Víkingur Atli og Kári Steinn
 

2008 dagbókarfærslur

19. ágúst 2008 Þriðjudagur

Ég borðaði illa á leikskólanum í dag og svaf frá 12-14.  Fannst mjög skemmtilegt að leika mér úti og vildi helst ekki koma inn.  Það er svo fín rifsberjarunni á leikskólanum og þar fæ ég mér ber.

Pabbi sótti mig í dag og við fórum í mosfellsbæinn að ná í risastóra köku fyrir afmælið mitt í kvöld.  Mamma bakaði 2 kökur og bjó til heitan rétt meðan pabbi lagaði til og skúraði íbúðina.

Þessir mættu í afmælið mitt :  afi Nonni, Hildur, Axel, Dagný, Moster, langafi Benni, Anna María, amma Hósý, afi Eydi, langamma Ebba, amma Ása, Benni,langafi Jón, langamma Palla og Eydís.  Okkar allra nánasta fjölskylda.  Mér fannst rosalega skemmtilegt að fá allt þetta góða fólk mitt heim til mín og sérstaklega gaman fannst mér þegar það var verið að syngja afmælissönginn, meira meira heyrðist í mér og hann var sunginn aftur ( alls 4 sinnum hehe ).

Ég fékk rosalega flottar gjafir :)  Frá Benna frænda fékk ég buxur, bol og slökkviliðsbíl.  Frá ömmu og afa í Garðabænum fékk ég pening, frá langömmu Inger og langafa Benna fékk ég pening, frá Moster og Harry fékk ég pening, frá ömmu Ásu fékk ég buxur, peysu og skyrtu og sokka.  Frá Önnu Maríu fékk ég risastóran vörubílatrukk, frá langömmu Pöllu og langafa Jón fékk ég buxur og skyrtu, frá Hildi, Axel og Dagný fékk ég hlaupahjól, frá Afa Nonna fékk ég 8 dvd diska.  Langamma Ebba gaf mér vindföt og pening.

Ég var alveg búin á því þegar ég fór að sofa og mjög sáttur með daginn.

Risaknús Víkingur Atli 

20. ágúst 2008  Miðvikudagur

Ég var bara í góðu skapi þegar ég fór á leikskólann :)  Borðaði mjög vel í hádeginu og svaf í 2 tíma, vaknaði sjálfur :)  

Um kvöldið heimsóttum við ömmu og afa í Bæjargilinu meðan mamma fór og hitti nokkrar vinkonur sínar.

Kv. Víkingur Atli 

21. ágúst 2008  Fimmtudagur

Ég var ekkert rosalega hress þegar ég fór í leikskólann en það lagaðist mjög fljótt, var bara svangur :)  Mamma og pabbi fóru með afganginn af stóru afmælistertunni minni á leikskólann og gáfu konunum þar.

Mamma og pabbi og Anna María náðu í mig í hádeginu og við fórum heim til ömmu.  Rétt litum inn áður en við fórum svo til Lúthers lækni.  Hann var afskaplega ánægður með mig eins og venjulega.  Ég er orðinn 81.5 cm stór og 10,5 kg.  Hugsanlegt að ég losni við stómíuhnappinn eftir áramót :)

Í kvöld fórum við í mat til Hildar, Axels og Dagný.  Fengum Sushi, mér fannst djúpsteiktu rækjurnar rosalega góðar :)  

Góða nótt Víkingur Atli 

22. ágúst 2008  Föstudagur

Ég var dálítið lítill í mér í morgun þegar ég fór á leikskólann.  Reyndar er ég kominn með leiðindarhósta og kvef ( er að ganga á deildinni minni ) þannig að ég fékk að vera inn í dag en fór út að sofa í vagninum mínum.  Var með pústið mitt með mér þannig að ég var góður af hóstanum í dag.

Ég var ansi fjörugur þegar ég kom heim af leikskólanum og höfðu mamma og pabbi bara gaman af mér.

Kv. Víkingur Atli 

23. ágúst 2008  Laugardagur

Hóstaði dálitið í nótt og vaknaði snemma.  Fór með pabba niður í bæ að hjálpa ömmu og afa á vatnsstöðinni.  Þau voru að útdeilda vatni á seltjarnanesi fyrir fólkið sem var að hlaupa í maraþoninu.  Við komum svo heim í hádeginu.

Ég var svo heima með mömmu og pabba í dag enda var ég kvefaður og búinn með útiskammtinn minn í dag.  Svaf vel í eftirmiðdag og vaknaði alveg eldsprækur :)  

Kv. Víkingur Atli 2ja ára á morgun 

24. ágúst 2008  Sunnudagur

Vá ég er orðinn 2ja ára :)  Mamma og pabbi geta ekki lýst því hversu mikið þau elska mig og eru stolt af mér.  Ég hef upplifað gríðarlega mikið og staðið allt af mér með miklum sóma,  Ég er ljúfur og kurteis strákur með mikinn húmor fyrir hlutunum og er mikill brandarakarl.  Ég er ákveðinn og get stundum sýnt smá frekjutakta en oftast er hægt að tala mig til.  Ég er mikil félagsvera og finnst gríðarlega gaman að vera með öðrum.  Leikskólinn minn er skemmtilegur, ég bíð spenntur eftir því að fara þangað á morgnanna.

Mamma og pabbi vöknðuðu í morgun til að horfa á íslenska handknattleiksliðið spila við Frakkland um gullið á Ólympíuleikunum í Peking.  Við hlutum silfrið .  Ég vaknaði kl. hálf tíu en kl. tuttugu mín í ellefu vorum við komin í heimsókn til ömmu og afa í Garðabæ.  Þar var sunginn nokkrum sinnum afmælisöngurinn hehe.  Ekki leiðinlegt.   Við fengum hjá ömmu fullt af bláberjasultu sem langamma Palla og langafi Jón sultuðu fyrir okkur :)  Við gáfum ömmu og afa eina krukku.

Síðan lá leiðin til Langömmu Ebbu, við gáfum henni líka sultukrukku.

Eftir heimsóknina til langömmu Ebbu heimsóttum við langömmu Inger , langafa Benna og Moster.  Borðuðum með þeim hádegiskaffi.  

Ég var sko ekki að fara að sofa þegar við komum heim, tók pabba langan tíma að fá mig til að fara að sofa.  

Ég var dálítið slappur seinni partinn, dálíitið vælinn og stúrinn, með nokkrar kommur og kvef.  Vonandi næ ég að hrista þetta af mér því á morgun verður haldið upp á afmælið mitt á Sólborg :)

Góða nótt Víkingur Atli 2ja ára 

25. ágúst 2008  Mánudagur

Það var haldið upp á afmælið mitt á leikskólanum í dag.  Ég fékk kórónu og allt, fékkst meira að segja til að hafa kórónuna á höfðinu nógu lengi til að mynd náðist af mér :)  Í dag syng ég aftur og aftur haha ( ég á afmæli í dag ) og svo kemur Veiiiiii :)  Mikið sport að eiga afmæli.  Það var boðið upp á kókópuffs og eitthvað annað í glasi handa hverju og einu barni á Víðistofu.  Mikil veisla hjá okkur.

Þær á leikskólanum finnst ég vera svo mikill herramaður, ég nefnilega þakka alltaf fyrir mig þegar ég fæ eitthvað, með tilheyrandi höfuðhreyfingu :)  gakk segi ég og kinka kolli.  

Ég var lengur á leikskólanum í dag, mamma komst ekki með okkur í dag og pabbi byrjaði í skólanum þannig að ég fékk að vera til fimm í leikskólanum .  Þegar pabbi náði í mig þá var ég sko ekki á leiðinni heim , ég ætlaði að vera lengur þarna.

Fór í búðina með pabba og fékk fullt af vínberjum, ber ber heyrðist í mér þegar ég kom heim og var ekkert lítið glaður þegar mamma gaf mér 5 vínber meðan við biðum eftir kvöldmatnum.

Fór svo að sofa stuttu eftir átta , fékk mjólkursopa og fór inn í rúm á undan pabba eftir að hafa kysst mömmu góða nótt og vinkað bless.

Góða nótt Víkingur Atli 

26. ágúst 2008  Þriðjudagur

Ég er orðinn 2ja ára og segi NEI við ÖLLU.  Eeeeeeiiiiiii heyrist í mér ótt og títt og svo tek ég við hlutnum sem mér var boðið hehe.

Ég borðaði vel í hádeginu í dag, steiktur fiskur.  Svaf ég í 2,5 tíma.

Núna er ég komin með þroskaþjálfara, hún verður með mig á hverjum degi og hjálpar mér að læra fullt af hlutum.  Henni finnst ég vera algjör herramaður enda er ég ansi kurteis, þakka alltaf fyrir mig  og er orðin duglegur að segja hvað ég vil fá.  Ég á að koma með stílabók í leikskólann sem verður samskiptabókin mín milli leikskólans og mömmu og pabba.  Þar verður skrifað hvað ég hef verið að gera og læra í leikskólanum, hvernig ég er að standa mig og hvað mætti betur fara.  Mamma og pabbi skrifa svo í hana skilaboð til leikskólans , eins ef ég er að gera einhverja nýja hluti heima.

Við fórum í heimsókn til langömmu Inger og langafa Benna eftir leikskólann í dag.  Við tókum roombu robba með og ryksuguðum alla íbúðina hjá þeim, sérstaklega teppið í stofunni.  Þau voru mjög þakklát fyrir það.  Ég fékk mjólk að drekka en mamma leyfði mér ekki að fá neitt meir því við vorum að fara heim að borða.

Benni frændi kom og borðaði með okkur í kvöld.  Svakalega skemmtilegt að fá hann í heimsókn ég borðaði reyndar ekkert mikið en ég var duglegur að ráðskast með mömmu og pabba.

Kv. Víkingur Atli 

27. ágúst 2008  Miðvikudagur

Drífa þroskaþjálfari segir að ég sé mjög athugull og áhugasamur um það sem ég er að gera á  leikskólanum.  Auvelt að vinna með mér og ég er mjög meðfærilegur. 

Ég borðaði mjög vel í hádeginu og svaf vel þannig að ég var ansi fjörugur þegar pabbi náði í mig eftir vinnu.  Við fórum 2 saman niður í bæ að taka á móti landsliðinu okkar.  Við fórum fyrst upp á Skólavörðuholt þar sem ég gekk um lengi lengi, talaði við löggu eða hún kom reyndar að tala við mig :)  Ég heillaði fólk alveg hreint, heilsaði öllum og reyndi að tala við fólkið í kringum okkur pabba í göngunni niður skólavörðustíg og niður á Ingólfstorg.  Á Ingólfstorgi fannst mér konan fyrir framan okkur vera með einstaklega fallega spennu í hárinu og var í því að reyna að ná henni en náði bara að grípa í hárið á henni, henni fannst ég bara krúttlegur :)

Ég var rosalega þreyttur þegar við komum heim til mömmu, alveg búinn á því, fékk að borða og svo var ég að lesa bækur í fanginu hjá mömmu lengi vel áður en ég fór að sofa.

Risaknús Víkingur Atli 

28. ágúst 2008

Ég er búinn að uppgötva hvar ljósið er og bendi upp með einum putta, voða sætur.  Gólfið er niðri og flugvélarnar fljúga uppi og úti :)

Ég er kominn með kvefið sem er að ganga á leikskólanum, samt ekkert svakalega slæmt.  Smá hor og hósti.

Ekki mikið sem hefur gerst í dag.  Mér leið vel á leikskólanum, borðaði vel og svaf ágætlega.

Kv. Víkingur Atli

29. ágúst 2008  Föstudagur

Ég var heima í dag því það var skipulagsdagur í leikskólanum.  Mér fannst ansi skrýtið að vera heima með mömmu í dag.  Ég lét hana líka aldeilis vinna !!  2 STÓRAR kúkableyjur á 5 mínfresti haha, fullt nef af GRÆNU hori og ég kom mjög reglulega til mömmu til að láta snýta mér ( algjör rófa ). 

Mamma var líka dugleg að leika mig við mig og ég er orðin ansi duglegur að lesa bækur.  Sérstaklega eina bók sem ég fékk frá langömmu  Inger og langafa Benna í jólagjöf.  Mér finnst hún sérstaklega athyglisverð.  Fullt af myndum af dýrum, fötum og dóti og ég tala og tala við sjálfan mig meðan ég les bókina.  Svo þegar ég er búinn að lesa ( tekur ekki langan tíma ) þá segi ég hátt og snjallt A BUI ( allt búið ) og byrja upp á nýtt. 

Benni frændi kom og passaði mig meðan mamma þurfti aðeins að skjótast í dag.  Ég var sko sofandi þegar Benni kom en var mjög ánægður þegar ég vaknaði, fékk að borða og nýja bleyju þannig að Benni kann sko alveg á mig , við erum nokkuð góðir vinir :)  Hann er líka svo þolinmóður við mig og það er galdurinn.

Þegar pabbi kom heim þá kíktum við út að borða.  Pabbi ætlaði á fótboltaleik en þeim leik var frestað til morguns vegna veðurs.  Þannig að við kíktum í Bæjargilið í staðinn.  Þar braut ég vasa hjá ömmu og var alveg miður mín.  Horfði alveg lengi á brotin og ömmu sem var að taka upp glerbrotin og sagði aftur og aftur við mömmu - mamma detta, ææææ , detta ( mjög alvarlegur ).  Svo kyssti ég ömmu mína og sagði detta æ æ  æ.  Ég tók svo gleði mína á ný þegar amma sagði að þetta væri í lagi.

Pabbi keyrði bílinn hennar langömmu Ebbu heim til hennar og við mamma komum á okkar bíl á eftir.  Kíktum í smá stund inn til hennar áður en við fórum heim.

Ég fór beint að sofa ( ofa eins og ég segi og labba inn í herbergi, stend við rúmið mitt og bíð ).  Frekar þreyttur eftir daginn.

Kv. Víkingur Atli 

30. ágúst 2008 Laugardagur

Við mamma vöknuðum saman og fengum okkur að borða áður en við vöktum pabba minn.  

Við pabbi fórum í Bæjargilið snemma í dag, heimsóttum ömmu og afa, Axel og Dagný komu líka.  Við pabbi löbbuðum svo á stjörnuvöllinn.  Ég varð reyndar eftir hjá Möggu og Hlyn, fékk að sofa í vagninum mínum á pallinum hjá þeim.

Benni frændi kom svo hingað heim um kvöldið og passaði mig meðan mamma og pabbi fóru í matarboð til Óskars og Gitte.  Þangað komu líka Snorri og Sonja og Magga og Smári.

Rosalega góður maturinn hjá þeim, ljúffeng súpa í forrétt, danskur hamborgarahryggur og með því í aðalrétt og ís og ávaxtasalat í eftirrétt.

Kv. Víkingur Atli 

31. ágúst 2008  Sunnudagur

Fullt af krökkum sem eiga afmæli í dag, við óskum þeim öllum til hamingju.  Eyrún á afmæli, Jóhann Bjarkar á afmæli, Emma ósk á afmæli og Ásrún og Birna eiga afmæli, öll á sitthvoru árinu, nema Ásrún og Birna þær eru tvíburar.

Ég vaknaði kl. þrjú í nótt og vildi sko ekki fara aftur að sofa.  Sagði bara fram og mat.  Ekki sáttur við þessa meðferð, ég borðaði samt fullt í kvöldmatinn hjá Benna.  Pabbi kom heim kl. hálffjögur og hann gaf mér svo aðeins meir að borða og þá fór ég að sofa.

Við fórum í heimsókn til langömmu Inger og langafa Benna í hádeginu.  Gaman að hitta þau.

Ég vildi sko ekki sofa neitt lengi í dag, bara rúman klst sem var allt of lítið.  Það bjargaði mér að Kristjana Rögn og Hulda Hrönn komu í heimsókn.  Vá hvað var gaman hjá okkur þótt við hefðum aðeins verið að berjast um sömu hlutina :)

Ég fór svo snemma að sofa enda alveg uppgefinn.

Kv. Víkingur Atli

1. september 2008  Mánudagur

Nú er haustið byrjað, mamma farin að hugsa um hlý föt og vetrarfatnað handa mér.  Ég fékk svo mikinn pening í afmælisgjöf að hún á líklega ekki í miklum vandræðum með að fá hlý og góð föt á mig fyrir veturinn og haustið.

Ég vaknaði kl. þrjú í nótt og vildi bara fara fram.  Bláa peran sem hefur logað inni í herbergi síðan ég flutti inn í herbergið mitt dó í nótt og þegar ég vaknaði var ég ekki sáttur við allt myrkrið.  Ég fékk því að koma upp í rúm til mömmu og pabba meðan pabbi skipti um peru ( þurfti reyndar líka að skipta um lampa því við áttum ekki peru sem passaði í lampann minn ) .  Meðan pabbi var að redda þessu fyrir mig þá talaði ég heilmikið við mömmu og var að æfa nýju orðin mín.  Api, bibi, baba ( brabra ), of ( loft ) , go ( gólf ) og endurtók þetta í sífellu :)  Mamma gaf mér svo smá að borða og svo fór ég að sofa.

Var hress og kátur að fara á leikskólann.  Þar fór ég í sjúkraþjálfun og svo í æfingar með Drífu þroskaþjálfara.  Ég borðaði mjög vel í hádeginu og svaf vel. 

Mamma og pabbi fóru á fund hjá heilsuvernd barna, ásamt leikskólanum og félagsþjónustu leikskólana ( held að það sé svona skrifað ).  Var verið að fara yfir skýrsluna frá því í sumar og fara yfir hversu mikinn þroskakipp ég hef tekið.  Nú fer ég bráðum í talþjálfunarmat, Drífa vinnur með mér á leikskólanum og ég mun hitta Freyju sjúkraþjálfara 1-2 í viku á leikskólanum.

Amma og afi náðu í mig í leikskólann því pabbi var í skólanum og mamma að gæsa Möggu vinkonu sína.   Ég fór með afa og ömmu í búðina og þeim fannst ég vera svo þægur og góður.  

Ég fór svo heim með pabba og var sofnaðu hálf níu.

Kv. Víkingur Atli

2. september 2008  Þriðjudagur

Ég svaf í alla nótt í nótt, foreldrum mínum til mikillar gleði.  Fór á leikskólann sæll og glaður, vantar sko ekki upp á gleðina hjá mér.

Nú er ég komin með samskiptabók í leikskólann.  Í hana skrifar Drífa hvað ég er að gera á daginn, hvernig mér gengur í æfingunum og svo skrifar mamma hvernig ég er á kvöldin.  

Ég borðaði vel í hádeginu og svaf vel , var vakinn kl. hálf þrjú.  Ég fór í fyrsta íþróttatímann í dag og fannst það sko ÆÐI.  Var mjög duglegur í öllum æfingunum.

Við pabbi náðum í mömmu eftir leikskólann, hún var heima og fórum svo í Garðabæinn.  Þar hitti ég Dagný og foreldra hennar og við vorum nokkuð góð saman ( sko ég og Dagný ), lékum okkur í sandkassanum og fengum pulsur í kvöldmatinn ( hin fengu sér hamborgara ). Við vorum svo heppin að langamma Palla og langafi Jón komu í Bæjargilið meðan við vorum þarna

Fór svo að sofa þegar ég kom heim.

Kv. Víkingur Atli

3. september 2008

Ég var nú ekki hress þegar ég vaknaði, vildi fá að borða en pabbi sagði að ég fengi að borða á leikskólanum.  Ég var sko ekki hress með það.  Ég var því mjög glaður þegar ég var kominn á leikskólann.  

Ég kann núna táknið fyrir að sofa :)

Leikskólinn var mjög fínn í dag og ég var ekkert á því að fara heim þegar pabbi sótti mig.  Hljóp bara í hringi í salnum og sagði Neiiiii neeeeeiiiiiii hehe þegar pabbi spurði hvort ég vildi ekki koma í bílinn og  heim til að hitta mömmu.  

Við mamma vorum ein heima í kvöld, pabbi fór á fótboltaleik.  Ég vildi sko ekki gera neitt annað en að lesa bókina Beint í mark.  Bók sem Benni frændi gaf mér í 1 árs afmælisgjöf.  Mamma fletti henni fram og tilbaka og ég benti á ALLA boltanna í bókinni og þeir voru allmargir hehe.  

Pabbi kom heim áður en ég sofnaði og hann fór að LESA bókina , ég hafði nú ekki þolinmæði fyrir slíkt hehe.  Víldi frekar fara að ofa eins og ég sagði og labbaði inn í herbergi.

Kv. Víkingur Atli

4. september 2008  Fimmtudagur

Ég vakti pabba í morgun með kalli , ekki mjög kátur.  Hef eitthvað vaknað krumpaður og úrillur.  Það breyttist reyndar fljótlega eftir að ég kom á leikskólann.  

Var að pinna í dag og lesa bækur .  Borðaði vel og sofnaði seint.

Var mjög kátur þegar ég kom heim.  Tilkynnti mömmu að ég hafði verið að ynga ( syngja ) í dag á leikskólanum.  

Fékk lifrapulsu í kvöldmatinn og fannst það rosalega gott.  Svo fékk ég nokkrar ólífur, fannst það heldur ekki slæmt.

Ég stoppa sko ekki, ef ég er ekki að kjafta á fullu þá er ég að biðja mömmu eða pabba að lesa bækur fyrir mig.  Ég gretti mig rosalega í framan ef ég er beðin um að vera skrýtin í framan og hlæ svo svakalega af sjálfum mér hehe.

Góða nótt Víkingur Atli

Ps. mamma er búin að setja inn orðalista hér inn á síðuna mína en af einhverjum ástæðum þá kemur textinn ekki fram.

5. september 2008  Föstudagur

Ég datt á hausinn í morgun og er því kominn með ansi stóra kúlu á ennið.

Ég borðaði sæmilega í hádeginu og svaf lengi í vagninum mínum.  

Fengum okkur spagetti og hakk í kvöldmatinn.  Ég var svolítið að sulla niður.  Núna vil ég ganga frá diskinum og glasinu eftir matinn.  Í gær henti ég fullu mjólkurglasi í ruslið, sko mjólkinni ekki glasinu haha.  Svo var ég ofboðslega hissa á því að það væri fullt af mjólk á gólfinu.  Horfði hissa á þetta og sagði æ æ æ ukka ( þurrka ).  

í kvöld var slökkviliðsbíllinn sem Benni gaf mér í afmælisgjöf núna og bókin sem hann gaf mér í fyrra í fyrsta sæti ásamt honum Lilla.  

Góða nótt Víkingur Atli

6. september 2008  Laugardagur

Fyrst ætla ég að óska afmælisbörnum dagsin til hamingju.

Hún Bjarney Hilma er 2ja ára í dag :)  Óskum við henni innilega til hamingju með daginn.

Pia María er 1 árs í dag og við óskum henni kærlega til hamingju.

Pabbi ætlaði að fara að spila fótbolta með vinnufélögunum en uppgötvaði þegar hann kom á staðinn að hann var klst of snemma þannig að hann kom bara heim aftur.

Þegar við fjöskyldan vorum öll komin á fætur og í föt þá fórum við og mamma og pabbi keyptu loksins handa mér afmælisgjöfina mína frá þeim.  Ég fékk rosalega fínt borð og 2 stóla með bangsimon á til að hafa inni í herberginu mínu.  

Við kíktum svo í smá kaffi í Bæjargilið og ég fékk að fara út í vagninn minn þar og svaf meðan mamma og pabbi fóru heim í fínu fötin.  Við vorum nefnilega að fara í afmæli til Mistar vinkonu minnar og svo fóru þau í brúðkaup.

Afmælið var mjög skemmtilegt, við hittum auðvitað afmælisbarnið hana Mist, hún verður 3ja ára á þriðjudaginn :)  Svo hittum við foreldra hennar ásamt Óskari, Daníel, Victoríu og Oliver og fullt af öðru fólki.

Benni hitti okkur svo við Bessastaðakirkju og fór með mig heim.   Benni var mjög duglegur að passa mig, ég vildi þó ekki fara að sofa hehe en ég sofnaði fljótlega í sófanum við hliðin á Benna :)

Mamma og pabbi fóru inn í Bessastaðakirkju í brúðkaupið þeirra Möggu og Sigurjóns. Þau gengu saman inn kirkjugólfið og Magga söng inngöngusálminn :)  Síðan söng Magga ástarsálm fyrir Sigurjón.  Hún var svo falleg, í dökkbrúnum kjól sem klæddi hana ofsalega vel.  Þetta var líka skírn, litla stelpan þeirra fékk nafnið sitt.  Hún fékk nafnið Matthildur Sara sem klæðir hana fullkomlega.  Svp var skemmtileg veisla í íþróttahúsinu á álftanesi.  Takk kærlega fyrir okkur.

Kv. Víkingur Atli

7. september 2008  Sunnudagur

Það hefur sko verið mikið að gera hjá mér í dag.  Fyrst vakti ég mömmu kl. hálf átta og fékk að borða og nýja bleyju.  Pabbi kom fram um hálf tíu og um ellefu þá komu Axel, Hildur og Dagný Björt í heimsókn til okkar :)  Mjög skemmtilegt að hitta hana.  Dagný var að reyna að sýna mér hvað hárið hennar var fínt en ég sem strákur var ekkert að pæla í þessu hári hennar.  Var of upptekinn að skoða nýju stólana mína ( sem ég er mjög hrifinn af ).

Eftir lúrinn minn fórum við á myndlistarsýningu á Kaffi Geysir.  Sigrún frænka mín er með sýningu þar á verkum sínum.

Eftir myndlistarsýninguna fórum við í Hafnafjörðinn í 1 árs afmæli hennar Piu Maríu en hún varð 1 árs í gær.  Við gáfum henni kjól og broddgölt til að labba með :)  Hún hafði fengið rosalega sætan flugvélabíl sem ég var MJÖG hrifinn af og fleira dót sem mér fannst spennandi að skoða.

Við kíktum svo í Bæjargilið að ná í vagninn minn á leiðinni heim.  Þar hittum við Pöllu langömmu og Jón langafa ásamt Bjarka frænda og ömmu og afa.

Þá er ég farinn að sofa. 

Ég er annars farinn að tileinka mér dálítið að tala tákn með tali.  Kann núna táknin fyrir að sofa, rigning , nafnatáknið hennar Drífu ( þroskaþjálfara míns ) og bolti.  Ég er svo að læra táknin fyrir mömmu og pabba og nafnatáknið mitt.

Góða nótt Víkingur Atli

8. september 2008  Mánudagur

Við mættum snemma á leikskólann í dag.  Mamma og pabbi voru að fara að hitta Freyju sjúkraþjálfara.  Í vetur mun hún þjálfa fæturnar mínar, þeir eru dálítið stífir og göngulagið mitt.  Einnig á að æfa mig í að ganga í ójöfnu og í brekku.  Ég mun fá hjól til æfa fæturnar og fleira verður gert.  Þetta verður svakalega spennandi.  

Mamma keyrði svo pabba í vinnuna og fór heim.  Eftir að mamma náði í mig á leikskólann fórum við niður í 66°N  og hún keypti flíspeysu fyrir hluta af afmælispeningnum mínum, peysan er auðvitað handa mér hehe. Ég var mjög duglegur að sýna henni ALLAR húfurnar í búðinni og sagði úva í hvert sinn :)  Við fórum svo í smá göngutúr áður en við fórum heim.

Náðum í pabba en hann var í skólanum eftir vinnu og hann eldaði handa okkur rosalega góðan mat.  Lax sem mamma keypti á leiðinni heim, kartöflur og sósa.  Nammi namm, mamma var alveg eldsnögg að borða, ég var eitthvað óduglegri.

Ég fékk kjötsúpu í hádeginu og var ekkert voðalega hrifinn af henni en ég svaf mjög vel.  

Á föstudaginn málaði ég fyrsta listaverkið mitt, mamma og pabbi eru ekki búin að sjá það en fá það líklega fljótlega með sér heim.

Kv. Víkingur Atli

9. september 2008  Þriðjudagur

Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag, hún á afmæli hún Mist, hún á afmæli í dag. 

Til hamingju með 3ja ára afmælið.

Ég svaf mjög illa í nótt, vaknaði fyrst eftir miðnætti og var frekar lítill í mér. Pabbi leyfði mér að koma upp í til þeirra mömmu og pabba og ég steinsofnaði þar, venjulega vil ég bara sofa í mínu rúmi.  Svo var ég farinn að bylta mér svo mikið að pabbi færði mig aftur yfir í mitt rúm en ég var ekki sáttur við það. Þannig að ég fékk að koma aftur upp í til þeirra og eftir dálítil mótmæli, svona til að sýna hversu ósáttur ég væri með þessa framkomu ( reyndar heldur mamma að ég sé að fá 2ja ára jaxl og sé svona pirraður út af því ) þá sofnaði ég og svaf til hálf tíu.  Þá fór ég á leikskólann og beint í íþróttatíma.  Það fannst mér svakalega skemmtilegt.

Ég borðaði sæmilega í hádeginu og svaf vel eins og venjulega.

Mamma náði í mig, hún var reyndar dálítið sein því hún var að heimækja Bryndísi, Oliver og Viktor.  Við náðum svo í pabba í vinnuna og fórum heim.  Við mamma höfðum að huggulegt meðan pabbi fór í bootcamp.  Við fengum okkur spagetti í matinn og lékum okkur aðeins áður en pabbi kom heim.  

Ég fór svo sáttur að sofa og svaf vel í alla nótt.

Kv. Víkingur Atli

10. september 2008  Miðvikudagur

Í samverustundinni í dag þá vorum við að skoða albúmin okkar.  Við eigum okkar myndaalbúm þar sem við erum með myndir af fjölskyldunni okkar og erum að skoða þau og sýna öðrum.  Ég var mjög montinn af mínu albúmi sem mamma bjó til að sýndi það mjög stoltur :)

Um kvöldið þá fór mamma á stimplakynningu til Heiðrúnar en við pabbi vorum hér heima saman og höfðum það gott.  

Kv. Víkingur Atli

11. september 2008  Fimmtudagur

Mamma keyrði okkur pabba í vinnurnar okkar, mig á leikskólann og pabba í vinnuna.  Ég var bara í leikskólanum til kl. eitt því þá sótti mamma mig og við sóttum pabba og síðan fórum við í heyrnamælingu.  Réttara sagt , ég fór í heyrnamælingu.  Það gekk mjög vel, ég heyri pottþétt 40 db og líklega 30 db.  Ég á að koma aftur eftir hálft ár.  Ég hafði sko ekki næga einbeitingu til að nenna að heyra 30 db hehe.  

Ég er orðin mjög duglegur að sýna þau tákn sem kann, núna sýni táknið fyrir að borða þegar ég er svangur :)  Svo gaman að geta tjáð sig og vera skilin.

Ég fór heim með mömmu eftir heyrnamælinguna og mamma hélt að ég myndi fara að sofa þegar ég kæmi heim því ég hafði ekkert sofið fyrr um daginn.  Ég sef venjulega 2-3 tíma yfir daginn á leikskólanum.  Í dag ákvað ég að sofa EKKI NEITT , kannski max 5 mín.  Ég vildi mun frekar leika við mömmu og láta hana lesa fyrir mig.  Mér finnst mjög skemmtilegt að skoða bókina um bangsa og segja hvað hann er að gera á myndunum.

Við heimsóttum langömmu Inger og langafa Benna til að ná í gaffall til að geta náð í kartöflurnar okkar í skólagarðinum.

Við pabbi fórum út í skólagarð í dag til að ná í kartöflurnar okkar.  Þá hafði einhver rifið upp öll kartöflugrösin og tekið megnið af kartöflunum okkar.  Bara smá eftir í garðinum okkar :(  Vá hvað við vorum sár og svekkt.

Eftir garðverkin þá fórum við pabbi í bað og mér finnst það sko alltaf skemmtilegt :)

Þá er ég farinn að sofa.

Risaknús og góða nótt Víkingur Atli garðálfur

12. september 2008  Föstudagur

Ég var ansi sæll þegar ég fór í leikskólann í dag.  Söng og trallaði og fann skóna mína og allt það, bara tilbúinn í vinnuna. 

Pabbi sótti mig svo eftir leikskóla og við fórum í Bæjargilið.  Til stóð að ég færi með pabba á fótboltaleik.  Pabbi fann hinsvegar fljótt út að það er MJÖG erfitt að horfa og njóta leiksins með svona pjakk eins og mig.  Ég vil láta leika við mig.  Þannig að pabbi dreif sig heim með mig og fór aftur á leikinn.

Við mamma höfðum það ansi huggulegt saman.  Við vorum að horfa á sjónvarpið, aðeins að leika, syngja saman og lesa bækur og einhvern bækiling sem kom inn um lúguna um daginn.  Ég benti á öll kvenmansandlit og sagði mamma hátt og skýrt og svo kom 1 karl og þá var það pabbi :)

Ég var tiltölulega nýfarinn inn í rúm þegar pabbi kom heim.  Ég hitti hann því ekkert eftir að ég var kominn inn í rúm.

Góða nótt Víkingur Atli

13. september 2008  Laugardagur

Ég hóstaði dálítið í nótt, svaf samt alveg alla nóttina.  Það var bara mamma sem svaf lítið við að hlusta á mig hósta.

Við mamma keyrðum pabba svo í Bootcamp kl. tíu og fórum svo heim til ömmu Ásu.  Hún var að koma heim frá Frakklandi en hún er búin að vera þar í 3 vikur að ganga pílagrímagöngu :)  Hörkudugleg konan.  Ég var ansi feiminn við hana fyrst og var ekki alveg að meðtaka hana til að byrja með.  Svo kom það nú hægt og rólega.  Pabbi kom svo til okkar áður en við fórum heim til langömmu Inger og langafa Benna.  Þá var ég alveg til í að fara til ömmu og vera í ömmubíl :)  Amma gaf mér bók um lifruna Baska.  Hún var keypt í Baskalandi og er skrifuð á þeirra tungumáli, mamma skilur sko ekkert hvað stendur í bókinni :).  Ég fékk líka fallega peysu og matardisk en hann verður heima hjá ömmu svo ég geti notað hann þar þegar ég borða hjá henni.

Við vorum lengi heima hjá langömmu og langafa.  Pabbi fór niður á Valsvöll að horfa á Eydísi frænku í fótbolta.  Hún var að spila sinn fyrsta leik með meistarflokki kvenna í Stjörnunni :)  Rosalega dugleg og klár.  

Ég neitaði svo að fara að sofa þegar við komum heim, það var bara mamma sem lagði sig hehe.  Ég var á fullu þar til ég fór að sofa um hálf átta í kvöld.  Pabbi var rosalega duglegur að laga til og ganga frá þvotti og þvo þvott.  Það er nú gott að einhver sjái um þessa hluti hér á heimilinu hehe.

Kv. Víkingur Atli

14. september 2008  Sunnudagur

Ég svaf nú ekki mikið í nótt, mamma heldur að tennurnar séu að stríða mér eitthvað þessa dagana.  

Við fórum í morgunkaffi til ömmu og afa í Bæjargilinu.  Þar hittum við Hildi, Axel og Dagný, Bjarka, Eydísi . langömmu Ebbu og auðvitað ömmu og afa.  Við Dagný rifumst pínulítið , vildum bæði hafa sama boltann.  Ég skildi ekkert í því af hverju Dagný vildi ekki gefa mér boltann ( ég var dálítið að rífa hann af henni ) , mig langaði svo að kasta á milli.  Dagný var ansi þreytt þannig að það voru stutt í tárin hjá henni.

Við kíktum upp í perlu á leiðinni til ömmu Ásu þar sem ég græddi snógalla fyrir veturinn, vetrarfatnaðurinn er allur að verða klár hjá mér.  

Amma Ása var búin að biðja um að fá mig til sín yfir daginn , hún saknaði svo að hafa mig hjá sér.  Auðvitað fór ég til hennar fyrst hún bað svona fallega.  Við skemmtum okkur vel saman, ég var nú samt ekki á því að fara að sofa og lét hana hafa smá fyrir mér þegar hún var að reyna að fá mig til að fara að lúra smá.  Við amma og Benni komum svo saman heim til mín og pabbi eldaði rosalega góðan kvöldmat handa okkur.  

kV. Víkingur Atli

15. september 2008

Ég fékk að koma upp í til mömmu og pabba upp úr fimm í nótt.  Ég svaf samt ekki mikið, lá bara stilltur hjá þeim eða sat.  

Ég var mættur í sjúkraþjálfun í leikskólann kl. 8:15.  Ég er mjög góður að fara eftir fyrirmælum, gekk eftir planka og í ójöfnu.  Finnst þetta ansi spennandi.  Í samverustundinni í dag vorum við að hlusta á allskonar hljóð, grátur, hlátur, dýrahljóð, hóstað og fleira.  Svo var ég í einstaklingsstund með Drífu þar sem við vorum að skoða bækur, æfa tákn og tala saman ásamt því að skoða bíbí og bóbó.  Ég fór út að leika , borðaði vel í hádeginu, súpu og brauðbollur og svaf í rúma 2 klst í vagninum mínum.  Þegar mamma kom að ná í mig var ég nýkominn inn eftir að hafa verið úti að leika mér.

Við mamma fórum í smá heimsókn til Brynjars Ásgeirs og Matthildar Söru.  Við vorum að lána Matthildi Söru leikteppið mitt, ég þarf auðvitað ekkert að gera við það núna , orðinn allt of stór og Matthildur Sara svo lítil og finnst áreiðanlega gaman að liggja þarna og skoða allt dótið.  Ég er farinn að sýna dálítilla frekjutakta, farinn að rífa af öðrum dótið þeirra og öskra.  Mamma er nú ekki nógu ánægð með þessi öskur í mér, spurning hvort hún geti eitthvað ráðið því hvort ég öskri eða ekki.  

Ég var ekki duglegur að borða kvöldmatinn, vildi hann ekki, nennti ekki að borða hann og fór bara frá borðinu.  Ég fékk ekkert annað í staðinn fyrr en ég fór að sofa en var ekkert duglegur að borða þá heldur.  

Ég er farinn að fara með fötin mín sem ég er búin að nota inn í þvottahús, voða duglegur að hjálpa til við heimilisverkin.  Mér finnst ég vera svo stór og duglegur.

Mamma fékk 2 stelpur í heimsókn í kvöld eftir að ég fór að sofa :) Það var voða skemmtilegt hjá þeim.

Kv. Víkingur Atli

16. september 2008  Þriðjudagur

Amma náði í mig eftir leikskóla og við fórum heim til langömmu Inger og langafa Benna.  Amma spilaði fyrir mig á píanóið og söng fyrir mig og ég spilaði aðeins sjálfur.  Mér finnst það svakalega skemmtilegt að fá að spila undurfagra tónlist á píanóið :)

Við náðum svo í mömmu heim til okkar og fórum heim til mömmu.  Mamma náði í bílinn þeirra mömmu og pabba og náði í pabba og þau fóru á foreldrakvöld á leikskólanum okkar.  Pabbi bauð sig auðvitað fram í stjórn foreldrafélagsins , honum finnst svo gaman að vera þáttakandi í öllu sem viðkemur mér :)  

Ég var heima hjá ömmu Ásu á meðan þangað til mamma og pabbi komu og náðu í mig.  Ég sofnaði svo á leiðinni heim alveg búinn á því.

Knús Víkingur Atli

17. september 2008  Miðvikudagur

Ég er dálítið fyrir það að vakna á nóttunni núna.  Mamma er nú ekki nógu ánægð með það og hefur ákveðið ( ásamt pabba auðvitað ) að nú fer þjónustutímanum á nóttunni að ljúka.  Ég er orðin allt of vanur því að mamma og pabbi hlaupi til þegar ég opna munninn og látti eftir mér svo þau fái meiri svefn.  Ég sem var vanur að sofa ALLA nóttina.  Helgin fer því að að afvenja mig á þjónustuna ( nema auðvitað ef ég er með kúkableyju og veikindi ) og láta mig fara að sofa aftur.

Ég borðaði mjög vel í hádeginu, skyr og pulsuhorn.  Mér finnst pulsur svo góðar, svo fékk ég pulsur í kvöldmatinn og borðaði næstum því 2 :)  Pabbi segir að þegar ég borða vel þá borði ég næstum því jafn mikið og hann :)  

Við pabbi voru að leika okkur saman í kvöld.  Lágum á grjónapúðanum og voru í leikfimisæfingum.  Lágum á bakinu og lyftum upp fótunum.  Þetta fannst mér mjög skemmtilegt og spennandi haha.

Ég var svo í því í kvöld áður en ég fór að sofa að ná í bækur og mamma og pabbi voru að lesa þær með mér.  Ég er orðin ansi góður í að segja hvað hlutirnir eru ef ég þekki þá og ef ég sé einhvern borða þá geri ég táknið fyrir það.  Ég sá t.d. hund með disk fyrir framan sig og gerði matartáknið voða stoltur.

Ég er líka orðin ansi duglegur að segja þegar ég vil fá nýja bleyju, næ mér í nýja bleyju og blautþurrkupakka og kem með þetta fram og segi Nýja nýja.  

Jæja best að láta þetta duga í bili.

Hver veit nema mamma setji inn nýjar myndir í dag?

 Kv. Víkingur Atli

18. september 2008 Fimmtudagur

Ég borðaði sæmilega í hádeginu en svaf bara í klst.  Ég var dálítið að vakna í nótt þannig að mamma hélt að ég myndi sofa meir í dag en nei lífið er of spennandi og skemmtilegt til að eyða því í svefn.

Við pabbi komum syngjandi heim, voða gaman hjá okkur :)  Við mamma vorum svo saman heima að kubba og borða og lesa bækur meðan pabbi fór í Boot camp.  Þegar pabbi kom heim var ég að undirbúa mig til að fara að sofa og mamma fór stuttu seinna að hitta vinkonur sínar heima hjá Steinunni.

Kv. Víkingur Atli

19. september 2008  Föstudagur

Mamma keyrði mig og pabba á leikskólan og í vinnuna.  Hún for svo með kort í vinnuna til mömmu en amma var að fara í afmæli til Jóhönnu frænku í kvöld.

Ég fór í listaskálann í dag.  Var ekki alveg jafn áhugasamur og seinast en Drífa hélt að það gæti verið því við vorum að vinna með lím og ég fékk það allt á puttana mína og allt festist við þá.  Ég var ekki svo hrifinn af því hehe.  

Mamma náði í mig í leikskólann og við fórum í smá verslunarleiðangur áður en við náðum í pabba.  Við lentum í veislu í vinnunni hans pabba :)  Það var verið að opna mötuneytið í vinnunni hans og það var haldin veisla :) Þar hittum við Jóa frænda og fullt af vinnufélögum hans pabba.  Um leið og ég kom inn í salinn sagði ég mat og benti á munninn.  

Ég fór svo í pössun / næturgistingu til ömmu og afa í Bæjargilinu því mamma og pabbi voru að fara út að borða.  

Kv. Víkingur Atli

20. september 2008  Laugardagur

Ég var rosalega stilltur hjá afa og ömmu í nótt, vaknaði bara einu sinni og fór aftur að sofa.  Fékk svo að koma upp í til þeirra undir morguninn og sofnaði þar í klst.  

Hildur og Dagný Björt voru komin til ömmu og afa þegar mamma kom þangað til að sækja mig.  Pabbi og Axel komu stuttu seinna.  Við fórum svo í hádeginu til langömmu Inger og langafa Benna til að borða með þeim hádegsimat.  Þar hittum við ömmu Ásu og Benna.  Við vorum svo komin heim fyrir tvö svo ég gæti farið að sofa lúrinn minn.

Pabbi fór á fótboltaleik, Stjarnan var að komast upp úr 1. deildinni.  Ægilega skemmtilegur viðburður :)

Fórum á kentucky að borða kvöldmatinn og heimsóttum svo ömmu Hósý.  Pabbi var að hugsa um að fara að skemmta sér með stjörnustrákunum en ákvað svo að koma heim með okkur.

Við vorum öll sofnuð fyrir kl. tíu.

Kv. Víkingur Atli sem kann núna að segja Benni og Bjarki

21. september 2008  Sunnudagur

Ég ákvað að taka daginn snemma í dag og vakti gamla fólkið í herberginu við hliðin á kl. hálf sex !  Pabbi fór svo á fætur með mér kl. hálf sjö og við leyfðum henni mömmu minni að sofa út.  Hún sefur hvort sem er ekkert lengi hehe.  Pabbi fékk að sofa í smá stund þegar mamma vaknaði eða þangað til við fórum í Bæjargilið til að horfa á fótbolta.  Ég fór reyndar í vagninn minn en samt ekki fyrr en ég var búin að heilsa upp á ömmu, afa og langömmu Ebbu.  Ég var svo glaður að fara í vagninn minn og ég svaf líka í 3,5 tíma.  

Við kíktum í Ikea eftir að hafa verið hjá ömmu og afa, fundum tvo hluti sem þau gömlu væru til í að eiga , þurfa bara að safna fyrir því.  

Okkur var svo boðið í mat til ömmu Ásu og hittum þar Benna frænda.  Horfðum á nýja íslenska þáttinn og fórum svo heim.  Ég var svakalega kátur allt kvöldið og borðaði alveg ágætlega.

Kv. Víkingur Atli

22. september 2008  Mánudagur

Mér fannst rosalega gaman að fara á leikskólann eftir helgarfríið.  Var samt ekki tilbúinn að fara í sjúkraþjálfun fyrr en ég var búinn að borða.  Svo svakalega vanafastur haha.

Mamma náði í mig þegar ég var búinn að borða hádegismatinn og við fórum að hitta Ólaf taugalækni.  Honum leist mjög vel á mig og ég þarf ekki að hitta hann aftur fyrr en eftir hálft ár :)  Sem er rosalega fínt.  Engin læknisheimsókn fyrr en í janúar :)

Ég ´for heim með mömmu eftir læknisheimsóknina, náðum samt fyrst í pabba sem skutlaði okkur heim svo hann fengi bílinn til að komast í skólann.  Ég var nú ekki alveg á því að fara að sofa en fékk svo að sofa í pabbarúmi og þá sofnaði ég eftir smá nöldur :)  Svaf vel í langan tíma.

Kv. Víkingur Atli

23. september 2008  Þriðjudagur

Mamma og pabbi komu með mér á leikskólann.  Þau komu svo aftur rétt fyrir tíu.  Þau voru með okkur meðan við fengum ávexti .  Þau fóru svo á fund með Drífu þroskaþjálfara og fleirum.  Á fundinum var farið yfir dagskránna sem Drífa ætlar að vinna með mér í vetur.  

Mamma og pabbi náðu svo í mig þegar ég var búinn að borða hádegismatinn.  Ég var að taka af borðinu, aðeins of duglegur hehe, var að taka diskana af krökkunum sem voru enn að borða thihi.  Svo verða öll glösin að standa í vagninum og það má ekki vera vatn í neinu glasinu.  Já ég er MJÖG duglegur að ganga frá eftir mig :)

Ég fór í málþroskamat í dag hjá talmeinafræðingi.  Við fáum vonandi mjög bráðlega svörin úr því mati.

Ég fór svo heim með þeim og fór að sofa.  Ég vaknaði stuttu eftir að pabbi fór í boot camp.  

Kv. Víkingur Atli

24. september 2008  Miðvikudagur

25 mánaða í dag :)  Svaka stór !  Meira en 2ja ára :)

Mamma varð eftir heima í dag.  Ég var mjög ánægður að fara á leikskólann, mér líður mjög vel þar og hlakka til á hverjum morgni til að fara þangað.  Í dag fórum við í göngutúr niður í kirkjugarð og týndum lauf og ber.  Vorum að skoða haustið í náttúrunni.  Mér fannst þetta mjög spennandi.

Pabbi eldaði rosalega góðan kvöldmat en ég vildi heldur eitthvað annað sem ég borðaði svo ekki !  Ég er ekki mjög duglegur þessa dagana að borða kvöldmat en mjög duglegur að borða í leikskólanum.  Ætli mig vanti ekki krakkana í kringum mig til að herma eftir.

Ég er orðin mun betri að lesa bækur, komin með meiri þolinmæði til að skoða myndirnar og spyr mjög mikið hvaða myndir er í bókinni.  Ég er farinn að segja eins og Uglan :)  Úú úú.

Kv. Víkingur Atli

25. september 2008  Fimtudagur

Mamma keyrði okkur pabba í vinnuna :)  Ég var að venju mjög glaður að komast á leikskólann.  Í dag vorum við að föndra með berin sem við týndum í göngutúrnum í gær.  Ég náði að þræða heil 3 ber upp á þráðinn haha, ég var aðallega í því að pressa berin saman og kremja þau :)  Fannst það æðislegt.  Þess vegna fóru bara 3 heil ber á þráðinn minn hehe.  

Við reyndum , ég og mamma , að heimsækja ömmu Ásu eftir leikskólann en hún var ekki heima.  Við heimsóttum því Benna frænda í staðinn meðan pabbi var í boot camp.  Við náðum svo í pabba í boot camp og fórum heim.  Mamma hafði keypt hungangsmarineraðan lax sem við borðuðum í kvöldmatinn.  Ég borðaði rosalega mikið, fannst þetta svakalega gott :)  

Kv. Víkingur Atli

26. september 2008  Föstudagur

Óskum Oliver Darra til hamingju með afmælið, 2ja ára í dag :)

Fór í listaskálann og í dag vorum við að þæfa ull.  Ég fór mjög vel eftir leiðbeiningum og fannst þetta ansi spennandi. Amma Ása náði í mig í leikskólann.  Ég fór með henni heim í smá stund og svo heim til langömmu og langafa.  Þau voru ægilega ánægð að fá okkur í heimsókn.  Mér fannst líka ansi spennandi að vera þarna án mömmu og pabba.  Fékk að spila ægifagra tónlist á píanóið og langamma spilaði fyrir mig og söng.  Mjög skemmtilegt.

Kom svo þreyttur heim til mömmu og pabba og mjög glaður.

Kv. Víkingur Atli

27. september 2008  Laugardagur

Ég vakti mömmu kl. sjö, mjög glaður eftir góðan nætursvefn.  Þegar pabbi vaknaði aðeins seinna þá gerðum við okkur klár til að fara í húsdýragarðinn.  Í dag var dagur táknmálsins og það var verið að kenna heitin á dýrunum á táknmáli.  Við komum svo í sjónvarpinu um kvöldið á stöð 2 þar sem mynd náðist af okkur fjölskyldunni að dást að selunum.

Við heimsóttum svo langömmu og langafa og hittum þar ömmu og Benna.  Um eittleytið fórum við heim því ég var orðin svo svakalega þreyttur.  Ég var svo þreyttur að mamma sat afturí hjá mér svo ég myndi ekki sofna á leiðinni heim.

Við vorum svo heima það sem eftir var dagsins.

Kv. Víkingur Atli

28. september 2008  Sunnudagur

Við keyrðum pabba í vinnunna, hann fór þangað til að læra.  Við mamma fórum svo heim til ömmu Ásu.  Kjöftuðum aðeins við hana og hún máttaði á mig peysu sem hún er búin að prjóna :)  Rosalega flott, verður gaman að geta notað hana þegar amma er búin að sauma hana saman.

Við náðum svo í pabba í hádeginu og við fórum öll heim.  Aftur sat mamma aftur í hjá mér svo ég myndi ekki sofna á leiðinni heim. 

Eftir lúrinn minn ( og mömmu ) fórum við í blómabúð og keyptum fallegan blómvönd.  Fórum svo í bæjargilið til að gefa ömmu Hósý og afa Eyda blómvöndin í tilefni af 34 ára brúðkaupsafmælinu þeirra en við gripum í tóman kofann þar.  Þá voru þau í Hveragerði. 

Þá ætluðum við að heimsækja Dagný Björt og foreldra hennar en gripum líka í tóman kofann þar !  Enduðum á því að fara heim bara.

Mamma bauð ömmu Ásu og Benna frænda í mat og ég var í essinu mínu alveg hreint.  

Ég var skammaður í dag við matarborðið.  Var að hella safanum yfir mig viljandi.  Þannig að pabbi skammaði mig.  Ég tók því mjög alvarlega og það sem eftir var borðhalds þá sagði reglulega , mjög alvarlegur á svipinn, " gamm ( skamm " ) og sló í borðið.  Vil nú samt taka það fram að pabbi sló ekki í borðið þegar hann skammaði mig.  Mér fannst það nú bara við hæfi að gera slíkt !

Kv. Víkingur Atli

29. september 2008  Mánudagur

Pabbi var alveg viss á því að ég væri að verða allt of seinn í sjúkraþjálfun að við rukum út.  Svo fattaði pabbi á leiðinni að sjúkraþjálfarinn hafði sagt í seinustu viku að hún kæmist ekki í dag.  Fínt mál, ég mætti þá bara örlítið fyrr í leikskólann sem er bara fínt mál, mér finnst hvort sem er svo gaman þar.

Pabbi náði í mig áður en hann fór í skólann eða um þrjúleytið og ég fór heim til mömmu.  Við fórum að teikna saman og leka við dótið ásamt því að æfa okkur að fara á koppinn.  Vildi nú ekki sitja þar lengi en fannst þetta samt ansi spennandi.

Við vorum svo nýbyrjuð að borða þegar pabbi kom heim.  

Ég fór dálítið seint að sofa en var mjög ánægður þegar ég fór inn í rúm.

Kv. Víkingur Atli

30. september 2008 Miðvikudagur

Ég ákvað að enda septembermánuð með ferð á slysavarðstofuna.  Þar sem ekki náðist í foreldra mína var hringt í ömmu Ásu og hún náði í mig á leikskólann.  Ég hafði dottið á stól og hafði fengið skurð á ennið og það þurfti að fara með mig niður á slysavarðstofu til að láta kíkja á mig.  Amma náði í mömmu og mamma náði í pabba og þau mættu bæði niður á slysó.  Amma fór þá aftur í vinnunna og við viljum þakka henni enn og aftur fyrir þessa frábæru hjálp :)  Ég var nú ekki mikið að kippa mér upp við að hafa fengið þetta högg og gat á hausinn og réði ríkjum í barnabiðstofunni :)  Svo kom að því að ég átti að fara inn til læknsins og þá varð ég alvarlegur, vinkaði samt hinum sem eftir urðu á biðstofunni bless.  Svo varð ég ansi móðgaður þegar mamma lagði mig á bekkinn því ég ætlaði sko ekki að fara að SOFA !  Svo var mér haldið niðri meðan læknirinn límdi skurðinn saman og setti stóran plástur á ennið.  Ég er nú ansi stoltur af plástrinum hehe en mjög móðgaður og sár yfir þessari meðferð ;)  Ég fékk bolta í verðlaun, ég var svo duglegur.  Meðan læknrinn var að hreinsa sárið og líma skurðinn saman var ég duglegur að tjá mig um þetta og sagði ojjj bjakk, bjakk , mamma bjakk.  Bjakk er sko það sem ég nota yfir eitthvað sem mér finnst ógeðslegt !

Ég fór svo aftur á leikskólann, fékk að borða en borðaði ekki mikið og svaf svo vel í lúrnum mínum.  Mamma náði í mig á leikskólann og við fórum að ná í pabba.  Við ætluðum að fara í matarklúbb til Steinunnar, Ara og Piu en hann datt upp fyrir því Pia hafði líka dottið á hausinn og vildi ekki fá neina gesti, var með stóra kúlu á höfðinu.  Við fórum þá bara til ömmu Hósý og afa Eyda á meðan pabbi var í Boot Camp.  Fengum kvöldmat þar og ég fór heim ansi þreyttur.

Góða nótt Víkingur Atli með stóran plástur á enninu

1. október 2008  Miðvikudagur

Mamma og pabbi keyrðu mig á leikskólann í morgun.  Þau voru ansi þreytt þar sem ég svaf upp í hjá þeim í nótt.  Ég fæ það bara ef ég er svona slappur og líður illa eins ég var í nótt.  Hósti og tennur voru að plaga mig.  En eftir að hafa loksins komið foreldrum mínum í skilning um hvað þurfti að gera og fékk að sofa hjá þeim þá sofnaði ég og svaf rosalega vel.  Mamma segir að ég taki rosalega mikið pláss, henni finnst ótrúlegt hvað ég þurfi mikið pláss því rúmið þeirra er 153 cm breitt en ég notaði áreiðanlega 120 cm fyrir mig.  Lá á alla vegu og mamma og pabbi upp á hlið út á kanti haha.  

Mamma fór til heimilislæknisins síns í dag og ákvað þá eftir þá heimsókn að fara ALDREI til hennar aftur.  Algjör dóni þessi læknir !!!  Það þarf nú dálítið til að gera mömmu reiða en þessi kona fór yfir öll mörk sem læknir.

Mamma náði í mig og svo náðum við í pabba og við fórum í klippingu, sko ég og pabbi saman.  Hárið mitt var snyrt, það var orðið svo tætt og hanakamburinn minn allur út um allt.  Nú er ég orðin ansi fínn um hausinn :)  Bara róleg gott fólk, hanakamburinn er ekki farinn hehe.

Ég er orðinn lasinn, með nokkrar kommur sem er nú ekki mikið en voðalega vælinn og veit ekkert hvað ég vill.  Jú ég vil sko allt en samt alls ekki neitt, ekki mjög þægilegt að vera í þannig ástandi.  Ég bað svo um að fá að fara að sofa kl. hálf átt og varð öskuillur þegar mamma setti mig ekki í rúmið.  Hún vildi endilega gefa mér nýja bleyju og í náttföt og hitamæla mig.  Meiru duttlungarnir hjá konunni.  Hinsvegar leið mér ekkert vel þegar ég var kominn upp í rúm og hágrét alveg.  Mamma fór með mig upp í rúmið hennar og eftir að hafa fengið stíl og bonjela þá róaðist ég niður og fór að tala á fullu við mömmu og pelann minn.  Þá fór ég aftur upp í rúmið mitt og þá fór ég sáttur að sofa.  Vonandi sef ég í alla nótt en mamma ætlar að hafa mig heima hjá sér á morgun.

Góða nótt Víkingur Atli lasni

2. október 2008  Fimmtudagur

Ég var heima hjá mömmu í dag.   Nóttin var ansi skrautleg þar sem ég var í þessu eins og seinustu nótt, gráta, verkir, hósta og sofa lítið. Við lifðum þó nóttina af en erum ósköp tætingsleg.  Ég ákvað samt að taka daginn snemma og vaknaði hálf átta !! Enga leti á okkar bæ.   

Ég var ósköp vælin fyrri hluta dagsins en þegar mamma gat loksins komið mér niður og ég sofnaði þá gat hún hvílt sig áður en ég vaknaði aftur.  Ég svaf nú ekki vel, var alltaf að vakna aftur og aftur en sofnaði eftir smá kvart á ný.  

Pabbi kom heim snemma, hann sleppti því að fara í leikfimi í dag.  Mamma var ansi fegin því hún var orðin ansi lúin.  

Kv. Víkingur Atli

3. október 2008  Föstudagur

Ég var svona svefnlaus aftur í nótt.  Reyndar svaf ég nokkuð lengur en seinustu 2 nætur en núna var ég alveg á því að það væri kominn morgun og skyldi ekkert í þessari leti í foreldrum mínum að vera að vilja sofa áfram.  Endaði á því að ég sofnaði aftur kl. sjö og fékk að sofa aðeins áfram.  Mamma og pabbi keyrðu mig svo á leikskólann.  Mér fannst dálítið skrýtið að koma svona seint á leikskólann en sem betur fer missti ég ekki af listaskálanum.  Við vorum að þæfa ull og kríta í dag.  Mér finnst listaskálinn alltaf skemmtilegur. 

Bíllinn okkar bilaði í dag :(  Mamma var að stússast í skeifunni og þegar hún kom út úr einni búðinni þá fór bíllinn ekki í gang.  Pabbi kom því og náði í mömmu og keyrði hana heim, hann var svo að fara í skólann.  Afi Eydi og Bjarki hjálpuðu okkur með bílinn.  Toguðu hann til Siggu Ástu og Davíðs þar sem hann stendur núna og bíður viðgerðar.

Amma Ása náði í mig í leikskólann.  Við náðum svo í pabba eftir að við höfðum verið heima hjá ömmu í einhvern tíma.  Amma keyrði okkur heim, takk kærlega fyrir hjálpina amma og afi.

Mamma eldaði kjúkling handa okkur í kvöldmatinn.  Mér gengur dálítið erfiðlega að borða kjúkling, safna honum bara up í mig og svo er hann þar.  Dálítið vandamál :S

Nú vona mamma og pabbi að ég sofi vel í alla nótt og vakni seint á morgun.

Knús Víkingur Atli

Helgin 4 og 5 október 2008 

Á laugardeginum kom amma Ása að ná í okkur til að við gætum sótt bílinn okkar til Siggu Ástu og Davíðs.  Davíð var búinn að laga hann, alveg frábært þannig að við vorum ekki lengur bíllaus.  Ég og mamma fórum með ömmu til langömmu Inger og langafa Benna og pabbi kom á eftir okkur á bílnum okkar.  Við borðuðum hádegismat hjá langömmu og langafa, langamma spilaði fyrir mig á píanóið og ég skoðaði stofuna hjá þeim.  Svo margt fínt að skoða þar.

Það tók mig dágóðan tíma að sofna eftir að við komum heim en það tókst að lokum.  Mamma skreið líka upp í rúm enda orðin veik konan.  Hún var svo komin með hita og var veik alla helgina.  

Á sunnudeginum ákváðu mamma og pabbi að setja mig aftur á matarlyfið því ég er farinn að borða svo lítið.  Ætlum að prófa hálfan skammt til að byrja með.  Ég borðaði allavegana vel eftir að ég fékk lyfið á sunnudeginum.

Ég og pabbi fórum á sunnudagsmorgninum til ömmu Hósý og afa Eyda, skipta helginni milli fjölskyldna :)  Við kíktum svo til Dagnýjar, Hildar og Axels áður við fórum heim.  Aftur tók það mig rosalega langan tíma að sofna, en það voru einhverjir stælar í mér núna því augnlokin voru alveg að síga niður en nei ! ég ætlaði sko ekki að fara að sofa.

Pabbi fór og keypti nýjan kodda handa mér og strigaskó.  Mér fannst skórnir æði, vildi ekki fara úr þeim , rosalega montinn af þeim  

Amma Hósý og afi Eydi komu í heimsókn til okkar.  Þau gáfu mér buxur, peysu, bol og lúffur.  Mér fannst þetta allt saman svakalega flott :)

Ég var svo ánægður með nýja koddann minn að ég bað ekki einu sinni um pela þegar ég fór að sofa og sofnaði alveg sjálfur í rúminu og svaf alveg til korter yfir sex.  Vá hvað mamma og pabbi voru fegin því ég hef verið í því að vakna um miðjar nætur , stundum um miðnætti og viljað fá að koma upp í til þeirra.  Þar sem annað hvort ég eða mamma höfum verið veik þá hefur það verið látið eftir mér en vonandi er það hætt núna.

Knús og takk fyrir góða helgi.

Víkingur Atli

6. október 2008  Mánudagur

Í dag á pabbi minn afmæli, við vöknuðum snemma og sungum fyrir hann afmælissönginn.  Við mamma óskum honum innilega til hamingju með daginn.

Hún Sólveig Birta á líka afmæli í dag, hún er 2ja ára í dag.  Við óskum henni einnig til hamingju með daginn.

Ég fór í sjúkraþjálfun í dag og fannst það alveg ágætt.  Pabbi náði svo í mig og við heimsóttum ömmu og afa í smá stund til að hitta Önnu Maríu.  Hún kom heim frá Spáni í gær og er búin að vera rosalega lengi í burtu.

Pabbi fannst ekkert skemmtilegt að svona svartur dagur eins og var í dag í fjármálaheiminum væri á afmælisdeginum sínum.  Hinsvegar gerir það daginn eftirminnilegan.

Pabbi vildi ekki hafa neitt formlegt afmæli, þeir sem vildu koma og gleðjast með okkur myndu bara mæta á svæðið.  Amma Ása komst ekki , amma Hósý, afi Eydi, Eydís og Bjarki komu og tóku með sér 2 kökur :)  pabbi hafði keypt ostaköku og gos og þannig varð hið fínasta afmæli.  Ég var nýfarinn upp í rúm þegar amma, afi , Eydís og Bjarki komu og pabbi náði í mig aftur enda var ég ekki sofnaður.  Vá hvað ég var ánægður að sjá þau.  Mér finnst æðislegt að fá fólk heim til mín, sérstaklega ömmur mína og afa og sýna þeim dótið mitt og vera með þeim heima hjá mér í mínu umhverfi.  Það er allt öðruvísi en að vera heima hjá þeim, það er líka skemmtilegt en mér finnst mjög skemmtilegt að fá gesti :)

Ég sofnaði aftur án þess að fá pela og svaf í alla nótt í rúminu mínu, draumakoddi sem ég var að fá.

Knús Víkingur Atli

7. október 2008 þriðjudagur

Ég fór í íþróttir í leikskólanum í dag.  Það var mjög skemmtilegt, lærði þar 2 ný tákn.  Bíða og loka.  Ég vildi nefnilega alltaf vera að standa upp á bekknum sem við eigum að sitja á þegar við erum að bíða eftir að röðin komi að okkur.  Þá lærði ég táknið að bíða og notaði það óspart.  Ég lærði líka táknið að loka þegar Drífa sýndi mér það og síðan þegar einhver lokaði hurðinni þá gerði ég lokatáknið hehe.  Ég var dálítið í því að skamma hana Söru sem er að vinna á deildinni minni í dag.  Skamma og kveðja hana, já ég skamma sko ef mér finnst hlutirnir ekki ganga eins og mér finnst að þeir eigi að ganga.

Ég lærði nýtt orð í dag, hlæja.  Við mamma og svo við pabbi vorum að lesa eina af myndabókunum mínum og þar sá ég strák vera að hlæja og hermdi eftir því.  Mjög duglegur.

Mamma og pabbi fóru að hitta hana Bryndísi sem gerði málþroskaprófið á mér, Drífa og ein önnur ( mamma man ekki hvað hún heitir akkúrat núna )frá leikskólanum komu og svo ein frá hverfismiðstöð Hlíðasvæði komu líka. Málþroski minn er miðað við 17 mánaða barn ( 1 árs og 5 mánaða ), skilningurinn samt mun betri en tjáningin.  Ekkert skrýtið miðað við hvað ég hef gengið í gegnum og hversu stutt sé síðan ég fékk "munninn " minn.  Bryndís hélt að ég myndi vera mun verri en ég er en ég er svo mikill víkingur að ég læt ekkert stoppa mig.  Ég er snöggur að læra tákn og nokkuð duglegur að nota þau og núna er eftirherman komin hjá mér þannig að ég er í því að týna upp ný orð.  Mamma og pabbi eiga að vera dugleg að tala við mig og fá mig til að herma eftir sér.  Skoða bækur og læra ný orð og fá mig til að segja b, m , d stafina til að byrja með.  Ég er nefnilega dálítið að segja ók ( bók ) , íll ( bíll ) en kann svo alveg að segja skýrt Bumba, bíbí og bóbó.  Líka eiga þau að vera dugleg að spyrja mig já og nei spurninga og fá mig til að svara.  Alls ekki margir vera að spyrja mig í einu það ruglar mig bara í ríminu og ég veit ekkert hverju ég á að svara , því ég sem lítill krakki hugsa aðeins hægar en fullorðið fólk.    Leikskólinn fékk líka nákvæmari leiðbeiningar hvernig þau geta unnið mér i málörvuninni og svo á ég að koma aftur eftir 6-8 mánuði í endurmat.  Ég er svo lítill enn að það er stórar breytingar hjá mér á stuttum tíma.  Bryndís var mjög ánægð með að ég væri ekki með nefhljóð eins og algengt er með börn sem fæðast með skarð í góm en Kári læknir virðist hafa unnið sitt starf rosalega vel og lagað góminn minn glæsilega.  Hinsvegar sagði hún að það gæti breyst og þess vegna vill hún fá mig aftur í eftirlit.  Líka að henni sýndist ég enn vera með smá tunguhaft og hún sér það í endurmatinu hvort það þurfi að laga það betur upp á talið að gera.  Þangað til gerum við bara okkar æfingar og tölum heilmikið saman og höfum það gott og skemmtilegt saman.  Engin ástæða til annars.  Mamma og pabbi hugsa svo vel um mig og aðrir í kringum mig að ég er mjög glaður og góður drengur sagði Bryndís.  Mamma og pabbi voru svakalega ánægð að heyra þetta, líka þegar hún sagði að þau væru mjög raunsæ á ástandið hjá mér og mjög athugul en samt ekki með einhvern æsing eða gera úlfalda úr mýflugu.

Ég borðaði mjög vel í hádeginu og líka í kvöldmatinn.  Fékk pasta í hádeginu og lifrapylsu í kvöldmatinn.  

Jæja læt þetta gott duga í bili.

Knús Víkingur Atli

8. október 2008  Miðvikudagur

Ég var ofurhress þegar ég vaknaði í morgun og fór í leikskólann.  Það var saltfiskur í hádeginu og mér fannst hann ekkert spes en borðaði vel í kaffinu.

Amma Ása náði í mig í leikskólann, pabbi var á bílnum og hann var í skólanum þannig að amma var svo góð að hjálpa mömmu og pabba.  Ég kom svo heim um sex leytið.  Var mjög ánægður með að fá að hafa verið heima hjá ömmu í smá stund.  Alltaf gaman að breyta um umhverfi.

Ég fór í bað áður en ég fór að sofa og vá hvað það var gaman.  Skvetta skvetta !!

Ég er svo hrifin af nýja orðinu mínu að hlæja ( ég segi hátt og skýrt JÆJA og hlæ með hehe ) að ég endurtek það ótt og títt þegar ég sé einhvern hlæja.

Mamma skellti inn fullt af nýjum myndum í gær endilega skoðið þær og munið eftir gestabókina.

Kv. Víkingur Atli

9. október 2008  Fimmtudagur

Fullt af afmælum í dag.

Fyrst viljum viljum við óska Benna langafa til hamingju með 85 ára afmælið sitt :)  Vonandi fær hann góðan dag.  Síðan viljum við óska henni Heklu, systur mömmu til hamingju með sitt afmæli og að lokum henni Margréti Hólmfríði , systurdóttur mömmu, til hamingju með sitt afmæli.  

Ég hef verið í smá erfiðleikum með að segja bless við pabba á morgnanna í leikskólanum.  Pabbi heldur að það sé vegna þess að ég sé að vakna svo snemma heima og borða því morgunmat heima og því á ég ekki að venjast.  Ég er nefnilega vanur að byrja leikskóladaginn á því að fá mér morgunmat en núna er ég stundum ekkert til í meiri morgunmat því ég var jú búinn að borða heima og fer því að leika mér þegar ég kem en þá er erfitt að segja bless við pabba.

Amma Ása náði í mig aftur í dag, núna fórum við til langömmu Inger og langafa Benna.  Ég þurfti að kyssa langafa afmæliskossinn og syngja aðeins fyrir hann.  Mamma og pabbi náðu svo í mig um sex leytið til langömmu og langafa.  Við fórum ömmu og afa en ég var að fara í pössun til þeirra og fékk að gista hjá þeim meðan mamma og pabbi fóru ásamt allri móðurfjölskyldunni út að borða á Argentínu.  Það var verið að halda upp á afmæli hans langafa og það var svaka skemmtilegt.

Knús Víkingur Atli

10. október 2008  Föstudagur

Ég svaf heima hjá ömmu og afa í nótt og pabbi náði í mig í morgun.  Ég fékk að skríða upp í til þeirra í morgun og svaf smástund þar, heppinn ég.  Pabbi keyrði mig svo á leikskólann þar sem ég var í allan dag þar til pabbi náði í mig aftur.  Vá hvað ég var ánægður að sjá mömmu mína eftir leikskólann :) 

Pabbi fór svo í veislu í hafnarhúsinu.  Línuhönnun var að sameinast 3 öðrum verkfræðistofum og það var verið að upplýsa nýja nafnið þeirra, sem er EFLA.  Ég og mamma vorum heima á meðan, mamma bakaði pönnukökur handa okkur og við höfðum það rosalega huggulegt saman.

Kv. Víkingur Atli

Helgin 11. og 12. október 2008  Laugardagur og sunnudagur

Laugardagur

Byrjuðum á því að keyra pabba í boot camp svo hann gæti fengið smá útrás þar.  Hann fór svo í vinnunna og var þar í allan dag :)  

Ég og mamma fórum til langömmu Inger og langafa Benna eins og venjulega á laugardögum nema í dag fórum við snemma eða kl. 10.  Við hittum ömmu Ásu og Önnu Maríu þar.  Við fórum svo heim í hádeginu svo ég gæti farið að sofa lúrinn minn.  

Ég sofnaði svo kl. eitt eftir nokkurt kvart og kvein.  Mér til mikillar skemmtunar var Dagný Björt komin í heimsókn þegar ég vaknaði.  Hún , mamma hennar og pabbi komu í smá heimsókn.  Dagný fékk lánaða bleyju hjá mér og við gátum leikið okkur aðeins saman :)

Um fimmleytið náðum við mamma í hann pabba og fórum heim til ömmu Ásu.  Ég fékk að gista hjá henni í nótt því mamma og pabbi voru að fara í leikhús kl. tíu um kvöldið.  Ég hafði það rosalega gott hjá ömmu, Benni frændi kom og við höfðum kósý kvöld saman.

 

Sunnudaga 

Ég hóstaði svolítið í nótt þannig að amma tók mig upp í til sín.  Hún hélt að það væri hlýrra hjá henni heldur en í nýja ferðarúminu mínu.  Bara afsökun til að fá að kúra aðeins hjá mér enda er ég sætastur haha.  

Í hádeginu keyrði mamma og ég pabba í vinnunna og ég fór með mömmu heim til Önnu Maríu.  Hún ætlaði að passa mig meðan mamma færi á kortanámskeið.  Ég var pakkaður niður í vagninn minn og þar svaf ég LENGI eða næstum því allan tímann meðan ég var hjá Önnu Maríu og hún fór með mig í langan göngutúr.  Næst þegar ég fer í heimsókn til hennar vona ég að ég verði meira vakandi til að geta leikið meira við hana :)

Mamma og pabbi náðu í mig og við fórum heim til Margrétar Völu og Loga.  Þau voru með matarklúbbinn í þetta sinn.  Við vorum að koma í fyrsta sinn í nýju íbúðina þeirra , mjög skemmtileg íbúð.  Við hittum Lóu, Hrafnhildi, Ara, Steinunni, Piu Maríu, Möggu, Sigurjón , Matthildi Söru og Brynjar Ásgeir og auðvitað Margréti Völu og Loga.  Það var boðið upp á silung, pasta og brokkóli.  Mjöööög gott, svo var hindberjasorbet og súkkulaðikaka í eftirrétt.  Það var líka mjög gott.   Takk kærlega fyrir okkur.

Góða nótt Víkingur Atli

13. október 2008  Mánudagur

Ég vaknaði eftir erfiða nótt þannig að mamma leyfði mér að vera bara heima hjá henni í dag.  Við höfðum það rosalega huggulegt.  Horfðum á bitte nú og söngvaborg, fengum okkur kókómjólk, þvoðum þvott og gengum frá þurrum hreinum þvotti.  Löguðum til, oft sama dótið haha, gengum frá í eldhúsinu og bökuðum kryddköku.  Mér finnst bara gaman að stússast svona og sérstaklega skemmtilegt að fá að hjálpa til.  Við fórum líka í eltingarleik og ýmisslegt annað.  Nóg að gera hjá okkur.

Mamma gleymdi alveg að segja frá því að ég sagði 2ja orða setningu á sunnudaginn :)  Eins og venjulega þegar við mamma erum 2 ein heim þá fylgi ég henni sko á klósettið, sleppi henni ekki langt frá mér.  Ég sit svo á koppinum meðan hún situr á klósettinu.  Allavegana á sunnudaginn þá sagði ég "mamma pissa " og hló voðalega , fannst þetta ansi fyndið hehe.  Pabba fannst þetta líka ansi fyndið og mömmu líka, þau voru líka svo ánægð að heyra mig segja fleiri en 1 orð þannig að ég var að springa úr monti yfir gleðilátunum í þeim hehe.

Kv. Víkingur Atli

14. október 2008  Þriðjudagur

Fékk hafragraut í morgunmatinn áður en ég fór í leikskólann.  Fannst hann svakalega góður.  Ég fékk sem sagt að fara á leikskólann í morgun og var mjög ánægður með það.  

Pabbi náði svo í mig eftir leikskólan og við fórum heim.  Ég er á fullu að sýna hvað ég er svakalega sterkur og duglegur og kreisti saman hnefanna þar til ég verð allur rauður í framan og skelli hlæ á eftir.  Finnst ég svakalega fyndinn, algjör rófa.

Ég vildi ALLS EKKI borða kvöldmatinn minn í kvöld.  Var bara mjög óþekkur þannig að ég var settur frá borðinu sem ég var bara ánægður með og fór að leika mér.  Fékk svo skyrdollu rétt áður en ég fór að sofa og fór sæll í rúmið um átta. 

Pabbi var að skrifa ritgerð í allt kvöld þannig að mamma hafði það bara gott fyrir framan sjónvarpið á meðan og var löngu sofnuð þegar pabbi kom upp í rúm.

Kv. Víkingur Atli

15. október 2008  Miðvikudagur

Ég fékk ekki morgunmat hér heima áður en ég fór í leikskólann.  Ég var ekki sáttur en mjög sáttur þegar ég var kominn á leikskólann.  Settist strax í stólinn minn og fékk mér að borða, ekkert væl eða harmur yfir því að pabbi væri að fara.  Bara BÆBÆ !

Mamma fór í búðina þegar við komum heim og eldaði mat handa okkur.  Enn á ný neitaði ég að borða kvöldmatinn.  Mömmu og pabba er farið að finnast þetta ansi leiðinlegt og vita ekki alveg hvað þau eiga að gera því það virðist vera alveg sama hvað þau elda handa mér, ég vil ekki borða á kvöldin.  Ég borða hinsvegar ágætlega annarsstaðar.  Kannski er þetta það sem krakkar gera.  Þau reyna að gera ekkert í þessu nema fá mig til að borða en þetta er samt ansi erfitt.  Ég fékk því næringu í stómíuna áður en ég fór að sofa annars vakna ég upp um miðja nótt sársvangur.

Knús Víkingur Atli óþekktarormur

16. október 2008  Fimmtudagur

Fór á leikskólann í morgun, ekki sáttur.  Vældi bara og var ekki eins og ég á að mér að vera. Hætti því nú fljótlega.  Var mjög glaður þegar mamma og pabbi náðu í mig. Ég var þá að spila með nokkrum öðru krökkum, voða duglegur.

Við keyrðum pabba í boot camp og heimsóttum ömmu Ásu meðan pabbi var í leikfimi.  Náðum svo í pabba í leikfimina og fórum heim til ömmu og afa í Bæjargilinu.  Þar hittum við langömmu Ebbu.  Ég og pabbi vorum svo hjá ömmu og afa meðan mamma fór á skrapphittingu í smá stund.  Vá hvað ég var þreyttur þegar við fórum heim.  Ég er sko vanur að fara að sofa kl. átta - hálf níu og steinsvaf í bílnum á leiðinni heim ( um hálf tíu ) og sofnaði strax og ég var lagður í rúmið.

Knús Víkingur Atli

17. október 2008  Föstudagur

Ég vaknaði í nótt , mjög erfitt að róa mig niður ég grét svo svakalega sárt og vissi ekkert hvað ég vildi eða vildi ekki.  Pabbi gaf mér svo bonjela þegar hann tók eftir því að ég nagaði puttann svakalega og leyfði mér að sofa hjá honum. Mamma og pabbi voru útspörkuð eftir nóttina og frekar þreytt ég vaknaði hinsvegar aðeins á undan vekjaraklukkunni voða ánægður að sjá bæði elsku mömmu mína og elsku pabba minn hjá mér og tilkynnti að það væri kominn dagur með því að segja hátt og skýrt JÆJA !

Fór í leikskólann og í dag fórum við í listaskálann.  Mikið þykir mér það skemmtilegt, fá að lita og mála og gera allskonar flotta hluti.

Ég borðaði mjög vel í morgunmat, fékk ristað brauð og kakó og í hádeginu innbyrgði ég helling af fisk :)

Ég lenti í veiðislysi í dag.  Ég og stelpa af deildinni minni vorum að veiða með litlum veiðistöngum og ég fékk veiðistöng í andlitið !  Var nú snöggur að gleyma því , hef bara rauðan blett á kinninni sem sönnun fyrir þessum verknaði hehe.

Ég borðaði svakalega vel í kvöldmatnum, loksins matur að mínu skapi.  Pabbi bjó til kakósúpu og svo var smurt brauð með og já mér fannst þetta svakalega gott hehe.  Restin af kvöldinu fór í að lesa bækur, fara með óhreinu fötin mín inn í þvottahús og laga aðeins til ( þessi gömlu eru svo svakalega löt að þau nenna því ekki, láta mig bara um það !! ).

Þá er ég farin að sofa. 

Góða nótt Víkingur Atli

18. október 2008  Laugardagur

Ég vakti mömmu kl. hálf átta.  Við vorum að borða og hress og kát þegar pabbi kom fram en hann mætti í Boot camp kl. níu í morgun.  Rosalega duglegur hann pabbi.  Við vorum svo mætt til langömmu og langafa upp úr ellefu í morgun.  Ég var í svakalega góðu skapi.  Eftir hádegismatinn þá fórum við niður í Þorrasel en þar var haldinn basar.  Mjög flott að sjá allt handavinnudótið sem þær eru að gera þar.  Ég var bara orðin svo svakalega þreyttur að við fórum fljótt heim en áður en við fórum fjárfestu mamma og pabbi í jólatrésdúk en þeim vantaði einmitt einn slíkan.  Veiii jólin koma hehe, en það er samt lang í þau ;)

Ég svaf ágætlega en vaknaði alveg ómögulegur.  Þrátt fyrir að Dagný og Axel voru í heimsókn hjá okkur var ég vælin og voða mömmustrákur.  Eftir að hafa fengið smá að borða hresstist ég smá en var samt ekki ég sjálfur.  Axel og Dagný borðaðu með okkur en pabbi hafði búið til kjötsúpu sem var voða góð ( ég vildi hana samt ekki, var of þreyttur í svona kjöt ).

Ég fékk því að fara mjög snemma að sofa í kvöld þar sem ég var svo svakalega þreyttur. Ég var meira að segja svo þreyttur að ég vildi ekki fara í bað !!  þá er nú mikið sagt.

Kv. og góða nótt Víkingur Atli

19. október 2008  Sunnudagur

Ég vaknaði rétt fyrir níu í morgun, svar rosalega vel og lengi þar sem ég sofnaði kl. hálf átta í gærkvöldi.  Mamma vaknaði við það að ég var að segja með mínum blíða barnarómi HÆ, pabbi ! mamma ! og svo kom runa af orðum þar sem ég talaði við sjálfan mig heillengi áður en mamma nennti að fara á fætur.  Pabbi vaknaði svo aðeins seinna.

Við fórum í sunnudagssteik til ömmu og afa í Bæjargilinu þar sem ég ásamt Dagnýju borðaði rosalega vel ( auðvitað þar sem ég var ekki heim hjá mér thihi ). Ég fór svo út í vagninn minn og svaf í rúma 2 tíma :) þegar ég vaknaði þá var húsið fullt af fólki.  Langamma Ebba var komin, Halli afabróðir og Sigrún kona hans voru líka komin ásamt þeim Einari afabróður og Jóhönnu konu hans.  Svo voru auðvitað mamma og pabbi , amma og afi og Axel og Dagný.  Rosalega gaman.

Ég er mikið að segja "nöfnin" á fólki þessa dagana, þá meina ég mamma , pabbi, amma , afi og náði að læra að segja amaja ( Anna María ) á laugardaginn.  Ég kann svo alveg að segja Benni, Bjarki og Eydís en ég segi það sko ekki eftir pöntun :)

Mamma og pabbi keyptu nýtt spil handa mér í dag , litabók og liti.  Í spilinu á ég að finna 2 spjöld sem eru eins , ég dundaði mér við það í allt kvöld að taka spöldin í sundur og raða þeim í kassann.  Fannst það svakalega spennandi.

Þá er ég að sofna.

Góða nótt allir saman og sofið rótt Víkingur Atli

Munið eftir gestabókinni. :)

20. október 2008  Mánudagur

Syngjandi sæll og glaður ég vaknaði og var svakaleg ánægur að sjá að mamma kom með okkur pabba á leikskólann.  Ég byrjaði þar í sjúkraþjálfun.  Finnst það svakalega skemmtilegt, geri æfingarnar með glöðu geði.  Núna átti ég að klifra hátt upp og niður aftur, fara yfir dýnu sem var búin að gera eins og þúfuþekja og ganga upp planka til að ná í púsl , fara niður aftur og ganga yfir annan planka og setja púslið á sinn sinn stað , endurtók þetta svo nokkrum sinnum þar til ég var búin að púsla allt púslið.  Ég tala á fullu á meðan.  Mjög skemmtilegt.  Held svo að allur leikskólinn hafi heyrt þegar ég kvaddi mömmu og pabba haha.

Mamma náði í mig í dag, hún kom dálítið snemma í dag.  Hún hafði verið að keyra pabba í skólann og ákvað að ná í mig snemma.  Við skruppum svo í fjarðarskrapp í smá stund og hittum Sigrúnu frænku þar.  Við heimsóttum svo ömmu og afa í Bæjargilinu þar til pabbi var búinn í skólanum.  Ég var sko í essinu mínu þar.  Mjög skemmtilegt.  Þegar við vorum að fara þá komu Axel, Hildur og Dagný í heimsókn til ömmu og afa.  Vá hvað mér fannst skemmtilegt að sjá Dagný.  " HÆÆÆÆÆÆ Agný " sagði ég hátt og skýrt.  Svo lékum við okkur aðeins saman.  Dagný settist og þá settist ég við hliðin á henni og ég lagðist á bakið og hún lagðist á bakið.  Hermdum þvílíkt eftir hvort öðru hehe, algjör krútt.

Ég sofnaði svo fljótt eftir að við komum heim.  Svolgraði í mig einni jógúrt, var ekki lengi að því :)  Var svo sofnaður innan 2ja mínútna eftir að ég fór í rúmið.

Kv. Víkingur Atli

21. október 2008  Þriðjudagur

Ég var ekki sáttur í morgun!  Ég fékk nefnilega ekki nóg að borða í morgunmatinn.  Morgunkornið kláraðist og ég átti líka að borða á leikskólanum.  Ég vældi því og kvartaði í pabba en varð svo glaður aftur þegar ég var kominn í bílinn.  Fór svo sáttur í stólinn minn á leikskólanum að borða morgunmatinn og kvaddi pabba með háu bæ !

Í dag fórum við í leikfími í leikskólanum , mér finnst það æðislega skemmtilegt.  

Pabbi náði í mig og við fórum heim til mömmu.  Við mamma vorum svo að dunda okkur að lesa bækur meðan pabbi fór í búðina enda ískápurinn orðinn ansi tómur hjá okkur.  Mamma bjó til karamellubúðing handa okkur og vá hvað mér fannst hann góður haha, mamma og pabbi höfðu sjaldan séð mig sleikja skeiðina jafn mikið.  Ég fékk svo brauð með osti og jógúrt í kvöldmatinn.

Pabbi skellti mér í bað , ég var nú ekki mjög ánægður til að byrja með en svo var þetta ansi skemmtilegt.  Eftir baðið lágum við mamma aðeins uppi í rúmi að horfa á singing bee saman og lesa bækur.  Ég fór svo og hitti vini mína, þá lilla, bangsa og bíbí og sofnaði sæll með þeim upp í rúminu mínu.

Kv. Víkingur Atli

22. október 2008  Miðvikudagur

Mamma kom með okkur pabba í morgun.  Mér lá svo á að komast á leikskólann til að borða að ég gaf mér varla tíma til að kveðja foreldra mína :)  Reyndar urðum við fyrir töfum í Ártúnsbrekkunni þar sem það var 1 bíll stopp á miðju akrein á brúnni, greyið konan sem var í bílnum.  Ekki skemmtilegasti staðurinn að vera á biluðum bíl !

Amma Ása náði svo í mig á leikskólann.  Henni var sagt að ég hafi borðað SVAKALEGA mikið í hádeginu en þá var heitt slátur. Nammi namm. Ég fór svo heim til ömmu og var að leika við hana og Benna frænda þar til pabbi náði í mig um níuleytið.  Hann var ásamt Axel frænda hjá Davíð með bílinn okkar í viðgerð.   Mamma beið á meðan heima hjá Hildi og Dagný Björt.  Ég og pabbi náðum svo í mömmu en ég skildi ekkert í því af hverju ég mátti ekki fara inn til Dagnýjar en hún var farin að sofa.  Ég sofnaði svo í bílnum á leiðinni heim, alveg búinn á því eftir langan dag. 

Þegar við komum heim beið min pakki frá Sólveigu Birtu og Sindra Gústafi.  Ég var ekkert smá glaður að fá að opna pakkann, fékk rosa flott púsl með bubba byggi :)  Ég plataði mömmu og pabba til að hjálpa mér að púsla það hehe.  Meðan þau voru að púsla skreið ég í burtu og þau voru eftir að púsla þetta flott púsl.

Kv. Víkingur Atli

23. október 2008  Fimmtudagur

Ég vaknaði seint í morgun, svo gott að fá að sofa aðeins út :)  Borðaði morgunmat heima og fór svo með pabba á leikskólann.  

Þegar pabbi kom til að ná í mig á leikskólann ætlaði ég ekkert heim.  Vildi bara vera í fanginu hjá henni Fjólu minni og hallaði mér upp að henni.  Ég kom þó heim með pabba að lokum.  Við fórum með bílinn í endurskoðun og núna fékk hann skoðun :)  Búið að gera við það sem þurfti að gera við þannig að þeir gátu ekki kvartað yfir neinu.

Ég var svo að hjálpa mömmu að baka kryddbrauð og horfa á söngvaborg meðan pabbi fór í Boot camp.

Ég var orðinn svo svakalega þreyttur að ég fór snemma í rúmið.  Rétt missti af ömmu Hósý og afa Eyda sem kíktu í heimsókn til okkar óvænt.  Rosalega gaman að fá þau í heimsókn.

Kv. Víkingur Atli

24. október 2008  Föstudagur

Þá er ég orðinn 26 mánaða, svakalega stór.   Mamma keyrði okkur pabba í vinnuna, fyrst pabba og svo mig :)  Hún fór svo heim að gera fínt fyrir veisluna sem þau mamma og pabbi verða með á morgun.  Ég fór í listaskálann ásamt Degi og Ármanni og var að gera eitthvað voða fínt.

Mamma og pabbi náðu svo í mig eftir leikskólann og við fórum heim. Á leiðinni heim komum við við hjá Axel og Hildi til að ná í súpuna sem Axel var að hjálpa pabba að gera um daginn ( soðið ).  Axel var reyndar ekki heima en við náðum að segja hæ og halló við Hildi og Dagný Björt.  

Mamma hélt áfram að baka pönnukökur þegar við komum heim  en fyrr um daginn hafði hún bakað bollur og byrjað á pönnukökunum.  

Ég fór tiltölulega snemma að sofa enda mjög þreyttur eftir langan dag.

Kv. Víkingur Atli

25. október 2008  Laugardagur

Ég vakti mömmu um hálf átta í morgun og við fórum fram að borða.  Pabbi kom svo stuttu seinna fram.  Í stað þess að hann færi í Boot Camp var ákveðið að fara snemma í heimsókn til ömmu og afa í Bæjargilið.  Þau voru svakalega ánægð að sjá okkur þótt við hefðum vakið afa okkar hehe. 

Upp úr hálf ellefu ákváðum við að fara inn í Safamýri en við ætluðum að hitta Önnu Maríu þar.  Langafi og langamma voru enn sofandi, jebb við erum sko í því í dag að vekja fólk hehe.  Amma og Benni frændi komu líka til langömmu og langafa og var hið mesta fjör.  Ég fór svo út í vagninn minn að sofa en mamma og pabbi fóru heim.  Ég var komin í pössun til Önnu Maríu frænku :)  

Við Anna María brölluðum margt skemmtilegt saman, t.d. heimsóttum við Laufeyju vinkonu Önnu Maríu.  Hún spilaði fyrir mig á víólu eða fiðlu ( mamma man ekki hvort það er sem hún spilar á ) en ég hafði samt mestan áhuga á cherriosinu sem hún bauð mér upp á.    Amma og Layfey komu svo í mat til okkar Önnu Maríu.  Ég hafði nú ekki mikinn áhuga á að borða og sýndi sko hversu svakalega reiður ég get orðið.  Anna María segir að ég sé eins og mamma mín ;) en hún borðaði sko ekki mikið.

Ég sofnaði svo ánægður í rúminu hennar AM, sem færði mig svo yfir í rúmið mitt ( ferðarúmið mitt ).

Mamma og pabbi voru með matarboð heima hjá okkur meðan ég var í pössun.  Æskuvinir hans Kidda og makar komu , voða stuð.  Voru 7 alls.  Mamma og pabbi höfðu fært borðstofuborðið inn í stofu svo það færi betur um gestina.  Svo var máfastellið sett á borðaið ásamt rauðvíns og hvítvínsglös og snafsa glös.  Mamma raðaði niður á borðið hvar hver ætti að sitja og undir brauðdisknum hjá hverjum og einum var hlutverk handa þeim.  Óskar átti að halda ræðu einhvern tímann um kvöldið, sem var mjög flott hjá honum.  Snorri átti að skála oft og fyrir allskonar tilefnum hehe, Sonja átti að biðja um uppskriftir af öllum réttunum, Gitte að hrósa matnum og Smári að sjá til þess að sessunautar hans væru með nóg í glösunum.

Í forrétt var boðið upp á humarsúpuna sem Axel hjálpaði pabba að gera, mamma og Gitte fengu salat sem mamma gerði.

Í aðalrétt var boðið upp á svínalundir, sem voru fylltar með gráðosti og sólþurrkuðum kirsuberjatómötum, ásamt sætum kartöflum , rauðvínssósu og salati.

Í eftirrét var boðið upp á pönnukökur, ís og melónusalat.  

Borðhaldið var í næstum því 5 tíma :)  Takk fyrir okkur og frábært að fá ykkur í heimsókn.

Kv. Víkingur Atli

26. október 2008  Sunnudagur

Ég fór með Önnu Maríu í sunnudagsskólann í morgun.  Mér fannst það mjög skemmtilegt, en það má sko ekki hætta að syngja því þá tilkynni undir eins og það sé allt búið !  Amma náði svo í okkur AM og við fórum heim til mín.  Þar biðu mamma og pabbi spennt eftir að sjá mig, já mamma var farin að sakna mín ógurlega.  Mamma og pabbi buðu svo Önnu Maríu, Ömmu Ásu og Benna upp á humarsúpu en mamma fékk sér salatið góða.  

Ég ætlaði sko ekki að fara að sofa í rúminu mínu.  Endaði með því að ég fékk að koma fram aftur og fékk nýja bleyju.  Vinkaði ömmu, ÖM og Benna bless.  

Ég og pabbi fórum svo í sorpuferð bæði með dósir, pappír og annað drasl.  Ég notaði tækifærið og svaf í bílnum á meðan.  Pabbi náði svo í vagninn minn en amma og Anna María voru ekki að finna út hvernig hægt væri að taka hann í sundur.  

Ég var alveg glorhungraður þegar við komum aftur heim til mömmu og borðaði jógúrt með bestu lyst.

 Kv. Víkingur Atli 

27. október 2008

Mamma og pabbi steingleymdu því í morgun að í dag væri bangsadagur á leikskólanum.   Úff hvað mömmu leið illa yfir því (  ég held samt að það sé í fínu lagi, ég fattaði það ekki neitt. Fór í sjúkraþjálfun og skemmti mér konunglega.

Amma Ása náði í mig eftir leikskóla því pabbi var á bílnum og hann var kominn í skólann sinn.  Benni frændi kom svo með mig heim en hann var hjá mér um kvöldið meðan mamma og pabbi fóru á aðalfund Tilveru :)  Rosalega fínn fundur, pabbi var kosinn skoðunarmaður reikninga fyrir næsta ár.  Svo voru 2 fræðsluerindi.  Mjög athyglisverð.

Ég lét Benna aðeins hafa fyrir mér en um leið og hann fór út úr herberginu mínu eftir að hafa sett mig í rúmið þá hætti ég að gráta og fór að sofa, já maður verður að testa fólkið sitt :)

Kv. Víkingur Atli

28, október 2008  Þriðjudagur

Mamma vaknaði með okkur pabba og klæddi mig í útifötin og kyssti mig bless.  Ég var svo duglegur að kveðja og er núna farinn að segja bæ og bemamma til skiptis haha, algjör dúlla.  Bemamma ( bless mamma ) þannig að ég er að byrja að tengja saman 2 orð :)

Þða var íþróttadagur í dag.  Ég borðaði rosalega vel í hádeginu, fékk 2 krossa á miðann :) engin furða að ég nenni ekki að borða heima hjá mér !

Pabbi náði í mig og skutlaði mér heim áður en hann fór í boot camp.  Mamma var búin að sjóða slátur og kartöflur og fengum við það í kvöldmatinn ásamt sultu en ég var nú ekki hrifinn af þessu, vildi ekki borða mikið.  Heldur ekki þegar pabbi kom heim og ég hélt að hann væri að borða eitthvað meira spennandi í matinn.  

Ég elska að láta lesa fyrir mig, ef ég er beðinn að koma með bók þá kem ég ekki bara með eina, heldur allavegana 2 bækur ef ekki fleiri.  Ég er líka mikið fyrir það að láta bera á mig krem hehe.  Ég er svo þurr núna þegar það er svona kalt úti að mamma ber á mig krem á kvöldin og ég segi alveg ahhhhhh og hjálpa henni að smyrja kremið á mig.  

Eftir að hafa fundið svefnbangsana mína þá vildi ég fara að sofa, bæ mamma og be mamma voða sætur strákur að vinka mömmu sinni meðan pabbi hans hélt á honum inn í herbergi.

Kv. Víkingur Atli

29. október 2008  Miðvikudagur

Ég fór sáttur í leikskólann í morgun og kallaði á leiðinni út um dyrnar be mamma, bæææææææææ :)  Svo heyrði mamma mig vera að kjafta heilmikið við pabba á leiðinni út í bíl. 

Ég borðaði voðalega vel í hádeginu, fékk aftur 2 krossa á spjaldið.  Pabbi er orðin varaformaður í foreldrafélaginu og það var fyrsti fundurinn í dag þannig að ég var lengur á leikskólanum en vanalega.  Ég vissi ekkert að pabbi var í næstu stofu við hliðin á að funda með stjórninni.  Við komum svo kátir heim.  Ég borðaði ansi vel af lifrapylsunni en vildi ekki sjá rófuna !  

Eftir kvöldmatinn fórum við í smá heimsókn til ömmu í Bæjargili.  Hittum þar Bjarka sem kom heim í gærkvöldi frá Tenerife og Eydísi.  

Við vorum komin heim í tíma fyrir handboltaleikinn.  Ég var nú ekki alveg á því að fara að sofa til að byrja með.  Fékk svo pela og var nokkuð góður í smá tíma en allt í einu voða reiður.  Þá hafði pelinn lekið og hluti af koddanum var blautur ( reyndar bara koddaverið ) og lilli orðin ansi mjólkublautur og smá af rúminu.  Ég fékk því að sofna í mömmu og pabba rúmi og mamma skipti á rúminu og pabbi færði mig yfir þegar leikurinn var búinn.  

Knús Víkingur Atli

30. október 2008

Seinasti dagurinn í leikskólanum í þessum mánuði :)  Skipulagsdagur á morgun og þá fæ ég frí og verð heima með mömmu :)  

Pabbi fór í Boot camp í hádeginu þannig að við vorum öll þrjú heima í kvöld.  Vá það var sko skemmtilegt, ég var að lita, kubba og tala á fullu við mömmu og pabba ásamt því að horfa á landsleikinn í fóbolta. Ég ætlaði sko ekki að fara að sofa en að lokum vildi ég það og fór ánægður að sofa með þeim bangsa, lilla og bíbí.

Kv. Víkingur Atli

31. október 2008  Föstudagur

Ég og mamma fórum með pabba í vinnunna í morgun og við vorum mætt kl. átta - eldsnemma.  Ég var í fríi og við ákváðum að heimsækja pabba fyrst við vorum að keyra hann.  Hann var líka í vöfflubakstri.  Afmælisbörn októbermánaðar voru að baka vöfflur á hæðinni hans pabba, þeir voru 2 hehe, báðir fæddir 75 og vika á milli þeirra :).  Mér fannst þetta ansi áhugavert.

Eftir vöfflubaksturinn fórum við mamma í vinnunna hennar ömmu Ásu.  Amma ætlaði að passa mig seinna um morgninn í 2 tíma.  Ég var rosalega feiminn þegar við komum í vinnunna hennar. Mamma og amma hafa bara aldrei séð mig svona feiminn áður.  Svo hætti ég því og varð aftur ég sjálfur.  Kvaddi mömmu og fór að skoða flugvélarnar sem eru fyrir utan vinnunna hennar ömmu.

Mamma og pabbi voru að fara upp á spítala að sjá verðandi systkinið mitt.  Ég er sko að verða stóri bróðir í maí :)  Ég er nú ekkert að fatta það ennþá en það hlýtur að koma að því þegar nær dregur :)

Hérna sjáið þið litla systkinið mitt, orðið heilir 6,3 cm langt haha.  Mamma er komin 12v og 3d á leið.  Sónarinn var mjög góður, litla krílið sýndi fyrirmyndar fyrirsætutakta, snéri sér eftir pöntunum og var sko ekki eins og ég sem lét ljósmóðurina hafa fyrir því að fá þær mælingar sem hún þurfti að fá.  

Mamma er búin að vera rosalega slöpp ( veik ) á þessari meðgöngu, mikil ógleði.  Hún segir stundum í gríni að hún hafi faðmað klósettið meir en pabba ;)  Heilsan er að verða betri þótt matarlystin sé mjög dyttótt og blóðþrýstingurinn ansi lágur stundum.  Hún tekur bara einn dag í einu , sumir dagar betri en aðrir :)

Við amma fórum og skoðuðum bra bra á tjörninni og gáfum þeim rúnstykki.  Mér fannst nú borðsiðir þeirra fyrir neðan allar hellur, bra bra borðar af götunni og ég var í því að segja ojjjj ojjjj.  Að lokum var ég þó til í það að gefa þeim brauðmola :)  Við gengum svo yfir brúnna yfir í ráðhúsið sem var svakalega spennandi og fengum okkur kleinu og heitt kakó.  Takk fyrir mig.

Mér tókst að sofna í 3 mín í bílnum á leiðinni heim og var í því að reyna að telja mömmu trú um það að ég væri úthvíldur þegar heim var komið.  Ég fékk að borða og nýja bleyju en ég ætlaði sko ekki að fara að sofa lúrinn minn.  Ég sofnaði nú samt að lokum og svaf í 2,5 tíma ( mamma líka haha ).

Við náðum svo í pabba í vinnunna, fórum að versla og heimsóttum ömmu og afa í bæjargilinu.  Við rétt náðum í skottið á afa en hann var að fara á Herrakvöldið hjá Stjörnunni.   Amma bauð okkur í mat og ég hitti Eydísi og Bjarka.  Amma og ég fórum svo að spila saman og í eltingarleik og ég var orðinn svakalega þreyttur.  Sofnaði nú samt ekki á leiðinni heim en fór að sofa um níuleytið :)

Kveðja og góða nótt Víkingur Atli verðandi stóri bróðir

1. nóvember 2008  Laugardagur

Ég svaf til níu í morgun og vaknaði þá voða kátur.  Pabbi fór í fótbolta kl. tíu og við mamma vorum að dúlla okkur hér heima á meðan.  Svo þegar pabbi kom heim aftur fórum við í heimsókn til langömmu og langafa.  Þar hittum við fullt af skemmtilegu fólki, ömmu Ásu, Önnu Maríu, Benna og Jóa frænda.  Ég var voða duglegur að þylja upp nöfnin þeirra aftur og aftur.  Sýna hvernig ljónið gerir og hversu sterkur ég er :)  Ég veit núna að allur matur fer upp í munninn og þaðan ofan í magann svo ég verði stór OG STERKUR !!! og ég kreisti hendurnar svo fast saman og titra allur að ég verð alveg rauður í framan haha.

Ég fór að sofa þegar við komum aftur heim en mamma fór og hitti nokkrar sem voru með henni í bekk í lífeindafræðinni.  Rosalega gaman þótt þær hafi um stund setið alveg ofan í mótmælunum á Austurvelli.  

Amma Ása kom svo og borðaði með okkur grjónagraut í kvöldmatinn.  Það var sko hörkufjör hjá okkur.  Við vorum að lita, kubba og spila og spila fína púslið frá Sólveigu Birtu.  Svo setti pabbi söngvaborg í tækið og við fórum öll að dansa.  Mér fannst það svo magnað að ég var í því að segja Já með mikilli innlifun.

Ég komst í súkkulaðistykki hjá pabba og varð alveg upptjúnaður af því, ég er nú algjör orkubolti fyrir og þurfti sko ekki á þessum aukasykri að halda hehe.  En mér fannst það ROSALEGA gott.

Kv. Víkingur Atli

2. nóvember 2008  Sunnudagur

Ég ákvað að taka daginn snemma , svona miðað við að það væri sunnudagur !  Ég vaknaði kl. 7:30.  Pabbi fór svo með mér fram kl. korter í átta og við fengum okkur að borða.  Mamma vaknaði kl. níu.

Kl. ellefu fórum við í Bæjargilið.  Við fengum rosalega góðan hádegismat þar og ég fór út að sofa í vagninum mínum.

Ég er búin að vera að syngja " Ég á afmæli í dag " í allan dag og ef einhver spyr hver eigi afmæli þá er ég fljótur til að rétta upp hönd og kalla ÉG!  Algjör snúður hehe.

Hjá ömmu og afa hitti ég Ebbu langömmu, Bjarka og Eydísi og svo komu Benni og Anna Aðalheiður í heimsókn.  Ég hitti Benna og Önnu þegar ég kom inn úr vagninum mínum.

Ég er byrjaður á pústinu mínu aftur.  Í gær var ég byrjaður að vera með svo mikið hor í nefinu og smá hósta.  Hóstinn lúrinn minn í dag var hann orðin ansi slæmur þannig að þegar við komum heim pústaði pabbi mig og mamma pústaði mig svo aftur áður en ég fór að sofa og ég hósta ekki alveg jafn mikið.  Ætli ég þurfi ekki að fara með pústið í leikskólann á morgun ( ef ég fer þangað ).

Mamma er komin með bumbu, hún birtist ansi mikið í morgun.  Ég veit nú ekki hvað mamma hefur verið að gera í nótt hehe en bumban er komin.  

Kv. Víkingur Atli

3. nóvember 2008  Mánudagur

Ég svaf nánast ekkert í nótt því ég hóstaði svo mikið.  Þar af leiðandi sváfu mamma og pabbi mjög lítið , loksins gat ég sofnað og ég var heim hjá mömmu í dag vegna hósta og nefrennslis.  Hóstaði stanslaust framan af degi.  Ég var samt ansi hress , svona eins og ég er þrátt fyrir veikindi.  Við mamma höfðum það ansi huggulegt saman, horfðum á Gullu grallara, skoppu og skrítlu og söngvaborg.

Ég var ansi listarlaus í dag enda með auman háls eftir allt þetta hóstarrí.  

Pabbi kom svo heim í hádeginu svo ég kæmist til læknisins eftir hádegi.  Mömmu leist ekkert á þennan hósta og það að ventolínið virkaði ekki mikið á mig í nótt.  Læknirinn fann nú ekkert mikið að mér, lungun hrein en þetta gæti verið vísir af barkabólgu eða bara kvefhósta, þurrum hósta.  Það á því að auka við mig skammtinn af ventolíninu og serediðinu ( sterapúst ) og sjá hvaða áhrif það hefur.  Við fórum svo heim og við mamma skriðum upp í rúm en pabbi fór í skólann.  Ég hóstaði og hóstaði en loksins sofnaði ég og svaf vel án þess að hósta í 2 tíma.

Við mamma vorum svo að leika okkur, mamma eldaði handa okkur mat sem ég borðaði oggulítið af ( en þó eitthvað ) og svo vorum við að lita og kubba.  Mér finnst svakalega gaman að raða litunum mínum, passa mjög vel upp á þá , vantar ekki neinn í kassann :)  Ég var svo líka að æfa mig í að klæða mig í stigvélin og allskonar föt.  Ég gat klætt mig sjálfur úr sokkunum og gammósíunum og með smá hjálp gat ég farið sjálfur úr samfellunni.

Ég fékk svo að vera á fótum þar til pabbi kom heim því ég var alltaf að spyrja eftir pabba mínum.  Hann kom svo heim um níu en það var fínt því það var akkúrat þá þegar mamma var að klæða mig í náttfötin.  Fagnaðaróp sem ég gaf frá mér þegar ég sá loksins hann pabba minn.  

Ég fór svo vær að sofa, orðin mun betri af hóstanum enda var mamma búin að vera dugleg að pústa mig yfir daginn og pabbi gaf mér svo púst fyrir nóttina.

Kv. Víkingur Atli

4. nóvember 2008  Þriðjudagur

 

Ég steinsvaf í alla nótt, heyrðist sko ekki í mér þannig að mamma leyfði mér að fara á Sólborg.  Ég var mjög spenntur fyrir því.  Í dag var íþróttadagur !

 

Við pabbi komum ofurkátir heim í dag í brjáluðu veðri.  Ég fór strax í að lita og síðan lagðist ég í sófann hjá mömmu og við lásum saman bók.  Mamma hafði fyrst legið inni í rúmi því henni leið alls ekki vel í maganum sínum en ég vildi sko fá hana fram til okkar pabba.  Við lágum svo saman í sófanum að lesa bækur.  

 

Pabbi eldaði fyrir okkur kakósúpu sem mér fannst ÆÐI !  

 

Ég fór í bað en varð þvílíkt móðgaður þegar pabbi fór í bað á eftir mér og mér var ekki boðið að fara með honum.  Hágrét alveg fyrir utan baðherbergisdyrnar.  

 

Mér finnst svakalega skemmtilegt að dansa, sérstaklega ef mamma og pabbi dansa með mér og við leiðumst í hring.  Það er sko toppurinn, þá skríki ég alveg af hamingju og segi aftur og aftur " Já , já , já, já".

 

Í gær þegar við mamma vorum heima saman var ég í því að leita að pabba mínum.  Skildi ekkert í því af hverju hann væri ekki heima.  "Ga pabbi " ( Hvar er pabbi )  heyrðist aftur og aftur .   Ég saknaði líka krakkana á leikskólanum og spurði mikið um krakkana.

 

Mamma er komin 13 vikur á leið í dag og allt gengur vel þrátt fyrir ógleði og annað slíkt :)  Hún heldur alltaf að hún sé að losna við þessa ógleði og uppköst en þá kemur það niður aftur þegar hún á síst von á því.

 

Kv. Víkingur Atli

5. nóvember 2008  Miðvikudagur

Mamma, pabbi og ég sváfum ÖLL yfir okkur í morgun.  Vöknuðum ekki fyrr en korter yfir níu !!!  Mamma keyrði okkur pabba í vinnunna og leikskólann.  Ég var svo heppinn að Drífa var að fara að lesa fyrir hóp af krökkum og ég fékk að vera með þeim þannig að ég átti ekki í erfiðleikum með að segja bless við mömmu :)

Það var hringt í mömmu kl. þrjú.  Ég hafði ælt allan vagninn minn út í lúrnum mínum og var óttarlega slappur strákur, vildi ekkert borða.  Mamma náði því í mig og við fórum snemma heim í dag.  Ég var svo heima með mömmu nokkuð hress þar til pabbi kom heim.  Afi Eydi var svo góður að keyra pabba heim og ég gat því heilsað aðeins upp á afa minn.

Eftir kvöldmatinn byrjaði ég aftur að kasta upp og fram að miðnætti kastaði ég nokkrum sinnum upp.  Mamma og pabbi voru í því að þrífa mig og skipta um föt á mér.  Ég fór að sofa um ellefuleytið og svaf í alla nótt voða vært, með tóman maga en kastaði ekkert upp.

Mamma sagði líka við pabba að þetta væri fyrsta venjulega veikindapestin sem ég tek hehe, fyrsta ælupestin.

Kv. Víkingur Atli veikindarpési

6. nóvember 2008  Fimmtudagur

Ég vaknaði um hálf átta í morgun, voða hress en með pípandi niðurgang, pabbi skipti um 3 bleyjur hjá mér áður en hann fór í vinnuna.  Ég var heima hjá mömmu í dag enda ekkert vit í því að fara á leikskólann svona á mig kominn.  Ég sofnaði svo í fanginu hjá mömmu kl. hálf ellefu/ ellefu og svaf alveg þar til pabbi kom heim aftur um þrjúleytið.  Þá byrjaði niðurgangurinn aftur og um hálf átta þá fóru mamma og pabbi með mig niður á barnaspítala þar sem ég var farin að kasta aftur upp og skilaði hverri bleyjunni á eftir annarri.  

Læknirinn sagði að ég væri farinn að ganga dálítið á minn vökvaforða þannig að mamma keypti saltlausn fyrir börn í apótekinu á leiðinni heim og ég fæ það í nótt.  Mamma og pabbi skiptast því á í nótt að vakna og gefa mér þessa lausn í gegnum stómíuna í nótt.  Ef ég verð ekki orðinn skárri í fyrramálið þá á ég að koma aftur niður á barnaspítala í vigtun svo læknarnir geti séð hvert stefnir hjá mér.

Annars er ég rosalega hress :)  Lækninum fannst ég allt of hress en mamma og pabbi sögðu líka að það væri ekkert gott að lesa á mér hvort ég væri mikið eða lítið veikur á fasinu mínu því ég væri alltaf ( eða oftast nær ) svona hress sama hvað gengi á hjá mér.

Góða nótt Víkingur Atli veikindarpési

7. nóvember 2008  Föstudagur

Ég er mun betri í dag, samt enn með niðurgang.  Mamma þurfti ekki að skipta á jafnmörgum bleyjum og í gær þannig að hún heldur að ég sé allur að koma til :)  Ég er líka aðeins duglegir og viljugri til að fá mér að borða og halda því niðri.  

Ég er búinn að horfa á söngvaborg 1 og 2 MARGoft seinustu daga, mér finnst það alltaf jafn skemmtilegt en ég held að mömmu sé eitthvað farið að leiðast þetta efni.  

Ég er alveg ástfanginn af honum bíbí mínum, mörgæs sem Anna María gaf mér þegar ég var lítill :)  Svo er eins bíbí í auglýsingunum í söngvaborg ( athugasemd frá mömmu :  fáránlegt að hafa banka og nammiauglýsingar á barnaefnisdiskum ) og hann er að dansa og svo dettur hann niður um gólfið.  Það að bíbí dettur get ég ekki gleymt og er alltaf að tala um það.  

Ég svaf í 2,5 klst í dag í mömmu rúmmi og í kvöld fékk ég að sofna þar, við höfðum það svo huggulegt saman ég og mamma og ég sofnaði út frá spjallinu okkar.  Pabbi fór svo með mig yfir í mitt rúm seinna um kvöldið.

Kv. Víkingur Atli

8. nóvember 2008  Laugardagur

Ég fór með pabba til ömmu þegar hann var að fara í fótbolta.  Við amma höfðum það huggulegt saman í dag, heimsóttum langömmu og langafa í Safamýri og fór svo aftur heim til ömmu að sofa. 

Ég kastaði ekkert upp í dag né kúkaði þannig að ég held að mér sé batnað :)

Ég fékk pasta og pizzu í kvöldmatinn og fannst það svakalega gott.  Ég er líka svo góður að ég gaf bíbí mínum og lilla að borða með mér.  Setti pizzabrauðið upp á munninum þeirra og sagði namm namm namm meðan þeir voru að borða.  Hvaðan skyldi ég læra þetta?

Pabbi var orðin ansi slappur í kvöld og fór snemma að sofa.  Held að hann hafi sofnað á undan mér , svei mér þá ! Ég sofnaði í mínu rúmi eftir að hafa safnað ÖLLUM helstu böngsunum mínum saman, þeim bíbí, lilla , bangsa og blámann og þá gat ég farið að sofa vel og vært.

Nú er ég farin að svara ansi skýrt þegar talað er við mig og ég er farinn að segja svo mikið og láta vita þegar mig vantar eitthvað eða vill eitthvað.

Knús Víkingur Atli

9. nóvember 2008  Sunnudagur

Ég vakti mömmu mína kl. hálf átta í morgun og fram fórum við ásamt þeim lilla, bíbí, bangsa og blámann til að fá að borða.  Já það er mjög nauðsynlegt að bestu vinir mínir fari með fram á morgnanna !!!

Pabbi minn var veikur í dag, lá í rúminu með bakverki.  Ég skyldi hreinlega ekkert í þessu en seinna um daginn græddi ég á þessu þar sem ég fékk að liggja hjá honum að lesa bók :)

Mamma fór með ömmu Ásu á jólabasar kvennfélags Hringsins og svo í heimsókn til langömmu og langafa.  Þar hitti hún Jóa frænda :)

Við fórum öll þrjú í smá bíltúr til ömmu og afa, pabbi nennti ekki að liggja lengur í rúminu.  Voða gaman að hitta ömmu og afa, Eydísi og Bjarka.

Kv. Víkingur Atli 

10. nóvember 2008  Mánudagur

Viljum byrja á því að óska Ingileif , vinkonu mömmu , til hamingju með daginn :)  Vonum að hún hafi átt góðan dag og skemmtilegan.

Ég var mættur í leikskólann korter yfir átta, tilbúinn í sjúkraþjálfunina.  Reyndar ætlaði ég ekkert að vera þarna, dálítið feiminn ef öll veikindin en þegar Freyja sjúkraþjálfari sýndi mér spennandi púsluspil þá gleymdi ég stað og stund og mamma og pabbi máttu fara :)

Mamma kom og náði í mig eftir leikskólann.  Ég var ekki á því að fara, ég ætlaði í röð!  Fékk að fara í röðina ( við vorum sko 2 í röðinni hehe ) og fara með röðinni yfir á birkistofu.  Svakalega skemmtilegt :) 

Við mamma kíktum svo í kringluna, vorum að kíkja á skemmtilegt dót og fórum svo í Bónus.  Þar hittum við ömmu Ásu sem var að versla fyrir langömmu Inger og langafa Benna.  Mjög skemmtilegt að hitta hana þarna.

Ég var í því að spyrja mömmu hvar pabbi væri ( hva pabbi ) og mamma svaraði alltaf að hann væri í vinnunni.  Svo þegar mamma spurði mig hvar pabbi væri þá vissi ég það alveg og gat svarað henni " i vinnunni " , mjög ánægður með mig.

Mamma eldaði fiskibollur, kartöflur og hrísgrjón handa okkur í kvöldmatinn.  Pabbi kom snemma heim í kvöld þannig að hann náði að borða með okkur.  Ég borðaði ágætlega, ekkert rosalega mikið en fannst þetta ansi gott.

Kv. Víkingur Atli

11. nóvember 2008  Þriðjudagur

Mamma keyrði mig á leikskólann, pabbi var á vinnubíl þannig að ég kvaddi hann á bílaplaninu heima.  Svo var ég alla leiðina niður á sólborg " aaa pabbi " og stuttu seinna heyrðist frá mér " innunni " og svo hrossahlátur.  Ég hafði nú fengið jógúrt heima en ég settist samt sem áður við morgunverðarborðið , mjög alvarlegur ( það er jú alvörumál að fá sér morgunmat, alltaf að borða morgunmat - hann er svo góður ) og kvaddi mömmu mína með minni björtu, háu röddu :)

Mamma náði svo í mig eftir leikskólann og við keyrðum niður laugarveginn og ég að spyrja eftir pabba mínum :)  ég vissi samt alveg hvar hann væri og ef ég hélt að mamma vissi það ekki ,þá sagði ég það hærra og hærra þar til hún svaraði hátt og skýrt og sagði að ég væri svakalega duglegur.  Ég spurði líka mikið um hann Dag, sem er með mér í Kisuhóp.  Félst á það að hann væri heima hjá sér en þegar mamma sagði að hann væri heima hjá mömmu sinni var ég fljótur að bæta við " og pabba " því ekki má gleyma blessaða pabbanum :)

Við ætluðum að ná í pabba í vinnuna en plönin breyttust þannig að pabbi kom bara sjálfur heim og við hittum hann þar.  Ég var mikið að lesa bækur og tala við bangsana mína í kvöld og eftir að hafa fengið kvöldmatinn minn þá bað ég um að fá að fara að sofa og fékk það að sjálfsögðu þrátt fyrir að ég hafi átt að fara í bað.  Það er bara ekki hægt að láta svona þreyttan kút fara í bað, frekar fékk ég að fara snemma að sofa og ég svaf afskaplega vel í nótt.

Kv. Víkingur Atli

12. nóvember 2008  Miðvikudagur

Ég fékk að fara með mömmu og pabba í mæðraeftirlit í morgun.  Fannst það ansi áhugavert og skoðaði allt sem var inni á stofunni hjá henni Sveinu ljósmóður.  Ég skyldi sko ekkert í því af hverju mamma lagðist á bekkinn og tilkynnti að mamma væri farinn að sofa og þegar Sveina var að ath. hvort hún heyrði í hjartslættinum í litla krílinu sagði ég hátt og skýrt MAMMA - BUMBA !!  Annars gekk skoðuninn vel , allt eins og það á að vera.  Mamma má byrja í meðgöngusundi og byrjar í því núna á mánudaginn næsta.

Mamma fór svo með mig á leikskólann , það var ávaxtatími og það tók mig smá tíma að vilja vera með hinum börnunum og sleppa mömmu minni.

Mamma fór svo í sjúkraþjálfun til að losna við eitthvað af vöðvabólgunni sem hún er með og lina bakverkina.  Hún skyldi nú ekkert í því af hverju hún var að fara eftir að Gummi sjúkraþjálfari byrjaði að nudda hana, þetta var bara vont haha.  En hún fer nú aftur enda hefur hún bara gott af því.

Mamma sótti mig svo áður en við fórum að ná í pabba í vinnunn.  Á leiðinni í bílnum varð ég allt í einu svakalega vondur !!  Ég náði ekki vettlingunum af mér og fór að segja mömmu, sem var að keyra , að hún ætti að taka. 

" Mamma taka "!

" Taka hvað Víkingur " ?

" Taka "

" Mamma getur ekki tekið núna, hún er að keyra "

" Taka  ( núna mjög hátt ), mamma taka " 

" Á mamma að taka vettlingana "

 " Já !!! Ellingana "

´" Mamma tekur vettlingana eftir smá stund , í vinnunni hans pabba ! 

" Já "  Svo beið ég eftir að við komum í vinnunna hans pabba og mamma tók vettlingana og húfuna af mér :)

 Mamma hafði búið til 2 kort fyrir langömmu Ebbu þannig að við fórum með þau til hennar og heimsóttum hana í smá stund.  Kíktum svo í Bæjargilið og þar var pabbi settur í að setja saman nýtt borðstofuborð fyrir ömmu og afa ásamt Axel frænda.  Ég hjálpaði sko til við það með því að skrúfa skrúfum og var MJÖG áhugasamur um þetta allt saman.  Við fengum að borða þar, ég borðaði nú ekki mikið var aðallega í því að leika við Dagný frænku mína.

Ég fór svo að lokum í næturgistingu til ömmu Ásu :)  Mamma og pabbi fóru á táknmálsnámskeið í leikskólanum og í stað þess að ná í mig kl. tíu þá fékk ég að sofa hjá ömmu og hún keyrði mig í leikskólann daginn eftir.

Við amma höfðum það rosalega huggulegt saman, hún setti mig í bað og ég sýndi henni að ég er rosalega ákveðinn ungur maður sem vill hafa hlutina eftir mínu höfði ( enga þvottaklúta takk fyrir ).  Svo fékk ég vínber og vissi sko alveg að það væru til fleiri vínber þótt amma hafi sagt að ég fengi ekki fleiri.

Sofnaði svo vært í fína rúminu mínu hjá ömmu :)

Kv. Víkingur Atli, hálft ár í að ég verði stóri bróðir

13. nóvember 2007  Fimmtudagur

Benni náði í okkur ömmu og amma keyrði Bernna frænda fyrst í skólann og svo mig í leikskólann.  Ég settist bara við borðið og fékk mér að borða og kvaddi ömmu :)  Mjög glaður.

Pabbi og mamma náðu svo í mig kl. eitt því ég var að fara til Lúthers lækni.  Ég er 10,6 kg ( léttist um 400-500 g í magapestinni seinustu viku en er búin að vinna mig aðeins upp aftur ) og er orðinn 83-84 cm og höfuðummál er 50,5 :)  Lúther sagði að það væri ekkert hægt að gera við sleferíinu mínu og það myndi bara hætta.  Þar sem ég slefa ekki á næturnar þá er þetta ekkert hættulegt og ekkert sem hægt er að gera við.  Líka sagði hann að hann hefði oft séð börn á mínum aldri sem væru ekkert mikið fyrir kjöt og borðuðu það ekki nægilega vel ( ég tygg bitana - en ég er ekkert hrifinn af kjöti - en geymi þá rosalega lengi uppi í mér, kyngi þeim ekki ).  Nú er stefnan að ég losni við stómíuna í jan/feb þannig að ég er á góðu róli.  

Ég var ansi fúll að fá ekki brauð þegar ég vaknaði, ég var nefnilega vakinn til að fara til læknisins þannig að mamma keypti samloku á spítalanum sem við borðuðum saman, ég var enn svangur þannig að pabbi keypti aðra sem við borðuðum svo saman. 

Ég fór svo aftur á sólborg eftir að hafa verið hjá lækninum og var svo heppin að ná söngstundinni með hinum krökkunum.  Solla Stirða kom í heimsókn :) Þrátt fyrir að hafa fengið allt brauðið á spítalanum þá vildi ég alveg borða með hinum krökkunum í drekkutímanum.

Mamma náði svo í mig og við fórum að ná í pabba í vinnunna.  Við kíktum í húsgagnahöllina á leiðinni heim en fundum ekkert sætt rúm handa mér, keyptum bara kjöt og annað í krónunni og fórum svo heim.

Eftir matinn þá skriðum við mamma upp í mömmu og pabbarúm til að horfa á söngvaborg í tölvunni svo pabbi gæti horft og heyrt fréttirnar frammi í stofu.  Ég fór svo að sofa um áttaleytið og mamma líka!!! Hún steinsofnaði rétt eftir að ég fór yfir í mitt rúm og hún svaf meira og minna til hálf átta í morgun, alveg eins og ég.  Meira hvað við höfum verið þreytt.  Pabbi sofnaði líka í stólnum frammi í stofu haha og kom inn til mömmu þegar tíufréttirnar byrjuðu í sjónvarpinu.  

Knús frá sæta mér  Víkingi Atla

14. nóvember 2008  Föstudagur

Bæði mamma og pabbi komu með mér á leikskólann í morgun :)  Ég var nú ekkert allt of ánægður því ég fékk ekki að borða heima hjá mér :(  Ég tók þó gleði mína á ný þegar á leikskólann var komið.  Við vorum ekki mörg á Víðistofu í dag vegna veikind.  Ég fór í listaskálann í dag og var það rosalega skemmtilegt.

Mamma og pabbi náðu svo í mig eftir leikskólann, ég var svo ánægður að sjá pabba minn ( langt síðan hann hefur náð í mig ) að ég heilsaði mömmu bara og hljóp svo í fangið á pabba !! fram hjá mömmu haha.

Við mamma keyrðum svo pabba aftur í vinnunna ( innunna eins og ég segi ) þar sem hann var að fara í veislu í vinnunni.  Við mamma fórum svo í búðina til að versla í kvöldmatinn og fórum heim.  Ég fékk að horfa á söngvaborg meðan mamma eldaði spagetti og hakk og svo borðaði ég og fór að sofa kl. átta.  Rosalega stilttur og duglegur.

Kv. Víkingur Atli

15. nóvember 2008  Laugardagur

Ég og mamma vöknuðum kl. hálf átta !  Pabbi kom fram rétt fyrir níu og kl. hálf tíu vorum við komin upp í Hreyfiland.  Við fórum í tíma með Steinunni, Ara og Piu í prufutíma.  Mér fannst voða skemmtilegt, seinni hlutinn skemmtilegri en fyrri hlutinn.  Eftir hreyfiland fórum við í bakarí með Steinunni, Ara og Piu og fengum okkur morgunkaffi.  

Pabbi fór svo að hitta skólahópinn sinn rétt eftir ellefu en við mamma fórum í kringluna að kaupa afmælisgjöf handa Dagný Björt.  Við keyptum Barbapabba bók, litabók og liti og svo var mamma búin að kaupa prjónaða peysu á baby born þegar hún fór á basar kvenfélags Hringsins.  

Við fórum svo heim svo ég gæti fengið lúrinn minn áður en við færum í afmælið.  Pabbi var ekki búinn í skólaverkefninu fyrr en hálf fjögur en þá náðum ég og mamma í hann og fórum svo í afmælið hennar Dagnýjar.  Hún var að halda upp á það að vera orðinn ( reyndar ekki fyrr en á mánudaginn haha ) jafngömul mér ( 2ja ára ).  Rosalega skemmtilegt í afmælinu og ég var rosalega stilttur, fékk smá af súkkulaðiköku og fannst það svakalega gott.  Jájá ég fæ súkkulaðiköku í afmælisveislum en annars er ég ekkert farinn að fá nammi eða svoleiðis hlutum nema í sérstökum tilfellum :) 

Mömmu fannst ég vera orðin dálítið vera dálítið heitur í afmælinu en ég var ekkert að kvarta.  Ég var svo mældur þegar við komum heim og þá var ég kominn með 38,6 í hita :( .  Sýnir bara að ég er ekkert að sýna að ég sé veikur, mamma og pabbi bara farin að þekkja mig því þegar ég verð svona svakalega yfirvegaður þá er ég orðin eitthvað veikur þótt ég sé eldhress :)

Ég sofnaði svo snemma.  Mamma var líka orðin veik, hún var líka með hita og beinverki og fór snemma að sofa.

Kv. Víkingur Atli lasni

16. nóvember 2008  Sunnudagur

Ég vakti pabba í morgun og við vorum saman frammi þar til mamma vaknaði.  Ég hafði sofið vært í nótt ( talaði dálítið upp úr svefni hehe ) en ég var enn með háan hita þegar ég vaknaði í morgun.  Við pabbi höfðum það svo huggulegt saman uppi í sófa.  Horfðum á söngvaborg ( já það er sko uppáhaldið ) og ég sat hjá pabba í sófanum með sængina mína yfir mér og las bók :)

Pabbi fór fljótlega upp úr ellefu í vinnunna að gera skólaverkefni og mamma og ég vorum lasin saman í sófanum.  Mér fannst það ansi spennandi að vera í sófanum með sængina að lesa bækur og horfa á sjónvarpið.  Ég sofnaði upp úr hálf tólf. og svaf í 1-2 tíma.  

Pabbi kom svo heim stuttu eftir þrjú.  

Dagurinn fór svo í það að vera í sófanum, í rúminu hjá mömmu og pabba eða inni í herbergi að leika við pabba.

Ég uppgötvaði símann í dag.  Hingað til hef ég EKKI viljað tala í símann ef einhver hafi verið í hinum endanum á línunni en í dag þá vildi ég alveg tala við þann sem var í símanum.  Ég sagði nú ekki mikið hehe, ég hélt þó uppi samræðum við afa minn og talaði líka aðeins við ömmu Ásu og langafa Benna :)  

Ég fór svo að sofa um átta í kvöld og orðinn dálítið þreyttur eftir daginn og enn með hita :(

Kv. og góða nótt Víkingur Atli

17. nóvember 2008  Mánudagur

Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í , hún á afmæli í dag hún Dagný Björt. Hún á afmæli í dag. 

Veiiiii , 2ja ára er hún frænka mín, til hamingju með daginn.

Ég fór í leikskólann í dag , var orðinn hitalaus.  Fór í sjúkraþjálfun og skemmti mér rosalega vel.  Amma Ása náði í mig í dag í leikskólann því mamma var heima og pabbi í skólanum.  Þegar amma kom var sögustund.  Allir krakkarnir sátu pen í gluggakistunni nema ÉG ! Ég stóð beint fyrir framan bókina haha, svo hinir krakkarnir sáu ekki neitt.  

Ég fór aðeins heim með ömmu og svo komum við ásamt Benna heim.  Mamma hafði soðið lifrarpulsu og svo kom amma með einhvern mat við borðuðum þetta saman þegar pabbi kom heim úr skólanum.  

Ég var svo mældur áður en ég fór að sofa og þá var ég aftur kominn með hita, 38,8°C.  Fór því að sofa og svaf í alla nótt voða góður.

Amma og Benni voru dálítið lengur hjá okkur og þau vorum að spjalla saman og mamma að búa til nokkur kort.

Mamma er komin 15 vikur á leið með litla systkinið mitt í dag.

Kv. Víkingur Atli 

18. nóvember 2008 Þriðjudagur

Ég fékk að vera heima hjá mömmu í dag.  Reyna að ná þessum hita úr mér svona í eitt skipti fyrir öll.  Ég var nú bara ansi sáttur við það.  Ég er sko alveg búin að læra að slaka á !!  Finnst ÆÐISLEGT að fá að sitja í sófanum með sængina mína og horfa á skoppu og skrítlu eða söngvaborg.  Um leið og þátturinn klárast þá segi ég meira, meira og verð rosalega sár ef mamma ætlar að skammta mér sjónvarpstímann !  Mömmu fannst ég horfa aðeins of mikið á sjónvarpið í gær en þar sem henni leið alls ekki sem best sjálfri var látið undan prinsinum.  

Pabbi kom heim í hádeginu og fór með mömmu svo í smá aukaskoðun. Allt reyndist vera gott hjá krílinu þannig að mamma fór sátt heim með þau fyrirmæli að taka því rólega fram að skálholtsferðinni sinni.  Við náðum svo í pabba eftir vinnu og fórum að kaupa jólagjöfina mína :)  Mamma og pabbi heppin að ég er enn svona lítill og skil ekki hvað er í gangi haha því ég var með í að velja rúmið mitt fína og flotta.  Við náðum í seinasta eintakið af rúminu sem mamma og pabbi voru búin að velja fyrir mig.  Alveg eins og rimlarúmið mitt, það var líka seinasta eintakið haha.

Um kvöldið þá komu Margrét Vala, Hrafnhildur og Lóa í skyrtertu og safa og það var kjaftað eitthvað fram á kvöld :)

Ég var bara með 8 kommur þegar ég fór að sofa.  Ég hinsvegar vildi ekkert fara að sofa, það voru gestir og þá er ég alveg í essinu mínu.  Ég sagði loks góða nótt eftir að hafa fengið smá skyr og kjaftað smá við stelpurnar.  

Kv. Víkingur Atli

19. nóvember 2008  Miðvikudagur

Ég fór á leikskólann í morgun enda hitalaus.  Fannst það svakalega spennandi að fara og var viljugur að fara í fötin.  

Pabbi og afi náðu svo í mig í leikskólann.  Afi las fyrir mig sögu og ég vildi sko fara í afabíl heim.  Við fórum samt ekki beint heim heldur náðum við fyrst í rúmið mitt í búðina.  Ég græddi líka lítinn bangsa sem fékk nafnið Teddi, og nú eru það sko 5 bangsarnir sem eru bestu vinir mínir.  Ég á alveg í fullt í fangi með að halda á þeim öllum !  Sem betur fer er ég að fá stærra rúm svo þeir komist allir fyrir og ég líka !!!

Ég hafði engan tíma til að kveðja afa minn því skoppa og skrítla voru byrjaðar í sjónvarpinu og ég dottinn inn í þann þátt ( hmmmmm ætli móður og móðurafagenin skíni ekki þar í gegn hehe ).

Pabbi eldaði rosalega gott svínakjöt í matinn en ég var ekki að borða mikið enda er ég ekkert hrifinn af kjöti.  Á svo erfitt með að borða það, ég var líka með kjöttægjur uppi í mér lengi lengi.

Ég fór svo að sofa upp úr átta orðinn svo þreyttur lítill snúður.

Kv. Víkingur Atli

20. nóvember 2008 Fimmtudagur

Við óskum Hrafnhildi til hamingju með daginn.  Vonandi var hann ánægjulegur og skemmtilegur :)

Ég ´for í leikskólann og var ansi spenntur fyrir því :)  Mamma var heima á fullu að gera sig klára því hún fór í Skálholt´i kvöld í húsmæðrafrí ( hehe skrappferð með 16 öðrum konum, voða skemmtilegt ).

Pabbi náði í mig eftir leikskólann og við komum heim til mömmu.  Mamma var auðvitað svakalega ánægð að sjá okkur.  Pabbi eldaði æðislegt gúllas í kvöldmatinn og ég fór að sofa upp úr átta.  

Mamma fór svo í skálholt upp úr níu ( hún var sótt ) og kemur heim á sunnudaginn.

Kv. Víkingur Atli

21. nóvember 2008  Föstudagur

Ég fór í leikskólann í morgun en pabbi náði svo í mig aftur um hádegið því ég var orðin veikur, svakalega kvefaður !  Við fórum því heim og vorum þar það sem eftir var dagsins.  

Amma Ása kom heim til okkar pabba um kvöldið, hún fór í aptókið fyrir okkur og fékk kvöldmat að launum áður en hún fór í afmæli :)  

Ég talaði svo aðeins við mömmu í símann, ég hlustaði að mestu hehe en sagði hæ og bæ og einstaka já :)

Kv. Víkingur Atli 

22. nóvember 2008 Laugardagur 

Ég svaf í nýja rúminu mínu í nótt, allavegana til fjögur.  Ég sofnaði þar en svo upp úr fjögur þá tók pabbi mig upp í til sín því ég hóstaði svo mikið.  Ég fór svo með pabba til langömmu Inger og langafa Benna í Safamýri í hádeginu þar sem amma Ása tók við mér.  Pabbi var að fara að læra og svo heimsækja Smára vin sinn um kvöldið og ég ætlaði að vera með ömmu Ásu fram á sunnudag.

Ég talaði aðeins við mömmu í símann, alltaf gott að heyra í henni því ég skil ekkert hvar mamma mín er !

Anna María og Benni komu í heimsókn til ömmu og mín um kvöldið og það var partý hjá okkur.  Við dönsuðum öll, mér tókst meira að segja að fá Benna til að dansa með okkur :)  Mjög taktfastur dans, fyrst nokkur stór spor og svo mörg hröð lítil hehe.

Kv. Víkingur Atli

23. nóvember 2008  Sunnudagur

Dagurinn byrjaði snemma hjá pabba.  Mamma hafði hringt í afa Eyda um sex leytið því hún náði ekki í pabba og beðið hann um að ná í sig í Skálholt.  Henni var svo ill í bumbunni sinni !  Afi náði því í pabba, sem betur fer var til lykil heima hjá ömmu og afa af heimilinu okkar þannig að afi gat farið heim til okkar og vakið pabba.  Þeir fóru svo saman í Skálholt til að ná í mömmu og keyðu hana upp á meðgöngudeild Landspítalans ( með smá pissustoppi heima hjá langömmu Pöllu og langafa Jón í Hveragerði ).

Mamma var svo lögð inn á meðgöngudeildina vegna sterks gruns um sýkingu í legi og liggur þar með sýklalyf í æð og verkjalyfjum.  Henni var svo illt í bumbunni að hún átti í erfiðleikum með að hreyfa sig.

Ég hinsvegar svaf til tíu hjá ömmu og var svo heppinn að vera þar en ekki heima svo það varð ekkert rask á mér.  Við amma heimsóttum svo ömmu og afa í Bæjargilinu og amma var lengi í kaffi hjá þeim.  Ég varð svo eftir í Bæjargilinu.  Ég var svo heppin að Dagný kom líka, hún hafði verið í fimleikum með mömmu sinni og pabba :)  

Pabbi náði svo í mig um kvöldið og við fórum heim og sofnuðum báðir um áttaleytið.

Kv. Víkingur Atli

24. nóvember 2008  Mánudagur

Ég var heima hjá pabba í dag vegna mikils kvefs. Við höfðum það huggulegt heima með skoppu og skrítlu og söngvaborg :)  Ég sofnaði svo í nýja rúminu eftir hádegi, ég þarf að læra að sofna þar sjálfur upp á nýtt :) en það mun allt saman koma.

Mömmu líður mun betur í dag, verkirnir eru minni og hún er orðin hitalaus.  Blóðprufurnar sýna líka að sýklalyfið sé að virka þannig að þetta er allt á réttri leið.  

Eftir lúrinn minn fékk ég að fara í smá heimsókn til mömmu.  Ég veit ekki hvort okkar var ánægðari , ég að sjá mömmu eða hún að sjá mig.  Við höfum ekki séð hvort annað síðan á fimmtudagskvöldinu :)  

Ég fór svo með pabba til ömmu og afa í Bæjargilið í mat.

Risaknús og vonandi fær ég mömmu mína heim til mín bráðlega en hún verður auðvitað á spítalanum meðan hún er veik.

Víkingur Atli sætasta músin í bænum.

25. nóvember 2008  Þriðjudagur

Ég var til að byrja með heima hjá pabba í morgun en svo fórum við á leikskólann upp úr tíu.  Pabbi vildi sjá hvernig ég væri með krökkunum og hvernig deildin væri.  Ég saknaði krakkana ógurlega og var ekkert á því að fara heim til mín þegar ég var kominn.  Sagði bara bless við pabba og hélt áfram að leika mér :)  

Pabbi og mamma ( já mamma ) komu svo og sóttu mig upp úr þrjú en mamma fékk að fara heim í dag :)  Sýklalyfið farið að virka vel og mamma orðin verkjaminni.  Ég var svakalega ánægður að sjá hana en ég ætlaði samt ekki heim.  Ég var að leika mér við hús ( eins og Dagný frænka á ) og vildi alls ekki hætta í þessum leik.  Heim fórum við samt.  

Mamma lagðist upp í rúm og ég fór auðvitað með henni , vildi gera ALLT eins og hún :)  Mamma var orðin svo svakalega þreytt eftir heimferðina að hún lagði sig en það fannst mér bara hallærislegt.  Pabbi reddaði þessu og við fórum í búðina saman og keyptum í pizzu og bjuggum til pizzu.  Ég fékk að hjálpa til og mér finnst það svakalega spennandi.  

Amma Ása og Benni komu svo í mat til okkar, fengum þessa góðu pizzu sem við pabbi gerðum saman.

Mamma er komin 16 vikur í dag :)

Kv. Víkingur Atli 

26. nóvember 2008 Miðvikudagur

Mamma kom fram í smá stund til að kveðja okkur pabba og til að taka sýklalyfið, engin smá tafla sem hún þarf að taka.  Ég var alveg sáttur að fara á leikskólann, finnst það alltaf skemmtilegt og spennandi að fara að hitta krakkana.

Pabbi náði svo í mig aftur á leikskólann þegar hann var búinn í vinnunni og við náðum í mömmu.  Fórum og keyptum smá þakklætisgjöf handa afa Eyda fyrir þessa miklu hjálp ( þegar hann náði í mömmu í Skálholt í fljúgandi hálku ).  Við gáfum honum fínan trefil sem hann var mjög ánægður með.  Okkur var boðið í kvöldmat þangað og fórum við svo heim skömmu eftir það.

Mér finnst svakalega spennandi af fara fram úr nýja rúminu mínu en mamma og pabbi fara alltaf með mig mjög þolinmóð upp í rúm aftur og ég samþykki að ég þurfi að fara að sofa svo ég geti farið að hitta alla hina krakkana á leikskólanum daginn eftir.  Loksins sofnaði ég en rosalega finnst mömmu og pabba ég vera sætur þar sem ég birtist skælbrosandi í dyragættinni og segi hæ voða glaður en ég kem ekki fram nema mér sé boðið að koma fram.  Já maður þarf að læra nýja hluti um leið og ég stækka.  Annars er ég voða góður og sef alla nóttina :)

Risaknús Víkingur Atli

27. nóvember 2008  Fimmtudagur

Ég ætlaði sko ekki að fara á fætur í morgun, var engan veginn tilbúinn til þess.  Sofa meira sagði ég bara en þegar ég fór af stað með pabba þá var ég orðinn sáttur.

Mamma var rosalega þreytt í kvöld og hún fór að sofa upp úr átta, hún fór fyrr að sofa en ég !  Meira hef ég ekki að segja í dag :)

 

28. nóvember 2008  Föstudagur

Listaskálinn í dag og ég er að gera svolítið leyndó þar :)  Það stendur allavegana í samskiptabókinni minni hehe.  Foreldrar mínir eru voða spenntir að sjá hvaða leyndó þetta er sem ég er að gera en þau verða að bíða og sjá eins og aðrir :)

Benni frændi náði í mig í leikskólann í dag, hann var á mömmu bíl og ég var voða glaður að sjá hann.  Hann skutlaði mér svo heim og var hjá okkur mömmu í smá stund.  

Við mamma vorum svo að leika okkur aðeins saman þar til við fengum okkur smá kvöldmat, ég fékk hafragraut og banana.

Pabbi kom heim rétt fyirr sjö og fór strax í það að búa til pizzu frá grunni.  Rosalega góð pizza, ég fékk mér helling af henni áður en ég fór að sofa. Ég fór í bað í kvöd ennnnnn mér ofbauð eiginlega frekjuna í honum pabba minum að þvo á mér hárið !!!  Fannst það sko alls ekkert sniðugt.

Kv. Víkingur Atli

29. nóvember 2008  Laugardagur

Ég fór með pabba í Bæjargilið í morgun, leyfðum mömmu að sofa lengur :)  Ég hitti afa minn í smá stund en hann var á leiðinni út þegar við komum og svo vorum við með henni ömmu minni Hósý :)  

Ég borðaði rosalega mikið í hádeginu, áreiðanlega að taka eitthvern vaxtarkipp núna því ég er með svo mikla matarlyst:)  Svaf svo í 2,5 klst og eftir það fórum við í Kringluna og mamma keypti á mig buxur og peysu :)

Kíktum svo í búðina áður en við fórum heim og versluðum í matinn.  

Við vorum með kjúkling , hrísgrjón og bernessósu í matinn og vá hvað ég borðaði mikið og alveg sjálfur :)  Mokaði upp í mig :)

Kv. Víkingur Atli

30. nóvember 2008  Sunnudagur

Nóg að gera hjá mér í dag.

Ég kom labbandi inn til mömmu og pabba kl. átta í morgun og fékk að kúra smá hjá þeim áður en ég vildi fara fram að borða.  Algjör morgunhani og læt sko ekkert plata mig að það sé nótt ennþá því ég var orðinn svangur !

Rétt fyrir ellefu keyrðum við mamma pabba í vinnunna ( hann var að gera verkefni með skólahópnum sínum en ég segi bara vinnunna, miklu einfaldara ) og við mamma  fórum á stúfana til að finna afmælisgjöf handa Benna frænda.  Fórum í blómaval ( keyptum verkfærakassa handa Benna í Húsasmiðjunni )  og ég var alveg heillaður yfir jólasveinunum sem voru þarna sem og fuglunum og fiskunum :)  Fékk að kaupa mér límmiða í gluggann með jólabangsa og er svakalega ánægður með þá.

Fórum í afmælismat til ömmu Ásu.  Benni frændi á afmæli á morgun og hélt amma upp á það fyrir hann. Við fengum aspassúpu í forrétt sem mér fannst mjög góð, lambalæri og meðlæti í aðalrétt ( ég borðaði þó aðallega grændar baunir og gular maísbaunir ) og svo var súkkulaðikaka í desert en þá var ég farin að sofa.  í staðinn fyrir að hafa 25 kerti á kökunni var amma búin að setja 25 w ljósaperu í kökuna sem vakti mikla lukku.

Anna María og amma sýndu okkur Benna, langömmu og langafa myndir frá Frakklandi.  

Pabbi kom heim þegar Benni var að fara að keyra langömmu og langafa heim og Anna María gekk heim ( þau hittust öll á bílaplaninu ).  

Kl. sex fórum við svo í matarklúbbinn til Möggu, Sigurjóns, Brynjars Ásgeirs og Matthildar Söru.  Fengum rosalega góðan mat, lasangna og ís í eftirrétt :)  Mamma og pabbi og ég  vorum alveg pakksödd eftir daginn :)  Við krakkarnir vorum í miklu stuði, ég og Pia María skiptumst aðeins á skoðunum yfir hókus pókus stólnum þannig að það var mikið fjör.  

Ég var svo alveg búinn á því , sem og mamma, þegar við komum heim og ég sofnaði stuttu síðar :)

Kv. Víkingur Atli

1. desember 2008  Mánudagur

Jólamánuðurinn byrjaður :)  Veiii einn af uppáhaldsmánuðum hennar mömmu ;)  

Viljum óska Benna frænda til hamingju með afmælið :) Búinn að ná 1 /4 af öld í aldri hehe.  Jafngamall Rás 2.  Við mamma höfum sungið afmælissönginn fyrir hann 2 sínnum í bílnum í dag, mér til mikillar gleði hehe.

Ég fór í sjúkraþjálfun í dag, borðaði vel og svaf vel.  Mamma náði í mig í dag í leikskólann í dag og náðum svo í pabba í vinnunna áður en við fórum heim.  

Þegar við komum heim þá fór pabbi í að elda kvöldmatinn og við mamma fórum að setja jólabangsalímmiðana í gluggann minn og hengdum upp jóladagatalið.  Mamma gaf mér flott jóladagatal í gær, jólasveinn með myndum.

Mamma kveikti á jóladagatalakertinu og ég lærði orðið kerti.  Mamma sagði að ég ætti að vera rosalega stilltur við matarborðið því það væri kveikt á kertinu.  Ég var líka ansi stilltur við matarborðið og borðaði vel.

Eftir kvöldmatinn í kvöld þá náðum við í jóladagatalið og opnuðum fyrsta gluggann, það var mynd af jólasokk.  Mér fannst þetta ansi spennandi og skrýtið haha.  

Ég fékk að vera í sófanum hjá mömmu og horfa mynd um skjaldbökur og krókódíla og mér fannst það svakalega spennandi.  Var alltaf að spyrja hvað væri í sjónvarpinu.  Í miðjum þætti fannst mér kominn tími til að fara að sofa og mamma fór með mig inn í rúm og las fyrir mig kvöldsöguna.  Ég sofnaði stuttu síðar.

Kv. Víkingur Atli jólaálfur

2. desember 2008  Þriðjudagur

Ég var frekar lítill strákur þegar ég vaknaði í morgun, ekkert hress með lífið en það lagaðist um leið og ég komst á Sólborg og hitti vini mína. Ég fór í leikfimistíma í dag,borðaði ágætlega af pasa í hádeginu og svaf vel.

Þegar ég kom heim fékk cherrios að borða og hjálpaði pabba að búa til sætu kartöflumús og að taka úr uppþvottavélinni, við þurftum þá hvorugir að beygja okkur við það verk hehe.

Eftir matinn náði ég í jóladagatalið og við opnuðum fjölskyldan glugga nr. 2 :)  Þar var mynd af bolta og skopparakringlu, voða sætt og ég ansi spenntur yfir þessu.

Mér gekk hálf erfiðlega að sofna í kvöld, kom fram allavegana 3 , alltaf jafn montinn og glaður og alltaf jafn hissa þegar mamma eða pabbi fóru aftur með mig upp í rúm.  Ég sofnaði þó að lokum.

Mamma hefur náð 17 vikum í dag og henni líður nokkuð vel :)  

Ef þið viljið sjá jóladagskránna á leikskólanum mínum þá er hægt að fara inn áheimasíðuna þeirra og þar er hægt að lesa allt um það.

Kv. Víkingur Atli

3. desember 2008  Miðvikudagur

Ég hertók rúmið þeirra mömmu og pabba í nótt.  Mamma greyið svaf á kantinum og var ósköp tuskuleg í morgun þegar við vöknuðum en ég var aftur á móti hinn hressasti.

Mamma og pabbi skutluðu mér á leikskólann og mamma skutlaði svo pabba í vinnunna áður en hún fór í mæðraskoðun.  Skoðunin kom vel út :)  Blóðþrýstingurinn í lægri kantinum en hjartsláttur litla krílisins góður og allt annað kom vel út.   Mamma má byrja í meðgöngusundinu veiiii en annars á hún bara að halda áfram að taka því rólega , hún má samt alveg gera það sem hún treystir sér til svo lengi sem hún er ekki þreytt eða illa fyrirkölluð.

Mamma náði svo í mig í leikskólann í dag eftir að hafa heimsótt Möggu, Sigurjón og Matthildi, Brynjar var enn í leikskólanum sínum.  Við náðum svo í pabba saman og skruppum aðeins í kringluna að jólast aðeins :)  Hittum þar Kristínu Nönnu og Tomma og ég pikkaðis strax upp nafnið Tommi og sagði það aftur og aftur í gær :)  Núna hermi ég á fullu eftir því sem ég heyri.  Inni í einni búðinni var ég voða mikið að skoða en fékk að vita að ég mætti ekki taka og eftir það sagði ég , Neiiiiii taka ! neiiiiii taka !  Í byggt og búið þá heillaðist ég alveg af öllum ljósaseríunum og sagði aftur og aftur hátt og skýrt Váááááá váááá.  Ég vildi líka prófa alla bílana sem standa á ganginum í kringlunni, sem betur fer uni ég mér vel að sitja í þeim í smá stund.  Ég veit sko ekki að það er hægt að láta þá hreyfast haha.

Fengum okkur slátur og sæta kartöflumús í kvöldmatinn og rétt áður en ég fór í náttfötin þá opnuðum við jóladagatalið.  Ég veit sko alveg hvað við erum að fara að gera þegar ég er spurður hvort við eigum að opna það.  Í dag fékk ég mynd af snjókarli.

Pabbi las svo sögu fyrir mig áður en ég fór að sofa.

Kv. Víkingur Atli

4. desember 2008  Fimmtudagur

Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag, hún á afmæli hún Anna María, hún á afmæli í dag :)  Til hamingju með daginn kæra frænka.

Við vorum í seinna lagi í leikskólanum í dag.  Við mamma skutluðum pabba fyrst í vinnunna og svo kom mamma með mér í leikskólann í piparkökubakstur :)  Mér fannst þetta ansi spennandi en þolinmæðin er ekki mikil hjá mér hehe.  Nokkrar kökur og þá var ég búinn, helst vildi ég vera að stafla piparkökumótunum upp :)

Mamma gleymdi alveg að segja frá stóru fréttunum :)  Ég er sko hættur að sofa í vagninum mínum á leikskólanum og farinn að sofa inni með hinum krökkunum.  Í gær tók það mig um hálftíma að sofna en í dag mun skemmri tíma.  Ég borðaði líka sæmilega í hádeginu.

Mamma náði svo í mig í leikskólann og við fórum aðeins að jólast áður en við náðum í pabba, keyptum 1 jólagjöf og skoðuðum jólasveina og jólaljós og svoleiðis hluti.  Mér finnst þetta allt saman svakalega fallegt og flott :)  og segi alveg óhræddur frá því.

Þegar við vorum búin að ná í pabba kíktum við til ömmu og afa í Bæjargilið í smá stund áður en við fórum á jólahlaðborð hjá Stómasamtökunum.  Ég vakti mikla lukku þarna þar sem ég gekk um með hendur fyrir aftan bak og talaði við fólkið.  Kvaddi svo alla vel og vandlega þegar við pabbi fórum heim en mamma varð eftir og fékk far heim seinna um kvöldið.  Takk kærlega fyrir mig :)  

Það tók mig 15 mín í kvöld að sofna.

Knús Víkingur Atli

5. desember 2008  Föstudagur

Í dag eiga langamma Inger og langafi Benni brúðkaupsafmæli, minnir að það séu 57 ár ( vona að ég sé að fara rétt með ).  Við óskum þeim til hamingju með daginn.

ÉG vakti mömmu og pabba í morgun, fannst þau hafa sofið nóg haha en klukkan var nú bara sex þannig að við sváfum aðeins lengur.

Pabbi og ég gleymdum alveg að opna jóladagatalið í gærkvöldi áður en ég fór að sofa þannig að ég opnaði dag nr. 4 áður en ég fór á leikskólann og fékk mynd af trommu :)

Mamma og pabbi keyrðu mig í leikskólann en mamma kom svo aftur um hálf ellefu.  Þessa vikuna var foreldrum okkar á Víðistofu leyft að koma og fylgjast með okkur.  Mamma kom og var með mér í listaskála ásamt Ármanni, Úlfi, Degi og mömmu hans.  Við vorum að gera jólasvein eða byrjuðum á honum :)  Mér fannst nú alveg tilvalið að leyfa mömmu að spreyta sig hehe, til hvers var hún annars komin - hélt hún að hún ætti að horfa á !!

Pabbi kom svo í heimsókn seinni part dagsins og við vorum að spila bingó saman og púsla :)  

Nú er ég ekki lengur með vagninn minn á leikskólanum enda er ég farinn að sofa svo vel inni með hinum krökkunum og það tekur alltaf styttri og styttri tíma fyrir mig að sofna ( alveg eins og á kvöldin ).  

Við fórum bara beint heim eftir að hafa náð í pabba í vinnunna.  Keyptum okkur ostapizzu í kvöldmatinn og svo höfðum við það huggulegt heima hjá okkur.  Ég opnaði jóladagatalið og fékk mynd af skipi :)

Kveðja Víkingur Atli

6. desember 2008  Laugardagur

Pabbi fór í fótboltaæfingu í morgun og við mamma vorum heim að hafa það huggulegt :)  Pabbi náði svo í okkur og keyrði okkur til langömmu Inger og langafa Benna.  Þar hittum við ömmu Ásu.  Við vorum þarna og fengum rúnstykki, spiluðum á píanóið, sungum jólalög og skoðuðum alla jólasveinana sem eru heima hjá langömmu og langafa.  

Við pabbi fórum svo saman heim en mamma fór með ömmu á tónleika í fríkirkjunni.  Hlustuðum á kvennakórinn Ym frá Akranesi og svo kórinn Mánakórinn en Þórir, maðurinn hennar Hönnu Karenar ( vinkonu ömmu Ásu ) er að syngja í kórnum ( meira að segja einsöng).  Svo fengum við okkur kaffi í safnaðarheimili Fríkirkjunnar.  Amma kom svo með mömmu heim og fékk lifrapulsu og hrísgrjónagraut með okkur að borða.  Hún var svo hjá okkur þar til ég fór að sofa.

Ég fékk að opna glugga nr. 6 í dagatalinu og það var lúður :)

Kv. Víkingur Atli 

7. desember 2008  Sunnudagur Annar í aðventu

Ég vakti mömmu og pabba allt of snemma í morgun ( að þeirra mati) , það var kominn morgun og tími til að fá sér að borða !  Mamma fór með mig fram og við leyfðum pabba að sofa lengur.  Rétt fyrir ellefu fórum við svo af stað, pabbi var að fara að hitta skólahópinn sinn og við mamma keyrðum hann svo við hefðum bílinn í dag.

Kíktum í 2 búðir en fundum ekki það sem við vorum að leita að og þá var líka kominn tími fyrir mig að fara að fá mér lúrinn minn.  Mamma var svo góð að leyfa mér að sofa í hennar rúmi og ég svaf lengi lengi þar í dag.  Mamma svaf líka í smá stund með mér :)  áður en hún fór fram að reyna að laga aðeins til svo hún geti farið að gera jólalegt hjá okkur.  Gengur eitthvað hægt hjá okkur enda hefur hún ekki mikla orku þessa dagana.

Við náðum svo í pabba heim til langömmu Inger og langafa Benna. Benni frændi var með honum og við fórum í afmæli til Önnu Maríu frænku.  Ég held að Anna María hafi aldrei svitnað jafn mikið í afmælinu sínu haha.  Ég lét hana sko hlaupa og hlaupa, setjast á gólfið og standa strax upp aftur ( margendurtekið og hún hlýddi mér alltaf :)  ). 

Ég fór svo heim með ömmu Ásu og fékk að sofa þar í nótt.  Mamma og pabbi fóru í leikhús.  Þau fóru að sjá Skugga-Svein hjá leikfélagi Kópavogs.  Ansi skemmtilegt.  

Kv. Víkingur Atli

8. desember 2008  Mánudagur 16 dagar til jóla.

Ég svaf hjá ömmu Ásu í nótt og hún fór með mig á leikskólann :) Ég hitti svo mömmu seinna um morguninn þegar ég fór með leikskólanum í Háteigskirkju.  Mér fannst nú óþarfi að hlusta voða vel á prestinn, vildi helst vera að skoða kirkjuna og ganga aðeins um gangana.  Ég var samt voða stilltur og sat stundum hjá mömmu minni og hlustaði.  Eftir jólasöguna þá fengum við að skoða jesúbarnið ( styttur ) en ég hafði aðaláhugann á asnanum hahaha.  Ég fór svo í leikskólann með rútinni , það var ansi spennandi :)

Mamma náði svo í mig eftir leikskólann og við náðum í pabba.  Við keyptum okkur svo fisk á leiðinni heim en ég var alveg ákveðinn í því að fara beint heim !

Ég fór í bað í kvöld og það var svakalega skemmtilegt haha.  Ég vildi svo ekki fara að sofa en var rosalega þreyttur en sofna vildi ég ekki.  Ég sofnaði þó á endanum.

Ég opnaði 2 glugga í jóladagatalinu í dag, glugga nr. 7 því ég svaf hjá ömmu Ásu og opnaði hann ekki í gær og fékk litla sæta kisu og svo glugga nr. 8 og fékk eplakörfu :)

Kv. Víkingur Atli 

9. desember 2008  Þriðjudagur  15 dagar til jóla

2 ár síðan ég var skírður :)  

Ég fór með pabba í leikskólann i morgun, mamma var svo þreytt að hún ákvað að vera heima í dag.  Hún notaði tímann líka vel og þvoði helling af þvotti og bakaði misheppnaðar marengstoppa ( sem eru alveg ætilegir haha ).

Í dag var íþróttadagur í leikskólanum, ég borðaði sæmilega í hádeginu og svaf í 1,5 tíma.  Lífið er einfaldlega of skemmtilegt til að vera eyða tímanum í svefn og mat.

Eftir leikskólann náðum við pabbi í mömmu heim og við fórum að versla í matinn.  Ísskápurinn okkar varð agalega ángæður enda var hann orðinn ansi tómur :)  Við heimsóttum svo ömmu Hósý og afa Eyda og borðuðum með þeim kvöldmat.  Axel, Hildur og Dagný komu í heimsókn og ég hitti líka Bjarka og Eydísi.  Rosalega gaman hjá okkur.

Við komum ansi seint heim í kvöld og ég fór beint að sofa. Ég opnaði samt jóladagatalið áður en ég fór að sofa og fékk að opna glugga nr. 9 og í honum var mynd af 2 kertum.  Ég hef þekkt næstum því allt sem er á myndunum með nafni, rosalega duglegur.   Mamma las fyrir mig kvöldsöguna og ég var fljótur að fara að sofa.

Mamma er búin að ná 18 vikum í meðgöngunni í dag og pabbi fékk að finna fyrir litla krílinu í maganum hennar mömmu.  Það sparkaði aðeins þannig að pabbi fann og svo var það eitthvað að hnoðast stuttu eftir að mamma hafði drukkið appelsínusafa :)  Voða mikil læti hehe.

Kv. Víkingur Atli

10. desember 2008  Miðvikudagur

Mamma og pabbi fóru með mér í leikskólann.  Þau báðu Fjólu að koma því til skila að framvegis myndi ég ekki sofa lengur en til 14 á daginn.  Ef ég sef mikið lengur kemur það niður á nætursvefninum mínum.  Ég var svo vakin kl. 14 hehe.  Borðaði sæmilega af súpu og bollum í hádeginu.

Mamma byrjaði í meðgöngusundinu í dag, loksins komst hún af stað :)  

Mamma náði svo í mig eftir leikskólann og við fórum að ná í pabba, ég hlakkaði mikið til að ná í hann og sjá hann.  Talaði mikið um hann á leiðinni ásamt því að syngja jólalög með mömmu. Við fórum svo beint heim og ég hjálpaði pabba að búa til pizzu, mér finnst það svakalega skemmtilegt. 

Pabbi las svo sögu fyrir mig áður en ég fór að sofa.

Í jóladagatalinu í dag fékk dúkkumynd :)

Kv. Víkingur Atli

11. desember 2008  Fimmtudagur 13 dagar til jóla

Ég er aftur farinn að sofa alla nóttina í mínum rúmi ( mamma er ekkert smá fegin því það að liggja upp á rönd var farið að fara illa með bakið hennar ).  Ég kem núna um hálf átta inn í herbergi til mömmu og pabba og vek þau.  Segi við mömmu sem vaknar við sæta fótatakið mitt að ég sé kominn og hún lyftir mér upp i rúm og leyfir mér að kúra þar í smá stund þar til ég vek pabba minn með því að klappa honum voða blítt og ég segi voða sætt við hann " pabbi, babbi, babbi ,  babbi , fram , borða ".  Mamma fór með mig í morgun fram að borða svo pabbi gæti klætt sig og fengið sér að borða.  Mamma ætlaði að vera eftir heima því hún var dálítið slöpp.  Ekkert alvarlegt, bara hálsbólga og slappelsi.  Við pabbi fórum því saman i leikskólann.

Ég borðaði vel í hádeginu og svaf í 1,5 tíma.  Í dag var haldin jólahelgistund í salnum á táknmáli.  

Ég var rosalega glaður að sjá mömmu mína þegar við pabbi komum heim úr leikskólanum í dag ( pabbi var auvitað í vinnunni í dag en ekki á leikskólanum mínum haha ).  Við fengum okkur egg, brauð með kæfu eða brauð með síld í kvöldmatinn.  

Pabbi fór svo um sjöleytið að hitta skólahópinn sinn.  Benni frændi kom til okkar með myndavélina sína og tók nokkrar jólakortamyndir af mér.  Mamma þarf að fara í gegnum þær í dag til að ath. hvort það þurfi að taka fleiri myndir af mér eða hvort það leynist einhver góð þarna inn á milli.

Ég fékk lítinn engil í jóladagatalinu mínu en ég var alveg á því að þetta væri bíbi haha.  Tók ekki annað í mál.

Mamma las svo fyrir mig sögu en það tók mig langan tíma að fara að sofa, ég þurfti svo að róa mig niður fyrst.

Ég mundi auðvitað eftir því að setja skóinn út í glugga því Stekkjastaur kemur í nótt og hver veit hvað hann mun gefa mér í skóinn.  

Kv .Víkingur Atli

12. desember 2008  Föstudagur 12 dagar til jóla

Ég var alveg rosalega hissa í morgun þegar ég leit í skóinn minn með pabba.  Stekkjastaur hugsar um tennurnar mínar :) og ótrúlegt þá hitti hann naglann á höfuðið og gaf mér Ástríks tannkrem.  Ég heppinn !! því tannkremið mitt var akkúrat búið.  Ég var himinlifandi með tannkremið , vildi þó ekki nota það hehe, ég hélt á því þar til við pabbi fórum af stað í leikskólann.  

Ég var duglegur í leikskólanum, kláraði jólasveininn sem við mamma byrjuðum á fyrir viku síðan og Drífa sagði að hann væri glæsilegur :)  Ég borðaði svo vel í hádeginu , við fengum pizzu sem er uppáhaldið mitt og ég svaf ágætlega.

Pabbi náði svo í mig og við fórum heim.  Mamma var þá tilbúin því pabbi var að fara í veislu og við mamma skutluðum honum niður í vinnu aftur.  Meðan pabbi var í veisunni fórum við mamma í kringluna að skoða jólagjafir.  Hittum Fjólu sem vinnur á deildinni minni og ég var ansi ánægður að sjá hana :)  

Við náðum svo í pabba og fórum heim :) 

Mamma las fyrir mig sögu en ég hafði lítinn áhuga á því að heyra hana , var aðeins of upptrektur til að liggja kjurr.  

Mamma hefur náð 4 mánuðum í dag :)

Kv. Víkingur Atli

13. desember 2008  Laugardagur 11 dagar til jóla

Giljagaur var æðislegur og lét mig fá flotta bók með bóbó bangsa í leikskólanum.  Ég var ansi hrifinn af henni og er í því að skoða hana.

Afi Eydi hringdi þegar við vorum að gera okkur klár til að skutla pabba í vinnunna í morgun.  Hann bauð mér að koma með sér og ömmu í Heiðmörkina að velja sér jólatré.  Afi hitti okkur svo niðri í vinnu hjá pabba og ég fór með honum :)  Mjög spenntur.

Mamma notaði tækifærið til að reyna að finna föt á sig fyrir jólin og ætli hún hafi ekki ofreynt sig aðeins í kringlunni.  Hún varð allavegana aðeins of þreytt og litla krílið lét hana finna fyrir sér.  Hún náði í Önnu Maríu og hún, amma Ása, pabbi fóru til langömmu og langafa í hádegiskaffið.

Ég og Dagný Björt vorum saman heima hjá ömmu og afa.  Við fórum með þeim ásamt Axel og Eydísi að velja jólatré en fundum ekkert.  Við vorum orðin ansi þreytt þannig að við við sofnuðum í smá stund í bílnum og misstum því af jólatrésvalinu en kannski sem betur fer því það var rosalega kalt úti.  Eftir þetta fórum við heim til ömu og afa, bökuðum belgískar vöfflur og höfðum það gott saman.  

Mamma og pabba komu svo til mín um fimmleytið og við borðuðum með ömmu, afa, Eydísi, Bjarka og Dagný.  Ég fór svo heim með mömmu um hálf átta og ég var alveg úrvinda og sofnaði á leiðinni heim.  Mamma kom mér heim og háttaði mig og setti mig í rúmið.  Ég var of þreyttur til að hlusta á sögu þannig að mamma sat bara hjá mér þar til ég sofnaði sem tók innan við 10 mín.  

Pabbi varð eftir hjá afa og ömmu til að horfa á fótboltaleik.

Knús Víkingur Atli

14. desember 2008  Sunnudagur, þriðji í aðventu :)

Stúfur gaf mér teiknimynd í skóinn um vélmenni.

Við fórum á mömmuhitting heima hjá Elísu Dimmey, Birnu og Sverri.  Rosalega langt síðan við höfum komist seinast þannig að allir krakkarnir voru orðnir rosa stórir :) eins og ég , nema flestir stærri hehe.  Mjög skemmtilegt að hitta alla krakkana, foreldrana og litlu börnin sem eru búin að bætast í hópinn.

Við keyrðum svo pabba í vinnunna en hann er á fullu að klára verkefnið sem hann og hópurinn hans á að skila af ser á morgun og kynna í skólanum.  Við mamma fórum svo bara heim og ég fór að sofa og svaf heillengi.

Þegar við vorum búin að ná í pabba fórum við heim til ömmu Ásu þar sem við fengum mjög góðan kvöldmat og vorum heima hjá henni þar til við fórum heim og ég í rúmið.

Kv. Víkingur Atli

15. desember 2008  Mánudagur 9 dagar til jóla

Við viljum óska Axel frænda til hamingju með daginn en hann á afmæli í dag :)

Stúfur gaf mér jólasvala og mandarínu og ég var rosalega ánægður.  Vildi drekka jólasvalann strax en geymdi mandarínuna þar til seinna um daginn.

Ég vaknaði kl. þrjú í nótt og hóstaði á mínútu fresti til sex en þá gat ég loksins sofnað aftur.  Við mamma sváfum til tíu enda mjög þreytt.  Pabbi greyið þurfti að fara til að geta klárað verkefnið sitt en hann er búinn í dag þannig að þá getur hann farið að jólast með okkur og slappað aðeins af.

Ég var svo heima með mömu í dag, kominn með heilmikið kvef en hóstinn aðeins betri.  Við vorum að jólast aðeins hérna heima, bökuðum smákökur og svo var ég í því að dunda mér við að púsla og leika mér. 

Pabbi kom heim í smá stund í dag til að klæða sig í sparifötin því hann var að fara að kynna verkefnið sitt.  Ég sakna hans svakalega mikið en bráðum þá fer nú að hægjast um hjá honum og ég fæ meiri tíma með honum.

Ég sofnaði seint í dag og svaf lengi í mömmu og pabba rúmi en ég var líka mjög þreyttur snúður með kvef.

Í kvöld svæfði mamma mig og pabbi í þeirra rúmmi.  Mamma sofnaði svo með mér hehe og hún vaknaði þegar pabbi færði mig yfir í mitt rúm.

Kv. Víkingur Atli

16. desember 2008  Þriðjudagur 8 dagar til jóla

Við mamma vöknuðum með pabba, rétttara sagt þá vakti ég mömmu og pabba og fór fram með pabba og mamma kom fram stuttu seinna.  Ég var heima með mömmu í dag.

Þvörusleikir kom til mín í nótt og gaf mér kókómjólk og rúsínupakka og var ég mjög ánægður með þessa gjöf.

Við mamma höfðum það mjög huggulegt í dag, ég er orðin ansi duglegur að dunda mér sjálfur inni í herbergi og fer þangað af sjálfsdáðum :)

Ég er búinn að læra að segja nafnið mitt , Víkingur Atli = ví-íu ali  og er mjög stoltur af því en segi það nú ekki eftir pöntun.

Ég talaði aðeins við Önnu Maríu frænku og líka við ömmu Ásu í dag í símann.  Ætlaði nú ekki að sleppa ömmu úr símanum og hljóp með simann inn í herbergi þegar mamma sagði mér að segja bless við ömmu hehe.

Við buðum Dagný, Hildi og Axel í kvöldmat, pabbi bjó til pizzu handa okkur , nammi namm.  Við Dagný fórum á kostum haha, espuðum hvort annað þvílíkt upp og vorum orðnir algjörir grallarar.  Við fórum svo með þeim í Garðheim og keyptum okkur jólatré.  Rosalega spennandi.  Við komum því ansi seint heim og ég fór strax að sofa :)

Mamma er komin 19 vikur í dag og hefur það ágætt svo lengi sem hún gerir ekki mikið :)

Kv. Víkingur Atli

17. desember 2008  Miðvikudagur 7dagar til jóla

Jólasveinninn var ansi góður við mig í morgun, hann gaf mér endurskinsmerki til að hafa á höndunum :)  Fínt núna þegar það er svo mikið myrkur úti.

Pabbi fór með mig á leikskólann en mamma sótti mig á leikskólann.  Ég kom heim með jólapakkann frá mér til mömmu og pabba og líka jólasveininn sem ég hef verið að gera í listaskálanum.

Ég svaf ekki lengi í dag, um klst og var því rosalega þreyttur þegar ég kom heim.  Ég borðaði þó sæmilega í hádeginu.

Kv. Víkingur Atli

18. desember 2008  Fimmtudagur 6 dagar til jóla

Jólasveinninn gaf mér styttu af Pottaskefli , heppilegt því mamma er einmitt að safna þeim fyrir mig :) hehe

Við sváfum yfir okkur í morgun, ég hóstaði svo mikið í nótt en hætti því svo snarlega þegar ég fékk pústið mitt.  Þar af leiðandi vorum við öll frekar þreytt eftir nóttina.  Ég var klæddur og borðaði á milljón svo ég kæmist á leikskólann á réttum tíma.  Víð strákarnir á Víðistofu vorum nefnilega að fara í göngutúr upp í öskjuhlíð með vasaljós í morgun til að hitta jólasvein og mamma og pabbi vildu alls ekki að ég myndi missa af því.  Ég náði að komast með, strákarnir voru að mynda röð við hliðið þegar ég kom og Elsa tók við mér.  Þetta var nú samt eitthvað skrítið fannst mér því ég fór ekki inn og úr fötunum strax eins og venjan er, ég jafnaði mig þó fljótt :)

Þegar við komum heim aftur til mömmu þá fórum við út að versla og heimsóttum ömmu og afa í Bæjargilinu.  Við vorum svo heppin að hitta Eydísi og fengum að borða hjá þeim.  

Ég opnaði svo dagatalið þegar við komum heim, átti eftir að opna 3 glugga, búið að vera svo mikið að gera hjá mér seinustu daga að það hefur ekki gefist tími til að opna glugga áður en ég fór að sofa.

Góða nótt Víkingur Atli

19. desember 2008  Föstudagur 5 DAGAR TIL JÓLA

Mikið búið að gerast hjá fjölskyldunni okkar í dag :)  Mamma byrjaði að á því að skutla pabba í vinnunna og svo mér í leikskólann.  Ég var nú ekki alveg á því að sleppa takinu af mömmu minni í dag en Hafdís tók mig til sín og við fórum að skoða eitthvað skemmtilegt og mamma gat skotist út á meðan.  Hún fór þá að ná i pabba og þau brunuðu í 20 vikna sónarinn.  Hildur læknir var að skoða mömmu og litla systkinið mitt lýtur ljómandi vel út :)  Var nú ekki alveg á því að sýna andlitið sitt og grúfði höfðinu alltaf undir stómasvæðið þannig að mamma þarf að að fara aftur í sónar á mánudaginn til hennar Huldu lækni.  

Lækninum leist nú samt ekki á að mamma sé búin að vera með þessa þrýstingsverki og hálfasamdrætti þannig að hún var send í mæðraskoðun.  Tekin voru allskonar sýni og hún fær líklegast að vita niðurstöðurnar úr þeim á mánudaginn en þangað til á hún að vera ekki mikið að vera í búðunum og taka því mjög rólega, varast allt sem kallar á að standa eða vera mikið á ferðinni.  Hún má nú samt alveg fara í heimsóknir og svoleiðis, bara hlusta á líkama sinn og hvíla sig vel.

Eftir sónarinn þá bauð pabbi mömmu í hádegismat í vinnunni sinni og síðan kom mamma til mín í leikskólann ásamt Eydísi frænku.  Þær voru með mér á jólaballinu í leikskólanum.  Ég vildi bara vera í fanginu á mömmu og Eydís var mjög dugleg að taka myndir, þurfum að fá myndirnar hjá henni bráðlega :) Það komu 3 jólasveinar, Stekkjastaur sem talaði bara táknmál, stúfur og Hurðaskellir.  Þeir gáfu okkur krökkunum voða fallegt jólaskraut sem ég er mjög ánægður með.  Pabbi kom til okkar eftir ballið og fékk sér kakó og kökur með okkur.

Eftir jólaballið var haldið í allskonar stúss og heimsóttum við ömmu Ásu í smá stund.  Héldum svo í Bæjargilið í smá stund og svo heim til okkar.  Pabbi eldaði grjónagraut og svo fór ég að sofa.

Góða nótt Víkingur Atli

20. desember 2008  Laugardagur 4 dagar til jóla

Ég vaknaði og dró pabba með mér á fætur.  Karlinn var nú ekki að nenna þessu en ég gaf mig ekki, á labbir skildi hann fara og gefa mér að borða.

Við fórum svo öll þrjú aðeins niður á tjörn að skoða bíbi, fullt af fuglum þarna og mér fannst mjög skemmtilegt að ganga þarna um og skoða alla fuglana.  Hittum Önnu Maríu og hún kom með okkur til langömmu og langafa.  Við hittum ömmu Ásu þar.  

Við komum svo heim og ég sofnaði eftir langan tíma.  

Rétt fyrir sex fórum við svo heim til ömmu Ásu og náðum í ferðarúmið, og svo heim til Önnu Maríu þar sem ég fæ að sofa í nótt.  Mamma og pabbi fórum ásamt Benna frænda og fengu sér pizzu áður en þau fóru heim.

Góða nótt Víkingur Atli

21. desember 2008  Sunnudagur 4 í aðventu , 3 dagar til jóla

Ég vaknaði seint hjá Önnu Maríu og hún náði að lokka mig til að lúra aðeins lengur.  Aldrei vill ég gera það heima hjá mér hehe þá er bara rise and shine !!

Pabbi náði í mig og hjálpaði Önnu Maríu að bera ísskáp fyrir hana ásamt Benna frænda.  Við komum svo heim og ég lagði mig og pabbi líka :)

Ég er sko ekki sáttur núna, pabbi setti jólatréið í baðkarið okkar, ég vill ekki hafa það þar.  

Eftir lúrinn minn fór ég aðeins með pabba í kringluna.  Þar hitti ég jólasvein sem gaf mér nammi.  Mér fannst það ansi merkilegt og bað um meira haha.

Kv. Víkingur Atli

22. desember 2008  Mánudagur 2 dagar til jóla

Mamma og pabbi skutluðu mér á leikskólann í morgun.  Ég var dálítið þreyttur því ég hafði farið allt of seint að sofa í gærkvöldi.  Ég mætti samt ekki fyrr en um níu, fékk skyr frá jólasveininum og borðaði það í morgunmatinn.  Mjög gott.

Mamma og pabbi fóru svo í sónarinn.  Hulda læknir var núna með mömmu.  Hún sá höfuðið voða vel núna og andlitið og allt lítur voðalega vel út.  Svo bað mamma hana um að kyngreina litla barnið , staðfersta það sem Hildur læknir hafði sagt :)  Það gekk hálferfiðlega því litla barnið hafði sest niður og vildi ekkert hreifa sig þaðan en Hulda var mjög róleg.  Skoðaði barnið bara betur í framan og sá að varirnar voru heilar og sá líka lítið sætt eyra og að hakan virðist ekki vera svona innstæð eins og hún var hjá mér.  Svo gat hún séð kynið en það var ekki sama kyn og Hildur hafði sagt á föstudaginn haha.  Mamma, pabbi og Hulda gátu ekki annað en hlegið enda er mömmu og pabba alveg sama hvort kynið það er, bara gaman að þessu.  Hildur hafði sagt á föstudaginn að ég ætti von á lítilli systur en Hulda sagði núna að ég ætti von á litlum bróður.  Til að vera alveg viss þá kallaði Hulda inn eina ljósmóður sem er ansi klár í þessari kyngreiningu.  Þá var litla barnið búið að snúa sér aðeins og sýndi djásnin sín vel og greinilega, alveg eins og ég hafði gert á sínum tíma haha.  Já ég á von á litlum bróður.  Þannig að skýið sem mamma og pabbi svífa á um þessa dagana hefur breytt um lit hehe.

Mamma og pabbi fóru svo aðeins að jólast áður en þau hittu Rannveigu og Hrafnhildi vinkonur mömmu í hádeginu og svo fór mamma heim að hvíla sig og laga til heima.

Pabbi setti upp jólatréið þannig að það bíður mín bara til að skreyta það og gera fínt.  Síðan fór hann að jólast aðeins meir í búðunum áður en hann sótti mig.

Ég fór með pabba að ná í nokkrar jólagjafir og heimsóttum svo ömmu og afa í Bæjargili áður en ég fór til ömmu Ásu þar sem ég ætla að vera í nótt.  

Kv. Víkingur Atli

23. desember 2008  Þriðjudagur, Þorláksmessa , 1 dagur í jólin

Ég vaknaði um hálf níu hjá ömmu Ásu og við höfðum það gott þar til hún skutlaði mér á leikskólann.  Þar hafði ég það gott þar til pabbi náði í mig um tvöleytið.  Við náðum í mömmu sem hafði farið að gera sig fína og náðum í smá að borða og fórum heim til ömmu Ásu.  Þar vorum við pabbi meðan mamma fór og reddaði seinustu jólagjöfunum.  Ég hjálpaði ömmu að skreyta jólatréið og pabbi hjálpaði ömmu að setja fyllingu innan í endurnar sem verða í matinn á morgun.

Þegar við komum heim fór pabbi í að elda saltfiskinn og við mamma að skreyta jólatréið.  Það er orðið ansi fínt hjá okkur.  

Ég fór að sofa en mamma ætlar að pakka inn jólagjöfunum áður en hún fer að sofa.

Kv. Víkingur Atli jólasveinn

24. desember 2008  Miðvkudagur Aðfangadagur :) 

Jólin byrja í kvöld

Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag, hann á afmæli hann langafi , hann á afmæli í dag.  

Einnig viljum við óska langömmu Pöllu og langafa Jóni til hamingju með 55 ára brúðkaupsafmælið þeirra.

Jólasveinninn var extra gjafmildur í morgun.  Hann gaf mig sjálfan sig, lítinn prjónaðan jólasveinn, svarta sokka ( heppinn ég , þá get ég verið í þeim í kvöld ) og vasaljós :)

Ég vakti mömmu og pabba kl. níu og við drifum okkur fram að fá okkur og borða og vorum komin heim til langömmu og langafa í Safamýri.  Amma Ása, Benni og Anna María komu þangað líka.  Við ætluðum saman í smá kirkjugarðarúnt.  Afi Benni kom með okkur í bíl en þau hin fóru saman í bíl og við byrjuðum á að fara í Fossvogskirkjugarð.  Þar heimsóttum við hann Benedikt Bjarna litla, son hennar Önnu Maríu, sem liggur hjá langalangafa mín honum Sigurði og langalangömmu minni henni Ásu ( foreldrum hans afa Benna ).  Við settum niður kerti og jólaskreytingar og fórum með bæn.  Næst þá fórum við í Garðakirkjugarð og heimsóttum stóru systur mínar.  Mamma og pabbi höfðu tekið með sér neðstu greinarnar af jólatrénu okkar svo þær fengu jólatreið okkar til sín.  Það var svo svakalega hvasst hjá þeim Alexöndru Rós og Sigurrósu Elísu að það var ekki hægt að setja kerti hjá þeim.  Amma setti þó litla lukt með díóðukerti.  Þessi jólaferð til systra minna tekur alltaf svolítið á því mamma og pabbi sakna þeirra gríðarlega en þau vita að þeim líður vel þar sem þær eru, umvafin ást og væntumþykju ættingja okkar allra.

Við hittum Tomma , bróður hans Nonna afa, í kirkjugarðinum.  Við fórum svo í smá kaffisopa til ömmu og afa í  Bæjargilinu og tókum afa Benna með okkur.  Þar hittum við hann Palla frænda minn.  Við fengum kaffi ( mamma fékk kakó og ég mjók ) og svo bauð amma Hósý upp á sauðakjöt frá afa Jóni.  Við komum svo við hjá Þorvarði frænda og Kristjönu kærustunni hans sem býr við hliðin á afa og ömmu og létum þau fá jólakortið frá okkur.

Þegar við komum heim fór ég að sofa ásamt mömmu og svo var það jólabaðið og gerðum okkur klár til að fara heim til ömmu Ásu.  

Við fengum rosalega góðan mat hjá ömmu Ásu.  Anna María var þarna, amma Inger, afi Benni og Benni frændi.  Rosalega huggulegt hjá okkur.  Amma bauð upp á okkar hefðbundnu önd ásamt sætum kartöflum, trönuberjasultu, waldorfsalati, sósu og kartöflum.  Í eftirrétt fengum við Ris ala mandle og ég og Anna María fengum möndlugjöfina.  Ég fékk æðislegan tolokarl og Anna María fékk spil :)

Síðan var dansað í kringum jólatréið og mér fannst það svakalega skemmtilegt.  Ég fékk fullt af pökkum og var MJÖG duglegur að opna þá alla.  Frá mömmu og pabba fékk ég rúmið mitt og svo fékk ég kassa með tolofólki, stelpu og litlu barni.  Frá ömmu Ásu fékk ég nýja sæng og sængurver.  Frá afa Benna og ömmu Inger fékk ég Tolo hús, prjónaðan jólasvein og bók.  Frá Önnu Maríu fékk ég bók og frá Benna fékk ég tolohund og stelpu. Ég fékk fullt fleira skemmtilegt.  Þegar ég var búinn að opna gjafirnar mínar þá fór ég og hjálpaði mömmu og ömmu að opna gjafirnar þeirra hehe.

Við vorum komin heim milli ellefu og hálf tólf og ég fór beint að sofa, orðin frekar lúinn eftir góðan dag.

Kv. Víkingur Atli jólasveinn og orðinn 28 mánaða í dag

25. desember 2008 Fimmtudagur, Jóladagur

Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag, hún á afmæli hún amma Hósý , hún á afmæli í dag veiiiiii.

Við vorum komin inn í Bæjargil kl. tíu í morgun og vöktum liðið þar :)  Við gáfum ömmu Hósý prjónaða dúkku í upphlut :)  

Amma og afi gáfu mér svo jólagjöfina og ég fékk æðislegan kuldagalla , sængurverasett og peysu sem amma prjónaði á mig :)  Frá Eydísi fékk sílafón ( tréhljóðfæri ), frá Bjarka fékk ég dvd með latabæ.  Frá Dagný og foreldrum hennar fékk ég 2 myndir , útskornar úr tré, keyptar á Costa del sol , alveg í stíl við þær sem ég á nú þegar sem mamma og pabbi keyptu þegar þau voru þar úti 2005.  Frá langömmu Pöllu og langafa Jóni fékk ég ullarsokka og ullarvettlinga sem amma hefur prjónað, æðisleg náttföt sem ég dýrka alveg og óróa sem er með mismunandi litað ljós.

Ég vildi nú ekkert sofa í dag en fór upp með mömmu 2x sinnum til að hvíla mig.  Mamma ætlaði að leggja sig, eitthvað þreytt greyið en henni tókst ekki að sofna.  

Við hittum Dagný frænku þarna , Hildi mömmu hennar og Axel pabba hennar.  Langamma Palla kom og langafa Jón.  Sigrún frænka ( ömmu systir mín ) og Oddgeir maðurinn hennar og börnin þeirra 3, Eysteinn Fannar, Íris Anna og Stefán.  Svo hittum við auðvitað Bjarka og Eydísi.

Kl. sex fórum við heim til Önnu Maríu.  Þar hittum ömmu Asu , Benna, langafa Benna og langömmu Inger. Við fengum hangikjöt í matinn, ég borðaði nú ekki mikið frekar en hinn daginn en þau hin fannst þetta rosalega gott.  Við dönsuðum svo í kringum jólatréið og sungum fullt af jólasöngvum.  Kvöldið endaði samt á frekan dramatískan hátt því ég datt á stól og beint á ofninn og fékk kúlu á ennið.  Mamma og pabbi ásamt Önnu Maríu voru mjög dugleg að setja kalt á ennið mitt þannig að kúlan varð minni fyrir vikið :)  

Ég sofnaði aðeins á leiðinni heim og fór svo að sofa þegar við komum heim. Mamma og pabbi voru dugleg að kíkja á mig eftir að ég sofnaði til að vera viss um að ég hafi ekki fengið heilahristing en ég sýndi öll réttu viðbrögðin þannig að þau fóru róleg að sofa.

Kv. Víkingur Atli jólasveinn

26. desember 2008  Föstudagur, Annar í jólum

Ég vaknaði kl. sjö í morgun og vakti pabba til að fá skyrið mitt !  Síðan vildi ég sofa meir og við sváfum til tíu :)  Pabbi var ekkert smá ánægður með það, mamma fékk að liggja lengur því hún hafði sofið illa um nóttina.  

Við fengum góðan jólamorgunmat saman rétt fyri hádegi og síðan fórum við pabbi saman út í snjóinn.  Eftir snjóþotuferðina ákváðu mamma og pabbi að fara með mig niður á spítala til að láta sjúga úr nefinu mínu.  Búinn að vera með svo svakalega mikið grænt hor lengi að þeim var farið að gruna að ég væri kominn með einhvern mat fastann í nefinu.  Það náðist að hreinsa sæmilega vel úr nebbanum mínum.  Eftir heimsóknina mína þá heimsóttum við Ebbu langömmu sem liggur á spítalanum.  

Síðan ákváðum við að heimsækja ömmu og afa og ath. hvort það væri spilakvöld heima hjá þeim í kvöld.  Svo var ekki en við fengum þá að vita að það væri jólaboð hjá langömmu Pöllu og langafa Jóni í Hveragerði.  Við fórum með afa og ömmu og Eydísi í afa og ömmu bíl í jólaboðið og vorum að koma heim.  Ég var svo heppinn að foreldrar mínir tóku með sér náttfötin mín góðu í jólaboðið þannig að ég gat farið beint upp í rúm þegar við komum heim :)

Kv. Víkingur Atli 

27. desember 2008  Laugardagur 

Við vorum heima í dag.  Pabbi fékk að sofa út og við mamma vorum að hafa það huggulegt saman fram að hádegi en þá fannst mér kominn tími til að pabbi minn færi á fætur og trítlaði inn til hans og sagði honum að koma fram :)

Ég er búinn að vera með svakalegt kvef, greinilegt að það náðist ekki að sjúga allt úr mér í gær á spítalanum.  Ég var líka með hita en náði að kasta honum af mér í lúrnum mínum í dag.  

Við höfðum það ósköp huggulegt það sem eftir var dagsins, ein heima saman öll þrjú.  

Benni kom til okkar í kvöld og fékk pizzu hjá okkur.  Heimatilbúna pizzu :)  Svo horfði hann á sjónvarpið aðeins með okkur en ég fór að sofa.  Ég var nú ekki tilbúinn að sofna fyrr en eftir LANGAN tíma.

Kv. Víkingur Atli

28. desember 2008  Sunnudagur

Ég kom yfir til mömmu og pabba upp úr átta og svo svaf ég hjá þeim til hálf tíu en þá fórum við pabbi fram en við leyfðum mömmu að sofa lengur.  Hún er svo slæm í bakinu og eitthvað illt í annarri öxlinni þannig að hún hafði fínt að fá að hvíla sig aðeins.  

Við kíktum aðeins til ömmu og afa, amma var svo góð að laga vetrarkápuna hennar mömmu og gallabuxur fyrir pabba.  Við komum okkur svo heim svo ég kæmist í lúrinn minn og mamma þurfti að leggja sig aftur.

Við lögðuðum aðeins til inni hjá mér.  Nú er ég kominn með nokkra kassa inni hjá mér og ég fæ 1-2 kassa í einu til að leika mér við ( sko dótið í þeim ).  Ef ég vil fá annað dót þarf ég að laga til það sem ég var með og skila þeim kassa og biðja um nýjan.  Þetta gengur ágætlega og mér finnst þetta ansi spennandi.  Mamma er hinsvegar ansi spennt að vita hvort þetta gangi til lengdar svona vel hehe.

Amma kom í mat til okkar í kvöld.  Við fengum kjúkling, bernessósu og sætar kartöflur með fetaosti.  Voða gott.  Ég á alltaf jafn erfitt með að borða kjöt og þetta gekk dálítið hægt en það gekk þó þegar mamma / pabbi einbeittu sér við að halda mér við efnið.

Ég fór dálítið seint að sofa í kvöld, það má alveg því ég er í jólafríi.  Spennandi að vita hvort ég sofi lengur í fyrramálið.

 

Kv. Víkingur Atli

29, desember 2008  Mánudagur

Jiii árið alveg að verða búið :) furðuleg tilhugsun hehe.

Ég vaknaði kl. hálf tíu :)  gott að sofa lengi fram eftir.  Upp úr hádegi fórum við af stað og fengum nýjan lampa, sá sem pabbi og ég gáfum mömmu var smá gallaður. Hún fékk þó nýjan og er mjög ánægð :)

Við mamma lögðum okkur eftir hádegi og fórum svo í heimsókn til langömu Inger og langafa Benna.  Pabbi hafði búið til rauðrófur og við gáfum þeim eina krukku.  Á leiðinni heim heyrðum við að það væri flugeldasýning hjá Perlunni klst seinna þannig að við ákváðum heimsækja ömmu Ásu.  Við vorum svo heppin að hún bauð okkur í mat og svo fórum við út að sjá flugeldasýninguna.  Mér fannst hún svakalega flott og sagði í sífellu, váááá bommm, ljósið !

Mamma fór fljótt út aftur eftir að við fórum heim því hún var að fara að hitta stelpur sem eru með henni í maíbumbuhópnum.  Rosalega gaman hjá henni.

Mamma og pabbi uppgötvuðu að ég á ekki að fá sykur á kvöldin.  Ég fékk nokkra bita af randalínu heima hjá ömmu Ásu og ég sofnaði ekki fyrr en kl. hálf ellefu.  Vaknaði svo aftur kl. fimm og var vaknadi og mjög órólegur til átta.  Þannig að nú er engin sætindi handa mér á kvöldin.

 

Kv. Víkingur Atli

 

30. desember 2008  Þriðjudagur

 

Eftir annasama nótt sofnaði ég um áttaleytið og við gátum sofið til hálf tólf.  Ég var svo eldhress þegar ég vaknaði en mamma og pabbi voru ekki eins hress hehe.

 

Við kíktum í partýbúðina í dag og keyptum okkur hatta, grímur og kórónu til að hafa annað kvöld.   Síðan fór pabbi með mömmu í óléttufatabúð og gaf henni buxur og bol/kjól.  Við kíktum aðeins í Bæjargilið og síðan heim til Dagný Bjartar , Hildar og Axels.  Á leiðinni heim komum við við hjá Siggu Ástu og Davíð.  Davíð var að kíkja á bílinn okkar en hann er pínu lasinn.  Davíð ætlar að gera við hann eftir áramótin en þangað til eigum við bara að fara varlega með bílinn okkar.  

 

Við komumst loksins heim , öll frekar þreytt.  Eftir gott hakk og spagetti fór ég í náttfötin og fór á koppinn.  Ég er farin að biðja um að pissa í koppinn þessa dagana, finnst það ansi spennandi og hef stundum kúkað í hann líka, voða duglegur strákur.

 

Þá er ég farinn að sofa og vonandi sef ég í alla nótt.

 

Af mömmu er að frétta að hún er komin 21 viku og líður ágætlega.  Dagurinn var dálítið stressandi í dag en hún er núna komin jafnlangt og hún var komin þegar hún fór af stað með systur mínar en sem betur fer var litla krílið mjög gott við hana mömmu mína.  Sparkaði bara í hana til að fá hana til að líða aðeins betur :)

 

Knús Víkingur Atli

 

31. desember 2008  Miðvikudagur, Gamlársdagur

Vá síðasti dagur ársins og ég ákvað að byrja daginn snemma.  Vaknaði kl. hálf sjö og dró pabba með mér fram til að fá skyrið mitt.  

Pabbi fékk svo sorglegt símtal í morgun um að langamma Ebba væri látin :(  Við munum sakna hennar mikið, flott og góð kona horfin á braut en mun lifa í hjörtum okkar.

Ég sofnaði aftur kl. tíu og svaf til eitt.  Pabbi ætlaði að horfa á kryddsíldina en henni var skyndilega hætt vegna skemmdaverka frá mótmælendum  þannig að við fórum heim til ömmu og afa.  Axel, Hildur og Dagný voru komin til þeirra.  Ég hitti reyndar ekki Dagný fyrr en seinna því hún var sofandi.  

Þegar allir voru tilbúnir var sest við borðið.  Ég og Dagný fengum að sitja í sófanum og horfa á teiknimynd meðan fullorðnafólkið borðaði forréttinn sem var tómatsúpa.  Í aðalrétt fengum við geggjað nautakjöt og með því , ég borðaði ágætlega, ég var hrifnari af kartöflunum en kjötinu en það er líka bara af því að ég á í erfiðleikum með að borða kjöt.  Eitt var samt mikilvægt, það varð að vera sósa með kjötinu :)

Ég fór að sofa um hálf níu og svaf þar til skaupið var búið :)  Þá var ég klæddur í útiföt og fór út með mömmu og pabba að sjá flugeldana.  Vá hvað ég var hrifinn af öllum þessum sprenginum og ljósum og hávaða og lyktinni og sagði bara meira meira sprengjur.  Þegar allir voru farnir inn þá vildi ég út aftur þannig að pabbi fór með mig út og við héldum aðeins á stjörnuljós og svo komum við inn.  

Við fórum heim upp úr hálf eitt, amma og afi orðin þreytt eftir langan og erfiðan dag og við hin alveg búin á því líka :)

Ég fékk að sofna í mömmu og pabba rúmi, það var verið að sprengja svo mikið hér úti að ég hefði aldrei sofnað í mínu rúmi.  Pabbi færði mig svo yfir fljótlega yfir í mitt rúm og þar svaf ég vært í alla nótt.

Gleðilegt nýtt ár Víkingur Atli