna skoðunina hjá Kára.  Fannst að hún ætti að vera á morgun en svo var hún í morgun :S. Sem betur fer þá fékk ég tíma á morgun.  Við erum ansi spennt að fá að vita hve stór hann er orðinn.

Kári svaf í fyrsta sinn í 4 tíma í dag og svo aftur í 3 tíma. Greinilegt að losecið er að hjálpa honum mikið.

Kiddi skellti sér á fótboltaleik eða fótabolta einsog Víkingur Atli kallar þessa íþrótt :)  ég var því ein með strákana.  Víkingur var svakalega góður við mömmu sína og fór móþróalaust að sofa.

Kv úr Starenginu

23. júní 2009  Þriðjudagur

Ég og Kári Steinn keyrðum Kidda í vinnunna og svo Víking Atla á leikskólann og fórum svo heim að leggja okkur. 

Kl. ellefu vorum við komin upp á heilsugæslu í 6 vikna skoðunina.  Það er óhætt að segja að Kári sé að fá alveg nóg hjá mér hehe.  Hann heldur áfram að þyngjast vel , hann hefur þyngst um 900 g seinustu 2 vikurnar og er orðinn 4940g.  Hann var líka lengdarmældur og er orðinn 54,6 cm , fæddist 50 cm.  Höfuðummálið hans er 39,2 cm, bara flottur strákur. 

Við fórum svo beint á mömmuhitting en maímömmurnar hittust í hádeginu og við vorum þar til við náðum í Kidda og Víking Atla :)

Svo var smá stúss áður en við komumst heim :) og fórum að laga til hér heima svo það sé nú gestvænt :)

Kv. úr starenginu

24. júní 2009  Miðvikudagur

2 mánuðir þar til Víkingur Atli verður 3ja ára, pælið í því !!!

Kiddi og Víkingur Atli fóru af stað í morgun en við Kári Steinn vorum heim í dag.  Ég var í því að þvo þvott og ganga frá þvotti sem var orðinn þurr. 

Við fengum góða gesti í hádeginu :)  Ég bakaði eplaköku og hafði ís með sem við áttum í frystinum en gestirnir komu með brauð og álegg :)  Ingileif, Michael og Júlíus komu að kíkja á Kára Stein og það var æði að fá gesti :)  Þau gáfu Kára æðisleg föt ( íþróttagalla og stuttermabol ) og Víkingur fékk barbapabbahandklæði - ekki slæmt fyrir sundgarpinn :)

Axel, Hildur og Dagný kíktu inn til okkar en þau voru að fara að heimsækja bróður hennar Hildar sem býr við hliðin á okkur.  Við fórum svo í mat til Önnu Maríu þegar þau voru farin.  Þar hittum við ömmu Ásu, Benna , langömmu Inger, langafa Benna og Moster ( systir langömmu Inger ) en hún er í heimsókn þessa vikuna.

Takk fyrir góðan dag.

Starengisgengið.

4. júli 2009

Margt búið að eiga sér stað síðan ég skrifaði hér seinast.  Helgina 26 - 28. júní fór ég, Kiddi og Kári Steinn til Akureyrar í brúðkaup þeirra Hrannar og Adda.  Víkingur Atli var í bænum á meðan hjá ömmu Ásu frá föstudeginum til sunnudags en þá fór hann til ömmu Hósý og afa Eyda og var hjá þeim þar til við komum heim á sunnudagskvöldinu.  Á laugardeginum fór Víkingur með ömmu Ásu, langömmu Inger, langafa Benna og Moster í sveitina til Jóa og Bjargar í bústaðinn þeirra og undi sér vel þar að skoða allt þar.

Víkingur virðist vera með sömu forvitnina og pabbi sinn ( að sögn forleldra hans Kidda ) en hann þarf að skoða allt og vita hvað er í öllum skúffum og skápum haha.

Víkingur Atli var veikur á mánudag, þriðjudag og miðvikudag.  Hann var með slæma augnsýkingu, sígrænt hor og það var farið að leka úr vinstar eyranu hans.  Amma Ása hafði farið með hann til læknis á laugardeginum vegna bólgu og graftar í augunum og þá kom í ljós að rörið í vinstra eyranu var farið og á mánudeginum var farið að leka úr eyranu.  Á miðvikudaginn fór Kiddi með hann niður á barnaspítala og þá fékk hann sýklalyf og er orðinn miklu betri í dag :) 

Víkingur Atli er rosalega góður við bróður sinn og talar mikið við hann.  Við heyrðum í honum á miðvikudagsmorgninum áður en hann og Kiddi fóru niður á spítala.  " Kári Steinn, ég er meiddur í auganu og er að fara niður á spítala ! ".

Seinasta fimmtudag voru 4 ár síðan Alexandra Rós og Sigurrós Elísa fæddust og dóu :(  Erfiður dagur með öllu en sem betur fer var Kiddi kominn í fæðingarorlof þannig að við gátum verið saman.  Við ætluðum að fara í kirkjugarðinn að laga leiðið þeirra en þá hittum við kirkjugarðsvörðinn sem sagði okkur að leiðið yrði lagað ( sléttað og gert fínt ) á föstudaginn ( daginn eftir ) þannig að við ákváðum að bíða með þetta fram á sunnudag/mánudag.

Við fórum með Kára Stein til augnlæknis á fimmtudeginum til að ath. hvort hann væri með augnsjúkdóm sem getur stundum fylgt marmahúð sem hann er með ( reyndar er Víkingur líka með þessa húð ).  Ekki er með hann með þennan sjúkdóm, sem betur fer !!! en í ljós kom að hann er mjög fjarsýnn !!  með + 5-6 á báðum augum en góðar líkur að það gangi að miklu leyti til baka á næstu árum.

Í gær föstudag, fór Víkingur Atli á leikskólann.  Við höfðum ekki áttað okkur á hve gott veðrið var þannig að við fórum með stutt buxur til hans um hádegið.  Við hin tókum daginn rólega, skelltum okkur í bæinn og fengum okkur að borða á kaffi París, hittum skemmtilegt fólk og nutum sólarinnar.  Kári Steinn naut sín í vagninum sínum í stuttermasamfellu og stuttbuxum :) Heimsóttum Bæjargilið áður en við fórum heim. 

Í dag heimsóttum við langömmu Inger og langafa Benna ásamt ömmu Ásu.  Borðuðum hádegismat með þeim og nutum sólarinnar úti á svölum.  Víkingur fór með pabba sínum út í garð og þeir náðu í rabbarbara, verður spennandi að sjá hvað Kiddi ætlar að gera núna :)  Við skelltum okkur svo heim um hálf fimm leytið og gáfum Víkingi pensilínskammtinn sinn og fórum svo í Bæjargilið þar sem okkur var boðið í mat.  Hittum Axel, Hildi, Dagný Björt og Eydísi ásamt ömmu Hósý og afa Eyda.  Krakkarnir léku sér úti í garði í sandkassanum og með bala með vatni í.  Víkingur tók sig til og settist í vatnsbalann í öllum fötunum og þurfti auðvitað að fara út öllum fötunum og BLEYJUNNI !!!  Hann fór heim í bol af Eydísi og stórum stuttubuxum.  Kári Steinn var slæmur í maganum meðan við vorum í Safamýrinni en svaf svo allan tímann meðan við vorum í Bæjargilinu, greinilega alveg búin á því eftir kveisukastið í dag.

19. júlí 2009  Sunnudagur

Þetta fer að verða regluleg setning hjá okkur hehe en það er langt síðan við höfum skrifað hér og margt átt sér stað. 

Við fórum til Akureyrar 10. júlí ( á afmælisdaginn hans Eyda afa ( til hamingju með daginn elsku afi okkar )).  Amma Ása og Benni komu með okkur ( já við fórum öll 4 í þetta sinn, Víkingur Atli, Kári Steinn, ég og Kiddi ).  Við vorum rosalega góðir í bílnum á leiðinni norður, Kári drakk þegar við stoppuðum og fékk nýja bleyju.

Við höfðum það rosalega gott fyrir norðan.  Á laugardeginum fór Víkingur Atli, ég og Kiddi í sund meðan amma Ása, Benni og Kári Steinn fóru í göngutúr.  Kári Steinn lét ömmu sína svitna rækilega þegar hann ákvað að gráta hressilega í göngutúrnum.  Við gengum svo niður í bæinn og skoðuðum okkur um, fengum okkur að borða í bakaríinu og fórum svo heim.

Sunnudagurinn fór í bíltúr um Eyjafjörðinn, skoðuðum jólahúsið ( já algjör skylda að fara í það þegar við förum norður ), markaðinn í Reykjahverfi ( minnir að það heitir það ) og fengum okkur ís í Holtseli ( geggjðaur ís, gerður úr mjólkinni frá Kúnni á þessum sveitabæ ).

Mánudagurinn fór í verslanir og huggulegheit og þriðjudagurinn fór í leti hehe.

Á miðvikudaginn var afmælisdagurinn mikli.  Amma Ása átti stórt afmæli og afi Nonni, Kristrún Helga frænka okkar, ásamt þeim Aron Kristni frænda okkar ( jafngamall Víkingi Atla ) og Matthildi Söru ( 1 árs vinkona mín ) áttu líka afmæli þennan dag.  Við héldum upp á afmælisdaginn mikla með því að fara í bíltúr til Mývatns, skoðuðum Dimmuborgir, borðuðum úti í rigningu og Kiddi og Víkingur Atli prufuðu jarðböðin ( bláa sundlauginn eins og Víkingur kallar hana ) við Mývatn.  Við borðuðum svo á Bautanum um kvöldið.  Til hamingju með afmælið elsku amma Ása, afi Nonni og öll hin líka :)

Á fimmtudeginum gengum við um listigarðinn og fórum í bæinn og fengum okkur köku og heitt kakó á kafihúsinu.  Skoðuðum bókasafnið og órum svo heim að þrífa.  Kiddi og Benni settu upp nýjar gardínur í íbúðinni, eiga þeir hrós fyrir dugnaðinn.

Á föstudeginn ( til hamingju með afmælið Þorvarður ) var þrifið, pakkað og keyrt í bæinn.  Við vorum komin heim í kotið okkar um níuleytið og fengum skemmtilega heimsókn frá ömmu Hósý, afa Eyda og Eydísi.  Amma og afi gáfu Víkingi Stjörnu- fótboltabúning sem hann hreinlega elskar haha.

Í gær heimsóttum við langömmu Inger og langafa Benna í hádeginu eins og er fastur liður í vikunni okkar. Hittum ömmu Ásu og Benna þar.  Fórum svo í heimsókn í Bæjargilið þar sem okkur var boðið í mat, takk fyrir daginn allir saman.

Í dag höfum við verið heima !!!!!!  Þvegið þvott , gengið frá dótinu okkar úr ferðinni og fengið heimsókn.  Hulda Hrönn og Kristjana Rögn komu í heimsókn, þær gáfu Kára Stein æðislega samfellu og sokka, takk kærlega fyrir strákinn.  Kiddi og Víkingur Atli skruppu svo í búðina og núna er ísskápurinn okkar svakalega ánægður :)

Ætli það sé ekki komið gott.  Við skellum inn myndum þegar við fáum þær frá Benna :) og frá Bæjargilinu þar sem við erum myndavélalaus í augnablikinu.

Knús frá Starenginu.

20. júlí 2009 Mánudagur

Við erum búin að eiga góðan dag. Við vorum heima til hálf tvö en þá fór ég í smá dekur meðan strákarnir fóru í húsdýragarðinn.  Ég rölti svo yfir til þeirra og við horfðum á Víking Atla skemmta sér konunglega í leiktækjunum þarna. 

Litum augnablik í Bæjargilið og hittum alla þar, ömmu Hósý, afa Eyda, Eydísi, Bjarka, Axel, Hildi og Dagný Björt.  Eftir það fórum við í heimsókn og mat til Steinunnar, Ara og Piu Maríu. Rosalega skemmtilegt og gaman að hitta þau.

Kveðja frá Starengisfólkinu

23. júlí 2009  Fimmtudagur

Þvílíkt veður, við erum búin að vera dugleg að vera úti og hafa það gott saman. Heimsóttum húsdýra og fjölskyldugarðinn 2x og Víkingi fannst það æðislegt.  Víkingur og Kiddi skelltu sér í sund og við höfum heimsótt ömmu Hósý og afa Eyda og notið þess að vera í garðinum þeirra. 

Víkingur svaf hjá ömmu sinni og afa í Bæjargilinu aðfaranótt miðvikudags, við náðum í hann í hádeginu og við vorum svo heppin að amma Ása kom í Bæjargilið og var með okkur þar í smá tíma :)

Ég og Kári Steinn fórum og hittum 3 maímömmur og maíbörnin þeirra.  Á meðan við vorum á maímömmuhittingnum fóru Kiddi og Víkingur að heimsækja Dagný, Axel og Hildi. 

Ég fór í kringluna að kaupa föt fyrir skírnina sem hefur verið frestað til 8. ágúst :)  Fann flott föt en fann engin á Kára Stein :(  Leitin heldur því áfram á drenginn.  Strákarnir mínir skruppu í heimsókn í Safamýrina á meðan og voru svo heppnir að hitta ömmu Ásu, Önnu Maríu og 2 belgíska vini hennar Önnu Maríu.

Kveðja frá okkur. 

29. júlí 2009  Miðvikudagur

Hvað höfum við verið að brasa síðan við skrifuðum hér seinast.  Við höfum verið dugleg að þvo þvott seinustu daga, heilmikið sem bættist við í þvottahúsinu eftir að Kári fæddist ( engin furða þar sem Víkingur átti gasalega mikið af ungbarnafötum og Kári er sami ælupésinn og stóri bróðirinn ).

Á föstudaginn fengum við að vita að Benni frændi væri orðinn veikur og væri með svínaflensuna :(  hann er orðinn miklu betri í dag :)

Á laugardaginn fórum við í ferðalag.  Fyrst heimsóttum við Pöllu langömmu og Jón langafa í Hveragerði.  Þar hittum við Bíbí systur Pöllu en hún býr í ameríku og langömmubarnið hennar :)  auðvitað náði Víkingur að fá Jón langafa til að taka lagið á harmónikkuna áður en við fórum.  Við fórum svo í bústaðinn til Jóa og Bjargar í afmælið þeirra Bjargar, Þorvarðar og Óla Fannars.  Við ætluðum að heimsækja Lindu systur og fjölskyldu en við vorum svo seint á ferðinni að þau voru farin þegar við komum og ég hafði auðvitað gleymt símanum mínum heima þannig að þannig fór það.

Víkingur og Kiddi fóru að sjá úrslitaleikinn hjá Eydísi í REYCUP og ég og Kári fórum í Smáralindina ,við hittumst svo í Safamýrinni :)  Langamma Inger og langafi Benni voru voða hissa að sjá okkur en við stoppuðum ekki lengi.  Kiddi skutlaði okkur svo heim og fór að sjá annan fótboltaleik.

Á mánudaginn gengum við fjölskyldan niður Laugaveginn, fengum okkur Hlöllabát , gáfum öndunum brauð og fórum svo heim.

Kári Steinn er farinn að brosa á fullu og fylgja okkur mikið eftir.  Honum finnst mjög skemmtilegt og áhugavert að fylgast með stóra bróður sínum sem finnst athyglin ekki leiðinleg.  Hann er rosalega duglegur að bæta á sig forða , hann er almennt mjög góður og vær strákur. 

Víkingur Atli þykir voða vænt um Kára Stein, vill allt fyrir hann gera.  Hann er bara svo harðhentur, gerir sér enga grein fyrir styrk sínum.  Við erum í bleyjuátaki núna.  hann var orðinn duglegur að láta vita þegar hann þurfti á klósettið en svo hætti það aðeins.  Eins og ég hef áður sagt þá fer hann 2 skref áfram og 1 aftur á bak í þessum málum.  Núna er hann með límmiðakerfi.  Hann fær stjörnu þegar hann fæst til að sitja þolinmóður á klósettinu og stóra stjörnu þegar hann gerir eitthvað í klósettið og 2 stjörnur ef hann lætur vita áður en hann þarf að fara á klósettið.  Núna safnar hann 5 stjörnum og fær þá verðlaun, í morgun fékk hann axlarbönd hehe, hann var ekkert allt of spenntur yfir þeim thihi. 

Kári Steinn var fluttur úr vöggunni yfir í rimlarúmið í gær.  Víkingur var ansi spenntur þegar við settum það saman, var ekki alveg á því að hann ætti að lána Kára rúmið sitt :)  Í morgun var hann alveg ringlaður því Kári var komin "pabba" meginn við rúmið okkar og við Kiddi búin að skipta um stað í rúminu.

Ætla að reyna að setja inn myndir á morgun, vorum að fá myndir frá Bæjargilinu af þeim báðum. 

Keyptum okkur svo myndavél í dag, vei vei vei.  Ég er búin að bíða í 3 ár eftir þessari myndavél og loksins er hún komin :)

Við erum líka búin að ákveða skírnardag og nú er að fara að skipuleggja.

Knús og kveðjur frá starenginu.

30. júlí 2009  ...

30. júlí 2009  Fimmtudagur

Í dag er Kári Steinn 12 vikna, alltaf jafn sætur :)  Hann var dálítið órólegur í dag, ældi dálítið mikið í dag , skilaði miklu eftir hverja gjöf og drakk því á 2ja tíma fresti í dag.  Hann svaf úti í dag, orðinn fast hjá okkur að hann fer út í einn lúr ef við erum heima.

Víkingur Atli fór með ömmu Hósý og afa Eyda og Dagný Björt í heimsókn til langömmu Pöllu og langafa Jóns.  Við hittum hann svo í Bæjargilinu.

Kveðja úr Starenginu.

10. ágúst 2009 Mánudagur

Víkingur Atli fór í fyrstu útileiguna um verslunarmannahelgina.  Við hin 3 í fjölskyldunni fórum hinsvegar ekki en Víkingur karlinn fór með ömmu Ásu, Önnu Maríu og Laufey.  Ég held að hann hafi haft þær alveg í vasanum, mér skilst að hann hafi náð að kría út 6 kókómjólk í ferðinni ( greinilegt að foreldrarnir voru ekki með hahahaha ) og hann fór í ævintýragöngu með Önnu Maríu að ná í vatn í ánni ( þar sem þau tjölduðu ).  Honum leist hinsvegar ekki á vindsængina sem Lauey var með:)  hann vildi helst ekki hafa þessa vindsæng í tjaldinu.

Ég, Kiddi, Kári og Benni hittum svo ferðalangana í Borgarnesi þar sem þau voru í sundi.  Við borðuðum með þeim nesti niðri í fjörunni við Módel Venus og svo fórum við öll heim. Við vorum svo heppin að amma Ása bauð okkur heim í hreindýrahamborgara, alltaf skemmtilegt að prófa eitthvað nýtt.  Víkingur fékk svo að gista heima hjá Önnu Maríu sem honum finnst nú ekki leiðinlegt

Við heimsóttum langömmu Inger og langafa Benna á sunnudeginum í hádeginu og um kvöldið fórum við í grill til Möggu Völu og Loga.

Víkingur Atli fór til eyrnalæknis á þriðjudeginum eftir verslunarmannahelgina.  Hann er með bullandi vökva bak við vinstri hljóðhimnuna og vegna fyrri eyrnasögu ( hehe fyndið orð ) þá mun hann fá ný rör 17. ágúst.

Seinasta vika fór í að undirbúa skírnina sem var seinasta laugardag ( myndirnar eru komnar flestar inn ).  Minnstu munaði að Kiddi hefði þurft að útvega sér ný jakkaföt  en fínu jakkafötin hans voru í efnalauginni Björk sem kviknaði í en það tókst að fá þau hrein og lyktarlaus út á föstudeginum.

Á fimmtudeginum fórum við Kári í maímömmuhitting sem var nú ekki leiðinlegt.  Fullt af hressum mömmum og yndislegum börnum.

Skírnin var seinasta laugardag.  Hún fór fram í Garðakirkju og Séra Jóna Hrönn skírði drenginn.  Athöfnin var yndisleg.  Laufey og Ingibjörg, 2 sem eru í bókaklúbbnum hennar ömmu Ásu , spiluðu í athöfninni á víólu og orgel, mjög fallegt.  Amma Hósý hélt á Kára Stein undir skírn og skírnarvottarnir voru þeir Bjarki Páll, Axel Þór og Benedikt Helgi bræður okkar. Eftir athöfnina þá var haldið í Bæjargilið þar sem veislan var.  Ég hafði fengið góða hjálp við að baka og búa til veitingarnar.  Lóa bjó til 2 æðislegar pavlovur, Steinunn bjó til 2 bökur og Hildur kom með góðan heitan ostarétt :)  Anna Aðalheiður bjó til Tiramisú og hún var einnig svo yndisleg að vera í eldhúsinu í veislunni.  Amma Ása bjó ti lblúndukökur og amma Hósý bjó til brauðtertu.  Skírnartertuna keyptum við í Mosfellsbakarí og hún var rosalega góð.  Takk kærlega fyrir okkur, við erum rosalega ánægð með daginn.

Kári Steinn fékk margar fallegar gjafir. 

Frá ömmu Ásu, langömmu Inger, langafa Benna, Önnu Maríu og Benna fékk hann Trip Trap stól.  Frá afa Nonna og Heklu fékk hann silfurskeið.  Frá Axel, Hildi og Dagný Björt fékk hann skó, smekki og samfellur.  Frá Lindu, Jónu Björk og fjölskyldum fékk hann fallegt herðatré, fatapoka og hengi til að setja smá hluti í.  Frá langömmu Pöllu og langafa Jón fékk hann pening.  Frá MH genginu og fylgifiskum fékk hann bókina ef væri ég söngvari og gullkross.  Frá Jóa og Björgu fékk hann peysu og buxur frá Janus.  Frá Önnu Aðalheiði og Benna Laxdal fékk hann silfurramma.  Frá Smára og Mist fékk hann pening.  Ég vona að ég sé ekki að gleyma neinum, ef svo er biðst ég afsökunar.

Í dag byrjaði Kiddi í vinnunni þannig að ég var ein heima með strákana.  Það gekk bara nokkuð vel.  Kári var nokkuð góður , svaf vel 3x í dag.  Ég er að byrja að setja hann í rútínu á daginn.  Ég hef fundið það út að hann er líklega mikill reglukarl, þarf að hafa rútínu á hlutunum, nokkra fasta punkta yfir daginn.  Við erum búin að vera á svo miklum flækingi í sumar að hann er dálítið áttavilltur drengurinn.  Þá daga sem hann hefur náð að sofa vel í lúrunum sínum  þá hefur hann sofið vel um nóttina.   Við fórum 3 saman í göngutúr með nesti og höfðum það rosalega huggulegt.  Við fórum svo og keyptum á Víking Atla nýja skó þegar Kiddi var búinn í vinnunni.  Snemmbúin afmælisgjöf frá okkur Kidda :)  Víkingur Atli var ekki alveg að skilja það að pabbi hans væri ekki heima enda búinn að hafa hann hjá sér í allt sumar :)  Sá var nú glaður þegar Kiddi kom svo heim.  Víkingur Atli er ekki lengur sami pabbastrákurinn og hann var orðinn í sumar, ég má gera suma hluti fyrir hann og með honum núna.  Hinsvegar ef hann er búinn að ákveða að pabbi hans eða ég eigi að gera hlutina þá hverfur hann ekki frá þeirri ákvörðun með góðu.

Kári Steinn er mjög svo glaður drengur, oft mjög stutt í brosið hjá honum.  Hann er með MIKIÐ skap og ef hann reiðist eða móðgast þá fer það nú ekki fram hjá neinum innan ákveðins radíusar haha.  Ég er mikið að reyna að fá hann til að taka snuð, hann vill frekar puttann sinn !!

Kveðja frá Starengisgenginu

17. ágúst 2009 M&aac...

17. ágúst 2009 Mánudagur

Við viljum byrja á því að óska öllum afmælisbörnum frá því ég skrifaði seinast til hamingju með daginn :)

Víkingur Atli byrjaði aftur í leikskólanum seinasta þriðjudag.  Á miðvikudaginn fór hann í smá stund í heimsókn á Furustofu en hann byrjaði á þeirri deild á föstudaginn. 

Víkingur fékk að gista hjá Ásu ömmu sinni frá fimmtudegi til föstudags.  Ráðstefna sem ég var á byrjaði seinnipartinn á fimmtudeginum og ég fór út að borða um kvöldið.  Þetta var norðurlandaráðstefna ungliða í stómasamtökunum.  Á fimmtudeginum var skoðunarferð um Reykjavík og svo matur á Hereford.  Kiddi og strákarnir voru hjá ömmu Ásu á meðan og þar sem ég var svo lengi þá fékk Víkingur bara að gista hjá ömmu sinni.

Kári kom svo með mér á föstudeginum á Grand hótel á ráðstefnuna og var með mér til kl. 14 en þá náði Anna María í hann og var með hann þar til ég var búin á ráðstefnunni þann daginn.  Í hádeginu fór radarinn hjá Kára af stað - aha mamma ætlar að setjast niður og fá sér að borða, best að fara að verða reiður !  Ég var því að rugga vagninum með annarri hendinni og skófla í mig matnum með hinni.  Sem betur fer var lasagna þannig að ég þurfti ekki að skera neitt hehe.  Á tímabilli þurfti ég að standa upp og ganga aðeins um með vagninn og reyna að svæfa drenginn, þá kemur til mín voða fínn þjónn og spyr hvort ég sé búin að borða.  Þegar hann heyrir að ég sé að reyna að svæfa svo ég geti borðað þá býðst hann til að taka drenginn og ganga um með hann.  Ég auðvitað þáði það hehe og náði að klára matinn áður en ég heyri öskurapann minn öskra hástöfum og vissi að þá væri matartíminn minn búinn thihi.     Ég náði svo í Kára til langömmu Inger og langafa Benna áður en við náðum í Kidda og Víking Atla.  Um kvöldið borðaði ég svo með hópnum á Grand hótel og svo var smá partý á eftir :)

Kiddi var með drengina á laugardeginum, þeir litu aðeins við hjá mér um daginn þar sem ég var á grand hótel svo Kári gæti fengið mjólkursopa.  Þeir fóru í safamýrina í hádeginu.  Þegar ég var búin á ráðstefnunni þá hitti ég Kidda, Kára og Víking niðri í bæ þar sem þeir voru með ömmu Ásu, Önnu Maríu, langömmu Inger og langafa Benna á kaffihúsi.   Amma Ása skutlaði svo langömmu og langafa heim og kom aftur og hitti okkur í bænum.  Við gengum um bæinn og um höfnina áður en við skutluðum strákunum í pössun og við Kiddi fórum í bíó saman :)

Við vorum svo heima á sunnudeginum, Kiddi og Víkingur fóru í sund og ég var heima að laga til.  Kári hafði það voða gott.  Svaf vel í vagninum sínum og var svo á leikteppinu að leika sér meðan ég var að gera fínt hjá okkur.  Um kvöldið hitti ég ráðstefnuhópinn á Ruby Thuesday og borðaði með þeim.  Lok þessarar frábæru ráðstefnu.  Svakalega skemmtileg og gagnleg og skemmtilegur hópur, 5 frá Noregi, 4 frá Finnlandi og 4 frá Íslandi.

Í dag var Víkingur heima hjá okkur Kára.  Ástæðan var sú að hann átti að fasta frá 8:15 því hann var að fá rör í dag.  Ekki hægt að senda hann í leikskólann og mega ekki borða neitt.  Við höfðum það mjög huggulegt saman þótt Víkingur var á tímabili að gera mig gráhærða hahahaha.  Ég held að ég hafi klætt hann í sömu flíkurnar 6 sinnum, hann var í því að rífa sig úr þeim jafnóðum og ég leit undan.

Kári velti sér af maganum yfir á bakið í dag í fyrsta sinn :)  Svakalega skemmtilegt að sjá þessar framfarir hjá honum, litla ákveðna gleðipinnanum okkar. 

Víkingur stóð sig mjög vel í dag þegar hann fékk rörin.  Hann fékk ný rör í bæði eyrun og það tók 5 mín að taka út gamla rörið og setja nýju í.  Hann svaf svo í 20 mín áður en hann vaknaði.  Þegar hann vaknaði leit hann á pabba sinn ( ég þurfti að fara fram með Kára Stein ) og sagði " Búinn hjá lækninum ", " Kaupa kókómjólk ".  Auðvitað fékk hann kókómjólk og kleinu og þar að auki fékk hann legobensínbíl í verðlaun frá okkur Kidda.

Í kvöld fór Kidda á fótboltaleik en amma Ása, Benni og Anna María komu til okkar og hjálpuðu mér með strákana.  Við pöntuðum okkur pizzu og borðuðum saman, mjög huggulegt.

Kveðja úr Starenginu.

3. september 2009  Fimmtudagu...

3. september 2009  Fimmtudagur

VÁ tími kominn á smá fréttir frá okkur :)

Við héldum upp á 3ja ára afmælið hans Víkings Atla 23. ágúst ( degi of snemma en hey þetta var á sunnudegi :)  ) og hann var alsæll með afmælin sín. 

Barnaafmælið byrjaði kl. 14 hehe en við vorum enganvegin tilbúin, engin komin í veislufötin og ég enn að setja saman kökurnar :) og Kiddi að leggja á borðið.  Lóa vinkona var fyrst og hún kippti sér nú ekki upp við þetta óskipulag hjá okkur og hjálpaði okkur bara , takk Lóa mín.  Það voru nú fleiri fullorðnir en börn í barnaafmælinu, flest börnin í vinahópnum mínum búa nú erlendis þannig að það eru nú ekki mörg eftir :)  Allavegana þá komu þær Pia María og Kristjana Rögn í afmælið hans Víkings Atla og þau þrjú fengu sérborð til að borða við og voru mjög ánægð með það.  Kári Steinn fékk að vera í fanginu á gestunum og var líka nokkuð ánægður með það.  Aðrir gestir voru Margrét Vala og Logi og svo auðvitað foreldrar barnanna , Steinunn og Ari og Hulda Hrönn og Hafsteinn og svo Lóa :)

Fjölskylduafmælið var sama dag og barnaafmælið og byrjaði kl. 17.  Hósý amma, Eydi afi, langamma Palla, langafi Jón, amma Ása, langamma Inger , langafi Benni, Anna María, Benni, Axel, Hildur, Dagný Björt , Bjarki, Eydís Lilja og Davíð komu í fjölskylduafmælið.  Takk kærlega fyrir strákinn.

Afmælisgjafirnar :

Frá ömmu Ásu fékk hann skyrtu, peysu, náttföt , nærbuxur og slopp

Frá ömmu Hósý, afa Eyda, Eydísi og Bjarka fékk hann úlpu, utanyfirbuxur og húfu.

Frá langömmu Inger og langafa Benna fékk hann 2 prjónaða hunda ( sem eru æðislegir, prjónaðir af langömmu Inger ) og peningaveski með peningum í :)

Frá Önnu Maríu fékk hann spiderman sængurver

Frá Benna fékk hann bókina Maxi mús músíkús

Frá Dagný Björt, Axel og Hildi fékk hann tösku með spiderman á ( núna orðin leikskólataskan hans )

Frá langömmu Pöllu og langafa Jón fékk hann rennda hettupeysu

Frá Kára fékk legobíl ( ruslabíl )

Frá Lóu fékk hann legobíl ( steypubíl )

Frá Kristjönu Rögn, Huldu Hrönn og Hafsteini fékk hann bók sem hægt er að skrifa í og svo stroka út aftur.

Frá Piu Maríu, Steinunni og Ara fékk hann bók um Einar Áskel

Frá Margréti Völu og Loga fékk hann dominospil með bangsimonmyndum.

Frá okkur fékk hann eccoskó til að nota þegar hann er ekki á leikskólanum.

Sólborg hélt upp á 15 ára afmælið sitt 21. ágúst og við fórum í skrúðgöngu fjölskyldan.  Gengið var frá leikskólanum upp í Perlu, þar var sungin afmælissöngurinn og svo aftur niður í leikskóla þar sem voru haldnar ræður og hver deild var með söngatriði og síðan var boðið upp á köku.  Hittum Maríu, Þóru Björk og Jóhann Bjarkar í þessu afmæli.

Kiddi og Víkingur Atli fóru niður í bæ á menningarnótt.  Fyrst fóru þeir með ömmu Ásu til að taka á móti Önnu Maríu þegar hún kom í mark eftir að hafa hlaupið maraþon um morguninn.  Síðan fóru þeir um kvöldið með ömmu Hósý, afa Eyda, ömmu Ásu, Önnu Maríu og Eydísi til að sjá tónleikana og flugeldasýninguna.

Ég og Kári fórum á mömmuhitting á Stokkseyri.  Vorum samferða þeim Björgu og Sigríði Dúu sem eru með okkur í mömmuhóp.  Björg er stjúpdóttir hennar Maríu og maðurinn hennar Bjargar er frændi okkar :)  Fullt af mömmum með fallegu krílunum sínum , svakalega skemmtilegt.

Seinustu helgi fórum við í Berjamó upp við Apavatn.  Fengum bústaðinn þeirra langömmu Pöllu og langafa Jóns lánaðan.  Amma Ása og Anna María komu með okkur og svo komu amma Hósý, afi Eydi og Dagný Björt til okkar seinna um daginn.  Víkingur og Dagný hlupu óteljandi hringi í kringum bústaðinn og skemmtu sér konunglega. 

Víkingur Atli er að byrja að hætta með bleyju.  Gengur MJÖG vel á leikskólanum, þar er hann bara með bleyju þegar hann fer út og í hvíldinni en hér heima pissar hann niður án þess að fatta það.  Það hlýtur að koma , ég er allavegana tilbúin í slaginn með honum , keypti 6 nærbuxur á hann í gær hehe.

Kári Steinn er búinn að vera í vaxtarkipp seinustu daga þannig að við höfum tekið lífinu með ró hér heima ( nema í gær þá hittum við Rannveigu í Smáralindinni og fórum svo að versla og svoleiðis ).  Hann er í því að reyna að velta sér frá baki yfir á maga, er kominn upp á hliðina :)  Ég hef verið að skrá niður hvenær hann sefur og drekkur til að sjá hvernin rútínan hans er, reyndar kannski ekki mikið að marka það þessa dagana þar sem hann er að taka þennna kipp en þetta fer vonandi allt að skýrast næstu daga. 

Ætla að reyna að setja inn nýjar myndir á næstunni.

3. september 2009  Fimmtudagur ...

3. september 2009  Fimmtudagur

Víkingur og Kiddi fóru saman í morgun og við Kári vorum heima í rólegheitunum.  Kári svaf illa í nótt en er búinn að vera duglegur að taka lúra í dag, hann vaknar samt alltaf öðru hvoru og kvartar en sofnar svo aftur.  Hann er enn á því að snuð sé ekki sniðugt en ég gefst samt ekki upp og prófa það á hverjum degi.  Honum finnst þetta bara skemmtilegur leikur hehe, ég ýti snuðinu inn og hann ýtir því út :) 

Hann er ansi hrifinn af nýja dótinu sem við keyptum um daginn.  Hann fékk óróa til að hengja á bílstólinn hans , það var hluti af peningnum sem hann fékk frá vinnunni hans Kidda og svo gáfum við honum nýtt dót á leikteppið hans.  Leikteppið hefur verið lánað svo oft að það var orðið hálf fátæklegt af dóti þannig að ég ákvað að bæta aðeins við safnið hjá honum.

Víkingur fór í göngutúr á leikskólanum í dag og fannst það mjög skemmtilegt. Hann meiddi sig líka á puttanum eða réttara sagt þá ákvað ein stelpan á Furustofu að prófa að smakka aðeins á puttanum hans og beit hann í puttann.  Honum fannst það vægara sagt ekki gott.

Víkingur er orðin ansi duglegur að vera bleyjulaus á leikskólanum, held að hann sé núna bara með bleyju í hvíldinni og þegar hann fer út að leika.  Hann er hinsvegar ekki jafn duglegur hér heima hehe.  Pissar niður og horfir alveg steinhissa á okkur Kidda og segir " Ég var að pissa !! "

Víkingur var mjög duglegur að borða í kvöld.  Kiddi bjó til núðlurétt eða spagettí eins og VA kallar það og hann borðaði með bestu lyst.

kv. frá Starenginu

7. september 2009 Mánu...

7. september 2009 Mánudagur

Helgin var mjög menningarleg hjá Víkingi Atla. 

Við fórum auðvitað í okkar vikulegan hádegismat til langömmu Inger og langafa Benna.  Þar hittum við ömmu Ásu, Önnu Maríu og Benna.  Meðan við vorum að borða var ákveðið að ég , Víkingur Atli , amma Ása og Anna María færum á opna æfingu hjá Sinfóníuhljómsveitinni.  Víkingi fannst þetta algjört æði :)  Sat og hlustaði og skemmti sér rosalega vel.  Kiddi var með Kára á meðan.  Því miður þá varð þetta uppátæki okkar hinna til þess að hann missti alveg af tónleikunum sem hann / við fjölskyldan ætluðum að sjá:( 

Á sunnudaginn þá vorum við heim til eitt en þá keyrðum við Kára til Önnu Maríu.  Þau ætluðu að dúlla sér saman meðan við hin ásamt ömmu Ásu færum á Kardimommubæinn.  Vá hvað Víkingur skemmti sér vel.  Fylgdist vel með allan tímann ( nema kannski undir lokin en þá var hann orðinn þreyttur að vera svona þægur hehe ) og fannst þetta svakalega skemmtilegt, ekkert hræddur bara gaman. 

Við kvöddum svo ömmu Ásu, náðum í Kára Stein og fórum í afmæli til hennar Piu Maríu ( til hamingju með 2ja ára afmælið elsku vinkona ).  Pia María var svakalega hrifin af Kára Stein og kyssti hann bak og fyrir , greinilega tilbúin að eignast systkini hehe ( spurning samt hvort það sé jafn áhugavert að hafa litla systkinið alltaf hjá sér thihi ). Kári vakti mikla athygli í afmælinu enda engin furða þessi rúsína sem hann er :)

Drengirnir voru svo alveg búnir á því þegar við komum heim og þeir sofnuðu mjög snemma.

Kári Steinn varð 4 mánaða í gær, alltaf jafn mikið krútt.  Kári Steinn er orðinn mjög fær að grípa um hluti og er mjög athugull.  Hann er ekki jafn æstur í því að velta sér af maganum yfir á bak og hann var en við æfum okkur á hverjum degi.  Það líður hinsvegar ekki á löngu áður en hann fer að velta sér yfir á magann af baki , hann er kominn vel upp á hliðina :)

Gullkornin koma hjá Víkingi Atla.  Í gær í bílnum á leiðinni heim var hann að syngja matarlagið " allur matur á að fara " en í staðinn fyrir þann texta þá söng hann ( drengurinn sem er eins og mamma sín, mjög lengi að borða og vill helst ekki borða kjöt ) " allur matur á að vera í munninum en ekki í maganum ".  Yndislegur, við Kiddi áttum bágt með að hlægja ekki hehe.  Annars borðaði hann mjög vel í gær, við keyptum okkur kjúkling og franskar og honum þótti það afskaplega spennandi :)

Við fengum óvænta heimsókn í gær, amma Hósý og afi Eydi komu til okkar. Við höfum ekki séð þau síðan við fórum í berjamóinn.  Þau komu með íspinna og Víkingur kláraði allan sinn, fannst þetta svakalega gott.  Nýkominn úr baði og fá svo ís, toppurinn á tilverunni. 

Kv. úr starenginu.

14. september 2009 Jæja...

14. september 2009

Jæja þá erum við komin aftur. 

Kári Steinn fór í aukavigtun seinasta þriðjudag og fékk ágæta útkomu :)  Hann er orðinn 6670 g og 61,7 cm, aldeilis búið að teygjast á honum seinasta mánuðinn, næstum 4 cm.  Við eigum samt að koma aftur að hitta barnalækni næsta föstudag til að vera viss hvort hann sé að þyngjast nógu vel út af öllum ælunum hans.

Kiddi og Víkingur fóru svo til hennar Elvu tannlæknis á fimmtudaginn.  Víkingur fór sjálfur ( einn ) inn til Elvu og hún framkvæmdi 3ja ára skoðun á honum og leist bara vel á :)  Kiddi fór líka til hennar hehe og stóð sig líka vel.  Víkingur á svo að koma aftur eftir hálf ár í skoðun.  Hann er með mjög þröngan góm þannig að það gæti orðið vandamál í framtíðinni en það er seinni tíma vandamál.  Hann er kominn með allar tennur sem hann á að vera með.

Á föstudaginn fór ég með Kára til barnalæknisins og barnið er að þrífast mjög vel á mömmumjólkinni og þarf ekkert meir en það eins og er.  Læknirinn vildi ekkert hreyfa við lyfjaskammtinum hans þar sem það er hann Lúther sem sér um þau mál.  Hann er hinsvegar með sýkingu á forhúðinni og við fengum lyf til að smyrja á typpalinginn. 

Eftir læknisskoðunina brunuðum við Kári niður í bæ og náðum í Kidda og svo á Sólborg þar sem við fórum í foreldraviðtal.  Þar hittum við fullt af konum , margar sem eru að sjá um hans mál :)  Þarna var Silla deildarstjórinn hans, Drífa þroskaþjálfari hans, Anna Magga sem mun sjá um málörvunina hans, ein sem kemur frá félagsmiðstöð Hlíðahverfis ( man ekki hvað hún heitir ) og svo var umsögn frá Freyju sjúkraþjálfarnum hans.  Hann fékk mjög góða umsögn drengurinn enda ekki annað hægt, lífsglaður, jákvæður, samvinnuþýður, glaðlyndur, kurteis, SJÁLFSTÆÐUR, stjórnsamur ungur drengur sem er á góðri leið með að losna við bleyjuna sína.  Þær voru allavegana ánægðar með hann.  Stefnan í vetur er að fá hann til að hætta með bleyjuna, borða vel og fallega, örva málþroska hans þá með tilliti til framburðar hans og fá hann til að svara í setningum en ekki bara stikkorðum og ekki svara fyrir hann, fá hann til að klæða sig í útifötin og vera sjálfstæðari í þeim efnum.  Hann er á góðri leið í leikþroska en það þarf að hjálpa honum í hreyfiþroska bæði í gróf og fínhreyfingum.

Kiddi fór í óvissuferð með vinnunni þannig að Víkingur fékk að fara heim með ömmu Ásu eftir vinnu og við Kári fórum heim til hennar í mat áður en við fórum heim.  Takk kærlega fyrir okkur.

Á laugardaginn fórum við í  hádegismat til langömmu Inger og langafa Benna.  Ég fór svo á taubleyjukynningu og við fórum svo heim en þá var Kári kominn með hita og var með hita 38-39,5 fram á sunnudag og á sunnudagskvöldinu fórum við með hann niður á barnaspítala til að láta skoða hann. Víkingur fékk að fara heim til ömmu Ásu og svaf hjá henni , hún skutlaði honum svo á leikskólann um morguninn.  Við vorum pínu hrædd um að hitinn væri vegna sýkingarinnar sem hann var með á forhúðinni.  Við vorum voða fegin þegar við sáum að Viðar læknir var á vaktinni.  Hitinn var ekki vegna sýkingarinnar, líklegast var hann með einhverja veirusýkingu sem við þurfum ekki að áhyggjur af. 

Mánudagsmorgun og Kári vaknaði ofurhress, hitalaus og þvílíkt hamingjusamur, hló af sinni eigin fyndni.  Vá hvað ég varð fegin.  Hann var mjög rólegur allan daginn  og svaf vel. 

Kiddi var svo heima með þá strákana í um kvöldið meðan ég fór með ömmu Ásu á styrktartónleika Alexöndru Lífar.  Það gekk mjög vel en Kári var orðin MJÖG svangur þegar ég kom heim, pelinn er ekki vinur hans.

Kveðja úr Starenginu.

15. september 2009 Ég ...

15. september 2009

Ég og Kári vorum heima í dag en þeir feðgar fóru saman í sína vinnu, Víkingur á Sólborg og Kiddi í vinnunna.  Víkingur var rosalega duglegur í leikskólanum og var bleyjulaus fyrir hádegi og fór bleyjulaus út að leika en þar kom slys en hann er að læra og er mjög duglegur í því.

Ég og Kári fórum á mömmuhitting í dag.  Fengum far með þeim Huldu og Þurý Brynju :)

Þegar Kiddi og Víkingur komu heim var ákveðið að fara í heimsókn í Bæjargilið.  Næstum því 2 vikur síðan við fórum þangað seinast.  Víkingur var MJÖG glaður að hitta ömmu sína og afa.  Okkur var svo boðið í mat hjá þeim og svo var aðeins horft á fótboltann :)

Strákarnir voru alveg búnir á því þegar við komum heim og víkingur var ekki lengi að lognast útaf eftir að hafa lesið um hann Tuma :)

Kveðja frá orkuboltunum í Starenginu

17. september 2009  Fimmtudag...

17. september 2009  Fimmtudagur

Á miðvikudaginn var ég ásamt Kára Steini hér heima í rólegheitunum.  Víkingur fór auðvitað í leikskólann og var mjög duglegur þar eins og venjulega.  ´

Í dag keyrðum við Kári Víking Atla í leikskólann og svo Kidda í vinnunna.  Kl. ellefu þá fór ég með Kára niður á landspítala í ómskoðun en Víðar læknir hafði fundið fyrir stækkun á annað hvort milta eða nýra og vildi fá að vita hvort það væri.  Nýrað var í fínu lagi, það var rosalega flott í laginu , meira að segja ég sá það :)  Kári Steinn þurfti að fasta fyrir ómskoðunina og var EKKI ánægður með það og byrjaði að kvarta kl. tíu og öskraði alla leið niður á spítala og þar til hann var kominn á bekkinn inni í stofunni þar sem ómunin fór fram.  Þá sá hann lækninn og var svo hissa að hann gleymdi að öskra og fór bara að spjalla við lækninn og reyndi að stýra honum hehe.  Niðurstaðan úr ómskoðuninni var sú að miltað hans er mjög stórt en hvort það sé hættulegt eða óeðlilegt það fáum við ekki að vita fyrr en Viðar hringir í okkur, vonandi í dag ( föstudagur ).

Eftir skoðunina ákváðum við að kíkja, eða réttara sagt ég ákvað að kíkja ( Kári var sofandi eftir að hafa fengið vel að drekka og alveg búinn á því eftir skoðunina ) á hana Sveinu ljósmóður.  Hún var ansi ánægð að sjá kútinn og sagði að við ættum að koma strax til hennar aftur þegar og ef við eigum von á öðru kríli ( sem verður ekki strax ).

Við fórum líka í smáralindina þar sem Víkingur eignaðist 2 buxur , hann var kominn í smá buxnaskort eftir að hann fór að læra að vera án bleyju :)  Kári Steinn græddi líka sokkabuxur þannig að þeir geta báðir verið sáttir :)

Við náðum svo í Víking Atla á leikskólann og Kidda í vinnunna.  Skutluðum Kidda í skólann og við fórum í búðina og síðan heim til að elda kvöldmatinn  Náðum reyndar ekki svo langt því Kiddi var búinn snemma í skólanum þannig að við náðum í hann og heim aftur.  Ég eldaði kvöldmatinn meðan Kiddi sá um strákana og síðan borðuðum við.  Víkingur borðaði rosalega mikið og var MJÖG duglegur að borða sjálfur, ég þurfti ekkert að ýta á eftir honum, hann hafði líka verið duglegur að borða í hádeginu :)

Kári fór að sofa um níuleytið og Víkingur stuttu seinna.

Kveðja frá gríslingunum í Starenginu

20. september 2009  Sunnudagu...

20. september 2009  Sunnudagur

Helgin var alltaf jafn skemmtileg hjá okkur.  Bæði Víkingur Atli og Kári Steinn fengu massakvef en eru báðir að hressast. 

Við fórum í hádegismat til langömmu Inger og langafa Benna á laugardeginum.  Við hittum Kidda þar en hann var í vinnunni í allan dag nema þegar hann kom að hitta okkur í hádeginu :)  Ég fór svo beint heim með strákana því Víkingur var með hita en eftir að hafa farið í heimafötin sín og fengið að leggja sig í mömmu og pabbarúmi þá sofnaði hann vært og Kári Steinn í rúminu sínu við hliðin á stóra bróður.  Víkingur var svo hissa þegar afi Eydi vakti hann eftir lúrinn en afi Eydi, amma Hósý og Dagný Björt komu í oggulitla heimsókn þegar þau skutluðu Kidda heim úr vinnunni.

Víkingur vaknaði hitalaus í dag þannig að hann gat farið í fyrsta tímann sinn í fimleikum hjá Gerplu :)  Honum fannst það MJÖG skemmtilegt og spennandi.  Hann er svo skemmtilegur karakter, algjört fiðrildi.  Stundum var hann alveg Palli einn í heiminum, ekkert að fylgjast með og skemmti sér mjög vel með sjálfum sér.  Við skelltum okkur svo í kaffi til ömmu Ásu á eftir og hittum Önnu Maríu og Benna :)

Kveðja úr Starenginu

Enn og aftur bið ég ykkur endilega að skrifa í gestabókina þar sem það er svo gott að vita hverjir eru að lesa það sem við höfum verið að gera og skoða myndirnar okkar.

23. september 2009  Miðvi...

23. september 2009  Miðvikudagur

Kári Steinn fór í blóðprufuna vegna miltans á mánudaginn og við fengum niðurstöður úr þeim í dag ( allt nema veirusýnið ).  Allt kom vel út, engar slæmar niðurstöður :)  Fáum að vita með veirusýnin á föstudaginn næsta :)

Á þriðjudaginn ætluðum við Kári að fara á mömmuhitting en honum var frestað þar til seinna í vikunni.

Í dag fórum við með Kára litla til læknis en hann er í fínu lagi:) Sómadrengur eins og læknirinn sagði. 

Kári Steinn dafnar vel og er í því að þroskast þessa dagana.  Mjög ákveðinn drengur sem veit hvað hann vill og vill ekki.  Víkingur Atli er orðinn duglegri að borða á kvöldin og núna fær hann desert ef hann klárar vel matinn sinn, honum finnst það MJÖG spennandi.  Hann var líka bleyjulaus í ALLAN dag, líka á leiðinni heim og aðeins 1 slys í dag :)

Kveðja úr Starenginu

9. október 2009 Þ...

9. október 2009

Þetta er helst í fréttum :)  Víkingur er búinn að fara á greiningarstöðina og er nú greindur :) hehe.  Honum hefur farið heilmikið fram síðan hann fór í greininguna á heilsugæslunni í mjódd sumarið 2008.  Hann er ekki lengur á mörkunum að vera með þroskahömlun sem er mikill léttir og er núna að vinna upp þroska á við jafnaldra sína :)  Það mun taka sinn tíma en mun að öllum líkindum koma fyrr en seinna.  Við vorum á greiningarstöðinni alla daga í vikunni 28. sept til 4.október og töluðum við sálfræðing, þroskaþjálfara , félagsfræðing og barnalækni og Víkingur fór í fullt af þroskaprófum.  Allir sögðu að Víkingur væri kraftmikill og fjörugur strákur sem er algjört krútt :)

Man ekki hvort ég hafi skrifað það áður en Víkingur fór í 3ja ára skoðun hjá tannlækninum og stóð sig rosalega vel. 

Víkingur fór svo til Ólafs taugalæknis og þar stóð hann sig líka mjög vel og þarf ekki að koma aftur til hans fyrr en eftir ár :)

Kári Steinn er líka á fullu að þroskast.  Hann er orðin mjög duglegur að leika sér á leikteppinu, reyndar helst hann stutt á leikteppinu því hann er farinn að hreyfa sig svo mikið að hann er komin út á gólf fyrr en varir.  Um daginn var hann kominn undir einn skápinn í stofunni hehe.

Kári Steinn fór til Elínborgar augnlæknis um daginn, hann er með +5 á báðum en hún vill ekki hafa miklar áhyggjur af því þar sem sjónin hjá honum getur lagast helling á næstu mánuðum og eins og er getur hann fókuserað framhjá fjarsýninni.  Hann hitti sama dag hann Lúther lækni sem fannst hann rosalega fínn gaurog nú eigum við að hætta að gefa honum að drekka á nóttunni til að bakflæðið sé ekki að trufla hann jafn mikið á nóttunni ( hann hefur verið að hósta dálítið út af bakflæðinu á nóttunni ).

Ég fann í gær fyrstu tönnina hans Kára Steins.  Hún er í neðri góm , framtönn :)  Við vorum í afmælinu hans langafa Benna þegar ég fann tönnina.  Nú þarf ég að kenna honum að maður bítur ekki mömmu sína hehe.

Víkingur fór heim með bleyjurnar af leikskólanum í seinustu viku og er því HÆTTUR með bleyju á leikskólanum.  Hann fær bleyju á nóttunni og svo einstaka sinnum ef við erum að fara út í einhvern tíma án þess að komast á klósettið.

Jæja held að það sé allt komið núna.

Kveðja úr Starenginu.

10. október 2009 Vi&et...

10. október 2009

Við gleymdum alveg að segja frá afmælisdeginum hans pabba sem var seinasta þriðjudag :)  Víkingur, Kári og ég vöktum afmælisbarnið ( Kidda ) með söng en því miður ekki morgunverði því við sváfum öll yfir okkur :S  Ég og Kári keyrðum svo þá Kidda og Víking Atla á sína staði, skólann og leikskóla og fórum svo heim.  Við vorum heima þar til kominn var tími til að ná í Kidda í skólann og skutla honum í vinnunna.  Við fórum svo á rúntinn með Önnu Maríu þar til Kiddi var búinn í vinnunni.  Náðum í Víking Atla og fórum í smá heimsókn í Bæjargilið.  Eydís kom með okkur heim en Víkingur varð eftir í Bæjargilinu .  Við vorum á leið í ungbarnasund með Kára Stein og Víkingur fékk að vera eftir hjá afa sínum á meðan.  Eydís Lilja kom með okkur.  Laugin var hálfköld þannig að Kári var ekki í sínu besta skapi en Eydís náði að róa hann niður ( hann naut sín í botn í heita pottinum hehe ).  Amma Hósý, afi Eydi og Víkingur voru svo komin heim og biðu fyrir utan þegar við komum heim.  Já í lokin þá gáfum við Kidda æfingadýnu, handföng til að gera armbeygjur á og hjól til að gera maga/bakæfingar með.

Við óskum svo Sólveigu Birtu vinkonu okkar til hamingju með 3ja ára afmælið en hún og Kiddi eiga sama afmælisdaginn.

Við gleymdum líka að óska langafa Benna , Heklu frænku og Margréti frænku til hamingju með afmælið, vonandi var hann gleðiríkur fyrir ykkur öll :) 

Við vorum heima til hálf tvö en þá skutluðum við Víkingi til ömmu Ásu.  Þau voru að fara saman á barnasinfóníutónleika.  Þau hittu okkur Kidda og Kára á Kaffi Sólon á eftir , mjög huggulegt.  Víkingi fannst mjög skemmtilegt á sinfóníutónleikunum, sá trúð þar og fannst skemmtilegt að hlusta á öll hljóðfærin spila. 

Amma Ása kom svo til okkar um kvöldið til að passa strákana meðan ég og Kiddi skelltum okkur í bíó :)  Amma var svakalega góð því þegar við komum heim eftir bíóið var búið að brjóta saman allan þvottinn okkar og hengja upp úr vélinni og laga til í eldhúsinu , alveg geggjað að fá þessa hjálp.  Takk kærlega fyrir okkur.

Kári Steinn velti sér af baki yfir á maga og náði að færa handlegginn þannig að hann færi alla leið, svakalega duglegur drengurinn.

Kveðja héðan úr Starenginu

24. október 2009  Laug...

24. október 2009  Laugardagur

Mikið vatn runnið til sjávar síðan við skrifuðum síðast.  Fyrir utan hversdagslífið, leikskóli hjá Víkingi, vinna hjá Kidda og við Kári hér heima þá er hádegismatur hjá langömmu Inger og langafa Benna á laugardögum og fimleikar á sunnudögum.

Kári Steinn fór í 5 mánaða skoðun þann 12. október.  Hann stóð sig mjög vel þar en mikið varð hann móðgaður þegar hann var sprautaður en það hætti nú fljótt.  Hann var samt pirraður í 2 daga eftir sprautuna en svo var það líka búið.  Hann er orðinn 64 cm og 6845 g og höfuðummálið er orðið 43.3 cm.  Fínar tölur.

Víkingur og Kiddi komu veikir heim í hádeginu á mánudaginn.  Víkingur var með hita, kvef og mikinn hósta.  Kiddi var svona veikindaslappur.  Þriðjudagurinn var eins nema hvað Kiddi var veikari og ég þreyttari enda var öll fjölskyldan saman í hjónaherberginu um nóttina !  Aðfaranótt miðvikudags var Víkingur kominn upp í til okkar og frekar slappur og Kári Steinn orðinn mjög slappur, andstuttur og búinn að gráta í nokkra klst og stundi við hvern andardrátt.  Fengum lækni heim frá læknavaktinni.  Víkingur varð alveg eldhress og læknirinn hafði engar áhyggjur af honum en ég var send með Kára Stein niður á barnaspítala til skoðunar.  Við vorum þar til hádegis á miðvikudeginum.  Fórum heim með púst handa Kára og hann var mun hressari. Amma Ása kom svo seinnipartinn og náði í Víking Atla svo við Kiddi gætum hvílt okkur.  Þegar ég vaknaði seinna um daginn var ég orðin veik :(  Víkingur fékk að sofa hjá ömmu sinni og átti að koma heim daginn eftir. Fimmtudagur, ákveðið var vegna mikilla veikinda hjá okkur Kidda að Víkingur færi til Önnu Maríu og væri þar til föstudags.  Kiddi að verða hressari hér en samt enn ansi tæpur.  Á föstudeginum var ákveðið að Víkingur færi heim til ömmu Ásu aftur út af veikindunum hér heima og átti að sofa þar.  Við fáum lækni heim til að skoða mig og ég fæ tamiflu því ég er með Kára á brjósti.  Kári er hress svo lengi sem hann fær astmalyfin sín.  Það hafði verið tekið svínaflensusýni hjá honum á spítalanum en það kom neikvætt út þannig að hann hafði ekki fengið þessa flensu sem við Kiddi vorum með.  Læknirinn vildi ekki að Víkingur komi heim meðan við erum svona lasin svo hann smitist ekki því hann gæti farið illa út úr veikindunum út af astmanum sínum.  Á laugardeginum fór hann til ömmu sinnar og afa í Bæjargilinu og fékk að sofa þar.  Alsæll en mikið söknum við hvors annars. 

Veikindarkveðja úr Starenginu

28. október 2009  Mi&e...

28. október 2009  Miðvikudagur

Víkingur Atli kom heim á sunnudeginu og vá hvað við vorum fegin að sjá hann og hann feginn að sjá okkur og HERBERGIÐ sitt.  Hann var svo glaður að sjá herbergið sitt og dótið sitt að hann var þar inni lengi vel að púsla og teikna á teiknibrettið sitt.  Hann var líka MJÖG glaður að sjá Kára Stein sem var mjög hissa að sjá stóra bróður sinn.

Á  mánudeginum vorum við öll orðin hitalaus, Kiddi var samt heima svo hann myndi ekki fá aftur hita við að fara of snemma af stað og Víkingur var heima því það var starfsdagur í leikskólanum.  Honum fannst mjög huggulegt að vera heima með okkur í rólegheitunum. 

Á þriðjudaginn var alþjóðlegur bangsadagur og því var bangsadagur í leikskólanum.  Víkingur valdi að taka hann bangsa með sér og var mjög ánægður að fá að fara á leikskólann og hafa bangsa með sér.    Um kvöldið var komið að ungbarnasundinu hans Kára. Kiddi fór ofan í með Kára sem fannst MJÖG skemmtilegt í sundinu.  Við vorum heppin að komast því það var myndataka og fáum við nokkrar skemmtilegar myndir af Kára í sundi , bæði fyrir ofan og neðan vatnsborðið.  í þessum tima lærði Kári Steinn að busla og gerði það óspart eftir að hann uppgötvaði þessa list.  Ég og Víkingur vorum á bakkanum en Víkingur fannst það mjög leiðinlegt að fá ekki að fara ofan í og var kominn úr buxunum nokkrum sinnum því hann ætlaði í sund eins og Kári.  Ég náði þó að sannfæra hann að það væru bara litlu börnin sem mættu vera í sundinu í þetta skiptið. 

Benni kom og borðaði með okkur í kvöld.  Mjög skemmtilegt að hitta hann, mjög langt síðan ég hef séð hann og Benni mjög ánægður að fá hanní heimsókn.

Kári Steinn helst ekki lengur á bakinu þegar hann er á gólfinu að leika sér.  Hann er kominn á magann mjög fljótt og stuttu seinna verður hann MJÖG reiður því hann vill komast áfram en fattar ekki hvernig hann fer að því.  Hann verður svo reiður að hann áttar sig ekki á því að hann getur velt sér aftur yfir á bakið til að hvíla sig.

Við erum að byrja að kynna honum fyrir grautnum en gleymum honum oft á kvöldin.  Það liggur ekkert á enda finnst honum gott að fá sína mjólk en grauturinn fer að detta inn á matseðilinn hans.

Knús og smús úr starenginu

26. desember 2009  Annar &iac...

26. desember 2009  Annar í jólum

Sæl á ný, nei nei við erum ekkert hætt að skrifa hér inn.  Smá leti búin að vera í gangi á okkar bæ, veikindi og MIKIÐ að gera seinasta mánuðinn þannig að ég hef lítinn tíma haft til að skrifa hér inn.

Við erum búin að hafa það svakalega gott um jólin og bara allan desember líka.  Víkingur búinn að vera í miklum jólaundirbúningi á leikskólanum , alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi þar.  Við fórum á jólaball þar, ég fór með Víkingi, Kiddi var að vinna ( hann var rauður karl ) þannig að hann "komst " ekki á jólaballið og Kári fór í heimsókn til Önnu Maríu á meðan.  Kiddi og Bjarki komu svo í kaffi og smákökur eftir jólaballið.  Við náðum í Kára sem var komin með Önnu Maríu til Inger langömmu sem dvelur núna um stundarsakir á landakoti eftir að hafa verið á spítalanum í nokkrar vikur. 

Við fórum líka á jólaball í vinnunni hans Axels frænda, við vorum reyndar mjög stutt þar því við áttum að vera komin á annan stað í jólasveinaleit.  Við hittum ömmu Ásu hjá húsi Flugbjörgunarsveitarinnar og fórum þaðan ásamt fullt af öðru fólki upp í öskjuhlíð að leita að 2 jólasveinum.  Fundum einn slíkan svein á milli trjánna og hann kom með okkur niður í hús flugbjörgunarsveitarinnar og dansaði með okkur í kringum jólatréið.  Víkingur fékkst nú ekki til að ganga sjálfur, langt öruggast að vera í fanginu á mömmu sinni ALLAN tímann.  Við heimsóttum svo langafa Benna og fengum hjá honum kaffi og kökur.

Víkingur fór í jólaklippinguna sína í lok nóvember, ekkert allt of ánægður með hana meðan á henni stóð en svo gleymdist það nú fljótt. Kári er enn með svo stutt hár að það þarf ekkert að klippa hann fyrr en eftir marga mánuði hehe.

Strákarnir fóru í myndatöku og nokkrir fengu myndir af þeim í jólagjöf :)  Ætla að drífa í því að skella inn myndunum af þeim úr myndatökunni hingað inn, geri það á næstu dögum.

Kári Steinn er farinn að sitja alveg sjálfur og er kominn með 4 tennur og nú er best að muna að setja ekki puttann upp í hann því hann bítur !!

Víkingur Atli syngur jólasöngva allan daginn, hann lærði áreiðanlega 5-8 lög fyrir jólin og það á stuttum tíma.

Á þorláksmessu fórum við Kiddi út í kirkjugarð og settum kerti á leiðið hjá Alexöndru Rós og Sigurrósu Elísu.  Við keyptum svo seinustu jólagjafirnar , heimsóttum Eyda í smá stund í Bæjargilið og strákarnir fengu að vera hjá honum meðan við fórum í kirkjugarðinn og smá stúss.

Við vorum heima hjá langömmu Inger og langafa Benna á aðfangadagskvöldi. Mér fannst við vera komin nokkur ár aftur í tímann ( fyrir utan að við Kiddi vorum komin með 2 yndislega stráka ), mjög skemmtilegt að prófa þetta aftur.  Við fengum önd eins og okkar hefð segir til um og ris ala mandle í eftirrétt. Bæði rosalega gott á braðgið :)  Kiddi og Benni fengu möndlurnar í þetta skiptið og þeir fengu að vaska upp eftir matinn hehe.  Benni vann spil og Kiddi snjókarl sem amma Inger hafði búið til.  Síðan var dansað í kringum jólatréið og ég og Víkingur útdeildum pökkunum.  Við fengum öll mjög skemmtilegar og fallegar gjafir og strákarnir fengum mikið af dóti :)

Á jóladag sváfum við út.  Strákarnir léku sér svo við nýja dótið sitt og við fengum okkur góðan hádegisverð hér heima.  Síðan fórum við í rólegheitunum í Bæjargilið og heimsóttum ömmu Hósý afmælisbarn, Eyda afa, Bjarka og Eydísi.  Hittum Axel, Hildi, Dagný og Leu og Davíð :)  Fengum hjá þeim hangikjöt og með því , mjög gott og við fengum nokkrar gjafir sem við höfðum ekki fengið með okkur í Safamýrina daginn áður.

Í dag erum við svo búin að vera heima á náttfötunum.  Áttum að fara í mat til mömmu en hún tilkynnti veikindi þannig að við höfum verið heima.  Hósý og Eydi kíktu til okkar í kaffi og Benni ætlar að koma til okkar í kvöld.

Knús og gleðileg jól

Fjölskyldan í Starengi