Víkingur Atli og Kári Steinn
 

Gullmolar Víkings Atla

Nóvember 2008

Mamma sótti mig í leikskólann og við náðum í  pabba í vinnunna.  Á leiðinni í bílnum varð ég allt í einu svakalega vondur !!  Ég náði ekki vettlingunum af mér og fór að segja mömmu, sem var að keyra , að hún ætti að taka. 

" Mamma taka "!

" Taka hvað Víkingur " ?

" Taka "

" Mamma getur ekki tekið núna, hún er að keyra "

" Taka  ( núna mjög hátt ), mamma taka " 

" Á mamma að taka vettlingana "

 " Já !!! Ellingana "

´" Mamma tekur vettlingana eftir smá stund , í vinnunni hans pabba ! 

" Já "  Svo beið ég eftir að við komum í vinnunna hans pabba og mamma tók vettlingana og húfuna af mér :)

Júlí 2010

Þegar við giftumst mamma

Víkingur Atli og mamma hans liggja uppi í rúmi. 

Víkingur Atli " Mamma mín, þegar við giftumst þá ligg ég hinu megin "

Mamma hans " hmmm en ég er þegar gift pabba þínum "

VA : Ha , þegar við giftumst þá ligg ég hinu megin "

Pabbi hans VA kemur inn í herbergið

VA : Pabbi þegar við mamma giftumst þá ligg ég hinu megin ".

Pabbi hans " Nú já "

Þá fattar mamma hans að hann er ekki að segja giftast heldur Skiptast en hann ber ekki S fram þannig að þetta varð giftast. hehe.

Júní 2010

Víkingur fór með pabba sínum á fótboltaleik um daginn.  Allt í einu fer guttinn að kalla " áfram FH , áfram FH" í miðjum stjörnuhópnum.  Maður getur nú ruglast !  Hann hefur verið að horfa á HM með pabba sínum og er kominn með flotta rullu sem hann endurtekur.  Þessi rulla er saman sett af alls konar töktum sem hann hefur eftir pabba sínum.  Yndislegur alveg.

Júlí 2010

Við erum öll stödd í kirkjugarðinum hjá leiðinu þeirra systra Alexöndru Rósar og Sigurrósar Elísu.  Víkingur Atli horfir á leiðið og segir svo " Þarna eru systur mínar, stelpurnar okkar.  Þarna eiga þær heima, þær eiga þarna rúm, sæng, kodda, eldhús og stofu ".

Júní 2011

Víkingur er mikið að hugsa um langömmu sína Inger og dauðann.  Allt í einu þegar Víkingur og mamma hans eru í bílnum segir hann : Mamma, amma Inger er dauð !  Mamma hans svarar og segir : Já en Víkingur , við segjum dáin.  " Mamma !!!  Ennnnnnn hún er dauð ! ".

Við erum að keyra hjá Selfossi og segjum Víkingi að á þriðjudaginn þegar Víkingur fer á leikskólann þá byrji Kári Steinn líka á leikskólanum.  Þegar við keyrum yfir Ölfusárbrúnna þá heyrist í Víkingi " Ef Kári Steinn dettur í vatnið þá kemst hann ekki í leikskólann á þriðjudaginn "  Mamma hans svarar og segir að Kári Steinn muni ekki detta í vatnið.  " Af hverju ekki " Spyr Víkingur Atli.  " Af því við ætlum ekki að skoða vatnið " segir mamma hans " Oooooooo ég skil " heyrist þá í Víkingi Atla.

Núna erum við búin að fara í 2 bústaði og bráðum förum við í einn í viðbót og þá erum við búin að fara í 3 bústaði. Ef við förum í einn í viðbót þá höfum við farið í 4 bústaði.  Hvað eru mörg þúsund í því ?  Víkingur Atli 4 ára.